Alþýðublaðið - 30.03.1985, Page 23
Laugardagur 30. mars 1985
23
Árni 15
og eflast hefur aldrei verið meira en
nú.
Hugsjónin hefur náð fótfestu í
þriðja heiminum, og trú okkar hlýt-
ur að vera sú, að stefna friðar, frels-
is og jafnaðar hljóti fyrr eða siðar
að bera sigur úr býtum, ef mannkyn
hyggst búa áfram í þessari gróður-
vin í eyðimörk þess helkalda stjarn-
heims, sem við þekkjum.
Ekkert nema aukinn jöfnuður
getur bjargað þjóðum þriðja heims-
ins úr klóm fátæktar, fáfræði,
ófrelsis og kúgunar.
Hin auðugu og iðnvæddu ríki
Evrópu eiga öðrum fremur að
greiða skuldir sínar við þessar þjóð-
ir. í þeim hópi hefur alþjóðahyggja
jafnaðarmanna miklu hlutverki að
gegna. Við erum hluti af alþjóðlegri
hreyfingu, sem hefur mannúð og
virðinguna fyrir manninum að höf-
uðmarkmiði.
Dauði hvers barns, sem lætur líf-
ið af hungri, smækkar hvert og eitt
okkar, því við erum hluti af mann-
kyni. A meðan 50 til 60 börn af
hverjum 100 fæddum eiga sér ekki
Iífs von eftir að móðurmjólkin
þrýtur, þá er hlutverk jafnaðar-
manna svo stórt, svo stórbrotið og
mikilvægt, að orð fá ekki Iýst. Þessa
ábyrgð og alþjóðahyggjuna verðum
við að gera lýðum ljósa. Og við
byrjum hjá okkur sjálfum!
Ójöfnuður er upphaf
átaka .. .
Sterkur flokkur íslenskra jafnað-
armanna er góður hornsteinn í því
húsi þjóðanna, sem verið er að
reisa. — Við heyrum ekki grát svelt-
andi og deyjandi barna á fjarlæg-
um ströndum, en við vitum, að sú
hugsjón, sem við berjumst fyrir,
bætir ekki aðeins það þjóðfélag,
sem við búum í, heldur getur hún
sefað sult, sé henni framfylgt. Hún
eykur réttlæti, brýtur frelsinu
braut, og eflir þá tilfinningu, að
þrátt fyrir mismunandi húðlit,
tungumál og siði, þá erum við öll á
sama ferðalagi, í sama bátnum, og
höfum það endanlega markmið, að
ná landi heilu og höldnu.
Það kann að vera, að orð af þessu
tagi séu ekki til þess fallin að auka
gestum gleði á árshátíð, en þau eru
sögð til að hvetja okkur sjálf til bar-
áttu fyrir þeirri stefnu, sem virðir
einstaklinginn og hvetur til aukins
jafnaðar manna á meðal, frelsis og
bræðralags.
Ójöfnuður er upphaf átaka, nið-
urlægingar og hungurs, — ófrelsi
brýtur gegn öllum skynsamlegum
rökum mannlegs lífs og ófriður
hótar tortímingu alls mannkyns. —
Gegn þessum rökleysum í mann-
legu atferli, berjast jafnaðarmenn.
Baráttan hefur verið hörð á stund-
um og árangurinn mikill. En við
viljum meira, ná lengra og stíga
stærri skref. Við skulum því draga
sjö mílna skóna á fætur okkar og
stika stórum í átt til þess marks, sem
við vitum að allt mannkyn þráir að
ná.
Rokk 15
drukkna vitaskuld í tónlistinni eins-
og lög gera ráð fyrir, en fyrir þá,
sem hafa áhuga, eru þeir prentaðir
í leikskrá og sannar hann þar ágæti
sitt sem textahöfundur.
í lok sýningarinnar var manni
efst í huga hversu vel leikendur
skemmtu sér og leikgleði þeirra
smitaði út frá sér á áhorfendur, sem
voru svo sannarlega með á nótun-
um allan tímann.
Nú er að vona að Hafnfirðingar
og aðrir verði jafn vel með á rokk-
nótunum og styðji þann sprota, sem
er að kvikna á sviðinu í Bæjarbíói
um þessar mundir og fjölmenni á
sýninguna.
Sáf
íhaldið 16
lega 967 einstaklingar og 128 hjón.
Nálægt 400 þessara öldruðu sam-
félagsborgara eru yfir 81 árs að
aldri. En Sjálfstæðisflokkurinn
kippir sér ekki upp við þetta, heldur
horfir með velþóknun á ellihallir
hinna ríku rísa í Kringlunni. Þar er
enda um að ræða ættingja og vini
fulltrúa meirihlutans.
Frá Fósturskóla íslands
Skólaárið 1985 — 1986 gengst Fósturskóli íslands fyrir
eins árs framhaldsnámi fyrir fóstrur.
Námið hefst um miðjan september og lýkur I lok mal.
Námið miðast einkum við markvisst uppeldisstarf á
dagvistarheimilum.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Umsóknir þurfa að hafa borist skólanum fyrir 15. mai
nk.
Starfsreynsla áskilin.
Skólastjóri
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum ( eftirtalin verk:
Kiæðing á Norðurlandsveg 1985.
(9,5 km). Verki skal lokið 31. ágúst 1985.
Skagavegur1985.
(30.000 m3, 4,8 km). Verki skal lokið 30. sept. 1985.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins (
Reykjavlk og á Sauðárkróki.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 15. aprfl 1985.
Vegamálasijöri.
IOND0N - REYKJAVÍK
-á3dögum
Vissirðu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin
til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga.
SS HAFSKIP HF.
-framtíð fyrir stafni
d