Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 31. janúar 1987
j alþýöu-
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Revkjavík
Síini: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Ritsljóri: Árni Cunnarsson (ábm.)
Ulaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján l>or-
valdsson oj> Jón Daníelsson
framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Kva Cuðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12
Askriftarsíminn
er 681866
■RITSTJÓRNARGREIN . ..............—■ —
Fundurinn í Sjallanum
Fundurinn í Sjallanum á Akureyri í fyrrakvöld
var um margt sögulegur. Hann færði mennta-
málaráðherra heim sannin um, að misbeiting
valds er röng stjórnunaraðferð. Hann sýndi enn-
fremur, að íbúar Norðurlands eystra hafa slegið
skjaldborg um þá stefnu, sem fylgt hefur verið í
skólamálum í fræðsluumdæminu og að málið er
ekki flokkspólitískt heldur byggðapólitískt.
\ Eftir alla umræðuna um fræðslustjóramálið,
liggursú staðreynd Ijósfyrir, að Norðurlandskjör-
dæmi eystra hefur mátt þola heldur illa meðferð
af hálfu menntamálaráðuneytisins. Þar hafa
framlög til sérkennslumála verið lægri en í öðr-.
um fræðsluumdæmum, og fræðsluyfirvöld hafa
átt í látlausu stríði við ráðuneytið til að fá haldið
hlut sínum, sem ekki hefur alltaf tekist.
Eins og margoft hefur verið bent á hér í blaðinu,
hefur orðið mikil byggðaröskun í Norðurlands-
kjördæmi eystra. Þar hefur fólki fækkað, laun eru
lakari en á höfuðborgarsvæðinu, fasteignaverð
mun lægra og fátt hefur gerst til að halda í eða
laða að ungt og dugmikið fólk. Kjördæmið hefur
einnig orðið illa úti í þeirri aðför, sem gerð hefur
verið að velferðarkerfinu, m.a. á sviði mennta- og
heilbrigðismála.
Ibúar kjördæmisins, svo og annarra kjördæma,
sem nú eiga undir högg að sækja, hljóta að
draga sínar ályktanir af þessari þróun og snúast
til varnar. Og það mun sannast sem svo oft áður,
að sókn er besta vörnin. Sókn næstu ára hlýtur
að beinast að því, að auka jafnræði á milli lands-
hlutanna, færa meira af völdum heim í hérað og
bjóða betur á félagsmálasviðinu en hingað til
hefur verið gert.
Það mun m.a. hafa úrslitaáhrif á eðlilega
byggðaþróun í landinu, að kjördæmin utan höf-
uðborgarsvæðisins geti boðið sambærilega og
jafnvel betri menntun á tilteknum sviðum en völ
er á á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sama gildir um
heilbrigðisþjónustuna, umönnun aldraðra og
barna og raunar flest svið hinnar félagslegu þjón-
ustu. Umbætur í þessum efnum vega þungt,
samhliða atvinnuöryggi, til að ungu fólki þyki
fýsilegt að búa og starfa á landsbyggðinni.
En til þess að þetta geti orðið að veruleika,
verða sveitarfélögin að fá meiri völd í sínum eigin
málum, ekki síst fjármálum, en þurfi ekki að
sækja allt sitt í ráðuneytin í Reykjavík. Hvaða vit
er t.d. í því, að yfirvöld fræðslumála í stóru kjör-
dæmi skuli þurfa að standa í langvinnum bréfa-
skriftum og jafnvel deilum vegna innréttinga á
húsnæði og kaupa á nauðsynlegasta skrifstofu-
búnaði.
Allri þessari öfugþróun verður að snúa við. Það
er ekkert svo illt að það boði ekki eitthvað gott.
Sú nöturlega deila, sem menntamálaráðherra
hefur efnt til við fræðsluyfirvöld í Norðurlandi
eystra, hefur opnað augu manna fyrir því mis-
rétti, sem landsbyggðin er beitt á mörgum svið-
um. Umræður eru hafnar og munu halda áfram.
Sjálfstæði sveitarfélaga og jafnréttisbarátta
landsbyggðarinnar verður eitt aðalmál næstu
kosninga.
I fræðslustjóradeilunni eru nú aðeins tvær leiðir
færar. í fyrsta lagi, að ráðherra dragi uppsögn
fræðslustjórans til baka og biðjist afsökunar á
frumhlaupi sínu, eða í öðru lagi, að allsherjar-
nefnd Sameinaðs þings eða óháð nefnd rann-
saki málið ítarlega og á grundvelli þeirrar niður-
stöðu verði ákvarðanir teknar.
