Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 18
18
Laugardagur 31. janúar 1987
Hér sést spegluð sjálfsmynd af Leonardo da Vinci ásamt myndinni af
Monu Lisu. Oneitanlega svipar þeim saman.
Starf forstöðumanns
háskólakennslu á Akureyri
Starf forstöðumanns háskólakennslu á Akureyri er laust til um-
sóknar.
Hlutverk forstöðumanns er:
1. Að starfa að undirbúningi og skipulagningu kennslu á há-
skólastigi á Akureyri ásamt nefnd sem menntamálaráðu-
neytið skipaði haustið 1985 til að fjalla um það mál.
2. Að hafa í samráði við forráðamenn hlutaðeigandi skóla um-
sjón með þeirri kennslu á háskólastigi sem ráðgert er að
hefjist á Akreyri haustið 1987.
3. Að sjá um samstarfstengsl við Háskóla íslands og aðra skóla
á háskólastigi vegna kennslunnar á Akureyri.
Gert er ráð fyrir, að forstöðumaður verði ráðinn til takmarkaðs
tíma, þó ekki skemur en til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf
skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k.
Menntamálaráðuneytið, 27. janúar 1987.
Flokksstjórnarmenn
Alþýðuflokksins
Opinn flokksstjórnarfundur verður haldinn í Alþýðuhús-
inu á Akureyri laugardaginn 28. feb. n.k. Fundurinn hefst
kl. 11 f.h.
Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
Formaður Alþýðuflokksins.
Mona Lisa er sjálfsmynd
af Leonardo da Vinci
— gátan var leyst með tölvutækni
Leyndardómurinn kringum
myndina af Monu Lisu hefur
löngum freistað fræðimanna
sem hafa viljað vita meira um
hana. Hver var hún? Af hverju er
hún að brosa? Það veit enginn,
en nú hefur tölvufræðingur
nokkur komist að því sanna að
eigin sögn. Mona Lisa er spegil-
mynd af Leonardo da Vinci sjálf-
um.
Það er bandaríska tímaritið „Arts
and Antiques" (Listir og fornmunir)
sem segir frá því að tölvufræðingur-
inn Lilian Schwartz hafi borið sam-
an sjálfsmynd af da Vinci og mynd-
ina af Monu Lisu og fundið algera
samsvörun með andlitum beggja,
nema hvað myndin af Monu Lisu er
spegilmynd af hinni. Augun, nefið,
hárið, andlitsfallið — allt kemur ná-
kvæmlega heim og saman. Meira að
segja brosið dularfulla fannst á
speglaðri sjálfsmynd af da Vinci frá
árinu 1518.
Myndin af Monu Lisu er um margt
sérstæð. Hún hefur engar auga-
brúnir, hún er látlaus og án skart-
gripa. Vitað er að da Vinci hafði dá-
læti á þessari mynd, en hennar er
hvergi getið i þeim minnisgreinum
sem hann lét eftir sig.
Tölvusérfræðingurinn Lilian
Schwartz hefur fengið bæði Emmy-
og Óskarsverðlaun fyrir störf sín að
rannsóknum á fornminjum. Hún
sneri við einni af sjálfsmyndum da
Vinci og þegar stærðarhlutföll
beggja myndanna voru orðin þau
sömu var samanburðurinn auðveld-
ur. Myndin af Monu Lisu reyndist
vera spegilmynd af sjálfsmynd da
Vinci.
Útgefandi „Arts and Antiques"
segir að þessi uppgötvun kunni að
vera ein sú merkasta i gervallri lista-
sögunni. Hún kemur að öllu leyti
heim við það sem vitað er um líf
Leonardo da Vinci, við listasöguleg-
ar heimildir og við þau vinnubrögð
sem da Vinci tamdi sér. Tímaritið
upplýsir að listamaðurinn hafi að
líkindum verið hómósexual og hafi
hann, eins og margir aðrir málarar
sem eins var ástatt um, aðhyllst fyr-
irmyndir sem höfðu bæði karllega
og kvenlega drætti.
