Alþýðublaðið - 07.06.1986, Síða 15

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Síða 15
Laugardagur 7. júní 1986 15 Gunnar Óskarsson á skrifstofu sinni. Kjarabréfin auðvelda almenn- ingi verðbréfaviðskipti Veröbréfa- sjóðurinn hf. Nú hefur mikið verið rætt um Kjarabréfin frá því þið hófuð sölu á þeim í maí á s.l. ári. Hefur mikið verið keypt af þessum bréfum, og hversu stór er sjóðurinn orðinn? — Það er rétt hjá þér, að mikil umræða hefur verið um Kjarabréf- in, enda er hér um nýjung á íslensk- um fjármagnsmarkaði að ræða sem gerir fólki mun auðveldara að taka þátt í verðbréfaviðskiptum en áður hefur tíðkast. Þar sem hér var um nýjung að ræða, byrjaði salan fremur hægt, en þegar fólk áttaði sig á þeirri miklu ávöxtun og þeim kostum sem felast í Kjarabréfum jókst eftirspurn eftir Kjarabréfum svo mjög, að hann varð fljótt mun stærri en björtustu vonir gerðu ráð fyrir, og er staða sjóðsins í dag rúm- ar 560 millj. kr. En eru það ekki bara efnamenn sem kaupa þessi bréf, þannig að hér er enn eitt dæmið um að þeir ríkari verða ríkari, en hinir efnaminni fá ekki neitt? — Það getur verið erfitt að skil- greina orðið efnamenn. Okkar reynsla af 10 ára starfi verðbréfa- markaðar Fjárfestingarfélagsins er sú að það er ekki einhver tilgreindur hópur efnamanna sem stundi við- skipti með verðbréf, heldur er það þverskurður af fólkinu í landinu sem það gerir. Dæmi um það er t.d. ungt fólk sem er að safna sér fyrir fyrstu útborgun í íbúð, miðaldra fólk sem er byrjað að safna til elli- áranna og eftirlaunaþegar sem vilja ávaxta ævistarfið á sem bestu kjör- um. Fyrir daga Kjarabréfanna gat það oft verið erfiðleikum háð fyrir þessa aðila að taka þátt í verðbréfa- viðskiptum þvi það kostaði tíma, fyrirhöfn og sérþekkingu á þessum viðskiptum, auk þess sem upphæð- ir verðbréfanna féllu ekki alltaf að þeim fjárhæðum sem kaupendur voru með í huga. Verðbréfasjóðunum er hins vegar ætlað að einfalda þessi viðskipti þannig að kaupendur Kjarabréf- anna þurfa ekki að búa yfir þessari þekkingu, heldur hafa sjóðirnir sér- fræðinga á sínum snærum sem sjá um þessi viðskipti fyrir eigendur Kjarabréfa svo allir geti verið með og notið þeirrar háu ávöxtunar sem hægt er að ná í þessum viðskiptum. Einnig eru þessi nýju bréf í smærri einingum en hefðbundnin verðbréf, og þurfa menn því ekki að búa yfir miklum fjármunum til að vera með. í dag er verð minni Kjarabréfanna tæpar 8 þúsund krónur, og meira þurfa menn ekki að eiga til að vera með. Enda eru kaupendur Kjara- bréfa úr öllum stéttum. nánast þver- skurður af þjóðfélaginu. Rætt viö Gunnar Óskars- son hjá Fjár- festingarfélagi íslands hf. Hvaðan fær fólkið alla þessa peninga? — Það hefur alltaf verið sparn- aður í landinu. það er jafnframt vit- að að u.þ.b. 70% af innlánum í bankakerfinu kemur frá almenn- ingi. Hins vegar má gera ráð fyrir vegna þeirrar nýjungar sem hér er á ferðinni, auglýsinga og þeirrar háu ávöxtunar sem Kjarabréfin gefa af sér, sé hér fyrst og fremst um aukn- ingu á sparnaði að ræða, sem t.d. hefur komið fram í minnkandi fjár- festingum í íbúðarhúsnæði svo dæmi sé tekið. Einnig má reikna með að einhver fjármagnsflutning- ur eigi sér stað frá bönkum og öðr- um verðbréfaviðskiptum, t.d. spari- skírteinum ríkissjóðs. Er ávöxtun Kjarabréfanna jafn há og þið hafið gefið í skyn i auglýs- ingum, eða er hér um auglýsinga- skrum að ræða? — Jú vissulega hefur ávöxtunin verið svona há í raun, enda er ávöxt- unin sem við auglýsum einfaldlega reiknuð út frá því gengi sem er á Kjarabréfunum hverju sinni og byggist á þeim verðbréfum sem standi að baki Kjarabréfunum. Fólk getur einfaldlega reiknað vext- ina sjálft út frá genginu og láns- kjaravísitölunni. Mynd 1 sýnir raunávöxtun helstu sparnaðar- forma í apríl 1986. En hvernig farið þið þá að því að ná svona hárri ávöxtun? Eruð þið ekki þá að kaupa mjög vafasöm verðbréf sem sennilega innheimtast aldrei? — Nei, þetta er reginmisskiln- ingur sem við höfum óneitanlega orðið varir við. Mynd 3 sýnir verð- bréfasamsetningu (portfólíu) Verð- bréfasjóðsins hf., eins og hún var 3. mars s.l. Ávöxtun