Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 31. janúar 1987 19 um lánveitingum, sérstökum verð- launum eða fyrirgreiðslu við að setja af stað sjálfstæðan atvinnu- rekstur í lok náms. 20—30 starfsgreinar Þegar litið er til atvinnuþátttöku kvenna er það athyglisvert að konur velja sér störf í 20—30 starfsgrein- um á vinnumarkaði á meðan karlar stunda vinnu i 200—300 starfsgrein- um. Þessu mætti breyta með ákvæðum um sveigjanlegan vinnu- tíma, aðlögunartíma, styrkveiting- um, lánafyrirgreiðslum, bæði til at- vinnurekenda og þeirra einstakl- inga sem í hlut eiga, verðlaunum til þeirra atvinnurekenda sem ráða konur í óhefðbundin kvennastörf, áróðri, auglýsingum, umfjöllun um þau tilvik sem reynd eru og reynast vel. Hér sem fyrr eru fyrirmyndirn- ar mikilvægastar. í launamálum má jeita leiða í starfsmati, endurmati á störfum kvenna, og hugsanlega meta störf kvenna hærra vegna þess eins að þau eru kvennastörf. Þegar litið er til stjórnmálaþátttöku kvenna er einkum bent á kvóta^ skiptingu sem leið sem ein er fær. I Noregi er kvóti mjög í hávegum hafður og er talin eina færa leiðin til jafnréttis þar í landi. Hér á landi á sér nú stað merk til- raun. Á Akureyri er í gangi sam- ræmt verkefni sem ber yfirskriftina Brjótum múrana. Verkefninu er ætl- að að stuðla að breyttu starfsvali Framh. á bls. 17 GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL Breytingar verða á jafnréttisbaráttunni á komandi árum VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR í Þórshöll, Brautarholti 20, SÍmar: 20099. 23333 og 23335. Á samkomu, sem haldin var í tilefni af 80 ára afmæli Kvenrétt- indafélags íslands, flutti Lára V. Júiíusdótt- ir, formaður félagsins ræðu, sem hér fer á eftir: Ágætu gestir. Eg vil bjóða ykkur öll velkomin hingað í dag í 80 ára afmæli Kven- réttindafélags íslands. Eins og kunnugt er á félagið sér langa og merkilega sögu þau áttatíu ár sem það hefur starfað og mörg eru þau mál sem það hefur látið til sína taka á þessum tíma. í upphafi mótaðist barátta félagsins mest af því að konur fengju kosningarétt og kjörgengi og fengju einnig sama rétt og karlar til menntunar og em- bætta. Þegar frá leið var áherslan á öðrum málum, svo sem almanna- tryggingum atvinnumálum og skattamálum. Stefnuskráin Á landsfundi félagsins 1980 var í fyrsta skipti í sögú þess samþykkt stefnuskrá, og segir þar m.a.: „Markmið Kvenréttindafélagsins hefur frá upphafi verið að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öílum sviðum þjóðlífs. Með setningu laga nr. 78/1976 um jafnrétti karla og kvenna voru mörg af stefnumálum félagsins lögfest. Raunverulegt jafnrétti hefur hins vegar ekki náðst og leggur félagið megináherslu á að konur og karlar fái sömu aðstöðu og tækifæri til að njóta hæfileika sinna.“ Helstu verkefni í anda þessa hefur starfsemi fé- lagsins verið síðustu ár. Vakin hefur verið athygli á þeim þáttum jafnrétt- ismála sem efstir eru á baugi hverju sinni, félagsfundir haldnir um málin og ráðstefnur. Námskeið haldin, og útgáfa félagsins efld. Félagið fær til umsagnar mál frá Alþingi og á full- trúa í Jafnréttisráði, framkvæmda- nefnd um launamál kvenna Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna, Sam- tökum um kvennaathvarf og tekur þátt norrænu samstarfi um jafnrétt- ismál svo og alþjóðlegu samstarfi. Kvenréttindafélagið á og rekur Kvennaheimilið Hallveigarstaði í Reykjavík ásamt Kvenfélagasam- bandi íslands og Bandalagi kvenna í Reykjavík. Félagið hefur opna skrifstófu að Hallveigarstöðum og er framkvæmdastjóri ráðinn í hálft starf. Fundir fjögurra manna fram- kvæmdastjórnar eru vikulega og stjórnin öll kemur saman einu sinni í mánuði. Félagið er bæði félag ein- staklinga og félaga. Rúmlega 40 fé- lög eiga aðild að KRFÍ og einstakir félagsmenn eru um 500. Er þörf? Víst er að þau mál sem barist er fyrir í dag eru allt önnur mál en fé- lagið barðist fyrir í upphafi. Stund- um er að því spurt hvort þörf sé fyrir félag eins og Kvenréttindafélag í dag, þegar formlegum rétti kvenna hefur verið náð. Því er þá til að svara að enn hafa konur ekki náð því jafn- rétti sem félagið stefnir að. Einkum er þetta áberandi á vinnumarkaði þar sem launamunur kynjanna er töluverður og hefur ekki dregið úr honum á síðustu árum. Frekar hefur launamunur aukist ef eitthvað