Alþýðublaðið - 15.11.1984, Page 22

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Page 22
22 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 Kúrekar 6 Það hefur komið fram í fjölmiðlum að erfitt sé að henda reiður á mann- inum. Ekki kom hann þannig fram í viðtalinu. Þar undirstrikaði hann það enn frekar hvað hann er frum- lega venjulegur. Kántrítónlistinni kynntist hann á vellinum á sínum tíma, þar sem hann var við vinnu og úr amerískum bíómyndum í bíó- húsinu á Skagaströnd, sem hann stofnaði og er sýningarstjóri í. Hann hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur til að framfleyta sér, rekið eigin verslun og meira að segja verið með heildsölu. Það var svo fyrir þrem árum að hann opnaði veit- ingahúsið Kántríbæ. Hallbjörn hefurhaldið sinni barnatrú oger meðhjálpari í kirkjunni auk þess sem hann syngur í kórnum. Alltaf verið mjög músíkalskur að eigin sögn en átt erfitt með að læra nótur. Honum finnst betra að spila af fingrum fram. Hann er sannfærður um að einhver yfirnáttúruleg vera haldi verndarhendi yfir sér og auk þess trúir hann því að tónsmíðar hans séu sprottnar upp fyrir hand- an. Niðurstaðan er sú að venjulegri mann er ekki hægt að ímynda sér. Það skemmtilegasta við frægðina var þegar hann páraði nafnið sitt á ber kvenmannsbrjóst. Viðtalið við Johnny King er af öðrum toga. Konungurinn er sögu- maður ágætur og frásögn hans af því hvernig hann fékk viðurnefnið fyrsti íslenski nautabaninn verður lengi í minnum höfð. Kvikmyndin ber það með sér að hún er gerð á hlaupum. Hallbjörn Hjartarson fær þá hugmynd að halda kántríhátíð á Skagaströnd og auglýsir hátíðina í útvarpinu. Frið- rik Þór heyrir þetta auglýst og hug- mynd getur af sér hugmynd. Það er ákveðið að filma hátíðina. Filmum er reddað og haldið á hátíðina. Þar kvikmynda Friðrik og félagar í gríð og erg án þess að hafa neitt eiginlegt markmið með tökunni. Jú, það á að gera kvikmynd, en kvikmynd um hvað? Það ræðst seinna við klippi- borðið. En ekki einu sinni þar ræðst gátan. Flýtirinn er svo mikill. Sjálf- sagt þurfti að drí fa afkvæmið á markaðinn, svo það gæti farið að mala gull, það lá á að byrja að borga af efniskostnaðinum. Asinn var svo mikill að ekki var hægt að bíða eftir því að almennileg kópía kæmi úr framköllun, heldur var frumsýningargestum boðið upp á vinnslukópíu. Þrátt fyrir alla þessa vankanta hefur þeim félögum tekist að gera kvikmynd, sem hrærir hressilega upp í fólki. Einkunnarorð Friðriks Þórs og félaga gætu hafa verið tekin úr Lukku Láka; Skjótari er skugg- inn að skjóta. Og stundum tekst það og fyrir þær augnabliksmynd- ir, sem þá festust á ræmunni rétt- lætist tilgangur uppátækisins. Sáf Frelsi og 20 aci of stórt skáld auk þess sem bók- in er sprottin upp úr sárri reynslu hennar sjálfrar, sem henni tekst að koma þannig á framfæri að lesand- inn fær hlutdeild í reynslunni. „Bréf til barns sem aldrei fædd- ist“ er þörf bók og á erindi við alla, jafnt konur sem karla. Þetta er bók sem fjallar um viðkvæm mál, getn- að, meðgöngu, fóstureyðingu og fósturlát, án þess að fordómar eða einfaldar lausnir séu gefnar við jafn vandsvöruðum spurningum og til MALNING VIOARVORN H U S A SMIOJAN Sudarvogi 3 “ 5 sími: 6 8*7 7-0 0 MAL PAKFTU ad ningavöbur mála FVRíR J0t,w BLITSA CUPRINOL HEMPELS FLOTT TEXOLIN MET E - 2 1 SPRED PERLUMATT GÓLFim GRANÍTLAKK VINNUVÉLALAKK K 3ARNALAKK OPID: MÁN.- FÖSTD. 8°° - 1800 LAUGARDAGA 900 - 1230 HÖRPUSILKI VITRETEX POLVTEX SOLIGNUM PINOTEX WOODEX C-TOX ALLAR ALMENNAR MÁLNINGAVÖRUR OG ÁHÖLD s£ m /« að mynda fóstureyðing er. Fallaci gerir upp sinn eigin hug varðandi sína eigin þungun og ákveður að ganga með barnið og fæða það, þó örlögin hagi því svo til að hún missi fóstrið. En með því er hún ekki að leggja dóm á fóstureyðingar. Að lokum vil ég þakka AB þetta framtak, því þó bókaútgáfa á ís- landi sé mikil í sniðum erum við ekki ofdekruð af góðum þýðingum, sem snerta jafn mikið kviku um- ræðunnar og þessi bók gerir. Þó eru nokkrir vankantar á þessari útgáfu, einsog tildæmis að bókin er þannig úr garði gerð að hvergi er stafkrók- ur um höfundinn. Annað er það, að hvort sem menn eru hrifnir eður ei af þeim einfalda symbólisma, sem prýðir kápuna, þá þykir undirrituð- um sjálfsögð kurteisi að þess sé get- ið hver káputeiknarinn er. Hvað sjálfa þýðinguna áhrærir, ætla ég mér ekki að leggja mat á hana, því ítölskukunnátta mín er minni en engin og verða því aðrir að sjá um að bera þýðinguna við frum- útgáfuna. Hinsvegar er bókin á snyrtilegri íslensku og fáir hnökrar, sem lesandinn hnýtur um. Sáf Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bœkur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 Rétt og jöfn loftþyngd eykur öryggi, bætir aksturshæfni, minnkar eyðslu eldsneytis og nýtir hjólbarðana betur. Ekki þarf fleiri orð um þetta -NEMA - slitnir hjólbarðar geta orsakað alvarlegt umferðarslys. SKILYRÐl Þau krefjast réttra viðbragöa ökumanna. Þeirsemaðjafnaði aka á vegum meö bundnu slit- lagi þurfa tíma til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.