Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 17. jánúar 1987 Hugleiðing vegna brottvikningar Sturlu Kristjánssonar úr em- bætti fræðslustjóra í Norðurlandi eystra. Skólamenn um land allt mótmæla. Sverrir Hermannsson á næsta leik Enn hefur ráðherra úr liði Sjálf- stæðisflokksins tekið sér alræðis- vald í mjög viðkvæmu máli og lýst yfir stríði á hendur landsbyggðinni. Aðför Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra að Sturlu Kristjánssyni er einstök i sinni röð í allri sögu lýðveldisins. Skammsýnin sem afhjúpast í þessari aðgerð er eftirtektarverð og menn spyrja: Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í skólamálum? Er sú stefna til? Og ef hún er til, hvers vegna er þá ekki hæfur maður settur í stól mennta- málaráðherra? Hér fer á eftir brot af því sem dagblöðin sögðu um þetta mál fimmtudaginn 15. janúar s.l. Þjóðviljinn: „Brottreksturinn — Menntamorðaráðuneyti“ Skólamenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra krefja Sverri Her- mannsson skýringa á brottrekstri fræðslustjórans. Forsætisráðherra efast um réttmætið. í þessari frétt Þjóðviljans kemur fram að Steingrímur J. Sigfússon þingmaður er fylgjandi því að Sturlumálið verði tekið fyrir utan dagskrár á Alþingi strax og þing kemur saman. Einnig er þar rifjað upp að menntamálaráðherra hefur ekki enn svarað fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni sem lögð var fram í október á síðasta ári um Hinn dæmdi maður Sturla Krist- jánsson. Persónugerfingur hins illa í augum menntamálaráðherra Sverris Hermannssonar. hvað lægi að baki ásökunum og dylgjum í garð fræðslustjóra og starfsmanna fræðsluskrifstofa um landið. Tíminn: Skólamenn Norðurlandi eystra: „Lítum enn á Sturlu sem fræðslu- stjóra“ — skora á forsætisráðherra að „létta af sér rangindum“ Sverris. í þessu viðtali Tímans við skóla- menn í Norðurlandi eystra kemur fram vilji fyrir því „að Fjórðungs- sambandi Norðlendinga verði snú- ið af fullri hörku gegn rangsleitni Sverris Hermannssonar þar sem Sturla Kristjánsson er látinn gjalda samþykktar skólamanna sem þing- mönnum Norðurlands eystra var falin í hendur í fullum trúnaði“ Þess er einnig krafist að uppsagnar- bréfið verði dregið til baka. Segjast skólamenn áfram líta á Sturlu Kristjánsson sem fræðslustjóra. Dagblaðið Vísir: DV talaói við allnokkra aðila vegna máls Sturlu og segja fyrir- sagnir meira en mörg orð: Sturla Kristjánsson: Gusan sem fyllti mælinn. Fyrstu aðgerðir: Kennsla felld niður á morgun. Leið- ari DV (10. jan. s.l.) mikið ræddur. Sjálfstæðismenn hræddir og hissa. Ulfar sagði nei við Knút. Ævareiði vegna brottreksturs fræðslustjór- ans: Allir tilbúnir í aögerðir. Old- urnar lægir ekki — segir Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs. Kennarasamband íslands: Lýsir yf- Fórnardýrið í Menntamálaráðu- neytinu, Sverrir Hermannsson: ,,Það hefur verið stöðugur stríðs- rekstur gegn mér að norðan . . . “ ir stuðningi. (Segir að ákvörðun Sverris sé gerræðisleg). Allt ber hér að sama brunni. Allir þeir mörgu aðilar sem talað er við eru á einu máli um að hér hafi Sverrir Hermannsson gengið skrefi of langt. Alþýðublaðið: Sturla Kristjánsson, fyrrum fræðslustjóri: „Kjaftshögg á skóla- stefnuna í heild". Þar kemur fram að Þorsteinn Pálsson var settur menntamálaráð- herra þann dag sem uppsagnarbréf- ið til Sturlu er dagsett. Það er því mikil spurning hvort bréfið er lög- legt! í þessu viðtali Alþýðublaðsins við Sturlu kemur einnig fram að sérkennslan hefur verið sérstakt áhugamál hans og einnig að hann sem embættismaður hefur átt sam- skipti við alla aðila þannig að telja verður til fyrirmyndar. Sturla fram- fylgdi aðeins Iögum um grunnskóla og ekki honum að kenna ef þau reynast vitlaust verðlögð. Aðför Sverris verður þess vegna óskiljan- leg með öllu, enda eru skólamenn fyrir norðan óstarfhæfir eftir „sjokkið". En hvað segir þá Morgunblaðið sem menn líta á sem málgagn menntamálaráðherra, Sverris Her- mannssonar? Morgunblaðið: Brottrekstur fræðslustjóra Norður- lands eystra: Norðlendingar líta enn á Sturlu sem fræðslustjóra. Skóla- VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN A Frumsýning 16.-17. janúar nk. itfi/i— 1f*^~** wrnnr^ Þórskabarett allar helgar Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 23335 Stórkostleg skemmtun og veisla sem munað verður eftir Stórkostlegur þríréttaður kvöldverður, meiri- háttar kabarettskemmtun með þátttöku margra af okkar þekktustu skemmtikröftum svo sem: Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þuríður Sigurðardóttir, Hermann Gunnarsson auk hins frábæra Tommy Hunt, sem er lykillinn að ógley- manlegri kvöldstund. ★ Hinn frábæri söngvari Tommy Hunt skemmtir Raggi Bjarna og Þuríður Sigurð- ardóttir syngja nokkur lög Ómar Ragnarsson aldrei betri en nú Hemmi Gunn mætir til leiks Santos-sexettinn leikur ★ ★ Brautarholti 20, símar 23333, 23334, 23335

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.