Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 10
Laugardagur 17. janúar 1987 f f 10 Ný bók um fræðilegan alkóhólisma komin út: UNDIR ÁHRIFUM Stórkostleg bók sem gæti komið fjölmörgum að liði. Alþýðublaðið birtir hér á eftir 4. kaflarm úr bókinni Það (áfengið) hœgir á elli, styrkir æskuna, bœtir meltinguna, kastar burt sorginni, léttir á hjartanu, lýsir upp hugann, auðgar andann, beinir huganum frá ringulreið, augunum frá blindu; tungunni frá smámœli, munninum frá gaspri, tönnunum frá glamri, koki frá hryglu; það heldur maganum frá velgju, hjart- anu frá funa, höndunum frá skjálfta, sinum frá herpingi, æðum frá hrörnun, beinum frá kvölum og beinmergi frá rýrnun. Óþekktur höfundur frá þréttándu öld. Þótt kaldhæðnislegt og hörmu- legt sé, þá er eitt fyrsta einkenni alkohólisma sá hæfileiki að geta aukið drykkjuna en virka samt sem áður „eðlilega“. Það er kaldhæðn- islegt vegna þess að flestir sjúkdóm- ar framkalla tafarlausan og greini- legan sársauka, ekki vellíðan, og hafa í för með sér minni virkni en ekki aukna. En á frumstigi alkohól- ismans er alkohólistinn ekki sjúkur, kvalinn eða sjáanlega óeðlilegur. í raun virðast fyrsta stigs einkenni alkohólismans ekki sjúkdómsein- kenni, því alkohólistinn er gæddur þeim yfirnáttúrulega hæfileika að þola alkohól og njóta ánægjulegra og örvandi verkana þess. Þessi aukning á virkni er hörmu- leg vegna þess að aikohólistinn fær litla sem enga viðvörun gagnvart þeirri hnignun sem óhjákvæmilega fylgir. Hvorki alkohólisti á byrjun- arstigi né vinir hans hafa ástæðu til að gruna að hann þjáist af stig- versnandi og oft banvænum sjúk- dómi. Það er erfitt að koma auga á eða greina sjúkdóminn á byrjunar- stigi, því að einkennin eru svo væg og auðvelt að rugla þeim saman við eðlileg viðbrögð við alkohóli. Ekki er um að ræða neinn sársauka eða sjáanlega truflun. Alkohólisti á byrjunarstigi kvartar ekki, hefur enga ástæðu til að fara til læknis vegna drykkju og virðist ekki þjást þegar hann drekkur. í reynd lítur hann út fyrir að vera eins og allir aðrir. Hann fær timburmenn þegar hann drekkur of mikið, en það fá vinir hans líka. Hann nýtur drykkj- unnar, en það gera vinirnir líka. Á þessu frumstigi væri erfitt, ef ekki ómögulegt, að fá alkohólist- ann til að hætta að drekka. Hvers vegna skyldi hann hætta ef honum finnst hann ekki sjúkur, en Iíður í reynd betur þegar hann drekkur. Alkohólisti á frumstigi, sem stend- ur frammi fyrir sjúkdópmsgrein- ingunni alkohólisma og er ráðlagt að hætta að drekka, mundi senni- lega svara á þessa leið: „Hvern ertu að reyna að plata? Ég alkohólisti? Ég get drukkið meira en vinir mínir, ég fæ sjaldan timburmenn, ég rífst aldrei og er ekki ofstopafullur. Ég mæti alltaf í vinnu, drekk aldrei á morgnana, get hætt hvenær sem ég vil og mér líður stórkostlega þegar ég drekk. Farðu og finndu einhvern sem virkilega á í vandræðum!" Vegna þess að alkohólisti á frum- stigi sýnir engin sjúkdómseinkenni, er þeirri rökréttu en alröngu skoðun haldið fram, að alkohólismi hefjist ekki fyrr en drykkjumaðurinn fari að þjást vegna drykkju