Alþýðublaðið - 31.01.1987, Side 7

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Side 7
Laugardagur 31. janúar 1987 7 Ályktun þingflokks Alþýduflokksins um banka- mál Þingflokkur Alþýðuflokksins teiur, að nú sé nauðsynlegt að gera róttækar breytingar á íslenska bankakerfinu, sem miði að því að efla á íslandi bankakerfi þar sem efnahagsleg og viðskiptaleg sjónarmið séu í fyrirrúmi. Rétt sé, að hið opinbera stuðli að því að hér á landi starfi fáir, allstórir viðskiptabankar, er veitt geti atvinnulífi og ein- staklingum alhliða þjónustu. Það er skoðun þingflokksins að markmið endurskipulagningar bankakerfisins skuli vera þríþætt: c í fyrsta lagi að eyða óvissu um framtíð þeirrar bankastarf- semi, sem nú fer fram innan Útvegsbankans. c f öðru lagi að bæta skipulag og rekstur bankakerfisins frá sjónarmiði rekstrarhagkvæmni, samkeppni, þjónustu og stjórnar peningamála. c í þriðja lagi að draga úr ábyrgð og afskiptum ríkisins af rekstri viðskiptabanka. Fækka ríkisbönkum og draga skýr- ari línur hvað varðar stjórnarábyrgð í bönkum. Við þá endurskipulagningu bankakerfisins, sem nú er óhjákvæmi- leg, telur þingflokkurinn eðlilegast að líta á ríkisbankana þrjá í einu lagi. Eignum þeirra og skuldum verði steypt saman, að viðbættum sama eiginfjárstuðningi og Seðlabanki íslands hefur lagt til að veittur verði, ef Útvegsbanki, Iðnaðarbanki og Verslunarbanki sameinast. Þessari bankastarfsemi, þ.e.a.s. ríkisbönkunum þremur, verði þegar skipt í tvo ámóta stóra og fjárhagslega sterka banka, þar sem Lands- bankinn yrði uppistaðan í öðrum, en Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn í hinum. Öðrum þessara banka verði breytt í hlutafélags- banka og allt hlutaféð boðið til sölu. Hinn bankinn starfi áfram sem ríkisbanki. Þingflokkurinn telur það rökrétta afleiðingu af slíkri endurskipu- lagningu bankakerfisins, að Alþingi hætti að kjósa fulltrúa í banka- ráð viðskiptabanka. Bankaráð ríkisbanka verði skipað af ráðherra bankamála út frá faglegum sjónarmiðum. Ráðherra tilnefni einnig einn fulltrúa í bankaráð hvers hlutafjárbanka, hvort sem ríkið á hlut í bankanum eða ekki. Setja ber strangari ákvæði en nú gilda um við- skipti bankaráðsmanna og fyrirtækja í þeirra eigu við hlutaðeigandi banka. Ákveðið verði í lögum, að meðal þeirra mála, sem bankaráð skuli fjalla um og ákvarða eigi sjaldnar en árlega, sé hámark lánveit- inga til eins aðila í hlutfalli við eigið fé bankans. Það er skoðun þingflokks Alþýðuflokksins, að með þessu móti yrði stuðlað að eflingu bankakerfis, þar sem ríkti nokkurt jafnræði með ríkisbönkum og hlutafjárbönkum og að slíkt kerfi gæti átt ríkan þátt í að efla efnahagslegar framfarir hér á landi, bæta bankaskipuiagið til frambúðar og gæta almannahagsmuna í bráð og lengd. Samþykkt á fundi þingflokksins 9. desember 1986. Eidur Guðnason, formaður irtækjanna, sem að stærstum hluta eru ríkisbankarnir þrír. Pólitískra áhrifa á starfsemi bank- anna gætir ekki eingöngu, og kannski ekki fyrst og fremst, við ákvarðanir um einstök lán. Verka- skipting milli banka og sérhæfing þeirra í þjónustu við ákveðnar at- vinnugreinar og tiltekin viðfangs- efni er skilgetið afkvæmi afskipta stjórnvalda af bankamálum. Þessi verkaskipting og sérhæfing hefur í áranna rás gert það að verkum, að dreifing áhættu í útlánum einstakra banka hefur orðið einhæf og litil og stundum beinlínis varasöm. Vandi Útvegsbankans er einmitt ljóst dæmi um það, hvernig sundurhólf- un bankanna eftir verkefnum gerir starfsemi þeirra áhættusama, þegar áföll verða í einstökum atvinnu- greinum, eins og í siglingum eða sjávarútvegi, ekki síst þegar við