Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 17. janúar 1987 Lesendabr&fc frá ^StrákarH^ „Líf til ein- hvers“ þakkað Þar sem ég er það mikið búinn að horfa á móti ljósum við starf mitt og stöðu um dagana, eru augun í mér farin að þreytast, og það svo mjög að ég get ekki horft á sjónvarp vegna þess hvað myndbreytingarn- ar koma ótt og títt á skerminn. Þess vegna vildi ég vinsamlegast mælast til þess að minnka hraðann á skerminum, til þess að við, sem er farin að daprast sjón, getum notið slíkrar listar sem flutt er í okkar sjónvarpi. Sagan segir mér að það hafi verið sýnd hin sterkustu ástaratlot, sem manni og konu eru veitt til þess að halda við sínu kyni, og það hafi ver- ið dásamleg sjón. Verður því að telja það slæmt fyrir okkur að missa af að sjá slíka list, og sérstak- lega þá sem hvorki hafa haft kjark né kunnáttu í sér til að njóta slíkrar listar. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég vona því að þessi nefnda Sjónvarpslist, verði endurtekin, í okkar sjónvarpi öðru hvoru hér eftir, til þess að breyta lifi okkar sem höfum orðið undir í líf- inu og ekki verið kennd nein list. Það má telja víst að svo geti gjörst, sem ég tel rétt að skýra hér frá. Svo er mál með vexti að ég hefi búið með ráðskonu, sem hefur haft sitt sérpláss svo sem vera ber, og aldrei litið inn til mín, þá halla tekur degi. En þar sem ég er vanur að fara snemma til hvílu, eins og sagan seg- ir um Grím hinn prúða í sögu Úlfars sterka, þá drottningin lagði leið sína inn í hans sængurhús, þá hann hrinti henni mður a golt, asamt slæmum orðum sem hann lét fylgja, en hún svaraði aftur með því að láta Önund fríða leggja Grím að velli með sverði, er þá var i gildi svo sem sagan segir. En þá ég hafði Iagt mig til hvíldar þetta leiklistarkveld, þá kemur ráðskonan til mín, og réttir mér sína mjúku hönd, sem þó er farin að fölna, og hvíslar að mér hvað listin hafi verið áhrifarík í sjónvarpinu. En þar sem sagan um Grím hinn prúða og drottninguna komu þá þegar í huga minn, ásamt sögulok- um frá þeirra viðskiptum þá ákvað ég að lofa ráðskonunni að ráða því hvernig nóttin hjá okkur leið. Óska ég þess, að nóttin hjá öllum ráðs- konukörlum og ráðskonum, í okk- ar landi hafi endað jafn vel. Vil því vona að listin hafi liðið um landið, líkt og sólargeisli um sólstöður að vori til, svo sem áætlað hafði verið að leiða yfir landsmenn, i einu augnabliki, bæði fyrir konur og karla. Þar sem mér er tjáð að þessi list hafi alveg verið til fyrirmyndar um fræðslu og fróðleik, fyrir okkur sem höfum áður verið útundan í líf- inu, og ekki lært, né notið slíkrar listar, sem mun Iíka auka vinsældir Sjónvarpsins, svo sem vera ber. Má nú líka telja það gott ef vinsældir Útvarps og Sjónvarps, gætu batnað svo að viðskiptamenn þess hættu að halda fram hjá því til viðskipta við aðrar útvarpsstöðvar, sem hefur rýrt tekjur okkar Útvarps svo mikið sem Alþingismenn okkar telja að muni nema uppí 130 milljónir á hinu liðna ári, og muni enn versna fjárhagur þess á okkar nýbyrjaða ári. Væri nú ekki rétt fyrir formann útvarpsráðs og útvarpsstjóra að sækja nú þegar um einkaleyfi til menntamálaráðherra, um