Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN SUNNUDAGUR 16. júli 1967. Skógarmaður nútímans Orðið skógarmaður hafði stundum heldur leiðinlega merkingu í fiornum íslenzk- um sögum. En þegar við skeyt um það í gammni og alvöru við nafn Hákonar Bjarnasonar skóg ræktarstjóra, eða annarra góðra skógræktarmanna, er yfir því ljómi, sem sækir styrk sinn í andstæðuna við gömlu merk inguna. Hákon Bjarnason átti sextugsafmæli í vikunni sem leið. Vissulega hefði verið skylt að minnast þess myndarlega í þessu blaði, en af því að það láð ist eins og fleira, er rétt að minna á það nú og hvetja menn til að hugsa um það stundarkorn, hvern brautryðj anda og átakamann þjóðin á þar sem Hákon Bjarnason er, og er þó of snemmt að leggja lokamat á starf hans. í tilefni af þessu afmæli hans rifjaði einn aldinn skógarvin úr hans það upp, sem Þórihall- ur biskup sagði eitt sinn, að mikil gæfa væri það að geta látið tvö strá vaxa þar, sem eitt óx áður, og bætti síðan við, að ekki teldist það minna að láta skógartré vaxa þar, sem ekkert var fyrir, og það væri baráttuhlutskipti Hákonar Bjarnasonar. Hábon Bjarnason er um margt afreksmaður. Hann býr yfir sterkum persónuleika, mik illi þekkingu um skógrækt ein stæðum dugnaði og áhuga. Allt þetta hafa verið öflugir burðar ásar í stórbrothu ævistárfi hans. Hann hefur orðið að kljást við vantrú manna, áföll veðurfars og reynsluleysis og fátækt þjóðarinnar, en hvað sem sagt verður um ævistarf hans, þegar allt er, þá er hitt þegar víst, að hann hefur sigr að alla þessa örðugu hjalla, því að skógrækt á Íslandi er nú óumdeilanlega komin í þann áfanga, á landi og í huga þjóð arinnar, að hún verður ekki úr honum hrakin, nema Norðri ger ist hér óhóflega ráðríkur. Þjóð in mun meta Hákon Bjarna- son æ því meira, sem lundir nýrra skóga vaxa hér betur, og því skal ósk um slíkan vöxt og viðgang verða afmæliskveðja til Ilákonar, og ekki meira um það rætt að sinni. Leysingar Á miðju sl. ári um það leyti, sem kosningaótti ríkis- stjórnarinnar varð að ákveðn- um s j úkdómseinkennum hjá stjórnarflokkunum, ákvað Bjarni Benediktsson að kasta út mörsiðrinu og setja á svið sýndarstríð gegn dýrtíð og verð bólgu og telja fólki með ein hverjum fjölbrögðum trú um, að verðbólgan hefði verið stöðv uð. Hernaðaráætlunin var köll- uð „stöðvunarstefna“ og sam- in í skyndi nokkur drög að þeirri stefnuskrá. Galdurinn skyldi vera í því fólginn að gleyma því nú alveg, að ríkis stjórnin hafði einu sinni í æsku sinni talað ógætilega og fordæmt allar uppbætur og niðurgreiðslur og talið það köll un sína að afnema slíkt hneyksli með öllu. Að vísu hafði Menn og málofni Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri búum fyrirætlanir borgarstjór ans með halla BÚR með þess- um orðum í sömu forystu grein: „f öðru lagi tók borgar- stjóri skýrt fram, að ef borgar sjóður yrði að standa straum af verulegum hallarekstri B ÚR á næsta ári, yrði það fé ekki tekið á annan hátt en að draga úr framkvæmdum borgarinn ar, sem því næmi. . . Borgar- stjóri hefur því tekið skýrt fram, að fremur verði dregið úr framkvæmdum heldur en útsvör verði hækkuð til þess að standa undir hugsanlegum kostnaðarauka af fyrrgreind- um ástæðum á næsta ári. Það er því fullkomlega ástæðu- laust fyrir málgagn annars stjórnin sífeUt aukið slíkar greiðslur eftir því sem ár liðu, en farið feimulega með og jafn an svarið fyrir, að slíkt væri til á hennar heimili lengur. Nú skyldi hins vegar kvæði vent í kross og dýrtíð og verðbólga stöðvuð með stórfelldum, nýj um og opinberum niður- greiðslum risavaxnari en lands- menn höfðu nokkru sinni þekkt áður. Þegar þessu hafði verið komið á, hrópaði stjórnin eins og sigurvegari: Lítið á, við höf um stöðvað verðbólguna. Þetta var sams