Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 11
11 Laugardagur 17. janúar 1987 aftur á móti dæmigert fyrir alko- hólista, að þol þeirra vex gífurlega á frumstigi alkohólisma og geta þeir oft drukkið óhemjulegt magn af alkohóli, án þess að sýna greinileg merki um vanhæfni til að ganga, tala, hugsa og bregðast við. Hver sem athugar frum- og miðstig á hegðun alkohólistans við drykkju, þekkir þá staðreynd, að dæmigerð- ur alkohólisti getur drukkið heilan lítra af borðvíni, 12 bjóra eða jafn- vel flösku af viskíi, án þess að sýna merki ölvunar. Þessi hæfileiki til að þola stóra skammta af alkohóli getur þróast á vikum eða árum, allt eftir því hvaða einstaklingur á í hlut. Hjá sumum alkohólistum á sér stað væg stig- hækkandi breyting frá venjulegri drykkju, til drykkjumunsturs sem einkennist af því, að drukkið er oft- ar og í meira magni og getur hún tekið mörg ár. Hins vegar verða flestir alkohólistar fyrir tafarlausri breytingu á þolstigi sínu og geta drukkið meira en vinir þeirra og hljóta að því er virðist minni skaða af, fljótt eftir að þeir byrja að drekka. Sömu aðlögunarferli liggja að baki þolmyndun, án tillits til þess hversu langan tíma hún tekur. Að- lögun í MEOS og hvatberunum bera í grundvallaratriðum ábyrgð á auknu efnaskiptaþoli sem kemur fram í getu alkohólistans til að um- breyta alkohóli, hraðar og betur. Frumu- og vefjaþol er afleiðing að- lögunar miðtaugakerfisins gagn- vart eitruðum áhrifum alkohóls og það kemur fram í getu alkohólist- ans til þess að drekka meira af alko- hóli, án þess að verða ölvaður. Einn rannsóknarhópur lýsti því þannig, að vefjaþol gefi til kynna „breyt- ingu í miðtaugakerfinu sem leiði til aukinnar lífeðlisfrceðilegrar starf- semi þegar ákveðið magn af alko- hóli sé til staðar“. (Skáletur höf- unda.) Leiðrétta ætti tvenns konar al- mennan misskilning varðandi fyrir- brigðið þol. Hinn fyrri er sú skoðun að þol sé lærð svörun. Flestir telja að því meira sem alkohólistinn drekki, þeim mun betur læri hann hvernig bæta skuli upp áhrif drykkjunnar. Þol er hvorki lært né háð viljastyrk eða sjálfstjórn alko- hólistans. Þol er til komið vegna líf- eðlisfræðilegra breytinga, sem verða fyrst og fremst í lifrinni og miðtaugakerfinu. Þessar breytingar valda umbreytingum á taugaboð- um í heila alkohólistans, hormóna- og lífhvatahlutfalli hans og efna- fræðilegri byggingu í frumuhimn- um, sem eru allt liðir í því að auka þolið. Lærð hegðun getur engan veginn átt þátt í þessari lífeðlis- fræðilegu og líffræðilegu starf- semi. Annar og mjög villandi misskiln- ingur er að þol myndist fyrst og fremst vegna þess að einstaklingur- inn drekki of mikið. Margir hug- myndafræðingar og sérfræðingar í alkohólisma, fullyrða að sálræn eða tilfinningaleg vandamál séu orsök aukinnar drykkju. Þeir álykta að auki einstaklingurinn drykkju þá taki hann áhættuna á þolmyndun alkohóls. Enn og aftur er forsendan sú að alkohólistar séu sjálfir ábyrgir fyrir því hvort þeir sýkjast, þar sem þeir mynda sjálfir þol gagnvart alkohóli, með því drekka of mikið. Sannleikurinn er samt sem áður hið gagnstæða. Það er í rauninni þolið sem ber ábyrgð á stöðugri og aukinni alkohólneyslu alkohólistans. Aukið magn og tíðni drykkju, er sem sagt dæmigert ein- kenni fyrir myndun þols gagnvart alkohóli og ein fyrstu viðvörunar- merki um alkohólisma. Þegar alkohólstinn myndar þol gegn áhrifum alkohóls, er það svör- un við breytingum sem eiga sér stað innra með honum. Hann bersjálfur ekki ábyrgð á því að þessar breyt- ingar hefjist. Hann veit jafnvel ekki að þessar breytingar eigi sér stað. Aukin starfsgeta Á þessu leynda frumstigi alko- hólismans er eini sjáanlegi munur- inn á alkohólista og þeim sem er það ekki, aukin starfsgeta alkohól- istans þegar hann drekkur, en rninni starfsgeta þegar hann hættir. Aukin starfsgeta hans stafar af efnaskipta- og vefjaþoli gagnvart áhrifum alko- < hóls, eins og minnst var á í kaflan- um á undan. Eftirfarandi línurit sýnir gífurlegan mun á lífeðlis- fræðilegri starfsemi alkohólista og þeirra sem eru það ekki, við drykkju og þegar drykkju er hætt. Þegar dæmigerður maður