Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 7. júní 1986
Hugleiðingar á sjómannadegi
Föðurland vor hálft er hafið
Á seinustu mísserum hefur þótt
ástæða til að spyrja:
„Hverjir eiga Island?“
Á Sjómannadegi er ekki síður
ástæða til að spyrja: Hverjir eiga
fiskinn í sjónum?
í fyrra kom út forvitnileg bók um
þann mann sem frægur er í íslands-
sögunni undir nafninu Jörundur
hundadagakonungur. Hann lýsti
sig sem kunnugt er „hæstráðandi til
sjós og landsí*
Skv. kvótalögum fer ekki milli
mála að sjávarútvegsráðherra telst
vera arftaki Jörundar a.m.k. að
hálfu leyti, þ.e. hann er hæstráðandi
til sjós.
Samkvæmt kvótalögum á ráð-
herrann að ákveða hver má veiða
hvað, hvar og hvenær.
Þetta hlutverk var áður fyrr í
höndum guðs almáttugs, skapara
allra lífsins gæða. Nú hefur Hall-
dór Ásgrímsson tekið við þessu
hlutverki forsjónarinnar. Það vek-
ur upp spurningu um, hvort við
ættum ekki um leið að taka upp
nýtt tímatal, þ.e. að atburðir hafi
gerzt — ekki fyrir eða eftir Krist —
heldur fyrir eða eftir kvótann? Eða
fyrir eða eftir Halldór?
Halldór Ásgrímsson á semsé
fiskinn í sjónum. En útgerðarmenn
mega hirða hann, í umboði hans.
Sjómenn, þeir sem draga fiskinn á
land, eiga hins vegar engan fisk.
Þeir bara vinna þarna, eins og sagt
er.
Ef útgerðarmenn geta ekki náð
sínum kvóta; ef útgerðarmenn geta
ekki gert út; ef útgerðarmenn leggja
sínum skipum upp á græn grös og
fara að búa, eiga þeir samt sem áður
sinn kvóta. Og þeir geta selt hann
hæstbjóðanda á uppsprengdu verði
í umboði sjávarútvegsráðherra.
Þar eiga sjómenn engan hlut.
Einn þingmanna Framsóknar-
flokksins vék að þeirri spurningu í
umræðum á Alþingi í vetur, hvort
það stæðist ákvæði stjórnarskrár-
innar, að Alþingi framselji með
þessum hættti til eins pólitísks
kommissars umráðarétt yfir einni
helztu auðlind þjóðarinnar?
Spurningin er ekkert vitlausari
fyrir það, þótt hún hafi verið borin
fram af framsóknarþingmanni.
Þetta væri mjög athyglisvert próf-
mál. Stjórnarskráin kveður nú einu
sinni á um veigamestu þætti eignar-
réttar og atvinnufrelsis. Oft hefur
verið farið út í mál af minna tilefni
en umráðarétti yfir aðalauðlind
þjóðarinnar.
Það er ástæða til að spyrja: Hver
er reynslan af kvótakerfinu hingað
til? Trúa menn því virkilega að
hægt sé að stunda fiskveiðar til
langframa, árum saman, innan
ramma skömmtunarkerfis, sem
miðast við meðalafla skipa á til-
eftir
Jón Baldvin
Hannibalsson
formann
Alþýðuflokksins
teknum þremur árum, — fyrir all-
mörgum árum. Ég tala nú ekki um
ef menn hafa í huga að festa þetta
kerfi í sessi með lögum til margra
ára?
Trúa menn því virkilega að hægt
sé að gera út á slík meðaltöl?
Við höfum kynnzt afleiðingum
kvótakerfis, skömmtunarstjórnar
stjórnmála- og embættismanna í
öðrum atvinnuvegi, býsna vel á
undanförnum árum — nefnilega í
landbúnaðinum.
í landbúnaði okkar er vandamál-
ið offramleiðsla og hefur verið
lengi. Kvótakerfinu er þar ætlað að
takmarka heildarframleiðslu.
Aðferð kvótakerfisins í landbún-
aðinum er sú að skipta minna fram-
leiðslumagni niður á jafnmarga
bændur, bara í smærri skömmtum.
Afleiðingin er minni framleiðsla,
sem deilist niður á jafnmarga
bændur með
auknum tilkostnaði, minni fram-
leiðni, dýrari fram leiðslu, minni
arðsemi og hærra verði.
Hin leiðin hefði verið sú, að leyfa
frjálsum framleiðendum í bænda-
stétt að laga sig á umþóttunarskeiði
um eftirspurn á markaðinum eftir
þeirra framleiðsluvörum. Þeir sem
sitja gróin bú með afskrifaða fjár-
festingu gætu annað eftirspurninni
með minni tilkostnaði og á lægra
verði.
Hinir fengju umþóttunartíma til
að snúa sér að öðrum og arðbærari
störfum.
Þannig er reynslan af kvótakerfi
í landbúnaði ekki góð. Reynslan af
kvótakerfi er reyndar yfirleitt ekki
góð. Kvótakerfi er sögulega séð
fyrst og fremst sovésk hagstjórnar-
aðferð. Óhætt er að slá því föstu, að
kvótakerfi af þessu tagi sé neyðar-
úrræði, sem aldrei getur staðizt til
langframa. Er ástæða til að ætla,
að það geti til frambúðar orðið
betra í sjávarútvegi? Ég hef enga trú
á því.
Vandinn í sjávarútvegi undanfar-
in ár er ekki of mikil framleiðsla
eins og í landbúnaði. Hins vegar
telja menn að um sé að ræða of
mikla sókn í takmarkaða auðlind
helztu nytjastofna. í fljótu bragði
virðist manni að rétt viðbrögð væru
að takmarka sóknina með almenn-
um aðgerðum; reyna að stefna að
aflanýtingarstefnu og veiðistýringu
í aðrar tegundir en þær, sem helzt
eru ofnýttar. Og gera þetta fremur
en að úthluta fyrirskipuðum heild-
arafla i smærri skömmtum á jafn-
mörg skip; ég tala nú ekki um ef
skipin eru fleiri um minni afla.
Hringinn í kringum landið er ver-
ið að bjóða upp ný, afkastamikil og
dýr fiskiskip. Miðað við gildandi
aflatakmarkanir geta þessi skip
ekki staðið undir óeðlilega háum
fjármagns- og útgerðarkostnaði,
sem reyndar var fyrirséður, þegar til
þessarar fjárfestingar var stofnað.
Forsendur aflatakmarkana eru
niðurstöður og forspár fiskifræð-
inga um veiðiþol helztu nytja-
stofna. Það er alkunna af nokkurra
áratuga reynslu að forspár fiski-
fræðinga hafa staðizt dóm reynsl-
unnar misjafnlega illa. Þetta þarf
ekki að koma á óvart. Þar er held ég
engin dómsáfelling yfir fiskifræð-
ingum eða því vandasama hlut-
verki, sem þeir gegna. Þeir eru
ómissandi.
Hitt er engu að síður stað-
reynd, að fiski- og sjávarlífs-
friæðinga greinir mjög á sín á
milli um veigamikil undirstöðu-
atriði.
Margt bendir til þess að áhrifa lífs
skilyrða í sjónum, sjávarhita og
átumagns, hafi verið vanmetin í
Framh. á bls. 23