konar rök- fræði og að fólki væri sagt, að stórfljót, sem er ísi lagt á vetr- ardögum, sé ekki til lengur, af því að straumfall þess sést ekki um sinn, þótt allir viti, að þá er fljótið einmitt að safna efni í vorflóðin. „Stöðvunarstefna11 og síð- ustu dýrtáðarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar að fela verð- bólguvöxtinn undir ísi risa- vaxinna niðurgreiðslna af al- mannafé, hefur lotið sama nátt úrulögmáli, og nú eftir kosn- ingarnar eru leysingarnar komnar og stórflóð og jaka- hlaup að hefjast. Fyrsta hlaupið Hin nýútkomna útsvars- skrá í Reykjavík er eitt fyrsta stórhlaup þessara hættulegu leysinga, og hún segir líka skil merkilega sögu þeirra stór- (elldu blekkinga, sem stjórn in hafði í frammi með hinni svonefndu „verðstöðvunar- stefnu“ fyrir kosningarnar. Sú saga hefur öll efni til þess að verða íærdómsiik. Þegar fjárhagsáætlun Reykja víkur var afgreidd í des. 1966, fyrir árið 1967, setti borgar- stjóri hana svo upp, að útsvör in hækkuðu um 17,7%. Þetta var nokkru minni árleg hækkun en verið hafði. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins töldu það meira en nóg, og bentu á það með ýmsum dæmum, að áætl- unin gerði beinlínis ráð fyrir sama verðbólguvexti og áður. Einnig var það harðlega gagn- rýnt, að stórum þegar áfölln- um greiðsluböggum, svo sem 30 millj. kr. halla Bæjarútgerð ar Reykjavíkur hefði verið skot ið undan og ekkert til þeirra áætlað í áætlun til þess að geta sýnt borgarbúum lægri áætlun arupphæð útsvara í bili, í blekkingarskyni fram yfir kosn ingar, en þá mundi ætlunin að ná þessu, annað hvort með því að hækka útsvör éftir á eða draga úr framkvæmdum. Var slíkum vinnubrögðum harð- lega mótmælt. Borgarstjórinn andmælti þessu, kvað áætlunina raun- hæfa, var ófiáanlegur til þess að hugsa fyrir skuld BÚR og sagði áætlunina beinlínis sterkan stuðning við „verðstöðvunar- stefnuna“ og samda í anda hennar, eins og hófleg hækk- un útsvaranna bæri vott um. Lofsöngur Morgunblaðsins Morgunblaðið var svo hrifið af verðstöðvunarpostulanum, að það söng honum lof og prís marga daga samfleytt fyrir fram lagið til „verðstöðvunarstefn unnar“. Hinn 7. des. sagði Mbl. t.d. í forystugrein: „Framsóknarmálgagnið held ur enn áfram að virða stað- reyndir að vettugi í sambandi við fjárhagsáætlun Reykjavíkur borgar og fjárlagafrumvarp fyr ir árið 1967. Af þessu tilefni er enn ástæða til að undirstrika þá staðreynd, að í fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir næsta ár er ráð fyrir því gert, að útsvars uppthæðin hækki um 17,7%, sem er mun minni hækkun milli ára en verið hefur að undanförnu, og til samanburðar má benda á, að milli áranna 1965 og 1966 hækkaði útsvarsupphæðin um 23.8%. Þessi takmarkaða hækk- un útsvarsupphæðarinnar bygg- ist einmitt á þeim viðhorfum, sem skapazt hafa í efnahags- málum þjóðarinnar, og með hliðsjón af verðstöðvunar- stefnu ríkisstjórnarinnar." Og margir og miklir svar- dagar voru um það hafðir, bæði af borgarstjóra og Morg unblaðinu, að hækkun útsvars upphæðarinnar eftir á kæmi alls ekki til greina, og væri allt slíkt tal aðeins illur rógur um góða verðstöðvunarmenn. Og Morgunblaðið kynnti borgar- stærsta stjórnmálaflokks þjóð- arinnar að fara dag eftir dag með staðleysur og vísvitandi rangfærslur í sambandi við þetta mál.“ Þannig voru svardagarnir en nú er komið í ljós, hverjir það voru, sem „dag eftir dag fóru með staðleysur og vísvit andi rangfærslur í sambandi við þetta mál.“ í forystugrein 3. des. sagði Mbl. „Borgarstjóri tók skýrt frám, að með þessu móti vildi Reykjavíkurborg fyrir sitt leyti stuðla að jákvæðum árangri verðstöðvunarstefnu ríkis stjórnarinnar, en ofangreind ir fyrirvarar væru því skilyrði bundnir, að kaupgiald og verð lag breyttist ekki frá því sem nú er.