bætast jafnmiklar sveiflur í gengi er- lendra gjaldmiðla og orðið hafa síð- ustu árin. Nú, þegar skömmtunarstjórn á fjármagni er á undanhaldi, er brýnt að efla hér á landi bankakerfi, þar sem efnahagsleg og viðskiptaleg sjónarmið ráða ferðinni. Til þess að ná þeim markmiðum um vel rekið bankakerfi, sem ég nefndi í upphafi, virðist hyggilegast, að hið opinbera stuðli nú að því fyrir sitt leyti, að hér starfi fáir, en allstórir viðskiptabank- ar, sem geti veitt viðskiptalífinu al- hliða þjónustu, að ríkisbankar verði ekki einráðir, heldur verði meira jafnræði með þeim og hlutafélags- bönkum — hugsanlega með er- lendri þátttöku — sem gætu veitt ríkisbankakerfinu samkeppni og aðhald. Mér finnst erfitt að sjá við núverandi aðstæður gildar ástæður fyrir því, að ríkið reki hér fleiri en einn viðskiptabanka. í þessu sambandi má rifja upp, að Bankamálanefndin, sem skilaði áliti 1973, komst að þeirri niðurstöðu, að æskilegt væri að stefna að því, að hér á landi, væru ekki fleiri en þrír til fjórir viðskiptabankar, og að með því væri tryggð nægileg samkeppni milli bankanna. Eins og kunnugt er hefur þróunin ekki orðið þessi. Við- skiptabankarnir eru enn sjö. Jafn- framt hefur starfsfólki og afgreiðslu- stöðum bankanna fjölgað hröðum skrefum á síðustu árum. Kreppan, sem Útvegsbankinn hefur lent í, og hefur þegar staðið í meira en ár, gerir það að verkum, að ákvarðanir um umbætur í banka- málum þola nú alls enga bið. Á síð- asta ári dróst Útvegsbankinn veru- lega aftur úr öðrum bönkum, hvað varðar aukningu innstæðna. Staða hans í Seðlabanka er neikvæð um 1 milljarð króna og viðskiptasam- bönd hans eru í hættu. Starfsfólk bankans og viðskiptavinir búa við óvissu. Þessu ástandi verður að linna. Menn skyldu þó einnig gæta að því, að þær ákvarðanir, sem nú verða teknar af þessu tilefni, munu hafa varanleg áhrif á skipulag bankamála hér á landi. Því er afar mikilvægt, að sú nauðsyn, sem nú ber til breytinga, verði notuð vel til þess að bæta skipulag og stjórn bankamála á íslandi til frambúðar. Markmið endurskipulagningar Markmið með endurskipulagn- ingu bankanna nú ætti að vera þrí- þsett: c Aö eyða óvissu um framtíð Út- vegsbankans c Að bæta skipulag og rekstur bankakerfisins frá sjónarmiði rekstrarhagkvæmni, áhættu- dreifingar, samkeppni, þjón- ustugetu og stjórnar peninga- mála. c Að draga skýrari línur hvað varðar stjórnarábyrgð í bönk- unum oa draaa úr ábvrsð ríkisins á rekstri viðskiptabanka, meðal annars með fækkun ríkisbanka. Leiðir Hvaða leiðir koma hér til greina? Eins og menn kann að reka minni til gerði Seðlabankinn um þetta nokkrar tillögur í nóvember s.l. Nánar tiltekið setti hann fram fjórar hugmyndir og tók afstöðu til þeirra. Þessar fjórar þugmyndir voru: c Samruni Útvegsbanka, Iðnað- arbanka og Verslunarbanka í nýjum hiutafjárbanka, sem stofnaður yrði samkvæmt ákvæðum viðskiptabankalaga, með væntanlegri aðild spari- sjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Seðlabankinn fyrir hönd ríkis- sjóðs skyldi ábyrgjast 850 milljón króna hlutafé í hinu nýja félagi auk eftirstöðva lápa og annarra skuldbindinga Útvegsbankans, eins og þær stæðu þegar samrun- inn fer fram. c Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka í einn ríkis- banka. c Skipting og samruni Útvegs- banka við Landsbanka og Bún- aðarbanka, sem störfuðu áfram sem ríkisbankar. __ c Endurreisn Útvegsbankans sem ríkisbanka. { öllum ríkisbankaleiðunum þremur var reiknað með því, að rík- ið legði fram nýtt eigið fé til þess að bæta upp tap Útvegsbankans. Bankastjórn Seðlabankans mælti eindregið með fyrstu leiðinni. Hún taldi aðra og þriðju