Sjálfsmyndir da Vinci eru vana-
lega spegilmyndir og þessi fjölhæfi
uppfinninga- og listamaður hafði
dálæti á mörgum brellum til að
blekkja augað. Auk speglaðra sjálfs-
mynda notaði hann oft spegilskrift
þegar hann skrifaði eitthvað hjá sér.
Þykir þessi vitneskja styrkja kenn-
ingu Lilian Schwartz um myndina af
Monu Lisu.
Ungliðar stjórnarflokkanna:
„Illa við íhaldið
ofnæmi fyrir Framsókn“
„ÉG er með frekar mikið of-
næmi fyrir Framsóknarflokkn-
um. Ég get þó hvorki neitað né
játað áframhaldandi samstarfi,
— þó ég sé með eðlislægan
ímugust á Framsókn,“ sagði Vil-
hjálmur Egilsson, formaður
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, í samtali við Alþýðublað-
ið í gær, þegar hann var spurður
m*ÆT Útboö
VEGAGERÐIN
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið:
Eyjafjarðarbraut vestari, Brunná — Hrafnagil.
(Lengd 8,3 km, fylling 89.000 m3, burðarlag 25.000 m3 og
klapparskering 6.000 m3).
Verki skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og
í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. febrúar n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 23.
febrúar 1987.
Vegamálastjóri.
afstöðu til áframhaldandi sam-
starfs flokkanna í ríkisstjórn eft-
ir kosningar. „Persónulega er ég
ekki hlynntur áframhaldandi
samstarfi við Sjálfstæðisflokk-
inn. Ég lít hins vegar ekki fram-
hjá því, að þessi ríkisstjórn hef-
ur náð feiknagóðum árangri á
ýmsum sviðum. Mér er þó ekki
eins illa við nokkurn flokk og
íhaldið,“ sagði Gissur Pétursson,
formaður Sambands ungra
framsóknarmanna.
„Nei, það er ekkert launungarmál
að ég tel stjórnarmynstrið, Fram-
sókn/Sjálfstæðisflokkur, ekki æski-
legt í stöðunni í dag. Ég æski þess að
annað mynstur verði eftir kosning-
ar, en vil þó ekki loka á þennan
möguleika," sagði Þór Sigfússon,
formaður Heimdallar.
„Ég tel að Framsóknarflokkurinn
eigi að ganga óbundinn til kosn-
inga. Ég tel það skyldu stjórnmála-
flokka að taka að sér stjórnarsetu, ef
óskað er eftir því. Ef einhverjir
verða tiibúnir að vinna að þeim
málum sem Framsóknarflokkurinn
leggur áherslu á, þá er engin fyrir-
staða fyrir samstarfi," sagði Unnur
Stefánsdóttir, formaður Landssam-
bands framsóknarkvenna.
Aukin innlend
dagskrárgerð
hjá Stöð tvö
Nýtt stúdíó tekið í gagnið í lok febrúar. — Stöð
tvö sýnir barnaefni fyrir hádegi um helgar. —
Prjár Evrópufrumsýningar á dagskrá næstu
viku.
Malcolm McDowell í „Cat People“, á Stöð tvö klukkan 23:30 á föstu-
dagskvöld.
„Innlenda dagskrárgerðin fer
vaxandi hjá okkur og mun taka
stórt stökk í endaðan febrúar,
þegar við tökum í gagnið stórt
stúdíó, sem gerir okkur kleift að
fara í frekari framleiðslu á eigin
efni,“ sagði Jónas R. Jónasson,
dagskrárstjóri Stöðvar tvö, í
samtali við Alþýðublaðið. Hann
sagði að það væri of snemmt að
segja til um hvaða framleiðslu
yrði að ræða, en sagði að ýmis-
legt forvitnilegt væri á döfinni.