og sýni hnignunareinkenni varðandi lífeðl- isfræðilega starfsemi, svo sem með alvarlegum fráhvarfseinkennum, persónuleikabrestum, eða van- hæfni til að stjórna drykkjunni. Flestir álíta að alkohólistar og þeir sem eru það ekki upplifi nákvæm- lega eins líkamleg viðbrögð gagn- vart alkohóli, áður en þessi sjáan- legu sjúkdómseinkenni koma í ljós. í reynd gera þeir það ekki. Lík- amlega bregst alkohólilstinn óeðli- lega við alkohóli og sjúkdómur hans hefst löngu áður en hann hegðar sér eða hugsar eins og alko- hólisti. Áhrif viðbragða og aðlög- unar líkamsfruma gegn alkohóli, koma ekki í ljós á frumstigi sjúk- dómsins, en eru samt sem áður fyrir hendi. Eftir marga mánuði eða mörg ár, hafa frumurnar breyst svo mikið vegna alkohólsins, að það hefur áhrif á hegðana- og hugsana- ferli alkohólistans. Þá verður sjúk- dómurinn ekki falinn lengur og alkohólistinn á þá greinilega í erfið- leikum með alkohólið. Sjúkdómurinn er samt sem áður óljós á frumstigi sínu og erfitt að greina hann. Hann einkennist af breytingum í lifrinni og miðtauga- kerfinu, einnig þoli gagnvart alko- hóli og aukinni starfsgetu við drykkju. Aðlögun Almenn líffræðileg regla segir að þegar eitthvert líkamskerfi er undir álagi, þá annað hvort aðlagast það eða hlýtur tjón af. Aðlögunin er í rauninni aðferð til þess að lifa af, hjálpar líkamanum til að þola álagsmiklar breytingar innvortis eða útvortis. Áðlögunarsvaranir koma fljótt og ósjálfrátt í ljós og í flestum tilvikum án þess að ein- staklingurinn sé meðvitaður um það. Svo vitnað sé í augljóst dæmi, vöðvar sem verða fyrir álagi vaxa og styrkjast, en það er grundvallaratr- iði þjálfunar. Of mikið álag skaðar aftur á móti vöðvana. Þegar alkohólismi er að mynd- ast, er aðlögunin aðalatriðið. Til að byrja með upplifa alkohólistar lík- amlegt álag í hvert sinn er þeir drekka. Lífhvatar þeirra, hormón og fjöldi efnafræðilegra ferla fara úr jafnvægi vegna alkohóls, eðlilegt flæði efna inn og út úr frumunum raskast. Til að vinna gegn þessum ruglingi, gera frumurnar ákveðnar breytingar á uppbyggingu sinni. Þessi aðlögun gerir frumunum smám saman kleift að vinna auð- veldlega og vel, jafnvel þegar alko- hól er til staðar í líkamanum í miklu magni. Sannleikurinn er sá, að frumur alkohólistans verða svo hæfar til að nota alkohól sem orku, að þær taka alkohól fram yfir aðra orkugjafa sem fæðu. Alkohól er samt sem áður í grundvallaratriðum óæskilegt og ógeðfellt aðskotaefni fyrir alkohól- ista. Þó svo það sjái frumunum fyr- ir miklum orkuforða og framkalli örvun og slökun í mismiklum mæli, snýst þessi heilsubót óhjákvæmi- lega upp í mikið kvalræði. Alkohól- ið ræðst smám saman á frumurnar, eyðileggur viðkvæmt efnajafnvægi þeirra, étur sig í gegnum himnurnar og eyðileggur innihaldið. Ef alko- hólistinn heldur áfram að drekka, munu kvalir vegna drykkjunnar, fyrr eða síðar, yfirtaka jákvæða þætti hennar, þar sem alkohólistinn mun smám saman ganga inn í seinni hnignunarstig sjúkdómsins. Tíminn milli aðlögunar og hnign- unar er mismunandi frá einum alkohólista til annars. Meðal sumra alkohólista