Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. janúar 1987 17 Heimsreisa II — Brazilía Þrír ferðavalkostir Utsýnar Brazilíufararnir Sagan af Brazilíuförunum, sem lögðu upp frá íslandi í lok síðustu aldar í leit að ævintýrum og betri lífsskilyrðum í nýjum heimi, hefur heillað margan landann og vakið löngun til að líta augum þetta sól- ríka gósenland jarðneskrar fegurð- ar og ótrúlegra auðæfa. Brazilía er fimmta stærsta ríki jarðar með um 130 milljónir íbúa af þremur flokk- um mannkyns, hvítum, svörtum og rauðum, sem lifa þar saman án for- dóma í sátt og samlyndi í landi óviðjafnanlegrar fegurðar og fjöl- breytni, sem gætt er seiðmögnuð- um töfrum. Listamenn, vísindamenn og rit- höfundar hafa fundið þar það sam- spil Iífs og listar sem kallað hefur fram dýpstu tjáningu og Iistræn af- rek, og nægir þar að nefna Darwin og Stefan Zweig. Nú gefst íslendingum aftur tæki- færi til að kynnast ævintýraheimi suðurhvels í Heimsreisu II, sem verður endurtekin í mars n.k., en hún var farin fyrst 1981 og þótti tak- ast fádæma vel. Recife Recife er höfuðstaður Pernam- buco-héraðsins í norðausturhluta Brazilíu. Borgin stendur við bakka Capibaribe-árinnar, en kvíslar hennar liðast um borgina sem köll- uð hefur verið ,-,Feneyjar Brazilíu“. Hún minnir á margan hátt á evrópska stórborg, byggingar eru nýtískulegar, en þar er einnig að finna fornar byggingar í nýlendu- stíl. Meðalhiti í mars er nálægt 30°C. Fyrsti valkostur: Dvalið er 17 daga á Hotel Recife Palace í Recife. HOTEL RECIFE PALACE var opnað 1985 og stendur við Avenida Boa Viagem, aðalstrandgötuna. Hótelið er í super-luxus-flokki og þjónustan sömuleiðis. Matargerð í Brazilíu er fjölbreytt og matur ein- staklega ljúffengur og ódýr. Annar valkostur: Dvalið er 11 daga á Hotel Recife Palace i Recife og síðan ferðir til Rio de Janeiro og Brazilíu. RIO DE JANEIRO Ríó er án efa frægasta borg Brazilíu. Hún stendur við Guana- bara-flóa með 130 km langri strönd, og baðstrendur eru þar ein- stakar að fegurð, þær helstu COPACABANA og IPANAMEA. Borgarsvæðið er óviðjafnanlegt. Það er álit margra víðförulla, að Ríó sé fegursta borg heimsins. Sannarlega hefur hún allt að bjóða, skemmtanalífið er i sérflokki og íþróttalíf stendur með miklum blóma. Knattspyrnuleikvangurinn Maracana er sá stærsti í heimi, rúm- ar 200.000 manns, enda eiga Brazilíumenn frægustu knatt- spyrnumenn heimsins. Leikhús og listalíf er einnig af háum staðli og fjöldi sýninga og tónleika í gangi. Verslanir eru glæsilegar og verðlag hagstætt, ekki síst á skartgripum, en Brazilía er mesti skartgripafram- leiðandi heims. Sjálft andrúmsloft borgarinnar frjálslegt, alúðlegt við- mót fólksins og glaðværðin sem liggur í loftinu gerir Ríó óviðjafn- anlega og ómótstæðilega. Meðal- hiti í mars er kringum 29°C. Brazilía Hin nýja höfuðborg Brazilíu, Brazilía, var byggð á þremur árum, vígð hinn 21. apríl 1960. Hún er því nýtískulegasta höfuðborg í heimi, byggð með nútímaþarfir í huga og kemur það fram bæði í skipulagi borgarinnar og byggingalist. Þriðji valkostur: Ferðir um Brazilíu að eigin vild frá Recife. Útsýn útvegar flugfarseðil, sem gildir til allra helstu borga Brazilíu. Verð flugfarseðils: Kr. 10.750,- Dúndurstuð í Þórscafé Það er mikið stuð í Þórscafé þessa dagana, þar sem Þórskabarettinn er á fjölunum. Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þuríður Sigurðardóttir og Hermann Gunnarsson eru í banastuði, ásamt hinum heimsfræga Tommy Hunt. Santos — sexdiettinn leikur undir og fyrir dansi og víst er um það, að betri skemmtun fæst varla á landinu þessa dagana. Mitsubishi Motors ðskar þér gleðilegs nýárs 70ARA SIGURGANGA Á FRAMABRAUT TIL FULLKOMNUNAR Fyrsti fjöldaframleiddi fólksbíll í japan. Mitsubishi Model-A. 1917. ásamt höfundunum. A MITSUBISHI MOTORS Amyndinni aö neðan má s)á hina glað- beittu frumherja. sem mörkuðu tímamót í iðnsögu |apans. þegar fyrsti f|öldaframleiddi fólksbíllinn í landinu. Mitsubishi Model-A. hl)ópafstokkunum árið 1917. Við framleiðslu- na fóru tæknimenn Mitsubishi um Model-A af ýtrustu nákvæmni eins og um dýrmætt listaverk væri aö ræða. Aö mati þeirra var bíllinn hreint afbragð. enda voru ein- ungis notuð í hann úrvals efni og nýjustu og bestu tækni þeirra tíma var beitt. Á yfirbygginguna, sem var úr viði, notuðu þeir hins vegar lakk. sem búlð var til samkvæmt fornri austurlenskri hefð. Raunar voru þesslr braut - ryðjendur h)á Mltsubishi bæði stoltir og glaðir Höldursf. Tryggvabraut 12 Akureyri Sími 21715. [hIhekiahf |J__J_|Laugavegi 170-172 Simi 695500 yfir árangri sinum, þótt ólíklegt sé að þá hafi órað fyrir þeim áhrifum, sem afsprengi þeirra, Model-A. átti eftir að hafa á framleiðslu Mitsubishi. \?Z7a'vtr ^ j Itímans rás hafa verkfræðingar Mitsubishi farið að dæml fyrirrennara sinna, sem skópu sögulega hefö í nýjungum og vandvirkni innan fyrirtækis síns með því að vera fyrstir til að stíga framfarasporin. en einmitt þeir framleiddu fyrsta almenningsvagn með dieselvél og fyrsta fólksbíl með aldrifi og dieselvél í )apan. Nú á dögum hafa verkfræöingar okkar aðgang að þekkingu og tækni. sem þróuð hefur verið í öðrum fyrlrtæk)um Mitsubishi sem eru leiðandi hvert á slnu sviöi, og það eykur enn á yfirburði okkar. Gott dæmi er Mitsubishi MP-90X, bíllinn sem sameinar nýjustu tækni I loft- aflsfræði, rafeindatækni og efnaiðnaöi. Þessi frumsmíð var sköpuð yfir framttðina og er ímynd þeirra margvlslegu kosta. sem ökumenn um allan heim fá bráðlega að njóta. Mitsubishi Motors heldur því sinni stefnu á sviði hönnunar og verktækni I sama anda og frumherjarnir fyrir 70 árum. F R Á 19 17

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.