leiðina lakari kosti, en hafnaði algjörlega síðustu leiðinni. Sú leið, sem Seðlabankinn mælti með, hafði þann kost, að myndaður yrði nokkuð öflugur hlutafjárbanki, sem veitt gæti ríkis- bönkunum samkeppni og aðhald. Sá galli var hins vegar á tillögunni að mínum dómi, að hún byggðist á því að ganga til samninga við fyrir- fram ákveðna einkabanka um sam- runa áður en vitað var, hvort hlut- hafar þeirra vildu raunverulega gera slíka samninga á viðunandi kjörum frá sjónarmiði ríkisins, og þá um leið almennings. Bankinn, sem þannig hefði verið stofnaður, hefði auk þess varla verið nógu öflugur til að eiga í fullu tré við ríkisbankana tvo, sem eftir hefðu staðið. Þá var í tillögunni hvorki tekið á skipulags- málum ríkisbankanna í heild, eins og fyllsta ástæða er þó til, né bent á lausn á þeim vanda, sem í því felst, að einkabankarnir, sem ekki tækju þátt í þessum samruna, yrðu smáir og máttlitlir. Þessi sjónarmið komu meðal annars fram í grein, sem ég skrifaði í Morgunblaðið í byrjun des- ember s.l. Nú átta vikum síðar, eru viðræður bankanna þriggja farnar út um þúfur, en Seðlabankinn legg- ur hins vegar til, að Útvegsbanki og Búnaðarbanki verði sameinaðir, ef til vill í hlutafélagsbanka. Áður en ég ræði þá tillögu nánar, ætla ég að nefna nokkur mikilvæg sjónarmið, sem taka ætti tillit til, hvaða leið, sem farin verður í bankamálinu. 1) Fjárhagsstaða eiganda Út- vegsbankans (þ.e. ríkisins) verði tryggð sem best og samn- ingar um hugsanlegan samruna ekki bundnir fyrirfram við ákveðna aðila utan ríkisbank- anna. 2) Sérstök athugun fari fram á raunvirði útlána allra banka sem til greina koma í málinu og mat lagt á hugsanlegt útlánatap umfram afskriftir útlána. Trygg- ingar fyrir lánum verði einnig kannaðar á sambærilegan hátt fyrir alla bankana. Að þessu hef- ur nú þegar verið mikið unnið vegna viðræðna bankanna þriggja. 3) Sérstök athugun verði gerð á lífeyrisskuldbindingum við- skiptabankanna og það mat verði tekið með í reikninginn, ef og þegar til samruna kemur. 4) Litið verði sérstaklega á það, hvernig viðskiptasambönd og þekking starfsfólks Út- vegsbankans og annarra banka nýtist sem best í nýju skipulagi. 5) Starfsmannamál verði tekin sanngjörnum tökum við samein- ingu bankanna. Starfsmenn Út- vegsbanka í árslok 1985 voru 335 en Búnaðarbanka 491. Með tiliiti til þess, að í árslok 1985 voru um 3.000 manns við banka- störf og þeim hefur fjölgað ár- lega um 150—200 á síðustu ár- um, ætti að vera unnt að leysa þennan þátt málsins á farsælan hátt. 6) Seðlabankinn fyrir hönd rík- issjóðs leggi f ram sama eigin- fjárstuðning til annarra lausna við endurskipulagningu bank- anna og hann lagði til að veittur yrði til samruna Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunar- banka (þ.e. 850 m.kr. að við- bættri ábyrgð á lánum og skuld- bindingum Útvegsbankans, þeg- ar skipulagsbreyting verður. Reyndar leggur Seðlabanki nú til að framlag ríkisins verði um 900 m.kr. vegna sameiningar Útvegs- banka og Búnaðarbanka). * Alyktun þingflokks Alþýðuflokksins Út frá þessum almennu sjónar- miðum samþykkti þingflokkur Al- þýðuflokksins ályktun um banka- mál, 9. desember s.L, þar sem tekið var á öllum helstu þáttum málsins. í fyrsta lagi var í ályktuninni gerð sú tillaga, að litið yrði á ríkis- bankana þrjá sem eina heild og úr henni myndaðir tveir bankar. Uppi- staðan í öðrum fengist með samein- ingu Útvegsbanka og Búnaðar- banka, en Landsbankinn^ yrði að sjálfsögðu í aðalatriðum kjarninn í hinum bankanum. Að baki býr sú hugmynd, að fundin verði sem hag- kvæmust verkaskipting milli hins nýja, sameinaða Útvegs- og Búnað- arbanka annars