Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. janúar 1987 9 Ferðatilboð Útsýnar hf. fyrstu mánuði ársins GinS4MG115 AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST Ef þú sefur illa og erí úrillur ó morgnana, lœfur umferðina fara í faugarnar á þér, ótt erfiff með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allan sannleikann um GinsoiUlGll5 Skólavöröustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík. Að vanda hafa þeir fjölbreyttar hóp- og einstaklingsferðir í boði. Þar ber þó hæst vetrardvöl á Costa del Sol, Spáni ásamt heimsreisunni til Brasilíu 13. mars. Þeim fjölgar stöðugt sem sjá hversu heilsusamlegt það er að stytta langan vetur með ferðalögum til suðrænna landa. Útsýn hf. hefur boðið upp á sérstaka aðhlynningu fyrir aldraða sem nýts sér þessa möguleika. En það eru ekki aðeins Spánarferðir í boði hjá ferðaskrif- stofunni heldur einnig ferðir til ýmissa stórborga víða um veröld s.s. LONDON — GLASGOW — AMSTERDAM — LUXEM- BORGAR — HAMBORGAR — KAUPMANNAHAFNAR TOKYO — HONG KONG — NEW YORK — RÓMAR. Eins og áður hefur komið frani er boðið upp á beint leiguflug og ódýra vetrardvöl á Costa del Sol. Costa del Sol Costa del Sol er sá staður í Evrópu sem eftirsóttastur er orðinn hjá þeim sem vilja stytta hjá sér vetur- inn og dvelja á sólrikum stað yfir vetrarmánuðina. Mikil uppbygging hefur átt sér þar stað síðustu ár og Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópubúar sem hafa valið Costa del Sol umfram aðra staði í heimin- um til að forðast vetrarkuldann, flykkjast nú þangað til að dvelja þar í 1, 2 eða 3 mánuði í besta veð- urfari sem Evrópa hefur uppá að bjóða. Flesta daga vetrarins er hitinn á Costa del Sol um 20 stig á daginn, fer sjaldan niður fyrir 16 stig, og er því hægt að líkja vetrinum þar við gott íslenskt sumar. Verðlag á nauð- synjum á Spáni er miklu lægra en hér, svo að dvölin getur orðið í senn ódýr og góð heilsubót. Fyrir þá sem eiga kost á 6—8 vikna fríi eða eru hættir störfum, er hér langódýrasti kosturinn að dveljast í útlöndum við ákjósanleg skilyrði. Sérstakt til- Iit er tekið til ellilífeyrisþega með hagstæð greiðslukjör. Útsýn býður nú beint flug til Costa del Sol yfir vetrarmánuðina á einstöku verði. Gististaðir BENAL BEACH Nýjasti og eftir- sóttasti gististaðurinn á ströndinni. Heill heimur útaf fyrir sig með hit- aðri sundlaug, fullkominni Iíkams- ræktaraðstöðu, gufubaði, læknis- þjónustu allan sólarhringinn, mat- sölustað, matvöruverslun og banka. Allar íbúðir með eldhúsi, baði og svölum. JUPITER Þægilegur og ódýr gisti- staður með afar fallegum garði. Allar íbúðir með baði, eldhúskrók og svölum. LA NOGALERA Stórar og rúm- góðar íbúðir staðsettar í miðbæ Torremolinos. Öll þjónusta, mat- sölustaðir og bankar við bygging- una. Allar íbúðir með baði, eldhúsi og svölum. ALOHA PUBERTO Einn þægileg- Eyjan er vel þekktur ferða- mannastaður og hefur verið í yfir 100 ár. Stolt eyjarskeggja eru glæsi- leg fimm stjörnu hótel með frábær- um sundlaugum og sólbaðs- aðstöðu. Florida Land blómanna. Um nokkurra ára skeið urðu Florida ferðir vinsælar hjá ís- lenskum ferðamönnum, einkurn að hausti og vori vegna veðurfars og hagstæðs verðurlags. ÚTSÝN var á þeim tíma brautryðjandi í skipu- lagningu Floridaferða og hefur nú endurnýjað hin góðu sambönd frá fyrri árum. Gengisþróun veldur því, að nú geta íslendingar að nýju komist í ódýrar ferðir á þessar suð- rænu slóðir og með tilkomu áætl- unarflugs Flugleiða verða ferðirnar nú mun þægilegri en áður. asti gististaðurinn á ströndinni, hálft fæði innifalið. TIMOR SOL Þægilegar íbúðir eða studio með baði, eldhúsi og svöl- um. Ágæt íþróttaaðstaða, góður matsölustaður og fjörugt félagslíf allan daginn. HOTEL ALAYEinn besti gististað- urinn á ströndinni. Allar íbúðir og studio með baði, eldhúsi og svöl- um. Afar fallegur garður, hituð sundlaug og líkamsræktaraðstaða. Lyfta niður á strönd og 2 mínútna gangur inní miðbæ. Möguleiki á morgunmat, hálfu og fullu fæði. Kanaríeyjar Kanaríeyjar undan vesturströnd Afríku þar sem hlýir staðvindar og Golfstraumurinn tryggja góðviðri árið um kring, eru einn vinsælasti vetrardvalarstaður íslendinga, enda eru þær oft nefndar „Eyjar hins ei- lífa vors“. Gran Canaria Gran Canaria er þriðja stærsta eyj- an í Kanaríeyjaklasanum. íbúar eyjunnar Gran Canaria eru um 600.000. Á undanförnum árum hefur „Enska ströndin“ milli Maspa- lomas og San Augustin verið aðal- staður íslendinga. Þarna er fjöldi stórglæsilegra gististaða, 3ja km. löng sandströnd, veitingahús og skemmtistaðir, verslanir og mark- aðir auk dægrastyttinga fyrir ungt fólk á öllum aldri. Nú eru þrír nýir gististaðir í boði á Maspalomas og aftur er boðin gisting á hinni skjólsælu strönd Puerto Rico. Ýmsar kynnisferðir eru í boði, eínnig næturklúbbaferð, miðalda- veisla og heimsókn til annarra eyja, jafnvel til Afríku. Madeira Blómaeyjan í Atlantshafinu. Um 300 km. norðan við Kanarí- eyjar er hin fagra eyja Madeira. Hlýjar öldur Golfstraumsins og mildir norðaustanvindar leika um hana og tryggja vorveður árið um kring. Eyjan er aðeins um 714 km2 að stærð. Hún skiptist í gróðursæla dali, villta skóga og tignarleg fjöll, að ekki sé minnst á hrikalega kletta sem ganga í sjó fram. Portúgalskir landkönnuðir fundu eyjuna snemma á 15. öld og gætir áhrifa þeirra enn, svo sem í lífsháttum og tungumáli. íbúar eyjunnar eru ein- staklega glaðlegir og gestrisni þeirra rómuð. Atvinna Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa. Upp- lýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma91—29133 frá kl. 8—16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.