Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 30. mars 1985 Borgarstjóm og húsnæðisfáránleikinn: íhaldið hunsaði unga og aldraða Um þessar mundir eru fjölmenn- ustu árgangar íslandssögunnar aö leitast við að stofna heimili og koma sér upp húsnæði. En hvað fær þetta unga fólk í forgjöf? Dýr- ustu lán íslandssögunnar samhliða ört lækkandi kaupmætti. Um þessar mundir býr aldrað fólk í Reykjavík hundruðum saman við neyðarástand í húsnæðismál- um. Hvað vill Davíð og companí í borgarstjórnarmeirihlutanum gera við því? Ekkert. Hins vegar horfir fólk upp á ellihallir hinna ríku rísa í Kringlunni, þar sem „rjóminn af þjóðfélaginu“ ætlar að una sér saman í vellystingum á ævikvöldi sínu. Vesældarleg frammistaða Þegar fjárhagsáætlun Reykja- Vildi frekar byggja brú yfir Bústaðaveg og byggja yfir Rafmagns- veituna ónum króna yrði varið til fram- kvæmdalána til byggingar sjálfs- eignaíbúða fyrir aldraða. Á móti þesum útgjaldaauka lagði Sigurður til að hætt yrði við 45,6 milljón króna ævintýri varðandi brú yfir Dæmi um ung hjón 1. júní 1979 keyptu ung hjón sér tveggja herbergja íbúð. Ibúðar- verðið var 180 þúsund kr. og sjálf áttu þau þriðjung kaupverðs, þ. e. 60 þúsund kr., sem jafngilti þá 2Zi árslaunum samkvæmt 8. launaflokki VMSÍ, en mánaðar- laun voru þá 1955 kr. samkvæmt þeim launaflokki. Afganginn 120 þúsund urðu þau að taka að láni. Sé gert ráð fyrir að þessi lán séu verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára og beri breytilega vexti samkvæmt ákvörðun Seðlabank- ans verður niðurstaðan eftirfar- andi: 1. júní 1979 er 120 þúsund kr. lánið jafngilt 61,38 mánaðarlaun- um samkvæmt 8. launafl. VMSÍ eða 3,06 mánaðariaunum á ári. Með vöxtum er þetta 4,3 mánað- arlaun fyrsta árið. Á gjaiddaga 1984 skulda þau ennþá 796.500 kr. eftir greiðslu, sem er uppfærð- ar eftirstöðvar lánsins með láns- kjaravísitölu og er það ígildi 63,6 mánaðarlauna. Af þessu má sjá að ungu hjónin skulda á 5. gjalddaga, eða 5 árum eftir töku lánsins, meira að raun- gildi en þegar lánið var tekið. Greiðslubyrði árið 1984 samsvar- ar 6,6 mánaðarlaunum og ef gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á þessu ári mun greiðslu- byrði þeirra á árinu 1985 samsvara 8,6 mánaðarlaunum. víkurborgar var afgreidd í síðasta mánuði leitaðist Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, við að bæta úr vesældar- legri frammistöðu borgarstjórnar- meirihlutans með breytingatillög- um sínum. Annars vegar lagði hann til að borgin legði fram 50 milljónir króna til framlags/láns til smíði og kaupa á kaupleiguíbúðum fyrir ungt fólk og hins vegar að 35 millj- Bústaðaveg og að útgjöld vegna nýrra bifreiða og véla lækkaði úr 33,5 milljónum í 15 milljónir króna, sem og að útgjöld vegna bygginga Rafmagnsveitu Reykjavíkur yrðu skorin niður, en í það eiga tæplega 20 milljónir að fara. Eignareinstefna Þessar tillögur hlutu ekki stuðn- ing borgarstjórnarmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Sá flokkur blæs á vandræði unga fólksins og hinna öldruðu í húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur marg oft opinberað ofstæki sitt lýst andstöðu sinni við kaup á og bygg- ingu kaupleiguíbúða. Hjá þeim flokki kemst ekkert annað að en að menn búi endalaust við það fyrir- komulag sem ríkjandi er, eins og það er nú glæsilegt eða hitt þó held- ur að koma sér upp húsnæði við núverandi aðstæður. Alþýðu- flokkurinn hefur á hinn bóginn um margra ára skeið barist fyrir því að samjDykkt verði sérstök löggjöf um kaupleiguíbúðir. Fyrir tilsþiHi hans er þó gert ráð fyrir því aiii borgin verji 15 milljónum króna ti^þessa í ár, en það er bara ekki nóglpins og málin standa. >• Kaupleiguformið er þekltt Viðp erlendis og hafa verið gerðir slíkir samningar um fleiri fasteignir. Hér á landi hefur hins vegar þrön^sýnin verið ráðandi og borgarstjörnar- meirihlutinn hefur boðið ungu fólki upp á það helst að reisa luxus- villur í Grafarvogi. Húsnæðismál aldraðra Sú staðreynd liggur á borðinii að borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins hefur nánast iað- gerðalaus horft upp á vaxandi neyðarástand í húsnæðismálum aldraðra. Margt eldra fólk á sér þá óska að geta selt of stórar íbúðir sínar til að geta flutt í nýjar íbúðir af hæfilegri stærð. En borgar- stjórnarmeirihlutinn kaus að horfa framhjá þessu neyðarástandi og felldi tillögu Sigurðar E. Guð- mundssonar um sérstök fram- kvæmdarlán upp á 35 milljónir króna til að brúa þetta bil. Allt þetta kjörtímabil hefur meirihlut- inn setið með hendur i skauti. Bygging öldrunarhúsnæðis á veg- um Reykjavíkurborgar er a. m. k. heilu ári á eftir áætlun. Slíkur er vesældómur meirihlutans í hús- næðismálum aldraðra almennt, að nú bíða 1200 aldraðir eftir úrlausn á þessu sviði, nánar tiltekið rúm- Framh. á bls. 23. N0RRÆN SAMVINNAI VERKl: 20% IÆKKUN Á ELECTR0LUX BW 200 UPPÞVOTTAVÉLUM! Kr:26.900f Vörumarkaðurinn og Electrolux hafa með samvinnu sinni lækkað allverulega verð á hvítum uppþvottavélum af gerðinni Electrolux BW 200 - sem kemur per til góða. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öflugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfallsöryggi. - Ryðfrítt 188 stál í þvottahólfi. - Barnalæsing á nurð. - Rúmar borðbúnað fyrir 12—14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðs- verði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit í að hafna. VÖRUMARKAÐURINN |J| ÁRAAÚLA1A SÍMl 686117

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.