Alþýðublaðið - 30.03.1985, Qupperneq 18

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Qupperneq 18
18 Laugardagur 30. mars 1985 Að hrófla 13 flokk landsbyggðar og bænda sér- staklega hefur auðvitað skaðað flokkinn verulega og við höfum ekki tekið á þessu af nægilegri hörku. Annað sem er mjög ánægjulegt er að við höfum orðið varir við stór- aukinn áhuga ungs fólks á málefn- um Alþýðuflokksins. Hægri bylgj- an, í formi frjálshyggjueinföldun- arinnar — sem ég kalla nú bara eins og hvern annan kommúnisma með öfugum formerkjum — er að renna sitt skeið. Hins vegar horfum við upp á Alþýðubandalagið, sem er hugmyndafræðilega og stefnulega í upplausn. Það sem er að gerast er að hugsjónir jafnaðarstefnunnar og vinnubrögð eru að vinna sér fylgi hjá ungu fólki. Jafnaðarstefn- an er húmanismi okkar samtíma. Hún er það besta úr mannúðar- stefnu Evrópuþjóða, byggir ekki á kreddu um eitthvert lokatakmark hins fullkomna þjóðfélags. Jafnað- armenn gera sér grein fyrir mann- legum breiskleika og að fullkomið þjóðfélag er ekki til. Inntakið í henni er matið á hinni pólitísku að- ferð. Vegna þess að við erum trúaðir á einstaklinginn sjálfan, dómgreind hans og umbóta- og samstöðuvilja, þá er grundvallarkennisetningin að aðferðin, lýðræðið og það að víkka lýðræðið út og virkja fólk til starfa, þetta er leiðin til þess að skapa við- unandi þjóðfélag. Með slíkum að- ferðum í pólitísku starfi er skorið úr um það, hvort þjóðfélagið er mann- eskjunni samboðið eða ekki. í hundrað ár hafa jafnaðarmenn hafnað einfeldnishætti formúlu- sósíalisma og afleiðingum þeirrar valdaeinokunar sem leiðir til lög- regluríkis að stalínískri mynd. Á sama tíma hefur það verið hlutverk jafnaðarmanna að breyta misskipt- ingarþjóðfélagi frumkapítalismans > átt til opnara, valddreifðara og lýðræðislegra þjóðfélags. Á þessum fundum hef ég stund- um vitnað til þess að stefna okkar jafnaðarmanna er sú róttækasta sem nokkur íslenskur flokkur hefur sett fram síðan 1933. Og þessi Iíking við kreppuárin ér ekki út í hött. Á kreppuárunum ræddu íslendingar grundvallar pólitískar spurningar. Hvernig er þetta þjóðfélag? Hvern- ig viljum við hafa þetta þjóðfélag? Hvernig á að breyta þessu þjóðfé- lagi? Á velmegunartímum svoköll- uðum, þegar neyðin rekur menn ekki til þess að hugsa djúpt um þjóðfélagsmál, þá er pólitíkin yfir- borðslegri. Hún verður oft einka- mál pólitíkusanna, sem deila inn- byrðis um minniháttar atriði. Það sem er að gerast núna í íslenskum stjórnmálum er að neyðin er að kenna fólki að meta pólitíkina upp á nýtt — að fara aftur að spyrja rót- tækra grundvallarspurninga um hvernig við viljum breyta þessu þjóðfélagi. Og meginástæðan fyrir fylgisaukningu Alþýðuflokksins er sú, að fólkinu er smám saman að lærast, að við erum flokkur með svör við þeim spurningum sem brenna heitast í hugum fólks. Og- það er hlustað á okkur, enda fylkir fólk sér nú undir merki jafnaðarste- fnunnafl* Óperusvið í tónlistarhús Mánudaginn 25. mars sl. var haldinn fundur í deild óperusöngv- ara i FÍL. Fundurinn samþykkti eftirfarandi: Deild óperusöngvara í FÍL skor- ar eindregið á þá aðila, sem hafa með höndum undirbúning að bygg- ingu tónlistarhúss, að gert verði ráð fyrir fullkomnu sviði til óperu- flutnings. Ef það er látið mæta afgangi og bíða eftir viðbyggingu hússins, er ekki einungis hætta á, heldur nokkurnveginn víst, að áratuga bið verður á því, að viðundandi að- stæður til óperuflutnings verði fyrir hendi. Eins og dæmin sanna, er til í landinu dugmikill hópur söngvara, sem hefur enn ekki getað unnið við fullnægjandi aðstæður. Er ekki