Kjarabréfanna er fengin með tvennum hætti. Annars vegar með því að kaupa verðbréf til þess að eiga þar til þau innheimtast, og nást þá einungis vextir í sam- ræmi við þá ávöxtunarkröfu sem bréfin eru keypt á. Hins vegar er ávöxtunin fengin með því að kaupa verðbréf með það fyrir augum að selja þau aftur með gengishagnaði, en það er hægt með því að kaupa verðbréf þegar ávöxtunarkrafan á markaðnum er há og selja þau síð- an aftur þegar ávöxtunarkrafan lækkar. Þar að auki er hægt að ná fram ákveðinni stærðarhagkvæmni í þessum viðskiptum sem eigendur Kjarabréfanna vissulega njóta. Getur hagnaður af slíkum viðskiþt- um oft verið mikill og haft áhrif til hækkunar á gengi Kjarabréfanna. Gengi Kjarabréfanna er einfaldlega reiknað út frá verðmæti verðbréfa- eignarinnar á hverjum tíma, og er sá útreikningur yfirfarinn reglulega af endurskoðendum félagsins, sem er á vegum endurskoðunar hf. Hvar geta menn fengið upplýs- ingar um gengi Kjarabréfanna? — Við auglýsum gengi Kjara- bréfanna í Morgunblaðinu á hverj- um sunnudegi, og framvegis einnig mánaðarlega í sjónvarpinu. Auk þess er hægt að fá upplýsingar um gengi Kjarabréfanna daglega í sjálf- virkum símsvara allan sólarhring- inn í síma 28506. Nú hefur mikið verið um það tal- að að ávöxtunin sem þið auglýstuð af Kjarabréfunum sé bara plat, þar sem það kosti peninga að leysa bréf- in út. — Það er rétt að tekin er 2% þóknun fyrir að endurselja Kjara- bréfin, eins og tekið er fyrir að selja öll önnur verðbréf, þ.m.t. spari- skírteini ríkissjóðs. Þessi þóknun e’f hins vegar einungis tekin einu sinni hvort sem viðkomandi er búin að eiga bréfið í 1 mánuð eða 10 ár, og hefur hún því mjög mismunandi áhrif á ávöxtunina. Þannig rýrir þóknunin ávöxtun Kjarabréfanna því minna þeim mun lengur sem viðkomandi hefur átt bréfið, þann- ig rýrnar ársávöxtun Kjarabréfs um 2% ef viðkomandi hefur átt bréfið í 1 ár, en aðeins um 0.2% ef hann hefur átt bréfið í 10 ár. Við reynum ávallt að benda fólki á þetta við kaup á Kjarabréfum, og ráðleggj- um engum að kaupa þau nema ætlunin sé að eiga þau a.m.k. í 3 mánuði, þannig að ávöxtunin verði betri en önnur sparnaðarform í jafn langan binditíma Ennfremur er rétt að benda á í þessu sambandi að ekki er einungis tekin þóknun fyrir að endurselja Kjarabréfin. T.a.m. er algengt að tekið sé úttektargjald af sérvaxtareikningum bankanna sem rýrir ávöxtun þeirra. Talandi um endursölu eða inn- lausn minnir mig á umræðu sem upp kom nú í vetur um að það gæti tekið allt til ársins 2005 að innleysa Kjarabréfin, og fólk væri því búið að binda peninga sína í nær óend- anlegan tíma. Hvað getur þú sagt mér um þetta? — Það er rétt að Kjartan Jó- hannsson alþingismaður hnaut um ákvæði í Kjarabréfunum þar sem Verðbréfasjóðurinn hefur heimild til að draga innlausn allt til ársins 2005. Hins vegar er Verðbréfasjóð- urinn hf. skuldbundinn til að inn- leysa Kjarabréfin að kröfu Kjara- bréfasala á því sölugengi sem gildir sex dögum fyrir innlausn, og skal innlausn eigi fara fram síðar en nítíu dögum frá þeim degi er inn- lausnarkrafa berst Verðbréfasjóðn- um hf. Vegna skattalaga var hins vegar nauðsynlegt að hafa endanlegan gjalddaga á Kjarabréfunum til að heimilt yrði að fá vextina skatt- frjálsa eins og af öðru sparifé. Reyndin er sú að Kjarabréfin eru að heita má alltaf laus, því endursala Framhald á bls. 23 im QUMUU Alþýduflokkurinn efnir til sumarferðar á ítölsku Rivíer- una — Pietra Liqure — dagana 7. til 28. júlí. Flogið verður í beinu leiguflugi til Genova. Skoðunarferðir að vild til Monaco og Monte Carlo, Nice og Cannes, Pisa, Genova, Portefino og ítalskt útileikhús skoðað. Ácetluð er heimsókn í stöðvar ítalska brœðraflokksins í Genova. Verðfrá kr. 23-900.- Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Allar frekari upplýsingar á flokksskrifstofunni, hjáfar- arstjóra og Ferðaskrifstofunni Terru, Laugavegi 28. Alþýðuflokkurinn. Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Örstutt á heimaslóðir Verdis. Craxi: Formaður italska Al- Óýðuflokksins og forsætisráð- herra ítaliu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.