Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 31. janúar 1987
Schultz stöðvar nýja
vopnasölu til Irans
Utanríkisrádherra Bandaríkj-
anna, George Schultz, hefur upp-
lýst að hann hafi gengið á fund
Reagans Bandaríkjaforseta í síð-
asta mánuði, til að afstýra frek-
ari vopnaviðskiptum við Iran,
eftir að hafa komist á snoðir um
áform leyniþjónustunnar, CIA,
um að hafa að engu bann við
frekari vopnasölu til Irans.
Að sögn eins af fulltrúum
fréttastofu Reuters, fór Schultz
beint á fund forsetans og fékk
því framgengt að þessi viðskipti
voru stöðvuð, en þau munu hafa
verið hugsuð sem skiptigjald
fyrir gísla.
Fréttafulltrúinn, sem óskar nafn-
leyndar, upplýsti ennfremur að
Schultz hefði sagt á fundi með utan-
ríkisnefnd fulltrúadeildar þingsins,
að CIA héldi enn áfram tilraunum til
að skipta á gislum og vopnum, þótt
Reagan forseti hefði tilkynnt opin-
berlega þann 19. nóv. s.l. að þeim
viðskiptum yrði hætt.
Það kom nokkuð óvænt, þeg-
ar fréttist af áframhaldandi vopna-
samningum við írani og Schultz er
sagður hafa orðið ævareiður þegar
hann frétti af framtaki leyniþjónust-
unnar. Hann brá við skjótt og fékk
leyfi forsetans til að stöðva hinar
óleyfilegu vopnasendingar.
Laddi varásíöastaári meödyggri aöstoö Haraldarbróöursíns meö skemmtidagskrá
sem hátt í 30.000 ánægðir gestir sáu, og komust reyndar miklu færri að en vildu.
Nú í vetur veröur Laddi meö stór-gríniöjuskemmtun ásamt félögum sínum hjá Griniöj-
unni þeim Eddu Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifssyni og Haraldi Sigurðssyni.
Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson
Dansarar: Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur
Höfundar dansa: Birgitte Heide, Ingibjörg og Guðrún
Útsetning tónlistar. Vilhjálmur Guðjónsson, Magnús Kjartansson
Tónlistarflutningur: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
Leikmynd: Sviðsmyndir sf.
Grafískar skreytingar: Bjarni Dagur Jónsson
Hárkollur og skegg: Ragna Fossberg
Hljóöstjórn: Gunnar Árnason
Ljósahönnun: Jóhann Pálsson
3 réttaður kvöldverður
Skemmtun
Dans til kl. 03. Kr. 2.400.-
Næstu sýningar:
31. jan., 6-17-21-28. febr.
ásamt söngkonunni
Ernu Gunnarsdóttur
leikur fyrir dansi
eftir aö skemmtidagskrá lýkur
Borðapantanir alla daga nema sunnudaga II f^vl I |r
milli kl. 16.00 og 19.00 í síma 20221 'JlLL/I 111
K.H. Hilkhuysen, aðalforstjóri Holiday Inn, (til vinstri), Anne Cerf,
sölustjóri og Nico Fautsch, sölustjóri (til hægri).
Flugleiðir — Holiday Inn:
Luxemborg
— Lúxusborg
— nýr ferðamöguleiki
Flugieiöir og Holiday Inn í
Luxemborg buðu til kynningar-
fundar að Hótel Esju miövikudag-
inn 21. þ.m. Tilefni fundarins var
að kynna nýjan „helgarpakka" til
Luxemborgar undir kjörorðinu
Luxemborg — meira en hlið að
Evrópu. Kynningu önnuöust Nico
Fautsch sölustjóri Holiday Inn
hótelsins í Luxemborg og Anne
Cerf sölustjóri Flugleiða í Luxem-
borg. Ágæt samvinna hefur tekist
með Flugleiðum og Holiday Inn
hótelinu í Luxemborg og er nú boð-
ið upp á tvenns konar möguleika í
ferðatilboðum Flugleiða til Luxem-
borgar:
Helgarferð þar sem um er að
ræða flug til Luxemborgar og heim
aftur ásamt þriggja daga dvöl á
Holiday Inn hótelinu í Luxemborg,
— og í öðru lagi stórtilboð þar sem
í eru flugferðir til Luxemborgar og
heim og farmiðar gilda í einn mán-
uð. Innifalið er að minnsta kosti
tvær nætur á Holiday Inn hótelinu.