Samkoma til heiðurs
Gylfa Þ. Gíslasyni
Laugardaginn 7. febrúar n.k.
er sjötugsafmæli dr. Gylfa Þ.
Gíslasonar. Af því tilefni efna
Norræna húsið og Norræna fé-
lagið tii hátíðarsamkomu í Nor-
ræna húsinu. Tilgangurinn með
hátíðarsamkomu þessari er að
vinir og velunnarar Gylfa Þ.
Gíslasonar komi saman og flytji
honum árnaðaróskir og eru þeir
boðnir velkomnir í Norræna
húsið á meðan húsrúm leyfir.
Þau hjón, Gylfi Þ. Gíslason og
Guðrún Vilmundardóttirt eru
sérstaklega boðin til samkom-
unnar.
Samkoman til heiðurs Gylfa Þ.
Gíslasyni hefst kl. 15:30 í sal Nor-
ræna hússins (gengið inn um aðal-
dyr). Salurinn verður opnaður kl.
15:15. Dagskrá verður, sem hér seg-
ir: %
Smárakvartettinn í
endurnýjun lífdaga
1. Samkoman sett, Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemjari, for-
maður stjórnar Norræna hússins
og formaður Reykjavíkurdeildar
Norræna félagsins.
2. Avarp menntamálaráðherra,
Sverris Hermannssonar.
3. Avarp formanns Sambands nor-
rænu félaganna, Helge Seip,
fyrrv. ráðherra.
4. Avarp rektors Háskóla Islands,
dr. Sigmundar Guðbjarnasonar.
5. Avarp seðlabankastjóra, dr.
Jóhannesar Nordal.
6. Óperusöngvararnir Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Garðar Cortés
syngja lög eftir Gylfa Þ. Gíslason.
Undirleikari er Ólafur Vignir Al-
bertsson.
7. Dr. Gylfi Þ. Gíslason ávarpar sam-
komugesti.
8. Samkomunni slitið.
Hjónin dr. Gylfi Þ. Gíslason og Guð-
rún Vilmundardóttir hafa beðið um
að þess yrði getið, að þau taka á
móti gestum í Norræna húsinu eftir
að samkomunni lýkur.
Smárakvartettinn í Reykjavík
gaf út um miðjan desember tvær
hljómplötur með 35 lögum.
Nokkur þessara laga hafa verið
gefin út áður á tveggja laga 78
snúninga plötum, sem ekki hafa
verið fáanlegar um tæplega
þriggja áratuga skeið. En lang-
flest þessara 35 laga hafa ekki
fyrr komið út á hljómplötum.
Smárakvartettinn söng sjö þess-
ara laga inn á tónband snemma
sumars 1986.
Söngmenn Smárakvartettsins í
Reykjavík eru Sigmundur R. Helga-
son 1. tenór, Halldór Sigurgeirsson
2. tenór, Guðmundur Ólafsson 1.
bassi og Jón Haraldsson 2. bassi.
Þeir hafa skipað kvartettinn frá upp-
hafi, en það var einmitt um þetta
leyti fyrir 35 árum, að þeir félagar
tóku til við að syngja saman í
kvartett.
Á hljómplötunum tveimur eru
nokkur íslensk og erlend dægurlög,
sum sígild, eins og Selja litla, Ágúst-
nótt, Rósir og vín og Kötukvæði, sjó-
mannalög, norræn þjóðlög og
nokkur alþekkt stúdentalög og Bell-
mannslög.
Flest laganna á nýju hljómplötun-
um eru falleg og sívinsæl sönglög
eins og Hríslan og lækurinn, Játn-
ing og Lítill fugl, Smaladrengurinn,
Erla, Kvöldljóð, Óli Lokbrá og Sól-
skinsnætur. Undirleik við flutning
flestra laganna annast Carl Billich,
sem starfaði með kvartettnum um 5
ára skeið á fyrstu starfsárum hans.
Hann raddsetti mörg laganna sér-
staklega fyrir Smárakvartettinn.
Vantar Ma bíltœhi?
Vupenleoh
-tækin eru á verði,
sem allir ráða við
Aðeins 4.900
stgr.
Bílhátalarar
Verð frá 1. 710 stgr.
Laugavegi 63 (Vitastigsmegin) - Sími 622025