gerist hún hratt og inn- an nokkurra vikna eða mánaða eft- ir fyrsta sopann er alkohólistinn greinilega háður alkohóli. í öðrum tilfellum geta liðið mörg ár áður en fyrstu einkenni aðlögunar og fíknar þróast. Þýðingarmesta atriðið er samt sem áður þetta: Undirbúningur að- lögunar hefst áður en alkohólistinn ferað drekka mikið og veldur í raun og veru aukinni dreykkju. Aðlög- unin verður ekki vegna þess að ein- staklingurinn drekki of mikið. Þvert á móti, þegar einstaklingur- inn fer að drekka meira og oftar og munstrið helst, þásýnir hann eitt af fyrstu einkennum alkohólisma. Aðlögunin sem verður á frum- stigi alkohólisma er tvenns konar: Sú aðlögun sem hefur áhrif á efna- skipti alkohóls og hin sem á sér stað í miðtaugakerfinu og stuðlar að fíkn. Báðar tegundir aðlögunar hafa bein áhrif á getu alkohólistans til að drekka alkohól í miklu magni án þess að verða ölvaður (þol) og getu hans til að starfa í raun og veru betur þegar hann drekkur, heldur en þegar hann gerir það ekki (aukin starfsgeta). Efnaskiptaaðlögun Efnaskiptaaðlögun á sér fyrst og fremst stað í lifrinni, þar sem flest efnaskipti alkohóls verða. En heil- inn er líka fær um að breyta Iitlu magni af alkohóli með efnaskipt- um og niðurstöður gefa til kynna að efnaskiptastarfsemi heilans, eins og lifrar, aukist við mismunandi að- lögunarbreytingar. Oxunarferli alkohóls í míkrosóm- um. í flestum alkohólistum, og einnig þeim sem eru það ekki, fjar- lægir alkohóldehydrogenasaferlið (ADH), sem starfar fyrst og fremst í lifrinni, um það bil tvo þriðju af því alkohóli sem er til staðar í lík- amanum en vegna afbrigðileika lifrarlífhvata, geta alkohólistar ekki fjarlægt acetaldehýð, sem verður til við niðurbrot alkohóls, eins fljótt og hinir sem ekki eru alkohólistar (sjá kaflann á undan). Þar af leið- andi hleðst acetaldehýð upp og ógnar frumunum með eituráhrif- um sínum. Lifrin hefur undraverða getu til að aðlagast og aðlaga og ef nauð- syn krefur setur hún greinilega af stað viðbótarkerfi til að meðhöndla alkohól. Charles Lieber hefur lýst þessu kerfi sem „oxunarferli alko- hóls í mícrósómum" (MEOS). í alkohólistum aðlagar MEOS sig með því að auka starfsemi sína, það er þeim lífhvötum sem bera ábyrgð á því að alkohól komist í samband við súrefni fjölgar og nýj- ar frumur myndast. Þar af leiðandi eykst einnig geta alkohólistans til að umbreyta alkohóli í acetaldehýð. Því miður er hæfileikinn til að losna við það acetaldehýð sem myndast, ekki hinn sami. MEOS eykur í rauninni vandamál alkohól- istans, frekar en að leysa þau, vegna þess að það eykur hæfni hans til að þola og meðhöndla stóra skammta af alkohóli, en eykur ekki að sama skapi getu til að fjarlægja acetalde- hýð. Stærsti hluti þess alkohóls sem er innbyrt, beinist enn að hinu ófullkomna ADH ferli. Á þennan hátt framleiða bæði MEOS og ADH ferlið stöðugt aukið magn af acetaldehýði. Vítahringur hefst þegar alkohólistinn verður að drekka meira til að halda því alko- hólmagni, sem nægir til að ná niður og stöðva eyðileggjandi áhrif auk- ins acetaldehýðmagns Þetta er grundvöllurinn