Alþýðublaðið - 30.03.1985, Side 11

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Side 11
Laugardagur 30. mars 1985 Albýðusamband Suðurlands r Alyktun um atvinnumál Frá síöasta þingi Alþýðusam- bands Suðurlands hefur sú öfug- þróun orðið, að íbúum hefur fækk- að í flestum sveitarfélögum á sam- bandssvæðinu. Enda þótt íbúum hafi víðast fækkað hefur atvinnu- leysi aukist, svo nú er stöðugt at- vinnuleysi á flestum þéttbýlisstöð- um. Ekki liggja fyrir neinar upplýs- ingar um atvinnuleysi í sveitum. Vandi atvinnulausra hefur að ein- hverju leyti verið leystur með því að sækja atvinnu í aðra landshluta, eða með brottflutningi af svæðinu. Samhliða óhagstæðri íbúaþróun og auknu atvinnuleysi eru lífskjör á Suðurlandi þau lökustu, sem þekkjast á landinu, enda þótt nátt- úruauðæfi séu meiri og betri þar en annarsstaðar hérlendis. Nauðsyn er, að jafna þannig lífsgæðum, að ekki verði óbætanleg byggðarösk- un, eins og nú horfir, m. a. með eft- irtöldum ráðstöfunum: 1. Gerð verði nákvæm áætlun um atvinnuuppbyggingu í héraðinu, bæði með eflingu þeirrar at- vinnustarfsemi sem fyrir er, og sköpun nýrrar vinnslu, þar sem m. a. verði tekið tillit til nátt- úruauðæfa héraðsins og hinnar miklu orku, sem beisluð hefur verið í héraðinu, án þess að Sunnlendingar njóti góðs af, til jafns við aðra. 2. Orvinnsla sunnlenskra land- búnaðarvara verði aukin innan héraðs, i stað þess að flytja bú- vörur óunnar til markaðssvæðis verði þær unnar og þeim pakkað í neytendaumbúðir á svæðinu. Jafnframt verði unnið skipulega að fullnýtingu lífrænna úrgangs- efna í stað þeirra mengunar, sem fylgir þeim nú. Einnig átelur þingið forystu sunnlenskra bænda að leyfa átölulaust byggingu afurðasölu- stórhýsa í Reykjavík og stuðla þannig að brottflutningi á at- vinnu af sambandssvæðinu. 3. Rekstrargrundvöllur sjávar- útvegsins verði tryggður þannig að Sunnlendingar þurfi ekki að horfa á eftir stórvirkustu at- Framh. á bls. 21 Opið ALLAN hhEvrll CC / STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^ Albvðusamband Suðurlands Ályktun um kjaramál Frá því að 7. þing ASS var haldið í mars 1983, hafa orðið alvarleg um- skipti á kjörum launafólks og stöðu verkalýðshreyfingarinnar í heild og veldur þar mestu grimm atlaga rík- isstjórnarinnar að verkalýðshreyf- ingunni þegar samhliða var lög- bundið bann við greiðslu verðbóta á laun og samningsréttur afnuminn fram á árið 1984. Niðurstaðan varð sú að frá haustinu 1982 til haustsins 1983 tapaðist fjórða hver króna úr launaumslaginu, ef raunvirði er skoðað. Verkalýðshreyfingin snerist gegn þessari geigvænlegu kjaraskerð- ingu með upplýsingastarfi og und- irskriftasöfnun haustið 1983. í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sá ríkisstjórnin sér ekki annað fært en gefa samningsréttinn lausan í desember. Nýir samningar tókust þó ekki fyrr en 21. febrúar. Megin forsenda samninganna í febrúar var að komið yrði í veg fyrir frekara kaupmáttarhrap en þegar var orðið. Fljótlega varð ljóst að verðlags- forsendur febrúarsamninganna myndu ekki standast og sögðu flest félög upp launaliðum samningsins þannig, að þeir yrðu lausir frá 1. sept. I kjarasamningunum í haust náðist að semja um allnokkrar kauphækkanir en ríkisstjórnin sneið verulega af þeim með gengis- fellingu áður en launafólk fékk út- borgað. 8. þing ASS lýsir fordæmingu sinni á þeim málflutningi sem hafð- ur hefur verið i frammi af forsvars- mönnum gengisfellingarinnar, sem setja samasemmerki milli leiðrétt- ingar á launum verkafólks og geng- isfellingar; það mátti heyra það á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar í haust að gengisfelling yrði á þessu ári. Hún var tengd samning- unum til að kenna þeim um hana. Bann við vísitölutryggingu launa hefur nú verið í gildi á annað ár. Fyrirætlanir eru um framlengingu þegar núgildandi bann rennur út. 8. þing ASS mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum stjórnvalda að af- nema aðeins einn þátt þeirrar vísi- tölubindingar sem í gildi er í þjóð- félaginu. Þingið bendir á þá stað- reynd að vísitölubinding er í fullu gildi á öllum sviðum nema að því er snertir laun og engar upphrópanir um „vísitöluvitleysu“ heyrast frá ríkisstjórninni þó bensíngjald til ríkisins hækki miðað við bygging- arvísitölu, nú síðast um 3% og láns- kjaravísitala er óheft. Þótt ýmsir gallar hafi reynst vera á þeim verðbótakerfum, sem í gildi hafa verið, þá hafa þau, að mati þingsins reynst mikilvæg vörn launafólks gegn verðbólgu og kjararánsaðgerðum ríkisstjórna og atvinnurekenda. Það er skoðun þingsins að krafa um kaupmáttartryggingu skuli vera ófrávíkjanleg í næstu kjarasamn- ingum. Það er einnig skoðun 8. þings ASS að Kjaradómur hafi brotið blað í launamálum á íslandi í janú- ar síðastliðnum þegar hann úr- skurðaði að föst yfirvinnugreiðsla skyldi tekin inn í dagvinnukaup. Nú verða samtök launafólks að fylgja því fast eftir, að dagvinnukaupið verði hækkað að minnsta kosti um sem svarar núverandi eftirvinnu- kaupi og næturvinna taki við á eftir 8 tíma dagvinnu. Eitt mikilvægasta kjaraatriði launafólks eru húsnæðismálin og varða í raun alla. 8. þing ASS krefst þess að stjórnvöld geri að veruleika þau fyrirheit sem gefin hafa verið af stjórnvöldum á undanförnum ár- um, og gert er ráð fyrir í löggjöf um húsnæðismál, að 'A hluta af hús- næðisþörf landsmanna verði mætt á félagslegum grunni. „Sátt“ um óbreytt eða Iítið breytt ástand í kjaramálum kemur ekki til mála. Verkalýðshreyfingin hlýtur að sækja aukin kaupmátt með end- urskoðun samninga nú í vor. fcftD ER VMtMAÐ VELjATEPH væsŒ&ss* - spjateð við starfsmenn^^r upp^singar. peir veita þer fusteg mffliliðalaus PersónuiegÞiónu^rn^^kaup. innflutningur tryggir Per n a " “^KJAVÍK - SlMI 84850

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.