“ Efndir svardaganna Þannig má lesa svardagana í ótal myndum, bæði hafða eftir borgarstjóra og að frumkvæði blaðsins sjálfs, um það að út- svarshækkun komi ekki til greina, enda sé þetta verðstöðv unarfjárhagsáætlun. Nú blasa efndir svardag- anna hins vegar við með út- svarsskránni og aðdraganda hennar. Fyrstu dagana' í júlí flutti borgarstjóri þá tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur, að útsvarsupphæðin i löglega afgreiddri fjárhagsáætlun borg- arinnar skyldi hækka um 25— 30 millj. kr. Þó voru „skilyrði" borgarstjóra óbreytt — kaup gjald og verðlag sagt óbreytt. Þessi bakreikningur var afsak- aður með því að greiða yrði halla BÚR, þá skuld, sem skot- ið var undan í des. svo að hægt væri að hafa útsvarsupp- hæðina blekkingatölu. Með þess ari hækkun var útsvarshækk unin milli ára orðin hin sama og árin 1965 og 1966. Með þessu hafði borgarstjóri afhjúp að gersamlega blekkingar og sjónhverfingar sínar og sálu- félaga sinna í ríkisstjórn fyrir kosningar um þetta atriði. Hækkun þessi á sér einnig mjög vafasama stoð í lögum, því að þar er hvergi leyfð slík breyting á löglega gerðri fjár- hagsáætlun bæjaríélags, en að eins heimildir til aukaniðurjöfn unar, ef augljóst er, að gjöld fara langt fram úr áætlun. eins og þau eru mörkuð í fjárhags- áætlun. Ekkert slíkt lá fyrir. Útsvarshækkun er auðvita? tilfinnanleg, en getur stundum verið ill nauðsyn, en þó er það ekki hækkunin sjálf, sem verst er við þetta mál, heldur vinnu brögðin og blekkingarnar, sem beitt hefur verið, og eru full- komið siðleysi, sem lýðfrjáls- ir borgarar geta ekki látið bjóða sér þegjandi, en þar ber þrjú atriði hæst: 1. Útsvarsupphæðin er hækk uð eftir á, þrátt fyrir marg- endurtekna svardaga um, að slíkt verði alls ekki gert, eins og að framan er lýst. 2. Þetta er gert með bak reikningi á borgarana, sem alls ekki gátu búizt við slíku yfir alla slagbranda borgarstjórans og Mbl. og það er gert með mjög vafasömum lagaheimild- um. 3. Með þessu er íhaldið upp- víst að því að hafa sett vísvit- andi upp falsaða verðstöðv- unarstefnu ríkisstjórnarinnar en síðan er hækkuninni skellt á eftir kosningar, blekkingin af hjúpuð og flóðinu steypt yfir Slíkar hundakúnstir borgar stjórnenda eru fordæman- legri en orð fá lýst. f verðstöðvunarlögunum svo nefndu munu einhver sýnd- arákvæði um það, að hefta megi óhóflega hækkun álaga hjá bæjarfélögum. Nú verður fróðlegt að sjá hina miklu verð stöðvunarríkisstjórn beita þeim gegn Geir HaHgríms- syni. Tvenns konar bókhald Sagt er, að í löndum, þar sem fjármálasiðgæði er á lágu stigi, hafi sniðug fyrirtæki oft tvenns konar bókhald, annað til þess að sýna skattayfirvöld um en hitt i Mmræmi við rekstur. T.d. er þetta talið a!- gengt á Spáni. í umræðum um útsvarshækkunina hefur kom- ið í Ijós, að íhaldið kann sömu listir. Borgarstjórinn fann auðvitað mjög til þess, hve bágborið siö ferði öll þessi blekkinsar saga og útsvarshækkunir; of an á hana hlaut að vera í aug- um réttsýnna manna Hann taldi því brýna nauðsvn að finna ein hvern ritningarstað i ræðum sínum, þar sem hann hefði gert því skóna, að komið gæti til útsvarshækkunar eftir á vegna BÚR. Hann leitaði og fann og kom með á borgarstjórnar fund eftirfarandi tilvitnun sem hann kvað tekna úr eigin ræðu í borgarstjórn 1. des. sl. og las yfir borgarfulltrú- um til þess að sýna og sanna. hve fráleit ásökun það væri. að nú væri komið aftan að bore arbúum með útsvarshækkun ina. heldur hefðu þeir beinlín is getað búizt við jressu eftir orðum hans. Þessi yfirlýsim borgarstjórans hljóðaði svo sam kvæmt heimild Morgunblaðsin- 8 júlí sl. „Það er auðvitað athugavert við frumvarpið, að fjárhags- Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.