Alþýðublaðið - 07.06.1986, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Qupperneq 4
4 Laugardagur 7. júní 1986 Sjávarútvegsráðherra um borð í m.b. Frey frá Hornafirði sem var á reknetum. Halldór Ásgrímsson í viðtali við Alþýðublaðið: Framsókn ekki í næstu stjórn Um Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsmálaráðherra hefur oft stað- ið styrr, en í dag er hann álitinn vin- sælasti ráðherrann ef marka má skoðanakannanir. Sumir telja að hann hafi of mikil völd, aðrir telja hann vandanum vaxinn. Sjávarút- vegsráherra var þreytulegur í byrjun viðtalsins. Ábyrgðin er mikil að hafa með undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar að gera. Vandamálin eru flókin, viðkvæm og snerta flest alla íslendinga beint eða óbeint. Af hverju stafa vinsældir þínar? Ég veit ekki hvort ég er vinsæll. Stöðu minnar vegna hef ég oft orð- ið að taka erfiðar ákvarðanir sem ekki hafa fallið öllum í geð, því hef- ur oft blásið á móti. Ef ég er vinsæll þá er það kannski vegna þess að ég hef þorað að taka á vandasömum málum. Hefurðu trú á skoðanakönn- unum? Þær eru eins misjafnar og þær eru margar. Skoðanakannanir Fé- lagsvísindastofnunar eru að mínu áliti nokkuð áreiðanlegar, líklega vegna þess að þær eru unnar af fag- mönnum. Hinu má ekki gleyma að skoðanakannanir eru úrtakskann- anir og áreiðanleiki þeirra er í sam- ræmi við það. Nú hefur það vakið eftirtekt að á sama tíma sem þú ert álitinn vin- sælasti ráðherrann kemur fram- sókn illa út úr kosningum. Hvernig skýrir þú þetta? Þess ber að gæta að fylgi flokk- anna er orðið miklu lausara en áður þekktist. Því getur sigur A-flokk- anna orðið tap á morgun. Sveita- stjórnakosningarnar fylgja aldrei alveg landsmálapólitíkinni. Þar koma til staðbundnar ástæður og aðrir þættir. Hins vegar er því ekki að neita að Framsóknarflokkurinn hefur orðið að framkvæma óvin- sælar ráðstafanir til þess að rétta af þjóðarskútuna. Framsóknarflokk- urinn er búinn að vera í stjórn allt frá 1971 og af því tilefni bæði tapað fylgi og unnið sigra. Þú tekur þá ekki undir það að þið þurfið að fara í pólitíska endurhæf- ingu eins og Jón Baldvin leggur til? Menn ættu að huga að sinni eigin endurhæfingu en ekki hafa áhyggj- ur af öðrum. Ég vil miklu frekar vera í flokki sem hefur ákveðnar skoðanir og heldur sínu striki, en í flokki sem alltaf er að fara upp og niður og talar eins og vindarnir blása. Ég sé ekki að það sé neitt markmið að vera í sem stærstum flokki, hins vegar vantar meiri stöð- ugleika í íslenska stjórnmála- flokka. Kemur til greina stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn aft- ur? Það virðist vera almenn skoðun hinna flokkanna að Framsóknar- flokkurinn fari úr stjórn. Ég á ekki von á því að Framsóknarflokkur- inn taki þátt í næstu stjórn miðað við ummæli hinna flokkanna. „Gámafiskur" er nýjung sem rutt hefur sér til rúms víða um lard. Felst hún í því að setja ísaöan firf . i kössum í gáma og flytja síðan með fragtskipum til Evrópu þar sem fiskurinn er settur á uppboðsmark- aði í borgum Bretlands, Þýskalands eða annarra Evrópulanda. Ástæður eru m.a. sú staðreynd að frystihúsin anna ekki þeim afla sem á land berst, vegna fólkseklu. Er gáma- fiskur framtíðarnýjung eða neyðar- brauð? Ég tel að sala á ferskum fiski sé nýjung sem komi til með að halda áfram í íslenskum sjávarútvegi. Verð á ferskum fiski hefur hækkað mun meira en verð á frystum fiski og saltfiski, þar að auki hafa orðið sveiflur á milli evrópugjaldmiðl- anna og dollarans. Þetta hefur gert það að verkum að sala á ferskum fiski er hagkvæmari en áður var. Ég spái því að verð lækki aftur. Það hefur komið fram að fiskvinnslu- fyrirtækin á meginlandinu sem greiða þetta háa fiskverð eru í veru- legum erfiðleikum. Einnig hefur þetta háa verð skapast vegna þess að lítið hefur verið um þorsk í Norðursjó. Þetta gæti breyst. Okk- ar vandamál er það að við þurfum að sinna öllum okkar mörkuðum þ.e. í Bandaríkjunum, Evrópu, salt- fiskmörkuðunum o.s.frv. Ef það er ekki gert geta komið upp vandamál eins og þegar skreiðarmarkaðurinn hrundi. Þá vildu menn komast inn á Bandaríkjamarkað, en