Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 23
Laugardagur 7. júní 1986 23 Jón Baldvin Framh. af bls. 6 áætlunum og forspám fiskifræð- inga. Það er líka margt sem bendir til þess, að þegar litið er yfir veiðar <pg afrakstur helztu nytjastofna á ís- landsmiðum til langs tíma, að lífs- skilyrðin í sjónum ráði meiru um stærð og vöxt fiskistofna en sókn- argeta veiðiflotans. Þannig virðist manni að reynsla þaulreyndra sjómanna á íslands- miðum hafi oft á tíðum reynzt vera réttari en ýmsar forspár fiskifræð- inga. Þetta þarf heldur ekki að koma á óvart, því að fiskifræðin er þrátt fyrir allt, eins og margt annað sem við köllum vísindi, ekki nógu ná- kvæm vísindi. í þessu efni verða að fara saman vísindalegar tilgátur og reynsla þeirra, sem sjómennsku stunda. Það verður að taka tillit til beggja. Svör við spurningum af þessu tagi fást hins vegar engin óyggjandi. Þrátt fyrir efasemdir um meginfor- sendur fiskveiðistjórnunar erum við öll sammála um, að það er skyn- samlegt að láta sér fremur skjátlast réttu megin við mörkin, þ.e. taka ekki áhættu af of mikilli sókn. Mistök sem kunna að verða gerð, verða í versta falli ekki aftur tekin. Um það er ekki ágreiningur. Það er á þessum tiltölulega veiku forsendum sem menn eru þrátt fyrir allt sammála um að reyna að koma sér upp einhvers konar fiskveiði- stefnu og þar með að takmarka sókn í helztu nytjastofna a.m.k. til skamms tíma. En til þess eru fleiri leiðir en miðstýrt kvótakerfi. Sjávarútvegur er mikill áhættu- búskapur. Allar aðstæður í þessari grein eru síbreytilegar og breytast oft og snöggt og oftast fyrirvaralít- ið. Það er ekki á mannlegu valdi að breyta því, hindra það né sjá það fyrir. Þetta á við um náttúrleg skilyrði sjávar, fiskigengd og aflabrögð, veðurfar og gæftir, markaði og verðlag. M.ö.o. allt sem ræður af- komu manna í þessari grein, stórt og smátt, svo ekki sé minnzt á ófyr- irsjáanlegar kollsteypur innlendar efnahagsóstjómar eins og hún hef- ur birzt okkur á lýðveldistímanum. Halda menn virkilega að einhver reglustikuregla um meðaltal skipa fyrir einhverjum árum geti staðið af sér áhlaup svo gersamlega ófyrir- breytilegra kringumstæðna? Ekki hef ég trú á því. í bezta falli geta menn sagt, ef menn ekki koma með tillögur um annað betra að við getum sætt okkur við þetta sem neyðarúrræði til skamms tíma. En til frambúðar er augljóst að þetta kerfi fær ekki staðizt. í þessu kerfi er innbyggð ónátt- úra til ofstjórnar, sbr. t.d. meðferð- ina á trillukörlum. Ég hef enga trú á því að embættismenn í ráðuneyti, hversu góðir og gegnir sem þeir eru, geti til lengdar tekið að sér hlutverk Guðs almáttugs og útdeilt lífsbjörg þjóðarinnar til verðugra og óverð- ugra, samkvæmt meðaltölum allra meðaltala. Ég held einfaldlega að eðli veiðimennskunnar og mann- legt eðli hljóti fyrr eða síðar að brjóta af sér slíkt kerfi. Halldór Framh. af bls. 1 inn á hættulega braut og spurning hvar það endar“, sagði hann. Sjávarútvegsráðherra er að fara á ráðstefnu um hvalveiðar um helg- ina, en aðspurður kvaðst hann ekki reikna með að um þeUa mál yrði fjallað á þeim vettvangi, en kvaðst hins vegar eiga von á að málið yrði rætt innan NATÓ. ________ Kjarabréf Framhald af bls. 15 þeirra til þessa hefur aldrei tekið meira en 6 daga, og oftast enn skemmri tima eða 2 daga. Auk þess hefur fólk kost á að innleysa bréfin samstundis, en þá er hins vegar tek- ið 3% innlausnargjald í stað 2% sölulauna, og er það því óhagstæð- ur kostur. Það er því óhætt að segja að Kjarabréfin séu auðseljanlegri en flest önnur verðbréf á íslenskum fjármagnsmarkaði. Þessi mál eru aðalumræðuefni sjómanna á frívaktinni um borð og á Sjómannadegi, þar sem menn koma loksins saman og gera sér dagamun eftir langt úthald og mik- ið strit. Þessari umræðu er ekki lok- ið. En reynsla okkar af miðstýrðu kvótakerfi bendir eindregið til þess að við eigum að taka upp nýjar að- ferðir í fiskveiðistjórnun . Til þess að svo megi verða þurfa sjómenn að miðla okkur hinum meiru af reynslu sinni og starfsþekkingu. Að svo mæltu óska ég íslenzkum sjómönnum til hamingju með dag- inn. Ánægjulegasta frétt ársins, hvað okkur jafnaðarmenn varðar, var tvímælalaust sú, að Alþýðu- flokkurinn ætti hlutfallslega meira fylgi að fagna meðal sjómanna en nokkurri annarri stétt; þannig á það að vera — þannig viljum við hafa það. Það hlýtur þess vegna að vera okkur jafnaðarmönnum metnaðarmál að bregðast ekki trausti sjómanna. Jón Baldvin. Flokksstjórnarfundur Verður haldinn í félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópavogi Hamraborg 14a fimmtudaginn 12. júní n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosningaúrslit. 2. Flokksstarfið. 3. Önnur mál. fH 1AUSAR STÖÐUR HJÁ j REYKJAVIKURBORG Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Laus til umsóknar er staða deildarstjóra, dag- deild. Um fullt starf er að ræða. Upplýsingar gefur forstöðumaður I síma 685377 frá kl. 9—16 virkadaga. Umsóknarfresturertil 25. júní n.k. FUJ í Reykjavík Aðalfundurfélagsins 1986 verðurhaldinn fimmtu- daginn 19. júní kl. 20.15 að Hverfisgötu 8—10,1 Fé- lagsmiðstöð jafnaðarmanna. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og þurfa hugsaniegar lagabreytingatillögur að berast stjórninni hið allra fyrsta. Félagar eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. í LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEÉKUM g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.