að fá að sýna lík listaverk og sýnd voru á ný- ársdag, til þess að auka vinsældir þess, svo að auglýsingatekjur þess gætu aukist svo, að snúa mætti því tapi við sem varð á síðasta ári, í jafn háan tekjuafgang á þessu ári og þar með stefna að því að styrkja fjár- haginn til vinsældar líka. Með Nýárskveðju. Þar sem okkar flokkur býr við bestar vinsældir nú, bið ég blaðið að birta þessar línur næstu daga, og það lítið breyttar. Strákarl. Hlemmur — Kvos Vegna mikilla tafa á Laugavegi síðari hluta dags fara tímaáætlanir vagna sem eiga leið um Laugaveg meira og minna úr skorðum til ómældra óþæginda fyrir farþega, sem nota þessa vagna milli hverfa í austur- og vesturhluta borgarinnar. í dag hefst tilraun til að ráða bót á þessum vanda, sem felst í því, að sérstakir vagnar merktir HLEMMUR—KVOS verða í ferð- um um Laugaveg milli Hlemms og Lækjartorgs. Vagnarnir verða ekki tímasettir, en þeir fara á 10—15 mín. fresti frá áningarstaðnum við Hlemrn, Laugavegsmegin, og hafa viðkomu á venjulegum viðkomu- stöðum við Laugaveg. Þetta fyrirkomulag gildir milli kl. 13—18 mánud.-föstudaga. Nordjobb ’87 tekur til starfa 117 íslensk ungmenni fengu störf á vegum Nord- jobb í fyrra. 76 krakkar frá hinum Norðurlöndunum fengu vinnu á íslandi. Nordjobb 1987, atvinnumiðlun milli Norðurlandanna fyrir ungt fólk á aldrinum 18—26 ára, er nú tekin til starfa. Eins og á s.l. ári er öll framkvæmdin í höndum nor- rænu félaganna á Norðurlöndum. Norræna félagið á íslandi hefur nú þegar sent umsóknareyðublöð með upplýsingum um framkvæmd og tilhögun til allra framhaldsskóla á Islandi svo og til allra vinnumiðlun- arskrifstofa, sem starfræktar eru af sveitarfélögum. Einnig munu þau fyrirtæki fá umsóknareyðublöö, sem buðu fram störf vegna Nord- jobb á s.l. ári. Móttaka sjálfra um- sóknanna er hafin en umsóknar- fresturinn rennur út 01. marz n.k. Umsóknareyðublöð má einnig fá hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík, sími 1—96—70. Störf, sem unnt er að sækja um á vegum Nordjobb, eru í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi en einnig eru nokkur störf í boði á Grænlandi, í Færeyjum og á Álandseyjum. Starfsgreinarnar, sem störf eru boðin í, eru margvís- legar, og má þar t.d. nefna ræktun- ar- og garðyrkjustörf, lagerstörf, verzlunarstörf, iðnaðarstörf, störf í opinberri þjónustu o.fl., o.fl. Störf- in verða í boði á tímabilinu frá 01. júní til 15. september og er hvert og eitt starfstilboð miðað við sam- felldan vinnutíma og eigi skemmri tíma, en 4rar vikur. Ferðakostnað ásamt fæðis- og gistikostnaði verða þátttakendur að greiða af eigin fé en leitað verður samninga við Flug- leiðir hf. um afsláttarfargjöld og þátttakendur verða aðstoðaðir við útvegun húsnæðis. Geta þátt- takendur þannig átt kost á að búa á stúdentagörðum, í öðru leiguhús- næði eða hjá fjölskyldum, að sjálf- sögðu gegn gjaldi. Kaup verður greitt samkvæmt gildandi kjara- samningum í hverju landi og kaup er skattlagt eftir þeim reglum sem þar gilda. Þátttakendur geta ekki gert ráð fyrir því að geta komið heim með umtalsverða fjármuni að tímabilinu loknu, en vinnulaunin eiga að geta dugað vel fyrir