Alþýðublaðið - 31.01.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Qupperneq 3
Laugardagur 31. janúar 1987 3 Haukur syngur í K-höfn Haukur Morthens mun næstu mánuði dveljast í Kaupmanna- höfn og syngja þar í veitingahús- inu Vin og Olgod í Skindegade 45. Þetta er vinsæll öl- og mat- sölustaður, þar sem Haukur kom fram fyrir þremur árum við miklar vinsældir. Haukur hefur fengið tilboð um að syngja víðar á Norðurlöndum, og er ekki ólíklegt að hann muni taka þeim boðum. Islendingar munu verða án Hauks næstu mánuði og verður hans vafalaust sárt saknað. En þeir, sem bregða sér til Hafnar geta skotist upp í Skindegade. Bækur: Hugmynd að fyrsta heildar- skipulagi Islands Nýlega kom út Hugmynd að fyrsta heildarskipulagi Islands, eftir Trausta Valsson skipulags- fræðing og arkitekt. Höfundurinn vinnur hug- myndina með þeim aðferðum sem notaðar eru við gerð svæða- skipulags í stórum mælikvarða. Hugmynd þessi um eðlilegustu framtíðarskipan byggðar á ís- landi er byggð á úttekt á helstu byggðaforsendum á landinu. Þessa úttekt hefur höfundurinn gert með aðstoð erlends styrks og að hluta til við skipulagsdeild Háskólans í Berkeley í Kaliforníu. Úttektin felst í því að sýna á kort- um þau svæði á landinu þar sem mestu jarðnytjar eru fyrir hendi. Dekkst skyggð eru þau svæði þar sem landgæði eru mest útfrá s.s. jarðhita, malarnámi og veðurfari. I öðrum flokki korta eru þau svæði sýnd, þar sem jarðhættur eru mestar; mestu jarðskjálfta-, ösku- falls-, flóða- og hraunasvæði — en á þessum svæðum telur höfundur að eigi að forðast byggðaþróun nema mjög sérstakar ástæður séu til ann- ars — frumkortin eru birt í bókinni. Byggilegustu svæðin á landinu eru síðan fundin með að vinna þessi frumkort saman (kortin eru teiknuð á glærur). Glærurnar eru lagðar of- an á hverja aðra og kemur þá í ljós annars vegar, hvar þau svæði eru þar sem mestu landgæði koma sam- an og hins vegar, hvar jarðhættur eru hvað minnstar. Þessi frumkort, ásamt hugmynd- um um vegakerfi yfir hálendið (litið langt fram í tímann), eru síðan grundvöllur tillagna höfundarins um skilgreiningu á þrem þróunar- svæðum fyrir framtíðarbyggð í Iandinu. Jafnframt þessu gerir hann tillögu um fjóra mjög stóra fólk- vanga. Bókin er 143 bls., fjölrituð, og gef- in út af höfundi með styrk frá Skipu- lagsstjórn ríkisins og Byggðastofn- un ríkisins. Hún verður til sölu hjá Eymundsson, Máli og menningu og Bóksölu stúdenta. Önnur bók eftir Trausta: Reykja- vík, Vaxtabroddur — sem er skipu- lagssaga Reykjavíkur og nágranna- byggðanna — kom út hjá Fjölva fyr- ir síðustu jól. MÁTTU SJÁAF TVEIMUR MÍNÚTUM? Það er sá tímí sem fer í að setja upp Scháferhillurekka. Jafn fljótlegt er að taka Scháfer hillurekkann niður. Scháfer híllukerfíð vex með fyrirtækintt Scháferhillurnarfást í mðrgum stærðumog mismunandi þyngdarþolnar. Scháfer híllukerfið býður upp á ótal möguleíka í útfærslu. Það er t.d. hægt að byrja smátt og bæta síðan við í takt víð vöxt fYrírtækisíns. Stórfyrirtækin velja Scháfer híllukerfí Það er ekki tílviljun að stór fYrírtæki, sem gæta þurfa ítrustu hagkvæmni í rekstri velja nánast undantekníngalaust Scháfer híllukerfin. ViðnotumSSI Schaferhillur hér í ODDAundirprentlitiídósum, pappír og ýmislegt fleira. Að okkar mati er þetta afar gott nillukerfi því mjög einfalteraðsetja hillurnarupp. Engarskrúfur aðeins smellt saman, en binst þó vel. Einfalt aö breyta uppstillingunni ef þess er óskað. Sem sagt einsoggóðirhlutir eiga að vera; einfaldir en traustir. Ólafur H. Steingrímsson. Hafíð samband og fáið npplýsingar tim mögnleika Scháfer hillukerfisins. Þaðgæti orðíð tipphaf að stórendurbættum og hagkvæmari rekstri. > 3 <D 3 D Q Q c (Q a o <~n >' Bíldshöfða 18 Sími 685840

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.