Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 1
fV S ÍJ j;Vs- :.;V. ív'ft /iSw ' 158. tbl. — Sunnudagur 16. júlí 1967. — 51. árg. 11 HAFA FALLIÐ í NEWARK Friðrik vann belgíska stórmeistarann O’Kelly Það er í annað sinn, sem hann vinnur Belgann - öðrum skákum þeirra hefur lokið með jafntefli FÝLA Eitt sinn vai reistui turn, sem átti að leysa vandræði heillar höfuðborgar, lykteyð ingarturninn á Kletti. Turn inn er fallegur á mynd, og heldur er ekkert út á hann að setja, þegai horft er á hann sjálfan, en hann sést víð ast hvar að úr Reykjavik. Síð- ustu vikur hefur hann hins vegar ekki þjónað fullkomlega tilgangi sínum, því að megna Hykt lagði yfir að minnsta iosti Kleppsveginn, og ef- laust fleiri götur í Reykjavík. Datt sumum . hug, að verið væri að bræða þá margumtöl- uðu skemmdu saltsíld frá síðasta sumri, svo mikil var ýldan. (Tímamynd ÍSAK.) „MESTA ÁRÁS VÍETNAMSTRIÐSINS" DA NANG í ELD- FLAUGAREGNI! NTBNang, laugardag. •k Viet Cong-hcrmenn gerðu í nótt ofboðslega árás á stærstu flugstöð Bandaríkjanna i Suður Vietnam, Da Nang flugvöll. Er þetta talin öflugasta árás alls V'iet namsstríðsins, en í árásinni voru rúmlega 20 flugvélar eyðilagðar a.m.k. 12 Bandaríkjamenn létu lífið og á annað hundrað særðust. ★ Viet Cong-menn sendu rúm- lega 50 sovézkar eldflaugar inn yfir flugstöðina á þeim 40 mínút um, sem árásin stóð yfir. Flugvél ar sprungu í loft upp, og einnig vopnageymslur, og eldflaugarn ar lcntu á bröggunum, ]>ar sem bandariskir hermenn voru sof- andi. Er enn leitað að líkum og lifandi mönnum í rústunum. Eldflaugaskot Viet Cong manna voru mjög nákvæm. Hittu þeir íbúðarbragga, flugvélar, benzín geymslur og skotfæra- og vopna búr. 011 i þetta gífurlegum spreng ingum um allan flugvöllinn. Rauð glóandi járni rigndi niður m.a. yfir margar flugvélar, sem skemmdust það mikið, að hugs- anlega verður að fleygja þeim líka. Mest varð sprengingin, þegar eldflaug lenti á sprengjugeymslu. Sprungu þar 5—6 kílóa sðrengj Framhald á bls. .4. 20 franskir vísindamenn hingad á föstudag KANNA HÁLOFTIN AF REYNISFJALLI ES-Reykjavík, laugardag. Franskir vísindamenn eru væntanlegir hingað til landa á næstunni til rannsókna á háloft unum. Það er franska geim rannsóknamiðstöðin, sem gerir út leiðangurinn, en hún hefur áð ur sent leiðangra hingað til lands, m.a. árið 1964, er Frakk- arnir skutu eldflaugum af Mýr dalssandi. Visindamennirnir verða um 20 talsins, og eru þeir væntanlegir, hingað til lands hinn 21. júli, oe halda þeir daginn eftir austur að Reynisfjalli í Mýrdal, þar sem bækdstöð þeirra verður i þær þrjár vikur, sem þeir dveljast hér. Vísindatæki þeirra koma hinn 18. júlí með Seadler, leigu skipi Eimskipafélagsins, og verða þau flutt austur, áður en þeir koma. Leiðangur þessd er á veguin frönsku geimrannsóknamiðstöðv arinnar, en sú stofnun hefur tví- vegis áður sent hópa vísinda- manna hingað til lands, fyrst ár- ið 1964, er þeir skutu eldflaug- um af Mýrdalssandi, eins og fólki mun v.era í fersku minni. og aft- ur árið 1965, en þá sendu þeir loftbelgi til rannsókna upp frá 'Reykjavíkurflugvelli. í þetta skipti hafa Frakkarn- ir engar eldflaugar meðferðis, heldur munu þeir: senda upp loft 'belgi ásamt rannsóknatækjum frá Reynisfjalli í Mýrdal, og frá Sand skeiði, en á Reynisfjalli verður móttökustöð, sem veitir viðtöku skéytasendingum frá tækjum loft belgjanna. Rannsóknir Frakkanna beinast að því að mæla röntgen- geisla, sem myndast, þegar raf- agnir koma inn í háloftin, en skilyrði til slíkra rannsókna eru Framhald á bls >4. Auglýsing i TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Genst askritendur að ITMANUM Hnngið i síma 12323 NTB-Newark, laugardag. Átta létu lífið og sjúkrahúsin fyHtnst af slösuðu fólM í nótt, eftir ofsalegar kynþáttaóeirðir í gærkvöldi. Eftir þriggja daga kyn þáttaóeirðir, liggja 11 manns í valnum. Rúmlega 700 manns hafa verið handteknir. f allan gærdag stóðu óeirðirn ar og verzlanir vonu tæmdar og kveikt í húsum. í gærkvöldi hóf ust svo átök og bardagar að nýju en lögreglan og hermenn úr þjóð vamarliðinu í New Jersey hafa umkringt það svæði borgarinnar, þar sem átökin eiga sér stað. Lyndon Johnson forseti hefur rætt við fylkisstjórann í New Jersey, R. Hughes, og boðið hon- iiin aðstoð Bandaríkjastjóm- ar, en fyíkisstjórinn hefur ekki enn beðið um slíka aðstoð. Hsím. — laugardag. —„Ég hafði hvítt gegn belgíska stór meistaranum O'Kelly í 2. umferð a skákmótinu hér í Dundee og fékk aðeins skárra tafl út úr byrjuninni" sagði Friðrik Ólafsson, þegar blaðið ræddi við hann í morg un. ,En þú veizt, að það eru fáir seigari en O'Kelly í slik um stöðum og honum tókst næstum því að jafna taflið. En bá uggði hann ekki að sér lék hægfara leik, sem gaf mér tækifæri að komast í biskupsendatafl, þar sem ég hafði heldur betra tafl — og mér tókst að vinna skákina á frekar léttan hátt". Þið hafið teflt tnargar skákir saman, ekki satt? „Jú, þær eru orðnar nokk- uð margar, ég man nú ekki í svipinn nákvæma tölu, og þétta er í annað skipti, sem ég sigra 0‘Kelly. Á Ólympíuskákmót- inu í Varna í Búlgaríu 1962, vann ég hann einnig, en öll- um öðrum skákum milli okkar hefur lokið með jafntefli." Hvernig var skákin við Pen- rose í fyrstu umferð? „Ég veit nú eiginlega ekki, hvað ég á að segja. Maður er alltaf heldur hikandi í fyrstu skák á móti, þegar. langt er síð- an maður hefur teflt. Penrose er góður skákmaður og við sömdum jafntefli eftir rúma 20 leiki. Staðan var þá mjög við sjárverð — og mátti raimveru- lega hvorugur hreyfa sig — en Penrose var með peði meira.“ Hefur nokkuð merkilegt skeð í öðrum skákum? „Nei, lítið hefur verið um óvænt úrslit, nema þá helzt að Wade vann Pomar í fyrstu um- ferðinni, en íslenzkir skákunn- endur þekkja nú Wade kallinn svo vel, og vita. að hann luniar Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.