Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. júní 1986 3 sóknartakmörkunum Menn eru yfirleitt sammála um það, að fiskiskipastóll landsmanna sé of stór. Afkastageta hans langt umfram það sem aflast getur úr nýtilegum fiskistofnum. Þetta eru sannindi sem menn vita í dag en hafa daufheyrst við í gegnum árin. Ýmsir stjórnmálamenn vilja reynd- ar hörfa frá þessum stóra sannleika, skiljanlega, því ef til vill hafa þeir slæma afkomu heils þjóðarbús á samviskunni. í tíð Kjartans Jóhannssonar í sjávarútvegsráðuneytinu var reynt að sporna gegn þessari þróun. Hætt var þeirri óráðsíustefnu að úthluta fiskiskipum eftir pöntun. Óstjórn — Mestu mistök í sjávarútvegs- málum voru þegar stjórnvöld létu fiskiskipaflotann stækka upp úr öllu valdi. Þetta stífa skömmtunar- kerfi sem við núna búum við er bein afleiðing af því. Þ.e. menn hafa fjár- fest í skipum umfram það sem þarf á að halda til að nýta fiskistofnana eðlilega. Rekstrarafkoman verður því mun verri. Menn taka á sig óþarfa kostnað. Fjárfesting verður mun dýrari. Viðbætur Steingríms Hermanns- sonar voru alveg hrikalegt dæmi. Eftir það þurftum við að taka upp ennþá stífara skömmtunarkerfi. Stjórn En hvað hefur Kjartan að segja um núverandi stefnu í fiskveiði- stjórnuninni: — Ég tel að kvótakerfið hafi í raun skilað vissum árangri. En það er einungis unnt að hafa það í tak- markaðan tíma. Það þarf að fara í endurskipulagningu í stjórnuninni í heild, þar á meðal kvótakerfinu. Það þurfa að fara fram stanslausar rannsóknir á veiðitímanum. Skoða hlutina í góðu tómi. Ekki eins og nú er gert, bara rétt fyrir áramót. Fisk- veiðistefna er það mikilvæg að slíkt eru óhæf vinnubrögð. En eitt er víst að við getum ekki haft þetta stirða og þunga kerfi til lengdar. Veiðileyfakerfi með sókn- artakmörkunum er lausn sem gæti tekið við. Eins og þetta er núna þá fá dugandi aðilar ekki að njóta sín. En það er ljóst að það þarf að hafa hámark á nýtingu vissra fiskteg- unda. Markaður Annað mál sem er mjög mikil- vægt, það er markaðsmálin. Leggja þarf ríka áherslu á markaðsþróun. Við þurfum að líta til nýrra mark- aða t.d. Japans, næst stærsta fisk- markaðs í heimi. Það er ljóst að við getum ekki veitt mikið meira en við gerum í dag. Þess vegna verðum við að reyna að fá sem hæst verð fyrir fiskinn. Bæta nýtingu og meðferð aflans og fylgjast mun betur með smekk neytenda í viðskiptalöndun- um. Nú er t.d. mikil heilsubylgja í gangi í heiminum. í því sambandi er allt í lagi að segja frá þeim stað- reyndum erlendis að íslenskar kon- ur verði kvenna elstar og séu kvenna fegurstar. Hvað með Hófí? Nokkuð hefur verið rætt um inn- Rætt við Kjartan Jóhannsson, alþingismann lendan fiskmarkað? — Endurskipulagning á sjóða- kerfinu hefur í raun gert það mögu- legt að skapa forsendur fyrir inn- lendan fiskmarkað. Hér á suðvest- urhorninu minnsta kosti til að byrja með. Ég held að þetta mundi bæta gæði og meðferð fiskafla, mun meira en nú er gert, með boði og bönnum. Menn finni að það er ein- hvers virði að vera með góðan fisk. En, þetta verður að vera á tilrauna- grundvelli. Sumir óttast að hingað komi erlendir aðilar til að kaupa fisk. Slíkt verður að hafa í huga frá upphafi og setja þá reglur eftir því sem nauðsyn stendur til. — Suðurnes Hvað með ástandið víða á Suður- nesjum? — Ástandið á sér langan aðdrag- anda. Þegar Byggðasjóður var stofnaður á sínum tíma urðu Suð- urnes útundan. Fengu ekki lán í samræmi við aðra landshluta. Það gleymdist að Reykjanes er einn mikilvægasti vaxtabroddur í sjávar- útvegi og fiskvinnslu á landinu. Núna hafa þessi fyrirtæki ekki lengur bolmagn til að byggja sig aftur upp. Það þarf að leiðrétta þetta, þetta er vítahringur. Menn voru nánast settir á verri bekk en aðrir. