Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 16
SETT UPP FULLKOMIÐ FÆRl- BANDAKERFI j SLATURHÚSI KAUPFÉLAGS BORGFIRÐINGA GÞE-Reykjavík, laugardag. Framkvæmdir standa nú yfir að fullum krafti í Borgarnesi við upi» setningu færibandakerfis fyrir slúturliúsið nýja, en það kemst vænlanlega í gagnið fyrir næstu sláturtíð, að því er Pétur Ingiinund ai-son sláturhússtjóri tjáði blaðinu Á sl. hausti var sett upp í slát urtiúsinu slíkt færibandakerfi til tilrauna og þótti gefast ákaflega vel, og aðalkostur þess var, hve fljótvirkt það var. Þetta kerfi var þó ekki ætlað til frambúðar, bæði vegna þess að það var alltof lítið fyrir þarfir Borgifirðinga, og eins hefði uppsetning kerfisins og út- færsla ekki verið miðuð við fram- tíðarnotkun, enda var það ekki not að að fullu við siátrun á sl. hiausti. Fallhiffastökk er íþrótt, sem lít- i5 hefur verið stundað hér á landl tll þessa, en á fimmtudags kvöldið voru 7 menn að æfingu upp á Sandskeiði að meðtöldum kennaranum, Eiríki Kristinssyni. Hann segir okkur, að nú séu 14 piltar i þjálfun hjá sér. en falhlifastökkið er kennt á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar og enn Sem komið er hefur því ekki verið hægt að þjálfa aðra en félaga í henni, Eiríkur er f sjálfur útlærður i falihlffa- s stökki frá Bandaríkjunum, en » þar var hann við nám i fyrra sumar. (Tímamynd ísak) ........ ' IT I------------------" Kerfi það, sem tekið verður í notk un nú í hau.st getur afkastað þrjú þúsund kindum á 10 tíma vinnu- degi, en eftíir því sem Pétur Ingi mundarson sagði, verðnr ekki farið upp í fu.il afköst til að byrja með, heldur farið hægt í sakirnar. Kvaðst Pétur ekki getað ímyndað sér annað en þessi færibandakerfi yrðu tekin í notkun í slátuirbúsum um allt land, er fram líða stundir, en svo sem fram he\ur komið í fréttum hefur verið hafizt handa um upp.setningu 9líkra kerfa við sláturhú.sin á Búðardal og Húsa- vík. Uppsetningu kerfisins í Borg arnesi hefur annast Fjólmundur Karlsson, en teikningar eru gerð ar á Teiknistofu' 9ÍiS, samkvæmt bandarískum og ný-sjálenzkum hugmyndum. Þess má að lokum geta, að fyrir huguð er stækkun slátuphússins í Borgarnesi, en óráðið er, hvenœr framkvæmdir hefjast, og ekki hef ur heldur verið ákveðið, hversu miklu stækkunin á að/nema. Flytur fyrirlestra um Baha'íta. GÞE-Reykjavík, laugardag. í dag kemur hingað til lands á vegmm Bahá'ita í Reykjavík kana disk dansmær og kennari Nancy Campell, og mun hún halda hér fyrirlestra um Bahá'itakenningarn at; en hún hefur verlð aðili að Babá'ítahreyfingunni urii langt áfá Framhald á bls. 14. Lítið af túnum mun tví slegið á þessu sumri HEYFENGUR SENNILEGA MUN MINNI EN í MEÐALÁRI FB-Reykjiavík, laugardag. Við vonumst til, að veðráttan verði sem heitust og bezt á næst- unni, svo að gras vaxi upp úr því sem óskemmt er af túnum bænda á þessu sumri, og síðustu dag arnir hafa í rauninni verið fyrstu sumardagarnir, sagði Halldór Páls son búnaðarmálastjóri, þegar við spurðum hann um horfurnar í heyskaparmálum bænda almcnnt í landinu. Hann sagði einnig, að augljóst væri, að mjög lítið af túnum yrði tvíslegið að þessu sinni, og að víst væri, að hey skapur yrði með ininna móti og minni en i meðalári. Hve miklu minni væri auðvitað ekki hægt að segja neitt um enn seni kom ið er. en