Tíminn - 29.06.1967, Síða 2
TIMINN
FIMMTUDAGUR 29. júnf 1967
Coca-cola verksmiðjan hefur yfir algjörlega sjálfvirkum vélum að ráða, og þessi stúlka, sem sést
á myndinni þarf ekki annað að gera en styðja á hnapp og stöðva vélarnar, ef eitthvað fer af
laga.
íslendingar hafa drukk-
ið Coca-cola í 25 ár
OÞE-iReykjavík, miSvikudiag.
Um þessar mundir er liðinn
aldarfjórðungur frá því að
Coca-Cola framleiðsla hófst
hér á landi, en 1. júní 1942
tók verksmiðjan Vífilfell h.f.
til starfa sem emkaframleið-
andi þessa heimsfræga svala-
drykkjar hér á landi. f tilefni
af afmæli þessu boðaði Björn
Ólafsson forstjóri blaðamenn á
sirm fund í dag, og gerði lítils
háttar grein fyrir störfum verk
smiðjnnnar, o.fl.
Fymsta velasamstæðan, sem
verfesmiðjan tók í notkun ár-
ið 1942 gat framleitt 12.000
flSsíkiur í diagvinnu, en vélarn-
asr, sem nú eru í notkum fram-
leiða 58.000 íltöskur í dagvinnu
en saimt sem áður hefur verk-
smiðjunni enn e'kki fyllilega
tekizt að anna eftirspurninni,
OocaOola dryk'kurinn hefuir
verið framleiddur svo til ó-
breyttur frá síðustu aldamót-
um, og sagði Björn að þar
væri um að ræða aigjört eins-
dæmi í gosdrykkjaframleiðslu,
sem annars væri mjög mikl-
um breytingum háð. Hann
ságði, að Coea-Oola væri tví-
mælalaust vinsælasti svala-
drykkur í heimi, hann væri nú
framleiddur í um það bil 124
þjóðlöndum, og dagleg neyzla
í öllum heiminum væri um 80
millj. flöskur.
Víifilfell h.f. hefur í þjónustu
sinni um 60 starfsmenn, þeg-
ar allt er talið. Við framleiðsl-
una vinna að jafnaði 7 manns
á hverri vakt, en þær eru tví-
skiptar. Útsölustaðir Coca-
Cola hér á landi eru u.íþ.b.
1000 og um allt landið.
Vffilfell h.f. hefur frá önd-
verðu einungis framleiitt þessa
einu vörutegund, og til
skamms tíma aðeins í einni
flöskustærð. Coca-Cola verk
smiðjur víða um heim
framleiða fleiri tegundir Coca
Cola, svo sem sykurlaust Coca
Cola o.fl., en svo sem að fram-
an greinir getur , verksmiðjan
ekki annað eftirspurninni á
þessari einu tegund.
Framkvæmdastjórn verk-
smiðjunnar skipa þessir
menn:
Björn Ólatfsson forstjóri, Pét
ur Björnsson framkvæmdarstj.
og Kristjián G. Kjartansson
f ramkvæmdanst j óri.
ENN CEFUR BAUER TIL
SURTSEYJARRANNSÓKNA !
ES-Reykjavík, miðvikudag.
Bandaríski vísindamaðurinn dr.
Bpuer, sem kunnur er hér á
landl fyrir fjárframlög sín til
rannsókna í Surtsey, afhenti
Surtseyjarfélaginu 5.000 dali að
i móttöku hjá bandaríska sendi-
herranum hér á landi síðdegis í
dag.
Surtseyjarráðstefnunni, sem
staðið hetfur hér í Reykjavík síð-
an á sunnudag, lauk síðdegis í
dag. í morgun skiluðu vinnuh p- í
ar skýrslum, og að loknum umræð !
um um þær, sleit Steingrímur Her-
mannsson, formaður Surtseyjarfé-
lagsins, ráðstefnunni. Kl. 18.00
mættu þátttakendur ásamt nokkr-
um fleiri gestum í móttöku í sendi
ráði Bandaníkjanna hér á landi,
og þar tilkynnti dr. Bauer, að
stofnun nans, Bauer Scientific
Truist, hefði ákveðið að færa
Suritseyjarfélaginu 5.000 dali að
gjöf, sem verja skyldi til áfram-
haldandi vísindarannsókna í
Surtsey. Steingrímur Hermanns-
son veitti gjöfinni viðtöku, og
MIKIÐ KASTAÐ EN
SÍLDIN ER STYGG
Hærviðri var á síldármiðunum
s.l. sólarhring. Skipin voru á sömu
slóðum og undanfarna daga, eða
lítið oitt norðar. Veiði var frekar
lítil, þótt mikið væri kastað. Mikið
fannst af síld, en hún var stygg
eins og fyrr og stóð djúpt.
Samtals tilkypntu 13 skip um
atfla, 2280 lestir.
Raufarhöfn
Arnar RE
Guðm. Péturs. IS
lestir.
130
240
Barði N
Dagfari ÞH
Guðrún Jónsdóttir IS
Sigurður Jónsson SU
Dalatangi
Gullver NS
Sigurvon RE
Ásgeir RE
Ársæll Sigurðsson GK
Sæfaxi II NK
Ásbjörn RE
iGuðbjörg 1S 14
200
290
110
170
250
210
270
150
70
100
90
gat þess, að þar með hetfði dr.
