Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 21
Laugardagur 7. júní 1986 21 Ný verðkönnun: Hafnfirðingar versla ódýrast Þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu áberandi ódýrastar samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagsstofnunar, þar af eru tvær í Hafnarfirði LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Stöðu forstödumanns við dagheimilið Bakkaborg við Blöndubakka. Umsóknarfrestur til 15. júní. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur í síma 27277. Fóstrustöður á dagheimili og leikskóla Hraunborg, Hraunbergi 10. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79770. í lok maímánaðar skráði Verðlags- stofnun verð á fjölmörgum vöru- tegundum í ellefu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. í 9. tbl. Verð- könnunar Verðlagsstofnunar er birt úrvinnsla á könnuninni og er birt verð á 114 mismunandi tegundum af nýlendu-, hreinlætis-, pappírs- og snyrtivörum. í öllum tilvikum er um að ræða sama vörumerki í öll- um verslunum, að sykri undan- skildum. I könnunina voru valin vöru- merki sem fást í öllum þessum versl- unum og þess vegna nær hún ekki til vörumerkja sem t.d. eru aðeins seld í einstökum verslunum eða verslunarkeðju. Á það skal einnig bent að einungis var kannað verð á vörum sem seldar eru undir ákveðnum vörumerkjum en ekki á ýmsum algengum neysluvörum, s.s. mjólkurvörum, kjöti, nýjum ávöxt- um eða nýju grænmeti. í blaðinu er sýnt hvað hver vara kostar í hverri einstakri verslun, auk þess sem sjá má hve oft hver verslun var með lægsta og hæsta verð á hverju vörumerki og hve oft verð var fyrir neðan og ofan meðalverð. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: 1. Fjarðarkaup og Vörumarkaður- inn voru oftast með lægsta verð vöru, eða samtals í 26 tilvikum en Kostakaup í 22 tilvikum. Fjarðarkaup var aldrei með hæsta verð. Hólagarður reyndist hins vegar vera oftast með hæsta verð eða í 52 tilvikum. 2. Fjarðarkaup reyndist í flestum tilvikum vera með verð fyrir neðan meðalverð eða í 107 tilvik- um, en Kostakaup í 97 tilvikum. Sömu verslanir reyndust einnip vera sjaldnast með verð fyrir of- an meðalverð, Fjarðarkaup í 7 tilvikum og Kostakaup í 17 til- vikum. Hólagarður og JL-húsið voru í fæstum tilvikum með verð fyrir neðan meðalverð og í flest- um tilvikum með verð fyrir ofan meðalverð. 3. Ef lagt er saman verð á vörunum 114 í hverri verslun, kemur í ljós að heildarmunurinn er mestur lOVo. Hins vegar er slíkur sam- anburður ekki raunhæfur, þar sem vörunum hefur ekki verið gefið vægi í samræmi við al- menna neyslu á þeim. 4. Að mati Verðlagsstofnunar er heildarmunurinn á verði í þeim verslunum þar sem það var lægst svo lítill að hann var varla mark- tækur. 5. Mestur munur á verði sömu vörutegundar á milli verslana var á plastfilmu, en hæsta verð á henni var 62 kr. sem var 48% hærra en lægsta verð sem var 41,80 kr. Kornfleks pakki kost- aði 43% meira í einni verslun en annarri.Ein tegund af upp- þvottalegi kostaði einnig 43% meira í einni verslun en annarri og álpappír 42% svo dæmi séu nefnd. Verðkönnun Verðlagsstofnunar liggur frammi fyrir almenning hjá Verðlagsstofnun, Borgartúni 7 og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur að Verðkönnun Verð- lagsstofnunar sér að kostnaðar- lausu. Síminn er 91—27422. Hvaö segja þeir á ísafirði og Húsavík? Alþýðublaöið hafði samband við þá Sigurð Gunnars- son, útgerðarmann og trillukarl á Húsavík og Konráð Eggertsson, útgerðarmann og skipstjóra á ísafirði. Við- tölin við þá fara hér á eftir: Konráð Eggertsson, (safirði: Að hætta hvalveiðum er niðurlægjandi Konráð hefur gert út á hrel'nu- veiðar og rækju auk þess að reka hrefnuvinnslu á Brjánslæk ásamt fleirum. Konráð sagði að það væri kjafts- högg fyrir sig ef veiði legðist niður í sumar. Þeir félagar hafa lagt mikl- ar fjárfestingar í uppbyggingu á Brjánslæk, þar sem komin er mjög góð aðstaða til þess að gera að hrefnu. Búið er að leggja mikla vinnu í að afla markaða erlendis o.s.frv. Hann kvartaði yfir því að illa gengi að fá staðfestingu frá sjáv- arútvegsráðuneytinu um veiðarnar í sumar. Hins vegar hefði hann frétt að til stæði að veiða 80 hrefnur í rannsóknarskyni og fengju þá leyfi til þess 4 bátar. Konráð sagðist vera að fara í leið- angur með hafrannsóknamenn til að taka neðansjávarmyndir. Til- gangurinn er að kanna