nauðalítinn hjá þeim, er verst hafa farið út úr kalinu á þessum vetri og vori. — Það lítur ákaflega illa út með heyskap á Norðurlandi öllu saman, sagði Halldór, að undan- teknum smásvæðum, sem hafa sloppið tiltölulega vel. Bæði er geysimikið uin kal, eins og kom- ið hefur fram, en það er mjög misjafnt frá einni sveit til ann- arrar og einum bæ til annars, frá því að vera hér um bil öll túnin á einstaka bæ, og niður i ekkert kal á sumum þæjum, som betur fer. Jafnvel eru heilar sveit ir. sem mjög iífið eða ekkert er kalið í, og þar er grasvöxtur sæmi legur. Ef litið er á Norðurland í heild, allt frá Langanesi og vestur á Vestfirði, er allt meira og minna kalið, þótt verst sé ástandið að sjálfsögðu í Axarfirði, Keldu- hverfi og Þistilfirði. Ofan á þetta bætist, að spretta hefur verið mjög seint. á ferðinni á þessu svæði, og raunar á öllu landinu. en víða hefur þó að lokum farið að gróa þessa síðustu daga, sem hafa verið fyrstu sumardagarnir, víðast hvar. Á Suðurlandi er sums sfcaðar góð slægja, en almennt er það ekki orðið, en nokkuð marg ir eru byrjaðir að slá sunnan- lands. Á Austu.Tlandi hei'ur verið mjög kalt og spretta seint á ferð- inni, en ný köl eru óvíða á Aust- fjörðum, en þó er það til í Hjaltiastaðaþinghánni, þar sem mikið er af nýjum kölum, en þar kól mikið í hitteðfyrra. Við spurðum búnaðarmála- stjóra, hvort kalið á þessu vori væri jafn mikið og á Austurlandi fyrir tveim áru-m, og hvort grípa yrði til þess að setj-a upp aðra kalnefnd til þess að skipuleggja hjálparaðgerðir til handa þeirn bændum, sem verst hafa orðið úti. — Það er ekki gott að segja á þessu stigi málsins, svaraði Halldór. Á sLinum jörðum er kalið ennþá meira en það var á Framhald á bls. 14. Sumarhátíö í Vestur- isafj.sýslu Sumarhátíð Framsóknar- manna í Vestur-ísafjarðar- sýslu verður haldin í félags heimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð laugardaginn 22. júlí og hefst kl. 21.00. Ræður o-g ávörp flytja Bjarni Guðbjörnsson, banka stjóri, ísafirði Steingrimur Hermannsson, framikvæmda stjóri, Reykjavík og Ólafur Þórðarson kennaranemi frá Suðureyri. Karl Einarsson gamanleikari og Jón Kristj- ánsson gamanvísnasöngvari skemmta. Hljómsiveit frá Ísaíirði leikur fyrir dansi. Steingrímur Bjarni Sumar feröin Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík verð ur að þessu sinni farin til Vestmannaeyja með m.s. Esju. Farið verður á hádegi laugardaginn 29. júlí frá Reykjavík og siglt til Vest- mannaeyja. Heimaey verð- ur vandlega skoðuð, meðal annars farið út á Stórhöfða í Herjólfsdal, og þeir, sem vilja, geta gengið á Helga- fell. Frá Vestmannaeyjum, verður farið eftir hádegi á sunnudag, og siglt i kring- um eyjarnar og til Surts- eyjar. Komið til Rvíkur á sunnudagskvöld. Farmiða- pantanir og upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokks ins í síma 2-44-80 og 1-60-66 Ferðafélgaið er um þessar mund ir að byggja sæluhús við Tjald vatn i Velðivötnum eins og sagt befur verið frá áður. Þetta á að verða 50 manna skáli. og er hann smíðaður úr tré með steyptum undirstöðum. Skálinn virðist ætla að verða hið reisu- legasta hús, ef dæmt er eftir myndinni, sem tekin var i vik unni, þar sem sjá má að smíð in gengur vel. (Ljósm. BJ)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.