Hugmyndin að þessum tilboðum
varð til vegna áhuga íslendinga á
ferðalögum til útlanda. Hin róm-
aða þjónusta Flugleiða í Luxem-
borg og sú fyrsta flokks þjónusta
sem í boði er á Holiday Inn hótelinu
gerðu þessi forvitnilegu tilboð
möguleg. Landfræðileg lega
Luxemborgar er tilvalið upphaf að
ferðum um alla Evrópu (ekki er
nema 2—3 tíma akstur til Frank-
furt, Parísar eða Brussel). Ættu
menn að nota tækifærið og kanna
töfra þessa fagra lands, sem nefnt
hefur verið „Hið græna hjarta
Evrópu".
Var blaðamönnum boðið að
skoða myndband þar sem sýnt var
hið glæsilega hótel Holiday Inn. Er
óhætt að segja að þar er ekki í kot
vísað og ekki varð betur séð en allt
væri gert fyrir gesti sem mönnum
hefur á annað borð dottið í hug.
Happaglaðir íslendingar geta til
dæmis brugðið sér í spilavíti!
Það ætti því að vera óhætt að
segja „góða ferð“ við ferðaglaða ís-
lendinga, en allar nánari upplýsing-
ar um Luxemborgarferðirnar er að
fá hjá söluskrifstofu Flugleiða.
Hjúkninarfrædingar á Sudurnesjum:
„Verið að draga úr
heilbrigðisþjónustu“
Alþýðublaðinu hefur borist
ályktun aðaifundar Suðurnesja-
deildar H.F.Í.
Aðalfundur Suðurnesjadeildar
H.F.Í. haldinn í Keflavík þann 15.
janáur 1987 lýsir áhyggjum sínum,
vegna stefnu Heilbrigðisráðuneytis-
ins, sem leiðir til þess að þjónusta
við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aðs dregst verulega saman.
Ljóst er að bráðaþjónusta verður
ekki veitt frá kl. 8.00 á laugardögum
fram til kl. 8.00 á mánudagsmorgn-
um.
Þar af leiðir að bráðasjúklingar og
fæðandi konur er þurfa á slíkri þjón-
ustu að halda verða fluttir til Reykja-
víkur.
Hjúkrunarfræðingar benda á, að
andleg og félagsleg heilsa einstakl-
inga er ekki síður mikilvæg en lík-
amleg heilsa. Sýnt hefur verið fram
á að fólki, heilsast betur í sínu um-
hverfi með sína nánustu sér við hlið.
Þá Harmar fundurinn þá stefnu-
breytingu sem hefur orðið, varðandi
uppbyggingu sjúkrahússins, þar
sem horfið hefur verið frá þeirri
stefnu, sem mörkuð var árið 1973
og var á þá leið að Suðurnesjamenn
ættu að vera sjálfum sér nógir á sem
flestum sviðum heilbrigðisþjónust-
unnar.
Stefna ráðuneytisins miðar aftur á
móti í gagnstæða átt, þar sem mið-
að er við að Sjúkrahúsið verði rekið
sem dagspítali án bráðaþjónustu.
Fundurinn bendir á að Suður-
nesjabúar voru um síðustu áramót
14315.
Samkvæmt stöðlum um sjúkra-
rýmisþörf, þyrfti því Sjúkrahús
Keflavíkurlæknishéraðs að vera
80—100 rúma sjúkrahús, en er nú
aðeins með rými fyrir 32 sjúklinga.
Því skorar fundurinn á stjórn S.K.
og H.S.S., sveitastjórnarmenn á Suð-
urnesjunum og þingmenn kjör-
dæmisins, að gera allt sem í þeirra
valdi stendur að stefnumörkuninni
frá 1973 verði framfylgt.