fyrir „lífeðlisfræði- legum boðum“ alkohólistans um að halda áfram að drekka þegar hann er einu sinni byrjaður, sem yf- irleitt er misskilið sem sálræn þörf til drykkju. Hvatberar. Hvatberar eru örsmá- ir frumuhlutar sem sjá um að leysa orku úr fæðu. Þar sem alkohól inniheldur meiri orkuforða en flest- ar fæðutegundir og þar sem þessi orka verður auðveldlega leyst úr læðingi, þá er alkohól nærtækur orkugjafi. í alkohólistum er greinilegt að hvatberar reyna að tileinka sér þennan mikla orkugjafa með þvi að breyta byggingu sinni til þess að rýma fyrir meira alkohólmagni. Venjulegir hvatberar eru hringlaga með mjög auðkenndum ytri veggj- um og innri byggingu; í alkohólist- um verða hvatberarnir stærri og misjafnir í laginu og innri uppbygg- ing þeirra breytist. Þessi aðlögun getur að hluta verið tilraun hvatber- anna til að gera Iíkamanum kleift að meðhöndla meira alkohól, svo hann njóti góðs af auknu magni alkohóls og þeirri orku sem því fylgir. Því miður er því þannig varið, að alkohól tekur miklu meira frá frumunum heldur en það gefur. Rafeindasmásjármyndir af lifrar- frumum drykkjusjúklings sýna óhugnanlegar afleiðingar þeirrar orrustu sem átt hefur sér stað: Hvatberarnir hafa tvístrast óskipu- lega, sumir furðulega vanskapaðir, aðrir með gapandi holur í himnun- um og enn aðrir hvítir og tómir, rændir öllu innihaldi. Svo virðist sem sagt að aðlögun frumanna styðji aukna drykkju í byrjun, sem að lokum leiðir til víðtækra frumu- skemmda og jafnvel dauða þeirra. Aðlögun miðtaugakerfisins Frumuhimnurnar eru meira en einfaldir veggir sem varna mikil- vægustu hlutum frumunnar frá því að síast út. Þær eru í raun og veru flókinn efnafræðilegur og raf- magnaður varnargarður, sem hleypir ýmsum efnum inn í frum- urnar, en heldur öðrum úti og fjar- lægir úrgang frá frumunni. I viss- um skilningi eru þær verndarar frumunnar, vernda hin viðkvæmu efni hennar sem eru nauðsynleg viðgangi lífsins. Starfsemi himn- anna hefur endanleg áhrif á allt sem fram fer innan og utan frumunnar. Það kemur ekki á óvart, að þýð- ingarmikill þáttur í heilsu og starf- semi frumunnar er jafnvægið á milli efna sem fara inn og út úr henni. Næringarefni verða að kom- ast inn í frumuna í hæfilegu magni og hlutföllum til að gera frumunni kleift að endurnýjast, nærast og haldast hraust og sterk. Úrgangs- efnin verður að fjarlægja fljótt og vel, annars verður fruman fyrir eitr- un frá eigin úrgangsefnum. Líf- hvatar, hormón, fita og eggjahvíta verða að komast inn í frumuna á réttum tíma og í réttum hlutföllum, annars er skipulegri starfsemi frumanna ógnað. Þar sem frumur eru uppistaða vefja og vefir uppi- staða helstu líffæra líkamans, þá mun líkaminn fyrr eða síðar finna fyrir því ef frumurnar eyðast. Neysla alkohóls hefur harkaleg áhrif á eðlilega starfsemi í frumu- himnunum. Það breytir efnafræði- legri byggingu frumuhimnanna og þröngvar ákveðnum efnum til að sitja eftir inni í frumunni, en hleyp- ir öðrum mikilvægum efnum út. Fyrir þá sem ekki eru alkohólistar veldur alkohól aðeins minniháttar óþáegindum í frumum. í Iitlu