Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 31. janúar 1987 Skattlausa árið Fjármálaráðherra fer með rakalaus ósannindi Verður árið 1987 skattlaust? Geta menn treyst því? Geta heimavinn- andi húsmæður farið út að vinna í trausti þess að þær séu að afla skatt- lausra tekna? Geta námsmenn frest- að námi í eitt ár og farið að vinna í trausti þess að árið 1987 verði skatt- laust? Um allt land spyrja menn sjálfa sig þessara spurninga. Ástæðan er sú, að fjármálaráðherra hefur gefið út loforð um að þannig skuli það vera. Þetta loforð er afdráttar- og fyrir- varalaust af hálfu ráðherrans. Það getur haft lykiláhrif á breytni fjölda fólks. Þetta er því óvenjulega mikil- vægt mál hvað varðar hagsmuni, breytni og afkomu fjölskyldnanna í landinu. Spurningin er bara þessi: Má treysta því? Eða verður niður- staðan líkt og Benjamín Eiríksson segir í Morgunblaðsgrein í dag: „Eina lífsvon „skattlausa ársins" er á landi kosningaloforðanna. Ár án skattbyrði er enn ófundið. Sú þekk- ing, að ekkert sé visst í lífi mannsins, annað en dauðinn og skattarnir, er því enn í fullu gildi svo langt sem hún nær." Lygaburður í stað þess að svara spurningum manna málefnalega og af ábyrgðar- tilfinningu og í samræmi við stað- reyndir hefur fjármálaráðherra far- ið með ærslum: Hann hefur gripið til þess ráðs að ljúga til um afstöðu annarra stjórnmálamanna og flokka. Sakað þá um að vera á móti málinu eða ætla að tefja það, logið því til að ágreiningur sé uppi í öðr- um flokkum og neitað staðreyndum um að málið sé enn á byrjunarstigi. Þetta er mikilvægara mál en svo að fjármálaráðherra megi komast upp með hráskinnaleik í málinu, gera þetta mikilvæga hagsmunamál almennings að ómerkilegri kosn- ingabombu. Þess vegna er nauðsyn- legt að leiðrétta rangfærslur ráð- herrans lið fyrir lið. 1) Er Alþýðuflokkurinn and- vígur staðgreiðslukerfi skatta? Svar; Nei, þvert á móti. í ítarlegri stefnuyfirlýsingu flokksins um heildarendurskoðun skattakerfisins er staðgreiðsla á nýjum einföldum tekjuskatti eitt meginatriðið. Þetta er einróma samþykkt stefna á flokksþingi og um hana er enginn ágreiningur innan Alþýðuflokksins. 2) Er einhver að tefja fram- gang málsins? Svar: Hver ætti það að vera? Ekki Alþingi, — málið er ekki þar. Ekki þingflokkar stjórnar- liða, — málið er ekki þar. Málið er á undirbúningsstigi í fjármálaráðu- neytinu sjálfu. Ef málið hefur tafist, — getur það hvergi hafa tafist nema þar. Það er algjörlega í höndumí ráð- herrans sem þegar er búinn að skuldbinda sig með loforðum sín- um. 3) Er ágreiningur milli stjórn- arflokkanna um málið? Svar: Ef væntanleg tillaga fjármálaráðherra snýst um það, að tekjur ársins ’87 verði skattlausar — þá er ágreining- ur innan stjórnarflokkanna um mál- ið. Formaður þingflokks Framsókn- arflokksins, Páll Pétursson, segir í DV-viðtali 16. janúar s.l.: „Mér þykir mjög varhugavert að þetta ár verði skattlaust. Ég tel að það skapi óeðlilega spennu í þjóðfélaginu og ýti undir misferli og raunveruleg skattsvik. Ég held að það þurfi að setja undir þann leka. Því hefur verið fleygt að menn séu að hætta í skóla. Það er bara della ef menn ætla að fara út í eitthvert gull- grafaraæði" — sagði Páll er DV ræddi við hann í gær. Og Páll bætir við: „Málið er hins vegar ekki fyllilega undirbúið og við erum að lenda í talsverðri tíma- þröng með það. Það er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu." Með öðrum orðum: Formaður þingflokks lýsir ágreiningi um fram- kvæmd málsins. Hann segir að mál- ið sé komið í tímaþröng. Viðbrögð fjármálaráðherra: I stað þess að leggja gögnin á borðið, sýna frumvarp sitt á Alþingi, svarar hann með skætingi og órökstuddum full- yrðingum um ágreining í öðrum flokkum. Það er greinilegt að sam- viskan er ekki í lagi. 4) Er málið komið í tímahrak? Svar: Sérfræðingur Framsóknar- flokksins í skattamálum, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, hefur tekið af öllu tvímæli um það. Skylt er að taka fram að framsókn- armenn eins og alþýðuflokksmenn eru afdráttarlaust fylgjandi stað- greiðslukerfi skatta. En Halldór hef- ur þungar áhyggjur af því að fjár- málaráðherrann geti ekki staðið við loforð sín. Hann segir í viðtali við Tímann: „Hins vegar hef ég miklar efa- semdir um það, að nægur undirbún- ingstími sé til stefnu til þess að hætt sé að taka upp staðgreiðslukerfi skatta í ársbyrjun '88 og minni á það að i vor eru kosningar og við taka stjórnarmyndunarviðræður." Og hann bætir við: „Hann sagði það skoðun sína að hér væri á ferðinni það mikilvægt mál að menn yrðu að Ííta raunsæisaugum á þá undirbún- ingsvinnu, sem vinna þarf. Ef menn ætla sér of skamman tima getur far- ið svo að ekkert verði úr máiinu eins og reynslan frá fyrri tíð kennir okk- ur,“ sagði Halldór. í hvaða reynslu er Halldór að vitna? Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur á árinu 1978, lagt fram frumvarp um stað- greiðslukerfi skatta. Hvernig fór fyr- ir því? Halldór Ásgrímsson rifjar það upp: „í þessu sambandi er rétt að minna á það að slíkt var sam- þykkt af ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í lok kjörtímabilsins. Þá var fyrirhugað að koma þessu til leiðar í ársbyrjun 1979 og ég tel að þá hafi málið i reynd fallið vegna allt of skamms undirbúningstíma." — Sporin hræða. 5) Hvers vegna þessar efa- semdir — er óvissa um að staðið verði við loforðin? Svar: Sérfræð- ingur ríkisstjórnarinnar í skattamál- um, Þorkell Helgason, hefur í DV 16. jan. lýst því yfir að nauðsynlegt hefði verið að lög um staðgreiðslu- kerfi tækja gildi um s.l. áramót, 86/ 87. Þá hefði ekki farið á milli mála um framkvæmdina, það hefði ekki verið komið aftan að mönnum, menn hefðu getað hagað tekjuöflun sinni í trausti þess að lögin væru þegar fram komin. Þetta er ekki svo. Hvers vegna ekki? Það hefur enginn tafið Þorstein Pálsson við að standa við loforðin og leggja fram frum- varpið. Nema hann sjálfur þá. En staðreynd er það að frumvarpið hef- ur ekki sést, og það sem menn bíða eftir er að fjármálaráðherra geri hreint íyrir sínum dyrum. Á hvaða stigi er málið statt? Það er á algjöru byrjunarstigi. Fyrsta greinargerðin frá sfártshópi fjármálaráðuneytisins um endurskoðun tekjuskattslaga var sýnd 23. janúar sl„ eftir að Jón Baldvin og Halldór Ásgrímsson höfðu opinberlega lýst efasemdum sínum. Hvað er um þetta skjal að segja? Þetta eru tvær og hálf vélrit- uð síða þar sem tæpt er á ýmsum vandamálum við framkvæmd máls- ins: Það sem mesta athygli vekur þó, er þetta að ekki er minnst einu ein- asta orði á skattlaust ár árið 1987. Ekki einu einasta orði. Annað sem kemur fram er, að hér er eingöngu verið að ræða um staðgreiðslukerfi í tekjuskatti á einstaklinga. Þar segir orðrétt: „Vinnu við víðtækari breytingar á lögum tekju- og eignaskatts, t.d. vegna skattlagningar fjármagns- tekna og annarra eignatekna og vegna skattlagningar fyrirtækja, var þannig vikið aftur fyrir tillögur um breytingar á tekjuskatti einstakl- inga.“ Enn fremur segir þar: „Hafa verður í huga að enn eru mörg álitamál sem þarfnast frekari umfjöliunar til þess að finna þær lausnir sem hvað ásættanlegastar eru að dómi sem flestra.“ Greinargerð starfshópsins er í ætt við sæmilega undirbúna og fram- setta blaðagrein um málið. Fjár- málaráðherra fullyrðir að formaður Alþýðuflokksins hafi ekki farið rétt með heimildir sínar innan kerfisins um að málið væri á byrjunanstigi. Hér með skal skorað á fjármálaráð- herra að birta þessar tæpu þrjár blaðsíður frá starfshópnum svo allir landsmenn megi sjá hvar á byrjun- arstigi málið er statt. 6) Staðgreiðslukerfi skatta, — staðgreiðsla á hverju? Það er ekki nóg að lofa staðgreiðslukerfi skatta frá áramótum 1988. Áður en menn taka afstöðu til þess máls, þá á ég jafnt við alþingismenn sem almenn- ing, verða menn að vita hvað skatt- ar það eru, sem á að staðgreiða. Með öðrum orðum: Það stendur upp á fjármálaráðherra að leggja fyrir Alþingi frumvarp um heildar- endurskoðun á tekjuskattskerfinu. Greinargerð starfshópsins sýnir að ráðherra hefur enn ekki tekið af- stöðu til undirstöðu atriða, hvað þá ER 4WD-SKUTBILL Sá fyrsti frá Japan meö sítengt aidrif, sem hægt er aö iæsa O Stööug spyrna á öll hjól. O Engin skipting milli fram- og afturhjóla. O Viöbragö og vinnsla ísérflokki. O Mikiö buröarþol. O Nýtískulegt og stílhreint útlit. íh|heklahf JjLaugavegi 170-172 Sími 695500

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.