Bauer samtals veitt um 26.000
dali til Surtseyjarrannsó'kna, og
sýndu þessi framilög hans einstak-
an skilning á gildi íslenzkra vís-
Framhald á bls. 15.
*
Aðalfundur Rithöfundafélags Islands
Fordæmir vaída-
ráaið / Grikklandi
Aðalfundur Rithöfundaifélags ís
lands hefur nýlega verið haldinn.
Formaður félagsins, Thor Vil-
hjáknsson, minntist Ragniheiðar
Jónsdóttur ritlhöfundar, sem lézt
fyrir skömmu. Hún var hinn ágæt
asti liðsmaður félagsins og vin-
sæl, hún var um sinn fonmaður
þess. Fundarmenn risu úr sætum
og vottuðu minningu hennar virð-
ingu sina.
Þá rakti formaður starfið á ár-
inu og gerði grein fyrir ýmsum
'helztu miálum sem stjómin hefði
afgreitt og kom fram ánægja á
fundinum með það. Fundarmenn
þökkuðu formanni og óskuðu eft-
ir því að hann gegndi áfram þvi
staarfi. Var Thor Vilihjálmsson ein
nóma endurkjörinn formaður.
Hann lýsti ánægju sinni með
samstarf innan stjórarinnar og
óskaði eftir sömu samstarfsmönn
um: vonu þeir síðan einróma end-
urkjörnir. Þeir eru þessir: E'lías
Mar varafarmaður, Kristmn Reyr
gjaldkeri, Þorsteinn frá Hamri
ritari, Jón Óskar meðstjórnandi.
Endurskoðendur voru endunkjörn
ir: Sigríður Einars og Jólhann
Kúld. Einar Bragi baðst undan
MADAMA
COTTON
LÁTIN
Madama Eugenie Ootton, for-
seti Alþ jóð asambands lýðrœðis-
sinnaðra kvenna dó í París 16.
þ.m. 85 ára gömul.
Madama Ootton var eðlisfræð-
iingur að mennt, lærisveinn Curie
bjóna, sem allur heimurinn þekk-
ir íyrir uppgiötvun þeirra á Rad-
tum. Fyrri ár ævi sinnar starfaði
madama Cotton við háskólann í
Paiús, en síðari árin starfaði
hún að friðarmálum og réttinda-
málum kivenna og barna. Madama
Ootton var forseti Aliþjóðasam-
bands lýðræðissinnaðra kvenna
frá því þau samtök voru stofnuð,
árið 1945 til dauðadags, urðu þau
samtök undir forystu hennar fjöl-
mennustu og öflugustu kvenna-
samtJök í neimi.
endurkosningu í stjórn Rit-
höfundasjóð Rí'kisútvarpsins og
var Stefán Hörður kjörinn í hans
stajð.
Ýmis mál voru rædd á fund-
inum. Fundurinn gerði eftirfar-
andi ályktun: Aðalfundur Rith'öf-
undaifélags íslands harmar valda-
rán fasiista í Grikklandi og skor-
ar á ríkisstjórn íslands að mót-
mæla eindregið á alþjóðavett-
vangi því ofbeldi og leggjia eftir
megni þeim öflum lið sem vilja
tryggja grísku þjóðinni lýðræði
og frelsi.
Nokkrar umræður urðu vegna
Framhald á bls. 15.
VISITAZIA
BISKUPS
Biskup yfir íslandi, herra Sig-
urbjörn Einarsson, vfsiterar í sum
ar Skagafjarðar- og Húnavatns-
prófastsdœmi. Verður vísitazíuTini
í aðalatriðum hagað sem bér seg-
ir:
Mánudaginn 3. júlí: Kl. 2 Ríp-
urkirkja, kl. 9 Sauðárkrókskirkja.
Þriðjudag 4. júlí: Kl. 2 Reyni-
staðakirkja, kl. 5 Glaumbæjar-
kirkja.
Miðvikudag 5. júlí: Kl. 2 Víði-
mýriarkirkja, kl. 5 Reykjakirkja.
Fimmtudag 6. júlí: K3. 2 Goð-
dalakirkja, kl. 5 Ábæjarkirkja.
Föstudag 7. júlí: Kl. 2 Mæli-
fellskirkja, kl. 5 Hofstaðakirkja.
Laugardag 8. júií: Kl. 11 Bœn-
thúsið að Gröf, kl. 2 Hofskirkja,
kl. 5 Fellskirkja.
Sunnudag 9. júlí: Kl. 1 Hóla-
dómkirkja, kl. 5 Viðvílkurkirkja,
kl. 9 Hofsósskirkja.
Friamhald á bls. 15.
FÉLL FYRIR BORÐ
OG DRUKKNAÐI
Það slys vildi til aðfaranótt
þriðjudagsins, þegar Sigurborg frá
Siglufirði var á síldveiðum, að
ungur piltur, Ævar Hólmgeirsson
írá Flatey á Skjálfanda lenti fyr
ir borð með nótinni, og drukkn-
aði.
Myndin var tekin, er dr. Bauer afhenti Surtseyjarfélaginu 5.000 dali að gjöf í bandaríska sendiráð-
inu í gær. Á myndinni eru talið frá vinstri: dr. Bauer, Rolvaag sendiherra Bandaríkjanna á fslandi,
og Steingrímur Ilermannsson formaður Surtseyjarfélagsins. Tímamynd: