Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 9
TIMINN
SUNNUDAGtm 16. jnlí 1967
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN
Framkvæmdastjóri: Kristján Bencdiktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson fáb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Renkastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — !
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Æskulýðsmótin
Samtök ungs bindindisfólks í landinu hafa síðustu
sumrin efnt til æskulýðsmóta á fögrum og völdum stöð-
um um verzlunarmannahelgina. Þessi mót hafa verið með
miklum myndarbrag og þau hafa sótt þúsundir glaðs og
þróttmikils æskufólks. Með þessari starfsemi hefur æsk-
unni verið stefnt á holla skemmtun og forðað frá
vandræðum i verri félagsskap. Það hefur komið í ljós,
að æskan vill fegin sækja þessi mót og fagnar því að
eiga þeirra kost. Starf þeirra manna, sem beitzt hafa
fyrir þessu af ósérplægni og áhuga, hefur því borið
ríkulegan ávöxt til þjóðarheilla.
Um næstu verzlunarmannahelgi verður æskulýðsmót
bindindismanna haldið í fögru umhverfi í Galtalækjar-
skógi, og er vel til þess vandað.
Þá er hitt ekki síður mikilvægt, þegar æskulýðsleið-
togar í einstökum héruðum efna til samtaka um hollar
skemmtanir og nýt viðfangsefni fyrir æskufólk og tekst
að ná góðum árangri. Sem goti dæmi um slíkt starf má
nefna starf æskulýðsnefndar Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu. Þau samtök hafa m.a. gengizt fyrir ágætum æsku-
lýðsmótum, og nú í sumar verður slíkt mót að Húsafelli
um verzlunarmannahelgina, og er vel til vandað.
Vafalaust efna fleiri æskulýðssamtök til góðra sumar-
rnóta í sumar, t.d. skátar, sem etcki láta istt eftir liggja,
og ber að fagna öllu slíku. Síðast en ekki sízt má nefna
æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar, sem m.a. beinist að því að
koma á hollum sumarskemmtLnum og sumarstarfi.
Allt þetta starf er eitt hið niikilvægasta sem unnið
er til þess að sporna við skaðlegum áhrifum og hættum,
sem fjölþætt líf og margbreytt stofnar æskunni í á frjáls-
um vegum hennar Hér er hvorki unnið með boðum né
bönnum, heldur jákvæðum aðferðum með virðingu fyrir
æskunni og frjálsræðisrétti hennar. Og það kemur í ljós
að þetta viðhorf kann æskan að meta og kemur til móts
við þá, sem að þessu starfa. Því fullorðnu fólki, sem
leggur sig fram af áhuga og ósérplægni til þess að
greiða veg æskunnar með þessum hætti og nær hollu
og jákvæðu samstarfi við hana, eigum við meira að þakka
en flestir gera sér ljóst. Þess vegna eiga foreldrar að
hvetja börn sín á unglingsaldri til þess að sækja þessi
sérstöku og vönduðu æskulýðsmót.
Árbæjarsafnið
Einhver ánægjulegasti staðui. sem unnt er að heim-
sækja i útjaðri höfuðborgarinnar er Árbæjarsafnið rétt
innan við Elliðaárnar. Þar bætisr allt af eitthvað nýtt við.
Þarna eru gamlir bæir, gömul kirkja, gömul hús og ótal
gamlir munir — allt þjóðminjar, sem eiga sér annað
hvort merkilega eigin sögu eða eru brot úr gengnu þjóð-
lífi. Öllu þessu er fyrir komið og um það gengið af ein-
stakri smekkvísi og hirðusemi.
Sá maður, sem mestan heiður á af því að koma þessu
stónnyndarlega safni á legg og unnið hefur björgunar-
starfið. sem að baki (iggur, er Lárus Sigurbjörnsson.
Forysta hans um þessi mál. árvekni hans við söfnun og
björgun úr glatkistu Reykjavíkur, heimildasöfnun og
fræðileg úrvinnsia. ásamt dugrwði við að heyja hjá yfir-
völdum fjármuni til safnsins veiður seint fullþökkuð.
Það er ekki víst, að allir R^ykvíkingar hafi áttað sig
á þvi, hve skoðunarverðan stað þeir eiga í jaðri borgar-
innar og hve mikil unun er að *ieimsækia hann og reika
heim hans með opnum augum a veðurblíðum sunnudegi.
Litiö inn á heim-
ili framtíðarinnar
Grein úr bandaríska tímaritinu News & World Report
Iívað kemur til, að eftir
spurn hefir aukizt svo mjög
eftir nýjum og fjölbreyttum
fatnaði, heimilistækjum og fjöl
mörgum öðrum notamunum?
Þarna mun gæta til muna
verulegra breytinga á aldurs
flofekun þjóðarinnar. Fast að
helmingur íbúa Bandarífejanna
er nú undir 25 ára aldri. Unga
fólkið, sem nú er að ganga í
hjónatoand og stofna sín eigin
heimili, hefir aiizt upp á alls
nægtaskeiði. Það er orðið vant
stöðugum straumi nýrra fram
leiðsluvara og er fljótt að til-
einka sér nýjungar.
Hraðinn eykst stöðugt i
rannsóknum iðnaðarins og þró-
unin er mjög ör. Af þvi leið-
ir hvers konar nýjungar til
heimilisnota. Margt af nýjung
um í framleiðslu notamuna
stafar frá uppfinningum fyrir-
tækja, sem unnið hafa að ýmsu
í þágu geimrannsóknanna.
Segja má að eldtraustur feir,
sem notaður er ofan á ofna
og í eldunaráhöld, sé tákn-
rænn í þessu sambandi. Þetta
efni var upphaflega búið til í
þeim ti'lgangi að nota það
framan á odda eldflauga.
Örsmáir rafsmárar, sem not-
aðir eru í ýmis konar búnað
til hernaðar og geimrann-
sókna, gera kleift að gjör
breyta ýmsum raftækjum til
nota á heimilum. Þessir smár-
ar eru litlu stærri en punktur
á ritvél og kostuðu allt að
475 dölum hver árið 1961 (um
20.400 krónur). Fjöldafram-
leiðsla hefir nú lækkað Verðið
allt niður í einn dal, svo að
unnt er að nota þá í viðtæki,
sem geyma má í vestisvasa,
dvergvaxin segulbandstæki og
sjónvarpstæki, sem aðeins vega
hálft pund og eru ekki nema
tveir þumlungar á hvorn veg.
En möguleikarnir á þessu sviði
mega heita ókannaðir enn að
því er snertir almenna nota-
muni.
Þeir, sem starfa. að rann-
sóknum hjá rannsóknarstofnun
landbúnaðarráðuneytisins band
aríska, nefna eftirfarandi tæki
sem dæmi um það, sem vænt-
anlegt sé:
Sjónvarpstæki, sem unnt er
að kveikja á, stilla eða slökkva
aftur með því einu að veifa
hendinni.
Hitanæman ofn, sem sýður
nákvæmlega rétt.
Sambyggða þvottavól og
þurrkara, sem þvær fatnaðinn,
hellir úr jér vatninu, þurrkar
síðan og slekkur á sér þegar
hann er orðinn hæfilega þurr.
Miðstöð og loftstilli, serri
nemur hita í herbergjum og
stjórnar loftstraumi og raka.
Rafreikni til heimilisnota,
sem færir bankareikninginn
og heimilisútgjöldin jafnóðum
réiknar út skattana, fylgist
með heimilisbirgðunum og
kveður á um, hvernig matn-
um verði haganlegast komið
fyrir í kæliskápnum. ,
Bætt lífskjör í Bandaríkjun-
um hafa mjög ýtt undir nýj-
ungar í framleiðslu hvers kon
ar vara og tækja, þar sem
tekjur neytendanna hækka
Algerlega sjálfvirkar og
handhægar þvottavélar eru
sjálfsögð hreinlætistæki i bað'-
herberginu eins og baðker og
vaskur.
stöðugt. Meðaltekjur fjöl
skyldu, að frádregnum skött-
um, eru nú um 6780 dalir á
ári (rúmlega 290 þúsund krón-
ur), en voru ekki nema 4370
dalir fyrir tíu árum. Aukn
ingin nemur 55% á áratugnum
Þó gert sé ráð fyrir hækkuðu
vöruverði hefir eyðslueyrir
meðalfjölskyldunnar auikizt um
30% á þessum tíu árum.
Síaukinn fjöldi húsmæðra,
sem stundar vinnu utan heim-
ilis, hefir mjög aukið áhugann
á tilbúnum mat og öllum tækj-
um, sem spara vinnu á heim
ilinu. Um 25 milljónir kvenna
stunda atvinnu í Badaríkjun-
um og samanlagðar launatekj-
ur þeirra n'ema um 86
milljörðum dala á ári.
Æ fleiri þessarar vinnandi
húsmæðra grípa til meira
eða minna tilbúins matar til
þess að spara sér tíma og erf-
iði.
SIÐARI GREIN
W.B. Murphy, forseti Camp
bell Soup Oompany, segir í
þessu sambandi:
— Fyrir þrjátíu árum námu
kaup matar, sem unninn hafði
verið að eintoverju leyti, ekki
helmingi af matvörukaup-
um til heimilisnota. Nú nem-
ur meira eða minna tilbúinn
matur um 70% matvörukaup
anna og hlutfallið hækk-
ar jafnt og þétt.“
Þegar tilbúin matvæli eru
Og á svalirnar eða garðstéttlna
er hægt að breiða ábreiðu með
mjúku og notalegu plastgrasi til
þess að gera allt sumarlegra.
keypt nemur kostnaðurinn við
miáltíðina oft viðlíka miklv
eða litlu meira en raunin væri
ef maturinn væri tilbúinn
heima. En tíminn. sem í maí
argerð og framleiðslu t'er. e’
aðeins fjórðungur þess. sem
heimagerði maturinn krefu-
samkvæmt því, sem rannspkn
ir hafa leitt í ljós.
Nýju ítoúðirnar, sem fólkið
kaupir, sýna og sanna, að nýj
ar hugmyndir ryðja sér einn
ig til rúms á því sviði, og
breytingarnar e ru þar engu
minni en í heimilistækjunum
sem spara vinnu innan húss.
Stanley Edge, forseti Hous
ins Guidance Cpuncil, sem er
einkafyrirtæki í Washington
kemst þannig að orði um
þetta:
„íbúðin er núorðið hlut-
ur, sem unnt er og eðlilegt
að skipta um, líkt og hús-
gögn, bíla og aðra lausafjár
muni. Þessi breytta afstaða
notandans ræður úrslitum um
alla gerð íbúðarinnar. Nýjum
efnum er veitt viðtaka af
mifelu fúsari vilja en áður, og
skipulag íbúðanna verður
miklu fjölbreyttara og ný-
breytnin miklu meiri.“
Edge telur horfur á, að eftir
nokkur ár verði mest eftir-
spurn eftir íbúðum, sem
flokkia megi í þrjá flokka:
íbúð hinna ungu, stóru ítoúð
ina og fínu ítoúðina. ítoúð hinna
ungu er handa ungu hjónu-
um, sem eru að stofa heim
ili, og vilja „mikla nýbreytni
í fyrirkomulagi og öll fáanleg
þægindi. Þau vilja láta íbúð-
ina vinna fyrir sig en ekki
öifugt. Þau vilja lágan' við-
haldskostnað og litla lóð.“
Stóra íbúðin fullnægir þörf-
um hjóna á miðjum aldri, þeg
ar börnin eru að komast á
legg. Þar verður svefntoer-
bergi handa bverju barni, þörf
á fleiri en einu baðher-
bergi, auk herbergja til ým-
issa starfa og mikils geymslu
rýmis.
Að lokum er svo fína íbúð-
in handa fjölskyldunni, þegar
heimilisfaðirinn hefur hvað
hæstar tekjur og börnin eru
komin að heiman og búin
að stofna sín eigin heimili.
Rosknu hjónin vilja þá helzt
eiga lítið einstætt hús, þar
sem þau geti átt góða daga,
notið þæginda oig tekið veru-
lega vel á móti gestum, segir
Edge.
V'el má vera, að hreyfanlegu
húsin fullnægi kröfum fleiri
hjóna, bæði ungra og aldinna.
Af þeim íMðurn. sem kosta 10
þúsund dali eða minna, eru sex
af hverjum tíu hreyfanlegar,
og eftirspurnin virðist auk-
ast stöðugt.
William Snaith, forseti Ray
mond Loewy — William
Snaith, Inc. (fyrirtæki, sem
annast teikningar húsa í New
York) segir um þetfca:
„Hreyfanlegu húsin, sem
nú eru á boðstólura, veita
meira notagildi en aðrar íbúð
ir á sambærilegu verði. Fiest
eru þau meira en 12 fet á
Framtoald á bls. 15.