Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 17
Laugardagur 7. júní 1986
17
Húsavík:
Slitnaði upp úr við-
ræðum A-flokkanna
— Ekki ágreiningur um málefni, heldur ráðningu
bæjarstjóra og skipun í nefndir bæjarins.
í fyrrakvöld slitnaði upp úr við-
ræðum A-flokkanna á Húsavík um
myndun meirihluta þessara flokka í
nýkjörinni bæjarstjórn. Að sögn
Jóns Ásbergs Salómonssonar, efsta
manns Alþýðuflokksins á Húsavík
var það ágreiningur um skipun í
nefndir og ráðningu bæjarstjóra
sem varð þess valdandi að sam-
komulag tókst ekki.
„Ég veit ekki hvort þessi slit eru
endanleg", sagði Jón Ásberg Saló-
monsson, í samtali við Alþýðublað-
ið í gær. Hann taldi allt eins líkur á
því að einhver annar meirihluti yrði
myndaður og nefndi í því sambandi
einkum tvo möguleika; annars veg-
ar meirihluta Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks, hins vegar sam-
starf Alþýðuflokks, Framsóknar-
flokks og annaöhvort Sjálfstæðis-
flokks eða Víkverja sem fengu einn
mann kjörinn.
Jón Asberg sagði ekki hafa reynt
á það í viðræðum A-flokkanna
hvort um einhvern málefnaágrein-
ing væri að ræða, en taldi litlar líkur
á því ef samkomulag næðist um
önnur atriði. Menn komu sér hins
vegar ekki saman um ráðningu bæj-
arstjóra og skipun í nefndir. jón
Ásberg sagði að Alþýðubandalags-
menn hefðu í bréfi til Alþýðu-
flokksins, lýst því yfir að þeir væru
til viðræðu um samkomulag um
bæjarstjóra, en jafnframt krafist
þess að fá að ráða honum einir ef
samkomulag tækist ekki. „Þetta
jafngildir auðvitað því að þeir ráði
bæjarstjóranum einir“, sagði Jón
Ásberg.
Hann sagði ennfremur að Al-
þýðubandalagsmenn hefðu ekki
viljað fallast á þá kröfu Alþýðu-
flokksmanna að skipað yrði í
nefndir á jafnréttisgrundvelli, held-
ur sett fram þá kröfu að stærðar-
hlutföll flokkanna giltu við skipan
nefndarfulltrúa.
Alþýðublaðið náði ekki tali af
Kristjáni Ásgeirssyni, efsta manni á
lista Alþýðubandlagsins á Húsavík,
í gær.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
Við Fjölbrautaskólann á Akranesi staða aðstoðarskóla-
meistara.
Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti: Tvær stöður í hjúkr-
unarfræðum, ein í félagsfræðum, ein í eðlisfræði, ein
í málmiðnum, og hálfar stöður í bókmenntum, efna-
fræði og rafeindatækni.
Við Flensborgarskóla kennarastaða i viðskiptagrein-
um og staða kennara í efnafræði (til eins árs).
Við Menntaskólann á Akureyri stöður í líffræði, þýsku,
stærðfræði/eðlisfræði, og hálfar stöður i (slensku og
dönsku. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar til 20.
júní.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Staða bæjarstjóra
á Eskifirði
er laus til umsóknar. Umsóknum með upplýsing-
um um menntun og fyrri störf skal skila á skrif-
stofu bæjarstjóra fyrir 20. júní. Upplýsingar um
starfið gefur
Bæjarstjórinn á Eskifirði.
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Staða deildarsálfræðings við Ungiingadeild Fé-
lagsmálastofnunar. Starfsreynsla af vettvangi
unglingamála æskileg.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar i
síma 25500 og deildarfulltrúi Unglingadeildar í
síma 622760.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð fyrir
kl. 16.00 mánudaginn 23. júní.
Laus staða
Staða bókavarðar i Landsbókasafni íslands er laus
til umsóknar. Til greina kemur að ráða í tvær hálfar
stöður.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðuneyt-
inu fyrir 25. júní næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 4. júní 1986.
Hamraborg 3, sími 42011, Kópavogi
------Lrunu
Líttu inn í Línuna
NYSTÁRLEGUR HILLUVEGGUR
úr massívri furu
L-244 cm H = 192 cm
Kr. 36.600
2JA HIANNA SVEFNSOFI
úr massívri furu
Kr. 26.700