Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. júní 1986 5 gæti komið í staðinn. Við þurfum að sjálfsögðu að breyta því eftir að- stæðum og það höfum við gert t.d. er það miklu sveigjanlegra í ár en í fyrra. Það hefur gengið jafnvel of langt. Hvað um hugmyndina um auð- lindaskatt í stað kvóta? Auðlindaskattur gengur út á það að menn borgi fyrir miðin, sem þýð- ir einfaldlega að auðmagnið sé látið ráða. Við höfum aldrei farið út í það á íslandi að Iáta það ráða al- gjörlega. Við höfum ýmis önnur sjónarmið, félagsleg o.s.frv. Við teljum að sérhvert byggðarlag eigi sinn rétt. Það eru oft byggðarlög sem Ienda í miklum erfiðleikum, ef að auðlindaskatturinn ætti að ráða er hætt við að slík byggðarlög missi algjörlega sín fiskveiðiréttindi. Ef illa gengur í Keflavík svo ég nefni dæmi þá myndu þeir hreinlega missa sín réttindi sem þeir þó hafa í dag. Því má svo bæta við að sjáv- arútvegurinn þyrfti að standa undir þessum skatti sem þýddi verulega breytingu á gengisskráningu. Vestfirðingar vilja nýta þau mið sem undan byggðum þeirra eru og njóta þannig þeirrar einu auðlindar sem allt mannlíf byggir á þar vestra. Ég hef lýst þeirri skoðun að Vest- firðingar ættu meiri rétt til að gera út skip en byggðarlög hér við Reykjavík. Málið er það að fólk þarf að hafa vinnu, en ekki endilega við sjávarútveg. Við erum með van- nýttar fjárfestingar víða í sjávarút- vegi. Ef við getum náð betri nýtingu í þeim og byggt upp aðra atvinnu- vegi á ýmsum svæðum þá væru mörg vandamál leyst. Möguleik- arnir eru meiri hér en fyrir vestan. Ég er sammála Vestfirðingum um að þeir eigi að njóta aukningar i sjávarútvegi, en þá verðum við að gæta þess að fólk annars staðar njóti aukningar í öðrum atvinnu- tækifærum samhliða. Er eitthvað að gerast í fræðsiu- málunum? Við erum að undirbúa löggjöf sem miðar að því að sameina skóla sjávarútvegsins og okkar hugmynd er sú að stofna hér einn sjávarút- vegsskóla sem annist fræðslustarf- semi fyrir sjávarútveginn og tengist síðan sjávarútveginum víða um land. Við höfum verið að skipu- leggja námskeið fyrir fiskvinnslu- fólk. Það er því okkar von að þessi skóli geti annast þessi námskeið í samvinnu við skólana og með þess- um hætti tengt sjávarútveginn við skólana meir en verið hefur. Hvað er að frétta af hvalveiði- málum? Við erum ekki búnir að undirbúa rannsóknina nægilega til þess að geta gefið heimild til veiðanna. Við munum ekki veiða eitt einasta dýr nema að það þjóni þeim tilgangi sem við erum að sækjast eftir. —^okkur kveðjuorð að lokum? Ég vil óska sjómönnum til ham- ingju með daginn. Því miður stend- ur þannig á fyrir mér að ég verð að vinna að ákveðnum hagsmunamál- um tiltekinna sjómanna á hval- veiðiráðstefnu og verð því að fara burt um helgina og verð því ekki staddur hér á sjómannadaginn. Ég vona að það verði ekki framar rugl- ingur um það hvenær eigi að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Sendi íslenskum sjómönnum árnaðarósk- ir og samfagna þeim í því sem áunn- ist hefur í hagsmunamálum þeirra á undanförnum árum. Ég tel að ör- yggi þeirra sé meira en áður var, tekjur hafa skánað. Ég á enga betri ósk þeim til handa, en að þessi þró- un megi halda áfram. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis er laust til umsóknar frá næstu ára- mótum. Umsóknir sendist á skrifstofu Kron Laugavegi 91, 125 Reykjavík fyrir 15. júlí n.k. Upplýsingar um starfiö veitir Þröstur Ólafsson formaður stjórnar KRON. Meö umsóknir verður fariö sem trúnaðarmál sé þess óskaö. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Allt fhun stseyaár Ár og dagar líða Nú eru 30 ár frá því að fyrstu plaströrin frá Reykjalundi voru tekin í notkun og gerbreyttu veitumálum íslendinga. Ekkertvatnsiagnaefni hefurreynst betur íslenskum aðstæðum. Eins og ný liggja rörin á sínum stað - 30 ár eins og dropi í hafið. 30 áfallalaus ár og ekki verður séð fyrir endann á verkefnum, endingu eða möguleikum röranna frá Reykjalundi. REYKJALUNDUR Reykjalundur, sími 666200 Mosfellssveit

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.