þá var það ekki hægt því sá markaður hafði verið vanræktur. Þetta er það sem við þurfum að hafa í huga, að lang- tíma markmiðum verði ekki gleymt. Þurrkaður saltfiskur er ennþá mun útbreiddari sem söluvara til neytenda en blautfiskur, en íslend- ingar hafa samt jafnt og þétt dregið úr þurrkun blautfisks. Margar ástæður eru fyrir þessu m.a. sú að Norðmenn eru allsráðandi á þurr- fiskmörkuðum og vegna ríkis- styrkja þeirra hefur okkur reynst vonlítið að keppa við þá. Saltfiskurinn gengur mjög vel í dag og það er mikil vöntun á salt- fiski á markað. Verð fer hækkandi. Okkar saltfiskverkun hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. Hún er orðin miklu meiri gæða- framleiðsla en áður var. Ég er þeirr- ar skoðunar að Norðmenn séu langt á eftir okkur í þessum efnum. Þetta er nú það sem oft gerist þegar menn treysta á styrki, þá verða menn seinir til að tileinka sér nýjungar. Það er ekki hagkvæmt að stunda þessa þurrkun, fiskurinn Iéttist of mikið og tapar gæðum, hins vegar er alltaf einhver úrgangs- fiskur sem fer í salt. Hafið þið reynt að mótmæla við Norömenn? Við mótmælum þessu við hvert tækifæri bæði við alþjóðastofnanir og í Norðurlandaráði. Utanríkis- ráðherra Noregs er í miklum vanda því þetta er mikið hagsmunamál víða í Noregi og jafnframt pólitískt. þannig að ég er ekki farinn að sjá þá leggja niður stuðning við sjávarút- veg í Noregi nema þá á mjög löng- um tíma. Ertu ánægður með þann árangur sem kvótakerfið skilar? Mjög ánægður. Rækjuveiði hef- ur stóraukist, var á sl. ári yfir 24 þús. tonn, vegna breytinga á skipu- lagi á veiðunum. Hér er um mikla verðmætasköpun að ræða. Auðvit- að eru á þessu kerfi gallar og alltaf er verið að reyna að ráða bót á því. Aðalatriðið er að það skilar meiru í þjóðarbúið en það skipulag sem við áður höfðum. Kvótakerfið er óvinsælt meðal togaraútgerðarmanna. Það hefur sýnt sig að vinnslan hefur ekki und- an þeim afla sem á land berst og missir þar af leiðandi af verðmætu hráefni og þjóðfélagið tapar í heild. Þetta kemur auðvitað fyrir. Ég er fullviss um það að í öðru skipulagi þar sem samkeppni yrði mun meiri, þá yrði þetta ennþá verra. í Keflavík dugar kvótinn ekki til að reka skip? Það er alveg rétt. Við höfum stór- an fiskiflota og skipin geta aflað meir en þau hafa heimild til. Það er tvennt sem við getum gert til að gera skipaflotann hagkvæmari, annað hvort að fækka skipunum eða skipta aflanum á milli þeirra skipa sem fyrir eru. Það er afar undarlegt að einhver í Keflavík skuli halda að sjávarútvegsráðherra hafi heimild til þess að taka skip út og bæta við þau kvóta. Þessir menn vita betur, en eru í einhverjum pólitískum leik sem ég kann ekki skýringar á. Erf- iðleikarnir í Keflavík og á Suður- nesjum eru miklu slungnari en þetta, t.d. miklar sviftingar í fyrir- tækjarekstrinum í langan tíma. Ekki hefur starfsemin á Keflavíkur- flugvelli og nálægðin við hana hjálpað nema síður sé. Ég hef heyrt í þessum mönnum sérstaklega eftir kosningar, þeir telja sig hafa unnið kosningarnar vegna þess að þeir ætla að bæta kvótann í Keflavík. Allir vilja fá meiri fisk og því verður að skipta þessu með einhverjum al- mennum hætti. Ég lít á kvótann sem framtíðarlausn. Við þurfum að halda fiskflotanum í skefjum. Ég sé ekkert annað betra skipulag sem |gg Tilkynning frá Vatnsveitu Reykjavíkur um vaínsleysi Vegna gerð gangna undir Miklubraut norðan Nýja miðbæjarins (Kringlunn- ar) þarf að breyta legu aðalæðar. Við þá framkvæmd verður vatnslaust í þeim hverfum sem liggja vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suður- landsbrautar, sjá þó nánar skyggðu svæðin á meðfylgjandi uppdrætti. Lokun hefst strax eftir miðnætti aðfaranótt næstkomandi laugardags þ. 7. júní. Ekki er vitað hve langan tíma verkið tekur, en gera verður ráð fyrir vatnsleysi í flestum fyrrgreindum hverfum fram eftir laugardeginum. Sú takmarkaða aðfærsla vatns sem fyrir hendi er eftir að aðalæðinni hefur verið lokað mun þó halda uppi einhverjum þrýstingi á vatninu í þeim hverfum sem lægst liggja í austustu hverfunum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.