Alþýðublaðið - 30.03.1985, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Síða 2
2 Laugardagur 30. mars 1985 | alþýðii' 1 blaðié Útgefandi: Blaö h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Cuðmundur Ámi Stefánsson. Ritstjórn: Friörik Þór Guömundsson og Siguröur Á. Friöþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guömundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Rvík, 3. hæö. Sími-SISSS Áskriftarsíminn er 81866 1 ðlllll.OlOUU. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent, Síðumúla 12. l—RITSTJORNARGREIN1'". ................... m íverustaðir úr kassafjölum Pau eru mörg vandamálin sem íslendingar eiga nú við að striða. Sýnu alvarlegast er þó það vandamál sem lýtur að neyðarástandi því sem rfkir I húsnæðismálum íslendinga. í Al- þýðublaðinu í dag er Itarlegt viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson þar sem hann lýsir til- lögum Alþýðuflokksins til lausnar þessu vandamáli. Jón segir meðal annars: „Hér er heil kynslóð fólks sem þjóðfélagið hefur dæmt utangátta og fjórir eða fimm árgangar Ibúðabyggjenda rísa vart undir þeim byrðum sem þjóðfélagið hefurlagtáþá. Þessi vandamál verðaekki leyst nema með róttækum þjóðfélagslegum umbót- um; valdabreytingum og fjármagnstilfærslum. Ef við ætlum að byggjaíbúðiraf hóflegri stærð, á viðráðanlegu verði og kjörum fyrir ungt fólk, þá kostar það I fyrsta lagi peninga. Við erum hér I raun að tala um þrjú tekjujöfnunarkerfi I þjóðfélaginu. Viö tölum um tryggingakerfi, sem er I ýmsu áfátt hérna, ekki slst llfeyrisrétt- indakerfið, I annan staö höfum við skattakerfiö, sem er hrunið hjá okkur og á gjörsamlega að stokka upp og I þriðja lagi átti húsnæðislána- kerfið að vera slíkt félagslegt jöfnunarkerfi, en núna orðið að fáránlegu ójafnaðarkerfi.“ Jón bendir á að Alþýöuflokkurinn sé eini flokkurinn sem geti með góðri samvisku sagt að hann hafi allan tlmann frá þvt að syrta tók I álinn lagt fram tillögurtil úrbóta. Hann segir: „Við getum t. d. strax nefnt I fyrsta lagi hús- næðisfrumvarp Magnúsar H. Magnússonar, þar sem sú stefna var mörkuð að byggingar- sjóðir verkamanna og rlkisins skyldu fá fasta tekjustofnaaf sköttum, þ. e. a. s. launaskatti. Ef það frumvarp hefði náö fram að gangaværu lán til Ibúðakaupenda nú um 60% af byggingar- kostnaði. Og þá væru byggingarsjóðirnir ekki sokknir I skuldir. Númer tvö: Þegar við komum á verðtryggingunni fengum við lagaákvæði I Ólafslögin, sem kvað á um að jafnhiiða verð- tryggingunni skyldi lánstlmi lengdur, til þess að tryggja að greiðslubyrði af lánum, þótt verð- tryggð væru, yrði viðráðanleg sem hlutfall af launum. Þetta var aldrei framkvæmt. Þetta var sem sé svikið af þeirri rfkisstjórn sem tók við, þar sem húsnæðismálin voru I höndum Svav- ars og fjármálin I höndum Ragnars. Þriðja til- lagan var strax 1981—1982, frá Jóhönnu Sig- urðardóttur, sem var um það, að sá hluti eftir- stöðva verðtryggöra lána, sem mældist hærri samkvæmt lánskjaravlsitölu heldur en kaup- gjaldsvlsitalan segði til um, skyldi færast aftur fyrir höfuðstól og þýða þar með lengingu lána og að greiðslubyrði af láninu færi aidrei um- fram þróun launa. Þessar tillögur eru allar á borðinu og hafa verið allan tlmann.