Sú nýbreytni var tekin upp um síð-
ustu helgi, að senda út barnaefni
fyrir hádegi um helgar. Um helgina
var ekki læst á barnaefnið, en verð-
ur það í framtíðinni.
Stöð tvö hefur fest kaup á gífur-
lega vinsælum, splunkunýjum
bandarískum þáttum, Húsið okkar
(Our House), sem sýndur verður á
miðvikudagskvöldum, og Geimálf-
urinn (Alf), sem sýndur verður á
föstudagskvöldum. Þessir þættir
voru fyrst sýndir í Bandaríkjunum í
vetur og hafa notið gífurlegra vin-
sælda. Sýningarnar hér, eru frum-
sýningar í Evrópu. Á sunnudags-
kvöld verður einnig sýndur nýr
bandarískur gamanþáttur, Buffalo
Bill, sem hlaut einróma lof gagnrýn-
enda, en var engu að síður umdeild-
ur í henni Ameríku.
Á sunnudagskvöld, klukkan
20:40, verður sýndur fyrsti þáttur-
inn í þáttaröð um íslendinga erlend-
is. Þátturinn fjallar um Helga Tóm-
asson, ballettdansara og listastjóra
San Fransisco ballettsins. Hans
Kristján Árnason hefur umsjón með
þáttaröðinni.
Vinsæll þáttur Jóns Óttars Stöðv-
arstjóra, verður sýndur klukkan
20:00 á mánudagskvöld og verða þá
óperur og leikhús í sviðsljósinu. í
Richard Pryor og John Candy verða í aðalhlutverkum í Arfur
Brewsters (Brewsters Millions), sem verður á dagskrá Stöðvar tvö
klúkkan 21:35 á föstudagskvöld.
þættinum er m.a. á dagskrá leik-
dómur fyrir glæsilega sýningu ís-
lensku óperunnar á Aidu í Gamla
bíó, og gamanleikinn Hallæristen-
órinn. Einnig verður fjallað um Kaj
Munk í Hallgrímskirkju og Nýárs-
nótt Nemendaleiknússins. í Ljós-
broti á fimmtudagskvöld er menn-
ingin einnig á dagskrá og stiklað á
helstu dagskrárliðum Stöðvar tvö.
Valgerður Matthíasdóttir hefur um-
sjón með þættinum. Fjórði og síð-
asti þátturinn í röðinni Los Angeles
jass, verður á dagskrá klukkan 21:35
á miðvikudagskvöld.
Stöð tvö sýnir nú bíómyndir
klukkan 17:00 alla daga vikunnar
nema fimmtudaga, þegar íþrótta-
þáttur Heimis Karlssonar er á dag-
skrá klukkan 18:00. Heimir er líka á
ferðinni á sunnudögum klukkan
15:30, og á þriðjudagskvöldum með
bandaríska körfuboltann.
Á laugardögum klukkan 22:35
eru úrvalsmyndir Hitchcock á dag-
skrá. í þessum myndum leika marg-
ar af stórstjörnum hvíta tjaldsins.
Fyrir aðdáendur Elisabeth Taylor, er
vert að benda á bíómyndina á
sunnudagskvöld, Á milli vina, þar
sem bomban er í aðalhlutverki
ásamt Caroll Burnett. Á fimmtu-
dagskvöld, verður síðan frumsýn-
ing í Evrópu á Ótemjurnar (Wild
Horses), þar leikur aðalhlutverk kú-
rekinn og kyntröllið Kenny Rogers.
Fleiri stjörnur eru á Stöð tvö í næstu
viku: Burt Reynolds, Dolly Parton,
Nastassia Kinski og Malcolm
McDowell í Cat People, á föstudags-
kvöld og John Gielgud, Nigel
Davenport, lan Holm og Lindsay
Anderson í aðalhlutverkum í Ósk-
arsverðlaunamyndinni, Eldvagninn
(Chariots of Fire) á laugardagskvöld
klukkan 20:45.