Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 23
J~ ýja spariskírteinið frá ríkissjóði heitir Söfnunarskírteini. Nafn sitt dregur bréfið af þeim kosti að það safnar árlega verðbótum, vöxtum og vaxtavöxtum, sem þú færð greidda að 6 ára lánstíma loknum. Söfnunarskírteini ber 6,5% ársvexti umfram verð- bólgu. Með Söfnunarskírteini tryggir ríkissjóður þér góða raunávöxtun í 6 ár. Nú virkar langur lánstími sem kostur fyrir þig, þú getur haldið sparifé þínu í langan tíma á góðum vöxtum, en ef þú óskar áttu einnig kost á að losa féð fyrirvara- laust í gegnum Verðbréfaþing íslands. Söfnunarskírteini ríkissjóðs eru áhættulaus og góð fjárfesting sem tryggja þér einstakt öryggi og góða ávöxtun til langs tíma. Slíkt býður enginn annar. Sala spariskírteina ríkissjóðs er hafin í Seðla- banka íslands og á öðrum hefðbundnum sölu- stöðum. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.