“ Jón Baldvin bendir enn fremur á tillögur al- þýðuflokksmanna um stighækkandi eignar- skattsauka á skattsvikinn verðbólgugróða stóreignafyrirtækja og stóreignamanna og segirenn fremurað nú sé I smíðum hjá AÍþýðu- flokknum tillaga um aðra tekjustofna, fyrst og fremst um nýtingu á hagnaði Seðlabankans. Jón segir: „Við fullyrðum að það eru til peningar. Við höfum allan tlmann lagt fram sllkar tillögur og við erum meö mótaða stefnu um hvernig eigi að leysa þetta þjóðfélagsvandamál, sem lýsir sér I því að það er að verða ginnungargap milli ungu kynslóðarinnar sem er á götunni, og hinnar eldri.“ Jón Baldvin er nýlega kominn til landsins frá Portúgal, þar sem hann var á fundi jafnaðar- manna um öryggismái Evrópu. í Portúgal kynntist hann því, hvernig þjóðfélagið þar hef- ur klofnað I tvær þjóðir, I forréttindahóp við- skiptallfs og fjármagns annars vegar og þorra fólks hinsvegar, sem dæmdurertil lágra launa og lélegrar afkomu og lakasti parturinn til hreinnar örbirgðar. í höfuðborg Portúgals, Lissabon, sá hann hvarvetna blasa við hús- næðisvandamál öreiganna. Með þetta I huga haföi Jón Baldvin eftirfarandi að segja um ástandið hér á landi: „Það er ekkert ýkja langt I það, að þetta unga fólk sem er á götunni lýsi vantrausti slnu á (Is- lenskt) þjóðfélag með þvl einfaldlega að yfir- gefa þaðLoftslagsins vegna getur það ekki leyst sfn vandamál með þvl að hrófla upp íveru- stöðum úr kassafjölum." F.Þ.G. rSUNNUDAGSLEIÐARI1 Æskan er ekki öfundsverð Að vera ungur I dag áári æskunnar, aetli það sé eitt- hvað frábrugöið þvl sem áður var? Ýmsar ytri að- stæður hafa vissulega breyst og ný tækni rutt sér til rúms, en þrátt fyrir það hefur heimurinn ekki tekiö neinum stakkaskiptum. Hann er sá sami I dag og I gær, ef eitthvað er þá hafa andstæöurnar skerpst milli velmegunar og fátæktar þetta á jafnt við hér á Fróni sem I heiminum öllum. Hlutskipti æskunnarer það sama I dag og í gær. Hún hangir I lausu lofti milli þess að teljast til barna og fullorðinna. Henni er ætlað að sýna hvað I henni býr án þess að henni sé treyst. Hún á að finna lífi slnu farveg inn I lokaðan heim fullorðinna en jafn- framt gerir æskan sér glögga grein fyrir þvl að sá heimur er ekki sá sælureítur, að eftirsóknarverður geti talist. Samtlmis gerir hún sér grein fyrir að ekki verður snúið aftur til bernskuáranna og þvl tvlstlgur hún þarna á milli með kollinn fullan af spurningum. Sem engin svör fást við. Ekki frekar I dag en I gær. Kannski menn verði fullorðnir þegar þeir hætta að spyrja, þegar þeir þykjast hafa svör við öllu á reið- um höndumog þurfaekki lengurað velta fyrir sér til- gangi gjörða sinna, þegar hægt er að stlma beint áfram sofandi eða vakandi að ... 1985 er ár æskunnar, þaö er jafnframt ár öryggis- leysis. Á mannkynið einhverja framtlð fyrir sér? Hvernig er sú framtlð? Er hún þess eðlis að eftir- sóknarvert.sé að fá að taka þátt I henni? Þessar spurningar og fleiri skyldar hljóta að brenna I hug- um æskunnar i dag. Daglega upplifir hún strlðs- ástandið I heiminum á sjónvarpsskjánum, hún horf- ir upp á börn veslast upp af hungri, jafnaldra slna I öðrum heimshlutum gefa upp öndina vegna þess að engan mat er að fá. Jafnframt veit hún aö hinn vest- ræni heimur á I erfiðleikum með kornfjöll, kjötfjöll, smjörfjöll og kartöflufjöll. Er einhver heil brú í þessu? Milljónum er varið I kjarnorkuvopn og geim- vopn, sem aldrei á að nota að sögn. En jafnt I gær, sem i dag er ungum það allra best að óttast guð sinn