Alþýðublaðið - 30.03.1985, Síða 6
6
Laugardagur 30. mars 1985
félagsleg
leið til
framtíðar
Umræðan um húsnæðismálin í dag snýst eðlilega
fyrst og fremst um það hvernig rétta megi hlut þeirra
íbúðarkaupenda, sem eru að sligast undan greiðslubyrð-
inni vegna misvægis lánskjara og launa og hárra vaxta
af lánum. Hér er á ferðinni verkefni sem krefst brýnna
úrlausna. En húsnæðismálin hafa fleiri hliðar og ein er
sú að horfa til framtíðarinnar og sjá til þess að því unga
fólki, sem nú er að hefja búskap eða mun hefja hann á
næstu árum, verði gert kleift að fá þak yfir höfuðið án
þess að þurfa að veðsetja bæði sál og líkama um
ókomna tíð.
Margir horfa hýru auga til hús-
næðissamvinnufélaganna sem
lausn á þessu vandamáli. Margir en
ekki allir, því viss öfl innan Sjálf-
stæðisflokksins hafa barist gegn
húsnæðissamvinnufélögunum með
oddi og egg. Þrátt fyrir dygga varð-
stöðu nátttröllanna efast enginn
lengur um að húsnæðissamvinnu-
kerfið mun skipa sinn sess í fram-
tíðarlausn húsnæðiskerfisins.
Tölvuútboð
Alþingis
Alþingi óskar eftir að kaupa 14
einkatölvur og viðeigandi búnað til
ritvinnslu og spjaldskrárvinnslu.
Útboðsgögn liggja frammi á skrif-
stofu Alþingis frá kl. 10 mánudag-
inn 1. apríl og verða skýrð á fundi í
Vonarstræti 12, kl. 10 þriðjudaginn
2. apríl. Tilboð verða opnuð á skrif-
stofu forseta sameinaðs Alþingis
kl. 10 mánudaginn 29. apríl nk.
Ritari
Utanrlkisráðuneytiðóskaraðráða ritaratil starfaiutan-
rikisþjónustunni.
Krafist er góðrar kunnáttu (ensku og a. m. k. einu öðru
tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun ( utanrlkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að
ritarinn verði sendur til starfa I sendiráöum íslands er-
lendis.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist utanrlkisráðuneytinu,
Hverfisgötu 115, Reykjavlk, fyrir 10. aprll nk.
Utanríkisráðuneytið.
Frá stofnfundi Búseta á Hótel Borg. Eysteinn Jónsson í ræðustól.
Frá mótmælum Búseta við Alþingi vorið 1984. Á myndinni má sjá þau Jón Rúnar Sveinsson, formann Búseta
í Reykjavík, Auði Styrkárdóttur, stjórnarmeðlim í Búseta Reykjavík og Reyni Ingibjartsson starfsmann
Búseta, á leiðinni inn i Alþingi með mótmælaályktun sem samþykkt hafði verið á fundinum.
Búseti og mangó
Það var haustið 1983 að Búseti
var stofnaður í Reykjavík, nánar til-
tekið 26. nóvember á fjölmennum
fundi á Hótel Borg. Þá þegar höfðu
1000 manns skráð sig sem stofnfé-
laga. Nú rúmu ári síðar eru félagar
orðnír um 3000 talsins. Þessar tölur
sýna berlega að þörfin fyrir þetta
húsnæðisfyrirkomulag er mikil.
í byrjun síðasta árs lýsir Alex-
ander Stefánsson, félagsmálaráð-
herra því yfir að opnuð verði leið til
lána úr Byggingarsjóði verka-
manna til Búseta. Þessi yfirlýsing
Alexanders átti þó eftir að draga
dilk á eftir sér, því um vorið ‘84 sló
í brýnu milli ríkisstjórnarflokk-
anna um Búseta. Einsog mönnum
er enn í fersku minni fórnaði Fram-
sókn Búseta fyrir mangó-málið
svokallaða og var því allt útlit fyrir
að töf yrði á því að Búseti gæti haf-
ið byggingar fyrir félagsmenn sína.
Þrátt fyrir að dyrunum væri lok-
að á Búseta fékk félagsmálaráð-
herra því framgengt að skipuð var
nefnd stjórnarflokkanna, sem
hafði það verkefni að semja frum-
varp um Búseturétt og átti frum-
varpið að vera tilbúið sl. haust.
Þar sem ekkert bólaði á frum-
varpinu bar Jón Baldvin Hanni-
balsson fram fyrirspurn til féiags-
málaráðherra 6. nóvember um
hvernig frumvarpssmíðinni vegn-
aði.
í framhaldi af fyrirspurninni
ræddi Jón Baldvin um að Búseti
hefði sótt um Ián til bygginga leigu-
íbúða ætluðum til útleigu fyrir
námsfólk, aldraða og öryrkja, á
hóflegum kjörum, og spyr hvort
tekin hafi verið afstaða til þeirra
umsókna.
í svari ráðherra kom fram að
nefndin átti enn langt í land með
frumvarpið og engin skýr svör
komu fram um hvernig umsóknir
Búseta yrðu afgreiddar.
Það sem síðan hefur gerst er að
Búseti hefur verið í biðstöðu. Félag-
ið hefur sótt um lóðir í Grafarvogi
en ekki fengið ákveðið svar enn.
Fyrir liggur munnlegt loforð um
lóðir frá Davíð sem ekki hefur feng-
ist staðfest enn. Fyrir Alþingi liggur
fyrirspurn frá öllum stjórnarand-
stöðuflokkunum um það hvernig
lagafrumvarpinu líði.
Erlend reynsla
Fyrstu húsnæðissamvinnufélög-
in í heiminum voru stofnuð um
miðja síðustu öld. Það var í Þýska-
landi og Danmörku sem þetta hús-
næðisfyrirkomulag var fyrst reynt.
Þetta fyrirkomulag er mjög algengt
á öllum Norðurlöndunum nema ís-
landi. Það er einkum þangað sem
Búseti sækir fyrirmyndir sínar.
Þrátt fyrir það er fyrirkomulagið
þekkt viða um heim, í Þýskalandi
og Niðurlöndum og í góssenlandi
einkaframtaksins, Bandaríkjunum.
í viðtali við Olle Lindström,
framkvæmdastjóra Riksbyggen í
Framh. á bls. 22.