ferða- kostnaði, fæði og gistingu þannig að þátttakendur hafi eitthvað auk- reitis í vasapeninga. Hér er hins veg- ar um að ræða einstakt tækifæri til þess að kynnast menningu og starfsháttum nágrannaþjóðanna og ýmiss konar kynningar-, ferða- og skemmtidagskrár verða skipu- lagðar fyrir þátttakendur. Áherzla er lögð á, að væntanlegir þátt- takendur geti bjargað sér á Norður- landamálum; skilið og talað; og munu slíkir umsækjendur sitja fyr- ir um störf. Á s.l. ári, sem var fyrsta árið er Nordjobb var starfrækt af norrænu félðgunum, sóttu 404 íslenzk ung- menni um störf á vegum Nordjobb. Af þeim tókst að útvega 117 unt- sækjendum störf. Á sama tíma sóttu um störf á íslandi 578 ungir Norðurlandabúar og 76 störf tókst hér að útvega. Er stefnt að því að fjölga bæði þeim, sem héðan fara og hinum, sem hingað koma, á þessu ári, sem nú fer í hönd. Nordjobb-starfseminni var upp- haflega komið á fót að tillögu nefndar norrænna athafnamanna, sem stofnuð var að tilhlutan for- sætisráðherra Norðurlanda og gera átti tillögur um nýmæli í norrænni samvinnu. Nefndin var yfirleitt kennd við formann sinn, Per Gyllenhammar, forstjóra Volvo í Svíþjóð. íslenzkur nefndarmaður var Erlendur Einarsson, forstjóri. Nordjobb var fyrst starfrækt í til- raunaskyni árið 1985 og var þá í umsjá sænsks fyrirtækis. í ársbyrj- un 1986 var svo stofnuð sjálfseign- arstofnunin NORDJOBB með að- setri í Danmörku og í eigu norrænu félaganna, Sambands norrænu fé- laganna og Norrænu iðnþróunar- nefndarinnar, sem einnig var sett á stofn að tillögu Gyllenhammar- nefndarinnar. Sjálfseignarstofnun- in NORDJOBB samdi síðan við norrænu félögin hvert í sínu landi um alla framkvæmd fyrir árið 1986 og hefur sá samningur nú verið end- urnýjaður. Verkefnisstjóri Nordjobb á ís- landi s.l. ár var Eyjólfur Pétur Haf- stein og mun hann áfram veita verk- efninu forstöðu. Lancer skutbíll með sítengt aldrif Lancer skutbíllinn, sem kom á markað hérlendis fyrir rúmu ári, þykir ákjósanleg stærð af bíl í þessum flokki, sem hentar vel til margvíslegra nota bæði sem fjölskyldu- og vinnubíll. Yfirbygg- ingin hrífur augað vegna þess hve gott samræmi er í öllum hlutum hennar og undirvagn og vélbúnaður sameina allt það fullkom- nasta, sem fáanlegt er á því sviði. Lancer 4WD Nú hefur þessi ágæti bíll verið aðlagaður íslenskum aðstæðum algjörlega með því að setja í hann sítengt aldrif, styrkja undirvagn- inn og auka veghæðina til að gera hann hæfari til að þjóna sínu hlutverki fullkomlega. Kostir þessa drifbúnaðar eru þeir, að stöð- ug spyrna er bæði á fram- og afturhjólum og þarf því ökumaður engar áhyggjur að hafa af því að velja milli aldrifs og eindrifs, þegar færð breytist snögglega. Aflinu er dreift út á fram- og afturhjól í gegnum mismunadrif, sem er innbyggt í gírkassann, og er hægt að læsa því ef þörf krefur. Þessi sídrifsbúnaður er þrautreyndur í bílum eins og Range Rover og hefur gefist frábærlega vel við skil- yrði sem algeng eru á íslenskum vegum. Lancer 4WD er með 90 h.a. bensínvél, sem er 12.6 sekúndur að koma bílnum upp í 100 km/klst. Gírkassinn er með 5 gíra áfram, þar af einn gír með sérstaklega lágt niðurfærsluhlutfall, sem ætlaður er til aksturs í slæmri færð. í Lancer 4WD eru afl- hemlar með loftkælda diska að framan, en skálar að aftan ásamt hleðslunæmum stjórnloka, sem jafnar hemlunarkraftinn á hjólin eftir hleðslu bílsins. Að framan er sjálfstæð gormafjöðrun, Mc Pherson, en að aftan er gormafjöðrun á heilum ás. Þá er í bíl- num ýmis aukabúnaður svo sem aflstýri, tregðulæsing á aftur- drifi, loftnet og hátalarar, rúllubelti í öllum sætum og margt fleira. 