magni örvar alkohól reyndar frumuhimn- urnar og veldur því að ýmiss konar efni sem auka ánægju, spennu- og vellíðunartilfinningu, losna úr læð- ingi. í stærri skömmtum dregur alkohólið úr starfsemi frumuhimn- anna um stundarsakir, sem leiðir af sér óeðlilega hegðun tengda ölvun. Þegar alkohóls er neytt í miklu magni í langan tíma, aðlagast frumuhimnurnar samt sem áður með því að þróa með sér aðferðir til að kljást við Jsessa stóru skammta af alkohóli. I tilraunum á rottum sem gerðar hafa verið háðar alko- hóli og myndað hafa þol, sýndu frumuhimnurnar aukið viðnám gegn eituráhrifum alkohóls. I reynd hörðnuðu himnurnar í augljósri viðleitni til að halda jafnvægi sínu, á meðan alkohól var til staðar í miklu magni. Vísindamenn álykta að stórir og stöðugir skammtar af alkohóli örvi frumurnar til að að- lagast byggingunni og á þann hátt starfsemi himnanna. Nú taka frum- urnar á móti alkohólinu og aðlag- ast eitruðum eftirverkunum þess. Þar af leiðandi geta frumurnar tek- ist á við aukið alkohólmagn; þær mynda með öðrum orðum þol gegn alkohóli. Ef alkohólistinn heldur samt sem áður áfram að drekka, verða hinar hörðnuðu frumur stöðugt fyrir árás og skemmast smám saman vegna hinna eitruðu eftirverkana alko- hólsins. Þær lamast og, í sumum til- fellum, eyðast. Himnurnar geta ekki lengur starfað sem aðgreinandi inngangur og hleypa nú eitruðum efnum inn í frumurnar á meðan mikilvægir vökvar og lífhvatar síast út. Afleiðing þessa er hörmuleg. Mikilvæg efnafræðileg ferli verða fyrir truflun eða breytast og út um allan líkamann veikjast frumur og deyja. Eyðilegging frumuhimn- anna tengist mörgu því ástandi sem þjáir alkohólistana á lokastigi sjúk- dóms þeirra, þar með talin alvarleg fráhvarfseinkenni svo sem krampi, ofskynjanir, deleríum tremens og skemmdir á hjartavöðva. En hnignun er hægvirkt ferli og þrátt fyrir eyðileggingu, sem óhjá- kvæmilega verður síðar, þá orsakar aðlögunin á frumstigi alkohólisma fyrst aukna, en ekki hægari starf- semi. Frumur alkohólistans eru bet- ur færar um að kljást við alkohól og veita eitruðum áhrifum þess við- nám. Fyrsta sjáanlega merki aðlög- unar kemur fram í því fyrirbrigði sem kallað er þol. Þol Orðið þol hefur margs konar merkingu. í hugum flestra merkir þol gagnvart áfengi hæfileikann til að neyta mikils magns af alkohóli án þess að lognast út af eða verða flökurt. „Hann hefur ótrúlegt þol gagnvart efninu“ gæti aðdáandi sagt um einhvern sem stöðugt drekkur alla aðra undir borðið og ekur síðan af öryggi heim. Þessi túlkun er ekki alveg rétt, því þol er reyndar fyrirbrigði sem á við um alla drykkjumenn. Allir drykkjumenn hafa ákveðið þol gagnvart alkohóli. Undir þolmörk- um getur drykkjumaður starfað meira eða minna eðlilegur; á stigum ofan við þolmörkin sýnir hann merki ölvunar. Þol er þess vegna ástand sem eingöngu er hægt að mæla nákvæmlega með alkohól- hlutfalli í blóði drykkjumannsins og hegðun hans. Þeir sem ekki eru alkohólistar, mynda fremur fljótt stöðugt þolstig sem getur verið hátt eða lágt. Það er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.