Tíminn - 29.06.1967, Page 6

Tíminn - 29.06.1967, Page 6
1 TÍMINN Zóphónías Pétursson: LENT í KAIRO Ég iiafði verið á Indlandi frá 24. mairz uppi í HúndLaya fjöllum. Er ég fór nú að hugsa til heimferðar var komið firam í maílok, og hitimn fór svo að segja dagvaxandi. Þtað svo, að ég varð að leigja mér bif reiðir lokaáfangann til Delhi, en þaðan liggur flugleiðin, að eins tfl að geta notað nóttina og morguninn, þá svalast er, til ferðalagsins er tók 6 kl.st. Hitinn í Delhi var þetta 44° —46° Celcius. Loftið þurrt og svo mettað ryki, að heiita mátti að allir hlutir væru ryki lagð ir, enda alltaf sólskin alla daga, en regntímabilið var að hefjast suður í Kerala, og átti samkvæmt venju að ná til Delhi um eða eftir miðjan júní. Ég stóð við í Delhi frá 29.5. —2.6. við ýmsar erindagjörðir FYRSTA GREIN og inntoup smágjafa heima. Ég bjó í ágætu hóteli, Imper ial — loftkældu út að útidyr- um. en er þangað kom tók sólskinið og hitinn við. Að koma út var ákaflega sér- kennileg tilfinning frá 24° heiitu hótelinu i 46°. (forsælu hita úti) og brennandi sól- skin. Það minnti mig á ung- lingsár mín, og jólabaksturinn heima. Þegar móðir mín hafði kveifct á gasofninum, og jóla baksturinn var í fullum gangi, þá skipti ég oft fyrir hana á plötum f ofninum. Það var likast því að koma út, og hitinn sem gaus út úr gasofn inum heirna forðum til. Ég flaug út í einum áfanga. Gisti aðeins blánótt í Amster dam. Heirna var snjór, frost og vindur, en í Indlandi um 38—40° hiti og logn þegar ég kom þangað. Þetta voru eiginlega full snögg veðra- hrigði fyrir utan loftslagsbreyt ingu, og tók dálítið á fyrst að jafna sig og samlagast aðstæð- úm (t. d. maitaræði) og hita. Því ákvað ég að fara haegar heim, og ekki síður þar sem breytingin var emnþá stórkost- legri nú. Það kom til gneina að tíaka millistig í hita, síðan London (vegna flugsamgangna til íslands) og heim. Til greina komu aðallega þess ir staðir: Kairo, Istanbul, Aþena eða Róm. Það var freistandi fyrir þann sem aldrei hafði aug um litið Egyptaland að gera það nú, ef til viH sérstak lega af því að túristatími var liðinn hjá og því hægt að vera einn, og laus úr þeirra trampi. Hann er fyrr að vorinu. Hiti i Rairo er um þetta tímabfl ca. 36-—38° C., og talið' of heitt íyr- ir venjulega ferðamenn, en fyr ir mig reyndist það vera ákjós- anlegt millistig, og hreimt ekki riema svalandi eftir hitana á Indlandi. Það var alveg prýði- legt að ganga þar um á skyrt- unni. Austur á IndLandi virtist eng inn líta svo á að Arabar. færu með ófrið á bendur ísrael, heldur væri Nasser aðeins með sitt venjulega stráksgrobb, enda gæti hann ekkert, ef tfl kæmi — þá væri það helzt Jórdanía er eitthvað gæti, og ætti ein- hvern her er gæti borið það nafn. Ákvörðun var því tekin aö vera 3 daga og 2 nætur í Egypta landi. Fara þangað með flug- vél Japana nóttina mflli 2— 3. júní, og burt frá Eigyptalandi með næstu vél þeirra nóttina milli mánudags og þriðjudags 5.