síð- ur ástæða til að hlúa að þessari list- grein en öðrum, sem að undan- förnu hafa öðlast styrk og viður- kenningu við það, að búið hefur verið sæmilega að þeim. íslendingar eru óperuaðdáendur, svo að reglubundnar sýningar eiga fullan rétt á sér. Fyrirhuguð bygging hefur oft verið nefnd hús tónlistarinnar. Fundurinn ályktar að það rísi ekki undir nafni án aðstöðu til óperu- flutnings. Við núverandi aðstæður er ekki möguleiki á að flytja viðameiri verk þessara listgreinar. Er því fyrirsjá- anleg stöðnun og forheimskun hjá íslendingum gagnvart þessum hluta heimsmenningarinnar, verði ekki framsýni, tillitsemi og djörfung lát- in ráða. Utboð Vegagerð rfkisins óskareftirtilboðum f flugvallar- veg á Djúpavogi. (Fylling og burðarlag 7.200 m3 og skeringar 1.400 m3). Verki skal lokið fyrir 15. júlf 1985. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð rfkisins f Reykjavfk og á Reyðarfirði frá og með 1. apríl nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 15. aprfl 1985. Vegamálastjóri. Utboð Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang innrétt- inga og lofta vegna breytinga á deild nr. 2, Kópa- vogshæli. Útboðsgögn eru afhent áskrifstofu vorri gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboö verða opnuð á sama stað kl. 11:00 f. h. föstudaginn 26. apríl 1985. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Boraartuni 7. sim, 26844 NYJAR MYNDIR FRÁ MGM THESUNSHINE BOYS, fjallar um tvo eldri gaman- lcikara sem áður voru miklir vinirs en siðan slettist upp á vinskapinn. Þeir fá sióan tækifæri til að vinna saman i sjðnvarpsþætti en grunnt er á þvi góða á milli þeirra I ESSU.ll'; VIDEO 00KT0R ZIVAGO, mynd sem vart þarl að kynna en hún hlaut alls 6 ósk- arsverölaun á sinum tima. Omar Sharil leikur lækninn en hlut- verk Lara er i hbndum Julie Christie. Klassisk mynd um lil og örlóg fólks í rúss- nesku bylting- unni. tBeiónad med 6 Oscats. 4 DOKfiDR. 55 ISStUE VIDF.O Afötair MacUan ZEBRA STATION er byggð á sam- nelndri bók met- sbluhóf undarins Alistar MacLean um átbk risaveld- anna á Norður- pólnum Rock Hudson leikur aðalhlutverkið en teikstjórn er i hóndum John Sturges. Polarstation Zebra svararej * 't%\' 0 fsstin vidio BRAINSTORM. þriller i hæsta gæðaflokki um vél sem getur aukið dulræna hæfileika mannsins. Þetta er síðasta myndin sem Natalie Wood lék i áður en húri tórst at slysfór- um. THF. YEAR 0F LIVING DANGEROUSLY er besta mynd ástr- alska leikstjðrans Peter Weir. Mel Gibson leikur blaðamann er vinnur i Indonesiu. þar sem allt er á suðupunkli i poli- tikinni. Sigourney Weaver leikur ástkonu hans. POLTERGEIST. ein þekktasta hryllingsmynd sem gerð helur verið á seinni ár- um. Handritshöl- undur og fram- leiðandi er Steven Spielberg. Ung fjölskylda með þrjú börn verður fyrir árás magnaðs draugs. ESSELTE'VIDtO FORCED VENGEANCE. með karatekappanum Chuck Norris í aðalhlutverki. Hann er hér i hlutverki rukkara sem eingóngu tekur að sér erfið verkefni. Myndin er talin besta mynd Norris til þessa. THEHUNGER. með David Bowie og Catherine Deneuve i aðal- hlutverkum. Fjallar um vampirur tvær sem halda sér siungum meó þvi að sjúga blóðið úr lórnarlómburti sinum. í einu atriða myndarinn- ar eldist Bowie úr 30 árum i 200 ár. CKiNORRIS VICTOR/VI- CT0RIA. ein af gamanmyndum Blake Edwards, með þeim Julie Andrews og James Garner i aóalhlut- - verkum, um sóngkonu sem bregður sér í karlmannsliki til að komast áfram. iía;?&£|rr2sw & ESSEITL VIDEO MYNDBOND HF Skeifunni 8, símar 687310 og 686545, 108 Reykjavík, pósthótf 8407. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.