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í og jafna þennan mun áður en öll fyrirtækin leggjast niður og skip sigla á brott. — Er ekki líklegt að megináherslan verði lögð á fiskeldi á þessum slóð- um. Sjávarútvegur sitji á hakanum? — Nei, ég sé ekki að fiskeldi eigi að ryðja sjávarútvegi út á Reykja- nesi. Þarna eiga menn góða mögu- leika á báðum þessum greinum. En það er nauðsynlegt að fara fram með gát, þannig að þekking og reynsla nýtist jafnóðum. Ekki með þeim gusugangi sem oft vill ein- kenna okkur íslendinga. Ég tel ein- mitt að þarna eigi sjávarútvegur og fiskeldi samleið. — Endurnýjun Að lokum hvað með endurnýjun flotans og svo gámaútflutninginn? — Það verður að vinda sér i end- urnýjunina í vaxandi mæli og gera það með reglulegum hætti og finna ráð til þess án þess að flotinn stækki. Én til þess að það sé hægt má afkoman ekki vera eins og á Reykjanesi. Þannig gerist ekkert með eðlilegum hætti. Mér líst til að mynda ágætlega á þá ráðstöfun nokkurra af eigendum japönsku skuttogaranna að setja nú í þá nýjar vélar. Þessi skip eiga eflaust áfram eftir að standa fyrir sínu þó skrokk- urinn sé kominn til ára sinna. Það verður að gæta að því að allir togar- ar verði ekki frystitogarar og allur annar fiskur fari út í gámum. Eins verður að sjá til þess að að- búnaður sjómanna og fiskvinnslu- fólks verði stórlega bættur því það skilar sér í betri líðan fólks og aukn- um gæðum framleiðslunnar. Karl Steinar Guönason Að fólk hafi atvinnu Karl Steinar Guðnason alþingis- maður og formaður verkalýðsfé- lagsins í Keflavík hefur verið and- stæðingur kvótakerfisins. í byggð- arlagi hans hefur stjórnun fiskveið- anna bitnað mjög harkalega á fólki. Þar hefur verið umtalsvert at- vinnuleysi. En það er ástand sem flestir aðrir landsmenn eru blessun- arlega lausir við. Menn hafa jafnvel leitt hugann að því að það sé óyfir- lýst stefna stjórnvalda að leggja niður sjávarútveg og fiskvinnslu á Suðurnesjum og í Reykjavík. Blaðamaður hringdi til Karls Stein- ars í Keflavík: Ég vil ekki ætla nokkrum manni að hugsa þannig. Ástandið er fyrst og fremst afleiðing efnahagsstjórn- ar og kvótakerfis. Skip og bátar streyma frá byggðarlaginu og fólk situr eftir atvinnulaust. Viðmiðun- arárin 3 sem notuð voru til upp- byggingar kerfisins voru okkur mjög óhagstæð. Það aflaðist illa þessi ár. Síðan eru aðrir annars staðar á landinu sem virðast hafa fjármagn til að kaupa atvinnutæki héðan. — Ég hef greitt atkvæði gegn kvótanum. En það er ekki þar með sagt að engin stjórnun eigi að vera á fiskveiðunum. Það þarf að gera það á sveigjanlegan hátt og tryggja jafnvægi. Ekki eins og mér sýnist að hér sé gert, að leggja niður sjávarútveg. Ég tel að það þurfi að vera takmörk fyrir því að skip og bátar fari ekki úr byggðarlögunum. Og það hljóta að vera einhverjar skýringar á því af hverju aðrir hafi efni á því að reka og kaupa skip. Nærtækasta skýringin hlýtur að vera sú að þeir hafi greiðari aðgang að „kerfinu" en við. — En það lýsir kannski best sjónarmiðum stjórn- valda gagnvart atvinnumálum okk- ar að í stjórnarsáttmála síðustu rík- isstjórnar voru þau flokkuð undir utanríkismál. En hvað með þróunina varðandi gámafiskinn? Gámavæðingin er staðreynd sem ekki er ástæða til að spyrna svo mjög fast á móti. Það verður að fara hægt í sakirnar. Verkamanna- sambandið ályktaði t.a.m. að það yrði að vera ljóst hvort þetta er þjóðhagslega hagkvæmt. Það er nauðsynlegt að fram fari athugun á því. Eins verðum við i því sambandi að gæta að okkar hefðbundnu mörkuðum. Þar á ég aðallega við Ameríkumarkað. — Númer eitt verður að vera, í öllum þessum mál- um, að fólk hafi atvinnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.