er. Kvenréttindafélagið hefur alltaf lagt á það mikla áherslu að konur væru virkar í þjóðlífinu og í stjórnmála- GóÖ aðstaÖa til allra veislu- og ráÖstefnu- halda oggreiÖ aökoma fyrir fatlaöa. Utbúum allan mat og aðrar veitingar, allt eftir óskum hvers og eins. Sjón er sögu ríkari Veitingastjóri Norðurijós- anna gefur allar nánari upplýsingar. benda á mikilvægi fyrirmyndarinn- ar. Þar mætti til dæmis fá konur sem kennara, og setja hugsanlega reglur um fjölda kvenna í hópi kennara í slíku námi. Einnig má reyna að tryggja konum ákveðna hlutdeild við inntöku í slíka skóla og nám. Samkvæmt tölum frá 1983 eru kon- ur undir 20% nemenda í iðnskólum, vélskólum og stýrimannaskólum, undir 30% nemenda í Hótel- og veit- ingaskóla Islands og Bændaskólum, og í Tækniskóla Islands eru þær rúmlega 10% nemenda. Margar iðn- greinar gætu eins vel hentað konum og körlum t.d. bakaraiðn, ljósmynd- un, prentiðn og rafeindavirkjun og mætti hugsa sér að hvetja konur inn á slíkar brautir með styrkjum, aukn- þátttöku. Konum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum í sveitar- stjórnum, og á Alþingi, en samt eru aðeins 9 konur á þingi í dag. Jafnréttisumræða síðustu ára hef- ur að nokkru leyti fjallað um það hvaða aðferðum hægt sé að beita til að ná jöfnum rétti kynjanna. Ákvæði í lögurn um tímabundin for- réttindi til handa konum hafa að sumum verið talin allsherjarlausn í jafnréttisbaráttunni. Aðrir hafa talið að ekki eigi að mismuna körlum til að konur geti náð betri stöðu og hafa alfarið sett sig upp á móti þess- um hugmyndum. Jafnrétti Eitt atriði hefur stjórn KRFÍ sér- staklega látið til sín taka í kjölfar embættisveitinga til karla, þegar meðal umsækjenda hafa verið vel hæfar konur. Stjórnin sendi á sínum tíma Jafnréttisráði áskorun um að taka slík mál til athugunar og lýsti undrun sinni og óánægju yfir því að ráðherrar skyldu við embættisveit- ingar hafa sniðgengið þá umsækj- endur sem sérfróðir umsagnaraðil- ar mátu hæfasta til starfa. Þar sem umræddir umsækjendur voru kon- ur hlýtur sú spurning að vakna hvort nauðsynlegt sé að lögbinda tímabundin forréttindi konum til handa til að útiloka slíkt misrétti í framtíðinni. í kjölfar áskorunar stjórnar Kven- réttindafélagsins lagði Jóhanna Sig- urðardóttir fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafnrétti karla og kvenna, um að: „Þegar um væri að ræða starf, sem frekar hafi valist til karlar en konur skuli konunni að öðru jöfnu veitt starfið. Þetta náði ekki fram að ganga en i jafnréttislögum sem sett voru á Al- þingi 1985 er ákvæði sem heimilar tímabundin forréttindi til handa kvenna. Ákvæðið er svohljóðandi: Hvers kyns mismunun eftir kyn- ferði er óheimil. Þó teljast sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynj- anna, ekki ganga gegn lögum þess- um. Það telst ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða barnsburðar." Ekki var samstaða um það í stjórn KRFÍ að mæla með þessu ákvæði við setningu laganna 1985, og ekki hef- ur félagið mótað neina stefnu i því hvernig hægt er að nýta þetta ákvæði í jafnréttisátt. Reyndar hef- ur afar lítið heyrst frá öllum aðilum sem láta sig jafnréttismál varða hvernig nýta eigi þetta ákvæði. Jafnréttisráð hefur enn ekki rætt það hvernig nota eigi ákvæðið og fáar hugmyndir heyrast í þessa veru. Höfum til útleigu einn glæsilegasta veislu- og ráðstefnusal borgarinnar. Ut- análiggjandi glerlyfta flytur gesti upp í Noröurljósin. Salurinn hentarfyrir hvers konar veislur og mannfagnaði, svo sem árshátíðir, þorrablót, erfidrykkjur, hádeg- isverði, ráðstefnur, brúðkaups- og fermingarveislur, auk annarra mann- fagnaða eða funda. Menntun Það að, nú hafi verið í lög leitt heimildarákvæði til tímabundinna ráðstafana til hagsbóta fyrir konur hlýtur að valda því að breytingar verði á jafnréttisbaráttu komandi ára. Nú verður væntanlega frekar bent á aðgerðir sem hægt er að ráð- ast í, búið er að fjalla svo lengi um markmiðin að þau ættu að vera öll- um ljós. Því má velta fyrir sér hvort hug- myndir þær sem nú eru fram settar kunni að einkenna jafnréttisum- ræðu komandi ára. Ef litið er til þess með hvaða hætti mætti fá konur til að fara í nám sem hingað til hefur einkum verið sótt og stundað af karlmönnum má Lára V. Júlíusdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.