Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 17. janúar 1987 Vélsmiðjan Dynjandi sf Hreint loft Rœtt við Gunnlaug P. Steindórsson, forstjóra Vélsmiðjunnar Dynjandi sf. Öryggisáhöld af öllum gerðum. Frá vinstri: Bjarni Þórisson sölumaður og Steindór Gunnlaugsson, sölustjóri Dynjandi. „Hér hjá Dynjandi flytjum við allt inn til öryggismála á vinnustöð- um, auk hvers konar annarra hluta sem létta fólki störfin og auka ör- yggi þess“, sagði Gunnlaugur P. Steindórsson, forstjóri Vélsmiðj- unnar Dynjandi í viðtali við Al- þýðublaðið. „Öryggishjálmarnir voru upphafið að starfsemi okkar á þessu sviði, en einnig má nefna hin- ar vinsælu heyrnarhlífar og örygg- isskó hverskonar, auk allra gerða af grímum til verndar öndun. Þá erum við með augnhlífar og gleraugu, andlitshlífar og öryggisbelti ásamt útbúnaði til vinnu við hættulegar aðstæður, eins og t.d. við töku trolls á skuttogurum og við vinnu við hættulegar aðstæður á húsþökum. Þá eru háþrýstidælur af öllum stærðum og gerðum. Þær spara mikla vinnu og auka á hreinlæti. Frá því að við byrjuðum á þessu Opnum nýtt íþróttahús — síðar í þessum mánuði — Erum að hefja úíleigu á eftirtölc/um badmintontimum: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 09.20 09.20 10.10 10.10 11.00 11.00 11.50 11.50 12.40 12.40 16.50 16.50 16.50 16.50 16.50 13.30 13.30 17.40 . 14.20 14.20 18.30 15.10 15.10 19.20 16.00 16.00 20.10 20.10 20.10 20.10 16.50 16.50 21.00 21.00 21.00 21.00 21.00 17.40 17.40 21.50 21.50 21.50 21.50 21.50 22.40 22.40 22.40 22.40 22.40 UNGLINGATÍMAR: • • Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 13.30 13.30 13.30 13.30 13.30 (10—14ára) 14.20 14.20 14.20 14.20 14.20 (10—14ára) 15.10 15.10 15.10 15.10 15.10 (14—18ára) 16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 (14-18 ára) KVENNATÍMAR - 6 VIKNA NÁMSKEIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. 15.10 15.10 15.10 15.10 16.00 16.00 16.00 16.00 6 VIKNA NÁMSKEIÐ (KARLAR OG KONUR): Föstud. 15.10 16.00 Mánud. 19.20 20.10 21.00 21.50 Þriðjud. 21.00 21.50 Miðvikud. 19.20 20.10 21.00 21.50 Fimmtud. 21.00 21.50 Föstud. Laugard. Sunnud 19.20 11.00 11.00 20.10 11.50 11.50 12.40 12.40 13.30 13.30 Tímapantanir á föstum tímum í Gnoðarvogi 1 (ekki í síma). Pantanir á unglingatímum og námskeiðs- tímum í síma 82266. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1, sími 82266. fyrir nær 25 árum, höfum við alltaf verið að slást við tollyfirvöld um niðurfellingu tolla á öryggisútbún- aði með misjöfnum árangri. Oft mætt miklu skilningsleysi á þeim bæ. Samt gerast kraftaverkin þar eins og annars staðar. T.d. hefur það tekist með mikilli baráttu að fá lífsnauðsynleg öryggisbelti undan- þegin tolli. Sending kom frá Sví- þjóð í haust af þessum beltum, en af því að það voru einhverjar snúrur með þeim, þá skipti engum togum að sendingin lenti bæði í tolli og vörugjaldi. Þar með var viðskipta- grundvöllur okkar fyrir þessari sendingu brostinn og við endur- sendum allt saman til Svíþjóðar. Svíarnir urðu svo undrandi að þeir spurðu bara hvort að íslenskir fjöl- miðlar vissu af þessu og sendu vör- una aftur hingað til Islands. Við ætluðum bara að gera mál úr þessu. Þá bar svo við að varan rann í gegn. Svo dæmi séu tekin þá er 24% vörugjald og allt að 25% tollur á öndunargrímum. Má það furða heita að við sem búum við mengun- arlausasta umhverfi sem til er, þurf- um að láta verkafólk okkar sem vinnur óþrifalegustu og hættuleg- ustu störfin sæta því. Fyrir þetta fólk getur nefnilega verið dýrt og líklega bara lúxus að anda að sér hreinu lofti á íslandi" Verðmerking- um ábótavant á útsölum Um þessar mundir eru útsölur í mörgum verslunum. Verðlagsstofn- un hefur því kannað hvort farið hefur verið eftir ákvæðum laga og öðrum reglum um það hvernig stað- ið skuli að útsölum. Niðurstöður könnunarinnar eru þær að mikill meirihluti þeirra verslana sem kannaðar voru fóru ekki eftir sett- um reglum. í lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti segir í 36. grein: „Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því að- eins auglýsa eða tilkynna, að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þess skal gætt, að greinilegt sé með verðmerkingum, hvert hið upprunalega verð vörunnar var.“ Jafnframt vekur Verðlagsstofn- un athygli á eftirfarandi: 1) Á útsölu skal eingöngu selja eldri vörubirgðir. Þegar nýjar vörur eru seldar á lækkuðu verði er um tilboðsverð að ræða en ekki útsölu. 2) Það telst ekki útsala ef aðeins fáar vörur eru seldar á lækkuðu verði. í slíkum tilvikum er um tilboðsverð að ræða. 3) Útsöluvarning þarf að greina frá öðrum vörum sem ekki eru á út- sölu, þannig að neytendur geti með auðveldu móti áttað sig á hvaða vörur eru á útsölunni. í þeirri könnun sem áður er vikið að var verðmerkingum mjög ábóta- vant jafnvel svo að í sumum versl- unum voru engar vörur verðmerkt- ar hvorki með upprunalegu verði né hinu lækkaða verði! Er vandséð hvernig verslunarmenn geta við slíkar aðstæður veitt viðskiptavin- um réttar upplýsingar um verð. Verðlagsstofnun hvetur verslun- areigendur til að fara eftir þeim reglum sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Jafnframt því er neyt- endum bent á að þeir geta ekki sannreynt verðlækkun á útsölu nema með því að geta kynnt sér upprunalegt verð vörunnar. Áð lokum skal verslunareigend- um, af gefnu tilefni bent á að þeim er skylt skv. tilkynningu Verðlags- stofnunar nr. 32/1981 að hafa liggjandi frammi í verslunum sölu- nótur yfir keyptar vörur svo að full- trúar Verðlagsstofnunar geti fyrir- varalaust fengið aðgang að þeim.,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.