Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 17. janúar 1987 „Góð fjármálastjórnun er besta kjarabótin“ Minning Jón Eðvaldsson, skipstjóri Sandgerði segir Armann Reynisson, forstjóri Avöxtunar. Um síðustu áramót varð nokkur breyting á rekstri Ávöxtunar s.f. Síðast liðin fjögur ár hafði fyrir- tækið starfað með lokaðan verð- bréfasjóð í eigin nafni og gerð fjár- vörslusamninga við hvern og einn viðskiptavin. Með breytingunni er verðbréfasjóðurinn algjörlega op- inn og gefinn út skuldabréf á sjóð- inn, þannig að allur afrakstur kem- ur til skila til eigenda skuldabréf- anna. „Undirtektir hafa verið stórkost- legarj' sagði Ármann Reynisson, forstjóri Ávöxtunar, í samtali við Alþýðublaðið. „Hér hafa aldrei ver- ið eins mikil viðskipti. Þetta mælist vel fyrir hjá almenningi og á eftir að verða gífurleg lyftistöng fyrir fyrir- tækið. Þetta kemur til með að leiða til þess, að við reynum ýmsar nýjar leiðir í okkar viðskiptumí1 Fjármálastjórnun Ármann sagði að á síðustu ára- tugum hafi verið algjör vanþróun í fjármála og bankastarfsemi í land- inu. „Fjármunir sparifjáreigenda voru stórlega rýrðir, að öllum mönnum sjáandi. Síðustu fjögur árin frá því Ávöxtun tók til starfa, einnig frá því Fjárfestingarfélagið og Kaupþing hófu starfsemi sína á verðbréfasjóðum, hafa orðið gífur- legar breytingar á almennum hugs- unarhætti svo og fjármagnsmark- aðinum. Þessar breytingar hafa að mínu viti verið í rétta átt. Þessir verðbréfasjóðir vinna fyrir sína við- skiptavini og reyna að ná sem mestri ávöxtun á fjármunum spari- fjáreigendaý Starfsemi verðbréfasjóðanna hefur sætt nokkurri gagnrýni, og margir draga í efa að hún leiði nokkuð gott af sér fyrir þjóðina? „Ég tek eftir þvi að æ fleiri hugsa betur um hag sinn, fjármál sín, — enda er góð fjármálastjórnun besta kjarabótin fyrir almenning. Hvort sem það er fjármálastjórnun hins opinbera eða heimilanna. Um leið og hinn frjálsi fjármagnsmarkaður hóf starfsemi sína er hann hvetjandi til sparnaðar fyrir landið, sem er nauðsynlegt til að halda fjármagn- inu í Iandinu og fjármagna okkar eigin framkvæmdir, og að auki fær almenningur meira út úr þeim fjár- munum sem menn hafa í laun og tekjur. Þeir aðilar sem hafa horn í síðu þessara breytinga eru í raun og veru börn síns tíma. Þeir skynja ekki nú- tímann og þær breytingar sem orðnar eru og verða í framtíðinni. Skólakerfið brugðist íslenska skólakerfið hefur brugðist við að fræða nemendur um fjármuni og notkun fjármuna, — sem er stór þáttur í lífi hvers ein- staklings. Það er einmitt í'skólun- um sem vandinn byrjar. Almenn- ingur á oft erfitt með að skilja fjár- mál vegna vanþekkingar. Meðal annars hefur þessi vanþekking al- mennings leitt til þess að stjórn- málamenn sem ekki hafa staðið sig við stjórnun fjármála, fá ekki nægilegt aðhald. Það sýnir sig líka að vandinn er víða, hvort sem það er í Iandbúnaði, bankamálum, eða erlendum skuldasöfnunum, svo dæmi séu tekin. Á þessum málum hefði þurft að taka fyrir löngu síð- an. Stundum er talað um frjálsa vexti og okur sem nokkurn veginn sama fyrirbærið. Þessar samlíkingar heyrast jafnvel hjá stjórnmála- mönnum, sem margir hverjir hafa litla samúð með starfsemi verð- bréfasjóðanna? „Jú, sumir stjórnmálamenn hafa verið að reyna að blanda okurmál- inu saman við þá ákvörðun sem tek- in var ’84 um að gefa vexti frjálsa. Þetta eru auðvitað tvö ólík mál og vanþroski að ætla sér að bera þetta tvennt saman. Það er mitt mat, að hinn frjálsi peningamarkaður örvi þjóðfélagið í heild. Það má ekki gleymast að frjálsi peningamarkað- urinn er einmitt til hagsbóta fyrir almenning og það fólk sem stjórn- málamenn sækja vald sitt til. Þeir aðilar sem eru í nöp við fyrirtæki sem starfa á lýðræðislegum grund- velli eru ekki í takt við lýðræðið sjálftþ sagði Ármann. Fyrirtœkin Bent hefur verið á að miklar breytingar eigi sér stað í rekstri fyr- Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Raf- magnsveitu Reykjavfkur óskar eftir tilboðum í götu- Ijósastólpa. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkju- vegi 3, Reykjavík. íilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. feb. n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik irtækja í landinu í dag. Sumir halda því fram að gífurlegur fjöldi gjald- þrota sýni m.a. þær sviptingar sem eigi sér stað hjá fyrirtækjunum. Mörg fyrirtæki hafa lagt upp laup- ana, skipt um eigendur eða samein- ast öðrum. Því hefur verið haldið fram að þessi „grisjun" stafi fyrst og fremst af því, að fyrirtæki og einstaklingar þurfa í dag að greiða raunvexti? „Það má segja að breytingarnar séu vegna þess að fyrirtækjum var áður fyrr aldrei almennilega stjórn- að af mönnum sem höfðu vit og þekkingu, heldur mönnum, sem númer eitt kunnu að spila á verð- bólguna, númer tvö, mönnum sem höfðu áhrif inn í stjórnmálaflokk- ana og í þriðja lagi mönnum sem höfðu sambönd í bönkunum. Það eru einmitt þessir menn sem fengu fjármunina lánaða og þurftu aldrei að borga nema lítinn hluta af því til baka. Það voru opinbera bankakerfið og stjórnmálamenn- irnir sem voru að hygla þessum mönnum. Fjármunir meirihluta þjóðarinnar voru rýrðir í þágu þeirra sem kunnu að spila á stjórn- málamennina og verðbólguna. Þegar raunvaxtastefnan byrjar breytist dæmið. Þá byrjuðu þeir að detta út úr viðskiptunum sem höfðu ekki vit á viðskiptunum sjálfum, heldur högnuðust alltaf á lántökunum. Þeir hinir standa upp úr í framtíðinni, sem kunna að reka sín fyrirtæki á raunsæjan og eðli- legan hátt með þetta dýra fjár- magn.“ Því er stundum haldið fram að engin eðlileg þróun geti átt sér stað í viðskiptalífinu við ríkjandi ríkis- bankakerfi? „Það sem ég tel eitt af alvarleg- ustu málum í íslensku þjóðfélagi í dag er að ungt fólk með hugmyndir, kjark og þor og vill vinna sig upp, hefur mjög litla möguleika. Það er eins og allt sé gert til þess að gera þessu fólki sem erfiðast fyrir. Það er eins og öll hjól snúist um, að koma því á kaldan klaka. Það er alvarlegt að sjá hvernig fer fyrir þessu fólki í ríkisbankakerf- inu. Þetta er fólkið sem er raunveru-, leg driffjöður hvers þjóðfélags. Það eru þessir einstaklingar sem koma til með að skapa störf, þróa nýjung- ar og eru hið jákvæða afl í þjóðfé- laginu. — Þarna þarf að snúa blað- inu við,“ sagði Ármann Reynisson, forstjóri Ávöxtunar. „Því að nú sjáum við svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá aug- liti til auglitis“. (1. Kor. 13.12.) Jón Eðvaldsson hefur siglt á skipi sínu hinsta sinni út úr Sand- gerðishöfn og tekið land í höfn sem við skynjum í óljósri mynd. Á skil- um lífs og dauða hætta jarðnesk lögmál að hafa merkinu og mann- legt vald verður að engu. Við stönd- um frammi fyrir því sem engin þekking né reynsla fær skýrt til hlít- ar, en þeim sem kallaður hefur verið hinsta kalli opinberast augliti til auglitis. I dag verður Jóns Eðvaldssonar, skipstjóra frá Sandgerði, sem fórst er bátur hans strandaði vestan við Krísuvíkurbjarg, minnst í Hvals- neskirkju. Hann hóf ungur að sækja sjóinn á togurum frá Hafn- arfirði og allt fram á síðustu stund var sjósókn hans ævistarf. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóni, mannkostum hans og reynslu og fá tækifæri til að starfa með honum um tíma. Undir hans skipsstjórn var gott og lærdómsríkt að starfa. Það sem alltaf stóð í fyrirrúmi var öryggið og sanngirnin, þetta tvennt sem einkenndi svo ríkulega dagfar allt og handtök. Hann gerði alltaf meiri kröfur til sjálfs sín en annarra sem birtist í þolinmæði, seiglu og dugnaði. Því var jafn farsælt að starfa með honum og njóta sam- vista við hann. Jón hafði búið mörg síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni í Sandgerði. Þar hafði hann fest traustar r£?tur. Fjölskyldan öll stóð samhent að uppbyggingu útgerðar og fisk- vinnslu í Sandgerði. Enginn sem Jóni hefur kynnst, getur farið á mis við að finna samheldnina og eining- arkraftinn, sem fjölskyldan og heimilislífið ber svo áþreifanleg merki um. Nú er skarð fyrir skildi. Jón kem- ur ekki aftur að landi í Sandgerðis- höfn. Hann er stiginn á annað land. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skylduna alla, aðra ættingja og vini. Þó hlekkur í einingarkeðju hafi slitnað, þá mun Guð aftur sam- anhnýta, líkna og styrkja. Verkin hans munu ávöxt bera. Gunnlaugur Stefánsson. Nýtt fjár- m ögnunarfyrirtœki Þann 19. desember s.I. var stofn- að nýtt fjármögnunarfyrirtæki á ís- landi, FEFANG HF. Illutafé félags- ins er 22,5 milljónir króna. Stofn- endur og hluthafar eru: Fjárfestingarfélag íslands hf. (66.6%) Lífeyrissjóður verzlunarmanna (10.7%) Tryggingamiðstöðin hf. (10.7%) Verzlunarbanki íslands hf. (10.7%) Sparisjóður vélstjóra (1.3%) Félagið er því eingöngu í eigu ís- lenskra aðila. •Tilgangur félagsins er hvers kyns sérhæfð fjármögnunarþjónusta og skyld starfsemi, en fyrst í stað verð- ur einkum lögð áhersla á fjármögn- unarleigu („Financial Ieasing“), sem félagið hefur þegar hafið. Féfang hf. mun alfarið taka við fjármögnunarleigu þeirri, sem Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur í vaxandi mæli stundað hin síðari ár og bauð upp á fyrst innlendra aðila á árinu 1972. Af samkeppnisástæðum er nú hins vegar talið æskilegt að að- greina þessa starfsemi í sérhæft fjármögnunartæki þ.e. í Féfang hf.,1 sem Fjárfestingarfélagið mun eiga meirihluta í. Erlendur fjármögnunar- og sam- starfsaðili Féfangs hf. er sænska fyrirtækið, PK Finans s.a. sem er í eigu sænska PK bankans. PK Finans hefur starfsemi víða um Iönd og er eitt öflugasta fjármögn- unarfyrirtæki Norðurlanda. Ljóst er því, að Féfang hf. mun hafa góð- an aðgang að hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Jafnframt mun Féfang hf. njóta reynslu erlenda samstarfsaðilans og Fjárfestingar- félagsins í hvívetna. Stjórn Féfangs hf. skipa eftir- taldir aðilar: Gísli Ólafsson, formaður Höskuldur Ólafsson Jóhann J. Ólafsson Ágúst Hafberg Gunnar H. Hálfdanarson Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Gunnar H. Hálfdanarson, rekstrarhagfræðingur, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Fjár- festingarfélagsins. Aðalfundur löggiltra endurskoðenda Félag löggiltra endurskoðenda hélt aðalfund sinn nýlega en á þessu ári hefur félagið starfað í 52 ár. í tengslum við aðalfundinn var nám- stefna um virðisaukaskatt. Fram- sögu á námstefnunni höfðu Geir R. Haarde, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra og Jón Guðmundsson, deildarviðskiptafræðingur hjá embætti ríkisskattstjóra. Ennfrem- ur var Garðar Valdimarsson, ríkis- skattstjóri gestur fundarins. Eftir framsöguerindin urðu liflegar um- ræður, en fundurinn var mjög fjöl- mennur. Á liðnu starfsári stóð stjórn fé- lagsins fyrir hádegisfundum einu sinni í mánuði og voru haldin erindi um margs konar efni. Endurmennt- unarnámskeið voru einnig nokkur, og árlega er haldin sumarráðstefna. Félagið tekur þátt í starfi Nor- ræna endurskoðunarsambandsins, en á vegum þess var haldin í ágúst s.l. samnorræn endurskoðunarráð- stefna í Gautaborg. Slíkar ráðstefn- ur eru háldnar fjórða hvert ár. Að þessu sinni var aðalefni ráðstefn- unnar „Endurskoðandinn og hin tæknilega þróun“. Félag löggiltra endurskoðenda er einnig aðili að Evrópusambandi endurskoðenda, F.E.E., Alþjóða- sambandi endurskoðenda, IFÁC og Alþjóða reikningsskilanefndinni, IASC. Á vegum félagsins eru starfandi 4 fastanefndir, þ.e. álitsnefnd, endur- skoðunarnefnd, reikningsskila- nefnd og menntunarnefnd. Einnig er starfandi ritnefnd. Formaður félagsins, Eyjólfur K. Sigurjónsson, var endurkosinn samhljóða, og er núverandi stjórn löggiltra endurskoðenda þannig skipuð: Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður Helgi V. Jónsson, varaformaður Sigurður Stefánsson, gjaldkeri Gunnar Sigurðsson, ritari Gunnar R. Magnússon, meðstjórnandi Fasteignagjaldendur Mosfellshreppi Álagning fasteignagjalda 1987 í Mosfellshreppi er lok- Ið. Gjalddagar hafa verið ákveðnir, 15. jan., 15. mars, og 15. maí. Sveitarstjóri. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda, frá vinstri: Sigurður Stefánsson, Helgi V Jónsson, Eyjólfur K. Sigur- jónsson, Gunnar Sigurðsson, Gunnar R. Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.