Alþýðublaðið - 07.06.1986, Qupperneq 1
„Eru á
hættu-
legri
braut“
— segir Halldór
Ásgrímsson um þá
hótun Reagans að
beita Norðmenn
viðskiptabanni
vegna hvalveiða.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, telur það óskynsam-
legt af Bandaríkjamönnum að
beita Norðmenn viðskiptaþvingun-
um vegna hvalveiða þeirra síðar-
nefndu, en Reagan Bandaríkjafor-
seti hefur lýst því yfir að hann íhugi
nú alvarlega að setja viðskiptabann
á Norðmenn ef þeir halda áfram
hvalveiðum.
„Ég reikna ekki með að þetta
komi neitt inn á okkar mál“, sagði
Halldór Ásgrímsson, þegar Al-
þýðublaðið spurði hann álits á yfir-
lýsingu Reagans. „Norðmenn eru
að veiða í atvinnuskyni en íslend-
ingar munu aðeins veiða í rann-
sóknarskyni“ Halldór sagði að af
þessum sökum væri af hálfu
Bandaríkjamanna, litið allt öðrum
augum á hvalveiðar íslendinga.
Halldór sagðist hins vegar telja
það mjög óskynsamlegt af Banda-
ríkjamönnum að beita þær þjóðir,
sem þeir hefðu mesta samvinnu við,
þvingunum af þessu tagi. „Með
þessu eru Bandaríkjamenn komnir
Framh. á bls. 23
Samkomulag á Akureyri:
Sigfús
Jónsson
bæjar-
stjóri
Á Akureyri hafa alþýðuflokks-
og sjálfstæðismenn mótað með sér
drög að samkomulagi. Þegar hafa
þau verið samþykkt samhljóða á
fjölmennum fundum í báðum
flokkum.
„Við teljum ekki tímabært að
gefa upp meginefni samningsins, en
eitt er víst að hann er gerður á jafn-
réttisgrundvelliý sagði Freyr
Ófeigsson, efsti maður á lista Al-
þýðuflokks. Aðspurður um vinstri-
samstarf, kvað hann ljóst að kjós-
endur hefðu viljað gefa Framsókn
frí og ekki hefði verið unnt að
mynda meirihluta með Alþýðu-
bandalagií* Það er ákveðið að Sig-
fús Jónsson, sveitarstjóri á Skaga-
strönd verði ráðinn bæjarstjóri og
forseti bæjarstjórnar verði þá úr
röðum sjálfstæðismanna. Eins hef-
ur verið gengið frá grófum ramma
um skiptingu manna í nefndir“
Með vænni sneið af SS-álej
breytir þó venjulegu
brauði í ósvikið sælgæti
Aleggið frá Sláturfélaginu er ótrúlega
fjölbreytt. Við framleiðum 17 tegundir
af bragðgóðu, fitulitlu brauðáleggi úr
besta fáanlegu hráefni.
Allar matvörur Sláturfélagsins eru
framleiddar með nýtísku tækjabúnaði
undir ströngu gæðaeftirliti fagmanna.
Umbúðimar em líka eins vandaðar og
kostur er — það tryggir hámarks
geymsluþol.
Við kynnum hér nokkrar vinsælustu
tegundirnar:
Spægipylsan
okkar var
upphaflega gerð
eftir danskri uppskrift
fyrir meira en hálfri öld.
Hún hefur síðan stöðugt verið
þróuð og aðlöguð smekk
neytenda hverju sinni,-
Reykt beikonskinka
er nýjung ffá SS sem vakið hefur
verðskuldaða athygli.
Hún er löguð úr fituhreinsuðum svínasíðum.
Sérlega bragðgóð.
Rúllupylsan
er framleidd
samkvæmt ævagamalli
íslenskri hefð og hefúr verið
óbreytt í áraraðir. Sívinsæl
Malakoff
í ferðanestið.
Lamba- og svínaskinkurnar
okkar eru einnig unnar úr völdum fitulausum
vöðvum. Þær eru bæði frábærar sem
er ódýr og fitulítil
pylsa sem við höfúm framleitt
lengi við miklar vinsældir. Tilvalin í
skólanestið.
Hangiáleggið
ff á SS er unnið úr sérvöldum, fituhreinsuðum
vöðvum. I það fara engin fyllingar-
eða þyngingarefni.
Sígilt álegg sem alltaf er jafn vinsælt.
SLÁTURFÉLAG
brauðálegg og til steikingar
a pönnu.
(§>
Dallaspylsa
heitir nýjasta áleggið okkar.
Hún hefúr fengið mjög góðar undirtektir
enda löguð eftir geysivinsælli
þýskri uppskrift.
Frísklegt kryddbragðið kitlar vandlátustu
bragðlaukana.
SUÐURLANDS