vegar og Lands- banka hins vegar bæði að því er varðar dreifingu viðskipta eftir landshlutum og atvinnugreinum. Með síðustu sameiningartillögu sinni tekur Seðlabankinn í raun efn- islega undir tillögu Alþýðuflokks- manna frá því í byrjun desember. Reyndar er tillagan að minnsta kosti 15 ára gömul — og sennilega enn eldri — því hana má finna í áliti Bankamálanefndarinnar frá 1973, en að því stóðu bankastjórarnir Jóhannes Nordal, Ármann Jakobs- son, Björgvin Vilmundarson, Guð- mundur Hjartarson, Jóhannes Elías- son og Magnús Jónsson. { öðru lagi lögðu Alþýðuflokks- menn til að ríkið legði í upphafi fram 850 m.kr. eigið fé til samein- ingar ríkisbankanna. Þá fólst í til- lögu Alþýðuflokksins, að öðrum hvorum hinna nýju banka yrði breytt í hlutafélagsbanka, og hluta- féð boðið til sölu. Sala hlutafjárins tæki auðvitað nokkurn tíma, en með henni mætti endurheimta eig- infjárframlag ríkisins á næstu árum. Til þess að koma þessu í kring þarf lagabreytingar. Nýjasta tillaga Seðlabankans er lík tillögu Alþýðu- flokksins, nema hvað sala hlutafjár virðist þar bundin við eiginfjárfram- lag ríkisins, sem Seðlabankinn legg- ur nú til að verði 900 m.kr. Þetta er þó ekki alveg Ijóst. í tillögum Seðla- bankans frá því í nóvember s.l. var sá möguleiki að mynda hlutafélags- banka úr Útvegsbanka og Búnaðar- banka ekki ræddur. Mér finnst það umhugsunarefni, hvorn hinna nýju banka (þ.e. Landsbanka eða hinn sameinaða Útvegs- og Bunaðar- banka) væri vænlegra að gera að hlutafélagsbanka. Kannski væri heppilegra að það væri Landsbank- inn? Ég tel einnig nauðsynlegt að í þessu sambandi, verði kannað, hvort erlendir aðilar hefðu hug á að eignast hlut í hinum nýja banka, en til þess þyrfti sérstaka lagaheimild. Mér finnst ekki ólíklegt, að erlendir bankar hefðu áhuga á að komast inn í bankastarfsemi á Islandi á þennan hátt. Með því móti kæmi nýtt stofnfé inn í bankakerfið, og ef til vill einnig ný og fersk vinnubrögð og aukin samkeppni. En í tillögu Alþýðufiokksins í desember s.l. var einnig þriðji þátturinn, sem snýr að stjórnkerfi og ábyrgð í bönkunum. Þessum þætti hefur hvorki Seðlabanki né ríkisstjórn enn gert viðhiítandi skil. Tillaga Alþýðuflokksins er sú, að lögum um viðskitpabanka verði breytt þannig, að Alþingi hætti að kjósa í bankaráð. Bankaráð ríkisvið- skiptabanka verði skipað af ráð- herra bankamála eingöngu út frá faglegum sjónarmiðum. Til greina kemur, að ráðhera nefni einnig einn mann í bankaráð hvers hlutafjár- banka, hvort sem ríkið á hlut í hon- um eða ekki. Sett verði strangari ákvæði en nú gilda um viðskipti bankaráðsmanna og fyrirtækja í þeirra eigu við hlutaðeigandi banka til að koma í veg fyrir hagsmuna- árekstra. Ákveðið verði í lögum að meðal þeirra málefna, sem banka- ráð skuli taka ákvarðanir um ekki sjaldnar en einu sinni á ári, verði há- mark lánveitinga til eins lántakanda í hlutfalli við eigið fé bankans. Þetta yrði ekki lögbundið hlutfall heldur lögbundið hlutverk bankaráðs og þar með á ábyrgð þess í hverjum banka. Lokaorð Vilji menn í raun og veru bæta skipulag bankanna, og jafnframt draga úr fjárhagsábyrgð ríkisins á rekstri viðskiptabanka, eru tillögur Alþýðuflokksins, sem Seðlabankinn hefur nú að hluta tekið upp á sína arma, án efa vænlegri til árangurs en þær leiðir, sem upphaflega voru ræddar. Ríkið hefur forræði á öllu málinu frá upphafi og getur ráðið því til lykta án þess að binda sig fyr- irfram af samningum við ákveðna aðila. Innstæður væru líklegri til að haldast inni í hinum nýja banka (bönkum) með þessu lagi. Unnt ætti Framhald á bls. 17

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.