sem ekki er alkohólsti drekkur, eykst líkamleg og sálræn starfsemi hans við um það bil hálfa eða eina únsu (31,lg) af alkohóli. Hann upplifir ánægjutilfinningu, slökun og vel- líðan. Starfsgeta hans er aðeins betri en venjulega. Einbeitni, minni, athygli og skapandi hugsun, allt eykst þetta við að drekka eina únsu eða minna af alkohóli. Á hinn bóginn draga hin slæv- andi áhrif vegna viðbótar drykkju úr örvandi og orkugefandi áhrifum lítils alkohólmagns og starfsgeta þess sem ekki er alkohólisti fer fljótt undir eðlileg mörk. Ef sá sem ekki er alkohólisti heldur áfram að drekka, hækkar hlutfall alkohóls í blóði jafnvel enn meir og hegðun hans versnar stöðugt. Málfar hans verður óskýrt, hann á erfitt með gang og minni hans og hugarstarf- semi slævast smám saman. Þegar sá sem ekki er alkohólisti hættir að drekka, kemst alkohólhlutfall hans í blóði hægt og rólega í eðlilegt horf og hegðun hans verður smám sam- an eðlileg. Mjög ólíkir hlutir gerast þegar alkohólisti á frumstigi drekkur. Alkohólistar á frum- og aðlögunar- stigum sjúkdómsins sýna einnig aukna starfsgetu þegar alkohól- hlutfallið í blóðinu eykst. En ólíkt þeim sem ekki er alkohólisti, þá heldur þessi aukning áfram með aukinni drykkju. Jafnvel þó svo alkohólmagnið í blóðinu sé mjög hátt, eða á því stigi að það mundi buga þann sem ekki er alkohólisti, fá hann til að hrasa, stama og reika, þá er alkohólisti á frumstigi oft fær um að tala í samhengi, ganga í beinni Iínu eða aka bíl óaðfinnan- lega. Það er ekki fyrr en alkohólist- inn hættir að drekka og hlutfall alkohóls í blóðinu dvínar, að starfs- geta hans minnkar og það gerist mjög hratt. Það er mjög mikilvægt að skilja sambandið milli alkohóls og auk- innar starfsgetu til að skilja hegðun alkohólistans. Aukna löngun alko- hólistans til drykkju má til dæmis skýra að hluta með því, að áhrif alkohólsins koma jafnvægi á hegð- un hans og tilfinningar. Vegna þess að alkohól fær alkohólistann sam- stundis til að líða betur, hugsa skýrt og hegða sér eðlilega er „næsta glas“ sérstök vörn gegn því að hlut- fall alkohóls í blóði minnki og leiði af sér minnkandi starfsgetu. Slík „Iæknandi" áhrif alkohóls geta varað í langan tíma, svo fram- arlega sem alkohólistinn drekkur undir þolmörkum. Ef hann drekk- ur meira en frumur hans geta ráðið við, verður hann drukkinn og upp- lifir óskemmtileg einkenni flökur- leika, svima, skjálfta, ósamhæfni hreyfinga og brenglaðrar hugsunar. Til að viðhalda „Iækninga" áhrif- um verður hann að halda alkohól- hlutfalli í blóðinu stöðugu, með því að halda áfram að drekka; ef hann hættir að drekka, lækkar hlutfall alkohóls í blóðinu og bæði sálræn og lífeðlisfræðileg starfsgeta dvínar fljótt. Reynsla Mike’s er sameigin- leg fyrir alkohólista á frum- og mið- stigi sjúkdómsins: Á föstudagskvöldi fór Mike beint úr vinnunni á uppáhaldsbarinn sinn, til að eyða kvöldinu við bjórdrykkju og billjarð. Hann drakk stöðugt frá því klukkan sex til eitt eftir miðnætti, en hann hvorki fann fyrir ölvun né sýndi nein merki hennar. Hann réð lög- um og lofum á billjarðborðinu og vann alla leiki sína. Þegar Mike fór af barnum og áleiðis heim leið honum ágæt- Iega. Hann var skýr í kollinum, andlega hress og hafði fullt vald á hreyfingum sínum. Vinirnir sem sáu hann fara sögðu seinna að þeir hefðu ekki haft hugmynd um að hann væri drukkinn. Eftir 15—20 mínútna akstur fór honum hins vegar að líða illa og verða flökurt. Hann hafði ekki fullt vald á bílnum þegar lögregl- an stöðvaði hann. Þegar hann reyndi að ganga í beinni linu, svimaði hann og var ruglaður. Framhald á bls. 22 • • UTHLUTUN HOFUNDARLAUNA í LANDSBANKANUM ER MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI KJORBOKAREIGENDUR FENGU TÆPAR 40 MILLJÓNIR UM ÁRAMÓTIN Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að vera ánægðir með uppáhaldsbókina sína núna um áramótin. Ársávöxtunin 1986 varð 20,62%, en það jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Samt er innstæða Kjörbókarinnar algjörlega óbundin. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ••

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.