—6. júní. Mér fannst ekki meira til um hitann í Egyptalandi en það, að ég skoðaði pýramídann fræga, Sfinxinn, um hádegis- leyti, og fór þaðan beint aust- ur í Mosque Ali Mohiamed og um Bazarinn. Næsta degi varði ég til að skoða Egyptasafnið o. fl. Mest þótti mér koma til Sfinx ins og bann beillaði méina en allt annað úti þar. Ég hafði fengið inni á Nil HiLton hóteli, en þar kostar herbergi 6£, ef þú vflt horfa vestur yfir Níl til pýramidanna, en 5í/2£ ef þú læitur þér nægja að líta austur yfir að Mosque Ali sáluga Mohamed. Settur var ég í 6£ herbergi Táknræn götumynd frá Kairo. FIMMTUDAGUR 29. júní 1967 óaðspurður, og lét kyn't liggja fyrir þessar tvær nætur. Samtímis mér á þessu svo- nefnda bezt lahóteli þeinra voru aðallega blaðamenn frg UiSA ásamit pabba-drengjum og dætrum frá sama stað, og höfðu flestar pabba-dæturnar orðið sér úti um heldur óféLaiga ara- bíska gigolos sem félaga. Frá þeirra sjónarmiði má teljast mjög heppilegt, að verða sér úti um Araba, þvi að drengim- ir að ,,westen“ eru bæði tíaldir heldur getulitlir og kLaufaleg is elsbhugar þrátt fyrir eldið, að ekki sé nú hugsað tfl fá- kunnáttu þeirra samanborið við sérlhæfni Araba til ástarlífis. Þettía var því heldur lélegur tyggigúmí-félagsskapur, en standa mátíti hann stutta stund. Hvemig stríðið hófst í Kairo. Þar sem miðdepill veraldar er óhjákvæmilega ámflt þar sem við erum sjálf, þá verð óg að getía þess, að ég var á morg ungöngu þ. 5.6. milli 8.30—9 á austurbatoka Nílar, enda fremur ánrisufl, og hafði því bæði neytt morgunverðar og hins venju- lega morgunbaðs og raksturs. Var ég eiginlega að bíða þess að Babylonskosafnið yrði opn- að, og a'ð njóta ferskleika morg unsins við Níl, og þó sérstak- lega að fylgjast með hvemig Egyptinn vaknar til sterfs, og sjá líf hans við og á hinni gömlu góðu Níl. Sem ég röLti hér tek ég eftir því, að lögregluiþjónn vífcur sér út á götu og veifar öflum sín um sköntoum efitir getu, og er greinilega hálf utan við sig í öflum látunum, sem hann sjálf ur sitóð þó fyrir. Siamtímis heyri ég ámátlegt væl, og þykist nú viita að um loftvarnaræfingu sé að ræða, og þeir séu að athuga hve langan tima tæki að stöðva alla véLaumferð í Kairo, því allir fótgangandi héldu óhindnað leiðar sinnar, en svipur allra lýsti því, að þeim leiddist þessi læti og teldu allar slíkar æfing ar ónauðsynlegar með öllu. Er nokkur stund leið barsf. götulögreglunni liðsaúki, her- mann'aibifreiðir er þeystu um götur og skyldu efitir einn og einn hjálparimann við gæzlu- störf. Þegar ég kom heim á Nil Hfl ton hafði verið byrjað að skjótía nokkrum skotum úr loftvarnar- byssum, en engir fóru í byrgi heldur stóðu flestir úti og á - Hflton var nú heldur betur not ið lífsins. Þetta var sem sagt alvöru stríð og alvöru blaðla- menn voru í alvöru Ijósmynd un upp um alla veggi og t?t- uðu í alvöru teipa og nutu lifs ins og stoemmtu sér konunglega og pabbadæturnar hölluðu sér að sínum gigolos og sögðu „My God“, en hvort þær meintu Ar- abann sinn eða eitthvað annað var ekki gott að segja um, en þær jórtruðu mjög ánægðar og spennter. Þettá var þó tflbreyt ing í hversdagsleikanum, á við nýjan sterkan „cocteil“, kannski betra. Hvað um það, nú byrjaði út- varpið í Kairo að tala hvatning- arorð, og leika herlög og voru sigurstranglegir. f útvarpinu skutu þeir niður flugvólar ísra els eins og flugur, áður en við var litið urðu þær 42 og það gekk svo greitt að mér datt í hug mætur íslendingur sem siagði, þá mikið og greitt var a'ð' honum logið: „Gó'ð'i, ljúgðu ekki svona hratt, ég hefi ekki við að trúa.“ En Egyptar voru ekki á þeim buxunum að Ijúga hægt og létu þeir verða hátt á /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.