Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 7. júní 1986 Geðlæknisfræðileg rannsókn á fjölskyldum sjómanna: Fyrir nokkrum árum var gerð viðamikil rannsókn á hópi togarasjómanna frá læknis- fræðilegu, sálfræðilegu og félagslegu sjón- armiði. Þes$i rannsókn var gerð í samvinnu við sjómannafélög og samtök togaraeig- enda. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru athyglisverðar, en þær náðu m.a. til heilsu- fars sjómannskvenna, barna sjómanna hjóna- bandserfiðleika og fleiri atriða. Hér á eftir fara helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Ábyrgð heimilishaldsins hvílir þyngst á sjómannskonum Sterkari tengsl mæðra og barna en meðal landverkafólks Heilsufar kvennanna Af sjómannskonunum var greindur geðsjúkdómur hjá 21, en hjá 11 landmannakonum (tafla VI). Geð- sjúkdómar voru ekki aðeins algeng- ari meðal sjómannakvennanna, heldur einnig alvarlegri og mun oft- ar talin ástæða til geðlæknisfræði- legrar hjálpar. Ekki kom fram telj- andi munur á algengi geðsjúkdóma í fyrri sögu og ein kona í hvorum hóp hafði legið á geðdeild. Hugsýki var algengasta sjúkdómsgreiningin (tafla VII). Enginn munur kom fram í sögu um líkamlega sjúkdóma í æsku milli hópanna. Þrjátíu og fimm kvenna landvinnumannanna höfðu legið á sjúkradeildum vegna líkam- legra sjúkdóma, en tuttugu og fjór- ar sjómannakvennanna. Heilsufar barnanna Alls voru skoðuð 165 börn, 82 sjó- mannsbörn og 83 landmannabörn. Ekki var marktækur munur á geð- heilsu þeirra. Hins vegar höfðu 12 sjómannsbörn tvö eða fleiri sjúkleg einkenni á móti fjórum börnum í samanburðarhópnum og er mark- tækur munur á því að börn sjó- manna hafa tíðari alvarleg ein- kenni. Hjónabandserfiðleikar Hjónabandserfiðleikar svo sem tíð- ur ágreiningur og missætti voru al- gengari í sjómannafjölskyldunum. Fjórar konur í hvorum hóp sögðu frá kynlifsvandamálum, en upplýs- ingar um þetta atriði voru ófull- nægjandi hjá 11 sjómannakonum og þrem landmannakonum. í meira en helmingi þeirra fjölskyldna, þar sem um hjónabandsvandamál var að ræða var barn með greindan geðsjúkdóm, en í um Xi hinna fjöl- skyldnanna. Samantekt: Sjómannskonur vinna sjaldnar utan heimilis Líf sjómannskvenna er oft erfitt vegna þeirrar ábyrgðar sem á herð- um þeirra hvílir. Þær eru í landi og sjá um börn og bú meðan eigin- maðurinn er að heiman. Gerðar hafa verið heilsufarslegar rann- sóknir á sjómönnum og fjölskyld- um þeirra, og samanburður við verksmiðjustarfsmenn í landi. Nið- urstöður eru merkilegar og benda til þess að úrbóta er þörf á félags- legum aðstæðum þessa fólks. Grein sú sem vitnað er í birtist í sérprentun í Læknablaðinu 1980 og 1983. Höfundar greinarinnar eru þau Helga Hannesdóttir og Jón G. Stefánsson. Rannsókn þessi er hluti viðameiri athugunar á hópi togarasjómanna frá læknisfræðilegu,sálfræðilegu og félagslegu sjónarmiði. Rannsóknin var undirbúin í samvinnu við sjó- mannafélög og samtök togaraeig- enda. Helstu niðurstöður voru þær að meðal sjómannakvennanna voru 25 er létu í ljós óánægju með starf „Telja má líklegt aö langvarandi fjarvera föðureigi þar npkkurn hlut að máli. Draga mætti úr því álagi með auknum landvistartíma togarasjómanna og bættri þjónustu ...“ manns síns og var það sérstaklega vegna þess hve hann var mikið að heiman. Þó kom einnig fram hjá þeim töluvert stolt vegna starfs mannsins, sem þeim fannst vera karlmannlegt, erfitt, tekjuhátt og þjóðfélagslega mikilvægt. Aðeins 9 konur í samanburðarhópnum létu í ljós óánægju með starf maka og flestar sögðust vera ánægðar með það. Tuttugu og fjórar sjómannskon- ur litu á sig sem forsvarsmenn heim- ilisins, en sextán eiginkvenna land- vinnumannanna. Sex sjómanna- konur sögðu eiginmennina vera í forsvari fyrir heimilinu, en fimmtán í samanburðarhópnum. Þrjátíu og fimm konur gátu ekki gert upp við sig, hvort hjónanna væri í forsvari (15 sjómannakonur og 20 konur landvinnumanna). Segja má, að allar aðrar heimilis- þarfir en tekjuöflun hvíli fyrst og fremst á herðum þeirra. Það er því ekki að furða, að þær líti oftar á sig sem forsvarsmann heimilisins. Þær taka einnig meiri þátt í félagslífi en konur í samanburðarhópnum. Tengsl þeirra við stórfjölskylduna beinast fremur að þeirra eigin skyldmennum. Staða sjómanns- konunnar innan fjölskyldunnar verður því að teljast sterk og áhrifa- mikil, en jafnframt krefjandi. Eig- inmaðurinn og starf hans er þó einnig þýðingarmikið fyrir fjöl- skylduna alla. í mörgum fjölskyld- um var fylgst vel með fréttum af veðri og veiðiskap, svo og hinni al- mennu umræðu í fjölmiðlum um fiskveiðar og fiskvinnslu. Sumar konurnar og sum börnin höfðu ver- ið um borð í togaranum með heim- ilisföðurnum, stundum farið í sigl- ingar og unglingar í fjölskyldunni stundum unnið um borð. Algengt var, að hjónin töluðu saman í síma, svo sem einu sinni til tvisvar í veiði- ferð, en mjög sjaldan oftar og af einhverjum orsökum virtist til- hneiging til að halda tölu slíkra sím- tala í lágmarki, líklega vegna þess, hve aðstæður til persónulegra tjá- skipta með þessu móti eru slæmar. I sjómannafjölskyldunum virt- ust tengsl milli mæðra og barna sterkari en í samanburðarhópnum og mun fleiri sjómannabörn sváfu reglulega uppi í rúmi hjá móður sinni. Slíkt má venjulega rekja til kvíða eða óöryggis barns eða móð- ur. Ef barn verður of móðurbundið veldur það því erfiðleikum síðar meir á ævinni að þroska með sér sjálfsvitund og sjálfstæði. Mjög náið samband móður og barns get- ur aukið móðurerfiðleika við að sameina stöðu móður og eiginkonu og átt þátt í sambúðarerfiðleikum við eiginmann. Ekki er Ijóst, hvers vegna vanda- mál og sjúkdómar eru tíðari í sjó- mannafjölskyldunum, en telja má líklegt, að langvarandi fjarvera föð- ur eigi þar nokkurn hlut að máli. Draga mætti úr því álagi, er sjó- mannafjölskyldur eru undir, með auknum landvistartíma togarasjó- manna og bættri þjónustu, t.d. greiðari aðgang að dagvistunar- stofnunum fyrir börn þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.