Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 7. júní 1986 Óskar Vigfússon formaður Takmarkaður afli hlýtur að kalla á veiðistjórnun S.S.Í.: Sjómannasainband íslands er heildarsamtök sjómanna í landinu. Félagar eru um 4000 í um 40 félög- um þar á meðal nokkrum vélstjóra- félögum. Til þess að fræðast örlítið um hag sjómannastéttarinnar og sjónarmið samtakanna fengum við formanninn, Óskar Vigfússon, til að segja okkur livað hefði áunnist, nú síðustu mánuði. og hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Ef maður rifjar upp liðna mán- uði, þ.e. frá síðasta sjómannadegi til þessa dags. Þá hefur sá tími verið sjómönnum frekar hagstæður. En svo sem oft áður hefur afla verið misskipt milli landshluta. Sjómenn frá Þorlákshöfn til Akraness hafa ekki notið jafn góðs og oft áður. En í heildina má segja að þetta hafi komið vel út. Það helsta varðandi hagsmuni sjómanna var að á síðasta ári var gengið frá nýju skipulagi kvóta til tveggja ára. Sjómannasamband ís- lands tók þátt í því starfi. Ég tel að flestir innan sambandsins telji heppilegt að fara þá leið sem farin hefur verið. Við töldum að þær að- stæður hafi verið fyrir hendi, þ.e. takmarkaður afli hlyti að kalla á einhverja veiðistjórnun. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að fara þessa leið áfram. Annað mál sem hefur verið ofar- lega á baugi nú í vetur er uppstokk- un sjóðakerfisins. Sjóðakerfi sjáv- arútvegsins hefur löngum verið þyrnir í augum stéttarinnar. En þrátt fyrir að sjómenn hafi ekki fengið til baka þann hlut sem þeir áttu rétt á, standa menn frammi fyrir hreinu borði í dag. Þetta gamla greiðslukerfi hefur verið lagt niður. Það þýðir samt ekki að við hættum að krefjast leiðréttingar á þeim hlutaskiptum sem nú er á milli sjómanna og útvegsmanna. Með tilliti til þess að hagur útgerðarinn- ar hefur batnað mjög á síðustu mánuðum telur sjómannastéttin að í næstu kjarasamningum verði ein- hverju skilað til baka sem af þeim hefur verið tekið með lagaboðum og fært til útgerðar. í framtíðinni sjáum við fram á sömu óvissuþættina. Við vonum að afli aukist það mikið að hægt verði að aflétta þeim takmörkum sem nú eru. En það er nauðsynlegt að fara varlega og ganga ekki of nærri fiskistofnunum. Sveiflur í tekjum sjómanna leiðir til erfiðleika við það skattakerfi sem við búum við. Okkur er mjög í mun að tekið verði upp stað- greiðslukerfi. í dag eru engin ákvæði sem heimila skattafrádrátt fyrir þá sem einhverra hluta vegna yfirgefa sjóinn og lækka í launum í landi. Öryggismál sjómanna hafa verið mjög til umræðu að undanförnu. í því sambandi þá bæði þjálfun sjó- manna í öryggisatriðum og rétt- indaleysi skipstjórnarmanna: Sú mikla slysatíðni sem er hjá sjómönnum hefur mér virst vera mikið feimnismál meðal þjóðarinn- ar. Frá síðasta sjómannadegi til dagsins í dag höfum við orðið að sjá eftir 13 okkar félaga sem hafa horf- ið í hafið eða slasast til ólífis. Það er staðreynd að engin atvinnugrein í þessu landi hefur jafn mikla slysa- tíðni. Því finnst mér mjög hjákát- legt að í nýlegum dómi Hæstaréttar er kveðið á um að sjómennska sé ekki hættulegt starf. Þessu hugar- fari þarf að breyta. Það þarf ekki annað en líta í skýrslur Tryggingar- stofnunar til að sjá að þetta er hættuleg atvinnugrein. Ég er því fylgjandi að menn séu ekki skráðir sem skipstjórnarmenn nema hafa fullnægjandi próf. En það þarf líka að skoðast að það er ekki nóg að hafa bara pappír. Sífellt VIÐ SENDUM ÍSLENSKUM SJÓMÖNNUM ÁRNAÐARÓSKIR í TILEFNI DAGSINS EIMSKIP * yngri menn eru nú að taka við skip- um. í mörgum tilfellum er reynslan mun mikilvægari en nokkurt próf- skírteini. Að endingu biður Óskar um kveðjur til sjómanna um land allt í tilefni dagsins. Við tökum undir það og þökkum honum spjallið. rm LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtaiinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. 1. Fóstrur athugið! Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eða í haust. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu bæði hvað varðar al- mennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða i síma 73023. 2. Á leikskólann Árborg, Hlaðbæ 17, vantarfóstr- ur við almenn uppeldisstörf, og fóstrur eða þroskaþjálfa til að sinna börnum með sérþarf- ir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staðnum eða í síma 84150. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 mánudaginn 16. júní. IAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVSKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Deildarmeinatæknir í fullt starf á rannsóknar- stofu Heilsuverndarstöðvarinnar. Hlutastörf koma til greina. Bókasafnsfræðing í hálft starf við bókasafn Heilsuverndarstöðvarinnar. Ljósmóðir til afleysinga á mæðradeild. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. júní. Sendum öllum sjómönnum landsins heillaóskir í tilefni sjómannadagsins SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávaraf urðadeild SAMBANDSHUSINU REYKJAVÍK SÍMI28200

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.