Alþýðublaðið - 15.11.1984, Side 21

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Side 21
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 21 Nýjar tegundir frá Volvo VOLVO 740 Volvo hefur í ár sett á markaðinn þrjár gerðir af Volvo 740 bílum. Það er Volvo 740 GL, GLE og Turbo. Með þessum bílum hyggst Volvo uppfylla kröfur ákveðins hluta markaðarins, sem ekki hefur verið sérstaklega sinnt fram að þessu. Volvo 740 er ætlað að brúa bilið á milli 760 oh 240 gerðanna. Bílarnir eru með 4ra strokka lágviðnámsvélar, sem eru þær nýj- ustu sinnar gerðar. Það sem einkum einkennir Volvo 740 eru aksturseiginleikar þeirra hvort sem er við eðlilegar eða erfið- A stórri vatnsdýnu í kvennabúri soldánsins lá karlmaður grafkyr og beggja vegna við hann lágu eigin- konur soldánsins nr. 7 og 8. Ferðamanninum var starsýnt á karlmanninn þar sem hann lá alveg hreyfingarlaus milli fegurðardís- anna. Og hann spurði fararstjór- ann: „Hvers vegna Iiggur maðurinn þarna“. „Ja, hann vinnur hjá soldáninum — er notaður sem bókamerki“. ar aðstæður. Vökvastýrið er nákvæmlega aðlagað akstursálagi. Þungadreifing á fram- og afturöxul skapar afburða stöðugleika og sam- spil á milli sjálfstæðrar fjöðurnar á framhjólum og fastrar sporvíddar að aftan eykur stöðugleika og mýkt þegar ekið er á slæmum vegum. í borgarakstri er hinn knappi snún- ingshringur bílsins ómetanlegur og gerir hann lipran. Volvo 740 Turbo er mjög sport- legur bíll, fyrir þá sem eru á höttun- um eftir því. Hann er mjög sérstak- ur í útliti og áberandi með svarta — Drengur minn, þú átt eftir að minnast dagsins í dag, sem ham- ingju ríkasta dag lífs þíns. — Já, en ég á ekki að kvænast fyrr en á morgun. — EINMITT!! „Það er áhugavert hvernig þú tal- ar við mig“, sagði ritstjórinn við nýja blaðamanninn. Og bætti við: „Þú ert opinn. Þú ert heiðarlegur. Þú ert sannsögull. ÞÚ ERT REK- INN“. Volvo 740 er glœsilegur vagn! lista í stað krómlista. Auk þess er kæliristin svört og sömu sögu er að segja um umgerð framljósa auk svartra lista við fram, aftur og hliðarrúður. Vindflipinn að framanverður er í sama lit og bílinn og tvö aukaökuljós eru innbyggð í hann. Stykkið á milli afturljósanna er einnig svart. Léttmálmsfelgur auka enn frekar á sportlegt útlit bílsins. Volvo 740 GL er með nýja inn- réttingu. Sætaáklæðin eru ská- munstruð í bláu, rauðu, drapplit- uðu eða svörtu. Nokkru minna er lagt í innréttinguna en í Volvo 740 GLE og Volvo Turbo. Þægindi einkenna allar þessar gerðir. Sem dæmi má nefna að sæti ökumanns er með sérstakri stillingu fyrir stuðning við mjóhrygginn. Stóllinn er auk þess upphitaður og sjálfvirkur hitamælir stýrir hitun- inni. Um þrjú mismunandi mið- stöðvar- og loftkælikerfi er að velja og það fullkomnasta er með sjálf- virkri stýringu á innstilltu hitastigi í bílnum. Bílarnir ganga í gegnum mjög fullkomna ryðvörn í verksmiðjun- um áður en þeir fara á götuna. Er sú riðvörn í 50 þrepum þar sem allir helstu hlutar yfirbyggingarinnar og undirvagnsins eru meðhöndlaðir gegn ryði auk þess sem þeir staðir bílsins, sem mest mæðir á eru vand- Iega varðir. Lágviðnámsvélin, sem er í bílun- um er mjög sparneytin. Þetta er ný fjögurra strokka vél, og er hún tæknilega fullkomnari en gamla Volvovélin. Hún er sparneytnari sem nemur 4%, hún skilar meira snúningsátaki og er því seigari i vinnslu og gangsetning í kulda er auðveld. Tvær gerðir þessarar bensínvélar eru 2ja lítra vélin og 2,3 lítra. Stimplar eru léttari og kollstyttri með lengri en léttari stimpilstöng- um. Á sveifarási eru 8 mótvægis- stallar (4 áður) sem minnka titring og auka gangmýkt vélarinnar. Nýja gerðin er með hærra snúningsvægi en eldri gerðir en það eykur afl vél- arinnar innan viöara snúnings- hraðasviðs. Allar gerðir þessara véla (nema B230A) eru með rafeindakveikju- kerfi sem dregur úr bensínnotkun og tryggir lágmarksmengun í afgasi. Torbo vélin er sú sem mest þykir til koma í 740 gerðinni, hún er 177 hestafla. Allar vélarnar hafa verið hannaðar með það að leiðarljósi að skila fullkomnu afli við allar venju- legar akstursaðstæður, — þær hafa til að bera vítt vinnslu- og snerpu jafnvel á litlum snúningshraða. Það er einmitt í slíkum tilvikum sem ökumaðurinn þarf með á snerp- unni að halda t.d. við framúrakstur. Þrátt fyrir ótrúlegt viðbragð Turbo-vélarinnar er átaksaukning- in það mjúk að hún á ekki að geta orðið til þess að draga úr öruggri stjórn ökumanns. Allar geróir af á lager Að auki framleiðum við allar aðrar stærðir og gerðir tölvueyðublaða samkvæmt pöntun og prentum í eins mörgum litum og óskað er. Eyðublöð á lager Bónusseðlar Launaseðlar Reikningar Reikningsyfirlit Límmiðar Höföabakka 7 - Reykjavík - Sími 83366

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.