ástand sjáv- arbotnsins og prófa 4 nýjar gerðir af skelfiskplóg. Að lokum vildi Konráð taka fram að ákvörðun Alþingis um að hætta hvalveiðum væri niðurlægjandi fyrir land og þjóð. Það vantaði fisk um allan heim, því væri þetta ástæðulaus hræðsla um að ekki væri hægt að selja fiskinn. Hann vildi meina að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefði haft óeðlilega mikil áhrif á ákvörðun Alþingis. „Gömlu kempurnar sem börðust fyrir uppbyggingu þjóðfélagsins f.hl. aldarinnar myndu snúa sér við í gröfinni af skömm ef þeir vissu þetta“ Ég ber virðingu fyrir Halldóri sjávarútvegsráðherra, þó ég sé ekki alltaf sammála honum og trúi því að hann muni greiða úr þessum málum. Sigurður Gunnarsson, Húsavík: Munar lítið um fiskverðshækkun Sigurður bað fyrir kveðju til sjó- manna. Hann sagði að veiði smá- báta á Húsavík hefði verið treg í vor vegna þess að norðanátt hefði verið ríkjandi síðan í apríl. Smábátarnir verða stoppaðir 7.—9. júní og 17. júní. Hann taldi smábátaeigendur sátta við kvótakerfið, en teldu þó að Grímseyingar, Vestfirðingar og Austfirðingar ættu að fá rýmri heimild vegna þeirrar aðstöðu sem þeir eru í. Þá átti hann fyrst og fremst við að veður hái þeim meira en öðrum smábátaeigendum t.d. geta Austfirðingar ekki róið þegar stórstreymt er. Slæm útkoma hefur verið á Iínu s.l. 2 ár Vegnamikils ætis í sjónum virðist ekki vera grundvöllur fyrir því að fiskur taki á línu. Hins vegar hafa netaveiðar gengið vel. Aðspurður um hækkun fiskverðs sagði Sigurður að það munaði lítið um þessa hækkun, en aðalmálið væri að ná niður verðbólgunni. Sig- urður sagði að verkalýðshreyfingin hefði rekið ríkisstjórnina til að minnka verðbólguna og að sá ár- angur sem náðst hefði væri því hennar verk en ekki ríkisstjórnar- innar. Vinnuveitendur ættu einnig sinn þátt með jákvæðri afstöðu sinni. Umsóknarfrestur til 24. júní. Umsóknum ber aö skila til starfsmanna- halds Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 6. hæð. Tilboð Óskast I eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðju- daginn 10. júní 1986 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og viðar. Tegund Árg. Merking 1 stk. Mazda 929 station bensln 1982 1 stk. Maxda 929 fólksbifr. bensln 1981 2 stk. Subaru station 4x4 bensin 1980 1 stk. Subaru pickup 4x4 bensln 1979 1 stk. Subaru station bensfn 1978 1 stk. Toyota Hi Lux 4x4 bensin 1981 1 stk. Nissan King Cab 4x4 diesel 1984 2 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensin 1981—82 2 stk. Ford Bronco 4x4 bensln 1974 1 stk. Lada sport 4x4 bensin 1982 1 stk. UAZ 452 4x4 bensln 1980 3 stk. Ford Econoline sendibif. bensln 1977—82 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins i porti Vélad. Sætúni 6. 1 stk. Lada Sport 4x4 ógangfær bensln 1981 1V 1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 ógangfær bensln 1983 2V 1 stk. Wolksvagen double Cab ógangfær diesel 1982 3V Til sýnis hjá birgðastöð Vegagerðar rikisins i Grafarvogi. 1 stk. Volvo FB 86—49 vörubif. 6x2 1973 1G 1 stk. Volvo FB 86—49 vörubif. 6x2 1970 2G 1 stk. Caterpillar 12E Veghefill 6x4 1964 3G 1 stk. A Barford Super MGM m/fr.drifi 6x6 1971 4G 1 stk. Bomag BW—160 AD 8tn Vegþjappa 1982 5G Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Sauðárkróki. 1 stk. Dieselrafstöö 30 kw 1 stk. Dieselrafstöö 20 kw 1 stk. Catepillar 12E veghefill 6x4 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins Akureyri. 1 stk. Volvo N—12 dráttarbif. 6x4 1 stk. Bröyt X—2 vélskófla Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Borgarnesi. 1 stk. Dieselrafstöö 20 kw 1980 1B Til sýnis hjá Vegagerð rikisins Reyðarfirði. 2 stk. Dieselrafstöö 20 kw 1979—80 1R 1 stk. Dieselrafstöö 30 kw á vagni m/hjól. 1974 2R Til sýnis hjá Vegagerð rikisins Höfn Hornafirði. 1 stk. Caterpillar 12E Veghefill 6x4 1965 1H Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins ísafirði. 1 stk. Veghefill A Barford Super 500 m/framdr. 1970 11 Til sýnis hjá Flugmálastjórn Reykjavíkurflugvelli. 1 stk. Zetor 4718 dráttarv. m/ámok.tækjum og ýtubl. 1976 1F Tilboðin verðaopnuð samadag í skrifstofu vorri Borgartúni 7 kl. 16:00 e.h. að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna boöum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7. simi 25844 1967 1S 1980 2S 1964 3S 1978 1A 1966 2A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.