21. tölublað Hugar og handar komið út Ársrit Heimilisiðnaðarfélags ís- lands, HUGUR OG HÖND 1986, kom út skömmu fyrir síðustu jól. Þetta er 21. tölublað HUGAR OG HANDAR, það er 56 blaðsíður prentað að mestu í litum á góðan pappír. I ritinu eru fjölmargar greinar um ýmislegt efni tengt heimilis- og listiðnaði, af þeim má nefna grein um þrjá gullsmiði, Jens Guðjóns- son, Hansínu Jensdóttur og Jón Snorra Sigurðsson, eftir Rúnu Gísladóttur, grein um íslenska sauðféð og sérkenni þess eftir dr. Stefán Aðalsteinsson og Elsa E. Guðjónsson safnvörður á Þjóð- minjasafni skrifar um nokkur sér- stæð krossspor sem varðveist hafa á gömlu íslensku útsaumsverki og hvergi annars staðar svo vitað sé. Ingólfur Davíðsson grasafræðing- ur skrifar fróðleiksmola úr gróður- ríkinu og Þórir Sigurðsson um tó- vinnukennslu Margrétar Líndal í Laugarnesskólanum. Ýmsar fleiri greinar eru í ritinu, auk þess upp- skriftir fyrir prjón og vef, ýmsar leiðbeiningar og félagsmál. Framan á kápu er mynd Kristjáns Péturs Guðnasonar af BJARG- FUGLI Jens Guðjónssonar, silfur á ísienskum steini. Ábyrgðarmaður blaðsins er Jakobína Guðmundsdóttir, for- maður Heimilisiðnaðarfélagsins. í ritnefnd eru Sigríður Halldórsdótt- ir, formaður, Þórir Sigurðsson, Rúna Gísladóttir, Hulda Jósefs- dóttir og Hildur Sigurðardóttir. Auk þess að vera félagsrit er HUGUR OG HÖND selt til áskrif- enda. Einnig fæst það í lausasölu hjá íslenskum heimilisiðnaði og í nokkrum bókaverslunum. Afgreiðsla HUGAR OG HAND- AR er að Laufásvegi 2, 101 Reykja- vík. HUGUR OG HÖND kom fyrst út árið 1966 og óslitið síðan, eitt tölublað á ári. Argangur 1986 er því hinn 21. í röðinni. Frá upphafi hafa meginmarkmið útgáfunnar verið þau að stuðla að eflingu íslensks heimilisiðnaðar með því að birta leiðbeiningar um margs konar handmenntir með höfuðáherslu á þeim sem tengjast íslenskri menningararfleifð. Einnig hafa birst fjölmargar greinar um heimilis- og listiðnað og ýmsan þjóðlegan fróðleik. Margir merkir íslendingar hafa ritað greinar í blaðið, fróðir menn og fræðimenn. Af þeim kunnustu mætti nefna Elsu É. Guðjónsson, Guðmund jósafatsson, Halldór Laxness, Huldu Á. Stefánsdóttur, Ingólf Davíðsson, Kristján Eld- járn, Stefán Aðalsteinsson og Þórð Tómasson. Sérstaklega skal á það bent, að þeir sem fást við að rita fræðigrein- ar og bækur um efni tengt heimilis- iðnaði og handíðum vitna oft í heimildir birtar í HUG OG HÖND. Þetta á ekki síður við um erlenda en innlenda höfunda. Einnig er al- gengt að nemendur í grunn- og framhaldsskólum sem velja eða fá það verkefni að skrifa um þjóðleg- an fróðleik, leiti sér heimilda í HUG OG HÖND.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.