Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 7. júní 1986 Ásmundur Stefánsson í viötali viö Alþýðublaðið: Þyrfti að lögfesta sjómannadaginn Hversu stór hluti af A.S.Í. eru sjómenn? — Ca. 5000 af 62000 eða u.þ.b. 8%. Hvernig standa kjarasamningar sjómanna miðað við aðrar stéttir? — Launasamanburður milli sjó- manna og annarra stétta er mjög flókið mál. Laun sjómanna ráðast af tvennu: 1) Tekjutryggingu, sem gerð er upp mánaðarlega. 2) I. Aflahlut, sem er mismunandi eftir gerðum skipa, veiðafærum og fl. II. Fiskverði. III. Heildarafla. — Hlutur sjómanna hefur hækkað svipað og laun annarra á vinnumarkaði undanfarna mánuði. Vinnutími sjómanna er allt öðru vísi en landverkafólks, því er auk þess sem á undan er talið erfitt að bera þessar stéttir saman. Megin- málið er að sjómenn þyrftu að hafa það góð laun að þeir gætu tekið sér reglubundin frí. Laun sjómanna rokka mikið á milli ára. Telur þú að launajöfnun- arsjóðir myndu leysa þann vanda? NÝR 5000 KRÓNA PENINGASEÐILL Á grundvelli laga um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki íslands gefaút ogsetja í umferð hinn 10. júní 1986 fimm þúsund króna peningaseðil af svofelldri gerð: Stærð: 155 x 70 mm FRAMHLIÐ Litir: dökkblár og fjöllita Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður): Upphæð í tölustöfum Númer seðilsins með bókstafnum F fyrir framan, svart Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta Tilvísun í lög Seðlabanka Islands Undirskrift tveggja bankastjóra í senn Utgefandi Seðlabanki Islands Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Borðar og mynstur unnin út frá altarisklæði úr Laufáskirkju Blindramerki, 3 lóðrétt upphleypt strik Mynd af Ragnheiði Jónsdóttur biskupsfrú (1646-1715) Oryggisþráður þvert í gegnum seðilinn Mynd af Gísla Þorlákssyni Hólabiskupi ásamt fyrri konum hans, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur Upphæð í bókstöfum, leturgerð af altarisklæði úr Laufáskirkju Númer, prentað í svörtu, neðst til hægri Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri BAKHLIÐ Aðallitir: dökkblár og grænn Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Á spássíu (upptalning ofan frá): Borðar og mynstur sama og á framhlið Upphæð í tölustöfum neðst til vinstri Mynd af tveimur stúlkum við skoðun hannyrða Mynd af Ragnheiði Jónsdóttur, sitjandi í stól Upphæð í tölustöfum Vatnsmerki Fangamark Ragnheiðar (Ións Dóttur) SEÐLABANKI ÍSLANDS lausn. Menn vilja ráðstafa tekjum sínum sjálfir, en ekki láta aðra hafa vit fyrir sér. Eru einhverjir fulltrúar sjó- manna í miðstjórn A.S.Í? — Já tveir af tuttugu og tveim. Þeir eru Óskar Vigfússon og Guð- mundur Hallvarðsson. Forystu- menn sjómanna hafa alltaf verið í æðstu stjórn alla tíð. Hins vegar fara mjög sjaldan saman samningar landverkafólks og sjómanna. Enda er um að ræða mjög ólíka samninga að allri gerð. Hversu há er tryggingin hjá báta- sjómönnum? — U.þ.b. 35 þús. Það koma alltaf tímabil þegar menn hafa að- eins tekjutrygginguna sérstaklega á bátaflotanum. Ertu nokkuð hræddur við að sjó- menn kljúfi sig út úr samtökunum? — Nei, það hefur alltaf verið gott samkomulag milli okkar og sjómanna t.d. fylgjast sjómenn vel með kjarasamningum landverka- fólks. Skilin á milli sjómanna og landverkafóiks eru óglögg því að mjög margir vinna að hluta til á sjó og að hluta á landi. Flest sjómanna- félög hafa bæði sjómenn og land- verkafólk innan sinna vébanda. Þetta leiðir af sér að ólíklegt er að klofningur verði þarna á milli. Ertu ánægður með síðustu kjara- samninga? — Þegar samningar eru gerðir er sjaldan verið að velja á milli kosta sem menn kysu helst. Það var mjög sterk krafa innan okkar vébanda að kaupmáttur launa yrði tryggður. og lögðum fram til ríkisstjórnar- innar. Hennar frumkvæði í málinu var ekki annað en að taka við því sem að henni var rétt. Að lokum kveðjuorð til sjó- manna. — Ég óska sjómönnum til ham- ingju með sjómannadaginn sem er svolítið skiptur í ár því sumir höfðu ekki þolinmæði til að bíða. Það þyrfti að lögfesta sjómannadaginn til að festa hann betur í sessi. Sjó- mannadagurinn hefur verið hald- inn hátíðlegur um land allt miklu lengur en ég man, jafnvel hér í Reykjavík þar sem sjómenn eru ekki mjög margir miðað við íbúa- fjölda hefur dagurinn alltaf verið mikill hátíðisdagur. Ég man eftir deginum þegar ég var barn og til þessara hátíðarhalda og það gerir fólk í stórum stíl í dag. Ég hef trú á því að það muni haldast áfram. 1% Hverjum^^ bjargar það næst lluXF FERÐAR — Lausnin er að koma á sam- tímasköttum. Sumir hafa verið með tvíbenta afstöðu gagnvart því, vegna þess að menn hafa verið hræddir um að það yrði til þess að skattar hækkuðu. Að koma á sam- tímasköttum er mjög brýnt sérstak- lega fyrir sjómenn ekki síst loðnu- sjómenn. Ég reikna með að launa- jöfnunarsjóðir yrðu byggðir þannig upp að menn borguðu í sjóðinn þegar vel gengi en fengju útborgað úr sjóðnum þegar ekkert fiskaðist. Ég hef ekki trú á að það sé raunhæf Þess vegna töldum við rétt að ganga til aðgerða sem drægju úr verð- bólgu. Stærsta aðgerðin af hálfu stjórnvalda var að halda gengi krónunnar stöðugu til þess að halda aftur af verðhækkunum. Fyrstu 2 mánuðina var verðlag lægra en gert hafði verið ráð fyrir. Þriðja mánuð- inn var það hálfu prósentu hærra og ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að evrópumynt hefur hækkað miðað við dollarann. Það náðist samkomulag við atvinnurek- endur um að bæta launafólki þetta. Þetta er mjög mikilvægt atriði fyrir okkur því að við höfum enn yfir úr- skurðaratkvæði okkar að ráða, en um það var samið að ef skærist í odda hefðum við fyrst úrskurðarat- kvæði en síðan atvinnurekendur í annað sinn. Við getum því nýtt það í ágúst ef til þarf að taka. Þessar verðlagsforsendur hafa því staðist enn sem komið er. En sá árangur sem náðst hefur er verk verkalýðshreyfingarinnar fremur en ríkisstjórnarinnar? — Það er nú alveg augljóst. í sambandi við þessa kjarasamninga kom ekkert frumkvæði frá ríkis- stjórninni. Það sem gert var var gert í samræmi við tillögur sem við sömdum um við atvinnurekendur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.