herra. Arfurinn sem við látum æskunni eftirerekki glæsi- legur. Heimsfriðinum erógnað, jafnvægi náttúrunn- ar I hættu og ef við lltum okkur nær þáer skuidahali þjóðarinnar það langur að efnahagslegu sjálfstæði okkar er ógnað. Og ekki nóg með það. Æskan horfir fram á at- vinnuleysi þegar hún kemst I hóp hinna fullorönu, verði ekki brugðist skjótt við. Allirgerasérgrein fyrir þvl að þeim stóru árgöngum sem fljótlega streyma inn á vinnumarkaðinn blður mikið óöryggi um at- vinnu verði ekki reynt að skapa ný atvinnutækifæri hið snarasta. Rlkisstjórnin hefur keppst við að lýsa þvl yfir að þörf sé á framsækinni atvinnustefnu og er það vel, en þvl miöur hafa athafnir ekki fylgt orðum. Það er þá eina helst þegar hygla þarf að Samband- inu eða öðrum gullkálfum rlkisstjórnarinnar. Húsnæðismálin eru I lamasessi og stór hætta að æskunni verði úthýst þegar að þvl kemur að hún yf ir- gefur föðurhúsin og þarf á þaki yfir höfuðið að halda. Eigum við að lenda á vergangi? spyr unga fólkið sig en fátt er um svör. Hvernig skyldi svo búið að menntunarmálum hjá söguþjóðinni? Háskólinn er I fjársvelti, kennarar undirmálsfólk og vegna stlfni og þvermóðsku vissra afla innan rlkisstjórnarinnar lá vió stórslysi f fram- haldsskólunum. Sem betur fór tókst að bjarga þeim málum fyrir horn á sfðustu stundu, en þarvar öllum öðrum en menntamálaráðherra fyrir að þakka. Sóló- leikur hennar I þessu máli verður lengi I minnum hafður. Menntamálaráðherra er sennilega sá ráðherra sem stærsti hiuti æskunnar á mest undir. Nei, æsk- an er ekki öfundsverð. Framhaldsskólanemar ákváðu I samvinnu við skólasystkini sln á hinum Norðurlöndunum að gangast fyrir söfnun til styrktar baráttu svartra I Suður-Afrfku. Fóru þeir fram á þaö við menntamálaráðherra, að fá frl I einn dag, til að vinna á hinum almenna vinnumarkaði. Laununum átti slðan að verja I söfnunina. Mikið undirbúnings- starf hafði veriö unnið og mikill hugur var I nemend- um. Menntamálaráðherra neitaði að gefa sllkt leyfi. Þá neitun er ekki hægt að skilja nema á þann eina hátt að hún sé mótfallin þessu verkefni, það þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi skrifað undir áskorun um að almenningur bregðist vel við þessarí viðleytni æskufólksins, ásamt öllum forsætisráðherrum Norðurlandanna. Núberast fréttirfráSuður-Afriku um að tónlist eins vinsælasta hljómlistarmanns æskunnar á öllum aldri, hins hörundsdökka Stevie Wonders, hafi verið bönnuð I sjónvarpi og útvarpi I Suóur-Afrlku. Ástæð- an er sú að þegar Stevie Wonder tók við óskarsverð- launum fyrir lag sitt „I just Called to say I love yoú', þá tiieinkaði hann Nelson Mandela verðlaunin. Mandela situr I fangelsi I S-Afrlku vegna skoðana sinna á aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar þar. Það er víst aö framhaldsskólanemar senda ekki Regnhildi ástarkveðjur um þessar mundir. Þrátt fyrir þann bölmóð, sem gætt hefur I þessum skrifum og þó útlitið sé dökkt þegar æskan horfir fram á veginn, er engin ástæða til uppgjafar. Þó heimur hinna fullorðnu sé spilltur og helsjúkur er æskan heilbrigð I dag sem I gær. Hún er vandanum beturvaxin en nokkurn tlmann áður. Æskan erbetur upplýst um þann vanda sem við er að gllma og er ekki að efa að hún mun stælast I þeirri viðureign og bera sigur úr býtum að lokum. Sáf.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.