Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1967, Blaðsíða 3
, % '> •• ■> *. í.- 'V < X % s-. •SííSiHíÍÍWÍíÍ; o' * X \ 'llWliillih^l STJNNUDAGUR 16. júlí 1967 TÍMINN Konan hér á myndinni heitir Sheila Scott og er áhugaflug- maður. Hún setti fyrir skemmstu heimsmet í eins manns flugi frá London til Höfðaborgar. Tíminn. sem það tók hana að fara þangað voru þrír dagar, tvær klukkustund ir og fimmtíu og tvær mínút- ur. Fyrra metið átti Amy John son og var það sett fyrir 31 ári og var Amy þrem klukku stundum og þrjátíu og fjórum minútum lengur. * Þriðjungur allra glœpa sem framdir eru í Frakk- landi eru framdir í borginni Marseilles. Árið 1966 voru framin 497 morð í Frakklandi þar af 136 í Marseilles. ★ Frá því árið 1963 til ársins 1966 hefur fjöldi fólks- og vörubifreiða vaxið úr 15 mill- jónum og 560 þúsundum upp í 18 milljónir. Fjöldi þeirra sem létust í umferðaslysum á þess um árum jókst úr 10.227 i 12.333. ★ Brezki gamanleikarinn frægi Peter Selles, mun innan skamms fara að leika í ind- versk-amerískri kvikmynd, sem nefnist The Alien. Stjórn- andinn er Indverji og hefur hann einnig skrifað kvik- myndahandritið, Kvikmyndin verður meðal annars tekin í Bengal. í SPEGLITÍMAIMS Það er heldur óskemtilegur starfi að vera hermaður í styrjöld, en útyfir tekur þó í flestum tilfellum, að þurfa ☆ Innan um gamlar bækur, sem komið var með til viðgerð ar í Padua eftir flóðið mikla í Flórens, fannst partur af gömlu pergamenti. Pergament ið var athugað og var það dr Sambi próf. í Padua sem það Og þessi mynd er frá St. Péturs-torginu fyrir framan Páfagarð í Róm, en þar var mikið um dýrðir nýfega, þeg ar páfinn vígði 27 nýja kardi nála. Byggður var upphækk aður pallur á torginu og þar fór vígslan fram að viðstödd um tugiþúsundum áhorfenda. að berjast um rigningartímann í hitabeltislandi. Þessir banda rísku hermenn í Vietnam reyna að hvilast í ausandi gerði. Komst bann að raun um, að á pergamentið voru rituð nokkur erindi úr Vita Nuova eftir Dante og lýsa ást skálds ins á Beatrice. Er þetta elzta handrit, sem inniheldur kveð skap eftir Dante og telur Sambi prófessor, að það hafi verið ritað af skrifara á 14. öld, sennilega á meðan Dante var enn á lífi. Elzta handritið sem til er af Vita Nuova er prentað og gefið út í Flórens 1576. í vikunni, sem leið lézt í Montpellier í Frakkilandi skáld rigningu, eftir að hafa verið langtímum saman í stöðugri hættu og baráttu við leyni- skyttur. konan Albertine Sarrazin. Hún fæddist í Alsír árið 1937. Móð ir hennar var aðeins fimmtán ára gömul spænsk stúlka, faðir hennar sennilega frá Alsír. Hún kynntist aldrei for- eldrum sínum og þegar hún var tveggja ára gömul tóku frönsk hjón hana að sér. Heim ilislífið á þessu æskuheimili hennar sem var í Marseilles var ekki sérlega gott, húsbónd inn yfirráðagjarn og þegar hún var 16 ára gömul strauk hún að heiman peningalaus og alls laus og fór til Parísar á þumal fingrinum. Þar gerðist hún fljótt gleðikona og leið hennar lá ýmist í fangelsi eða heimili fyrir afvegaleiddar stúlkur og þaðan strauk hún jafnharðan. Á einni af flóttatilraunum sín um kynntist hún innbrotsþjóf, Julie Sarrazin sem var þrettán árum eldri en hún og hann hjálpaði henni á flótta henn- ar. Síðar giftust þau og hún tók að skrifa skáldsögur, sem aflaði þeim það mikilla tekna að þau gátu hætt sínum fyrri iðjum, sem hafði orsakað það að þau sátu samtals í tuttugu og sex ár í fangelsi, Julien í nítján, hún í sje. Alibertine hefur aðeins skrif að þrjár bækur. Fyrir tvær fyrstu bækurnar „La Cavale“ og „L‘Astragale“ fékk hún frönsk bókmenntaverðlaun, sem tryggðu bókum hennar sölu og henni sjálfri frægð. Bækur hennar eru taldar mjög berorðar og hispurslausar og hún hefur notfœrt sér í þeim þekkingu sína á lífi vændis- kvenna og innbrotsþjófa. Einn ig hefur hún skrifað um ástir milli tveggja kvenna og hef ur nafn hennar oft verið nefnt í sömu andrá og nafn ritihöf undarins Jean Genet, í því til- viki. Albertine hafði verið skorin upp vegna berkla í öðru nýranu og fékk hjartaslag eft ir uppskurðinn og lézt. Kvikmyndaleikkonan sænska Ingrid Thulin ætlar nú að fara að leika í sænskri kvikmynd, sem nefnist Badarna. Er þetta fyrsta hlutverk hennar í sænskri kvikmynd í tvö ár en síðast lék hún í kvikmyndinni Nattelek, sem Mai Zetterling stjórnaði og sýnd var hér í Stjörnuibíói skömmu eftir ára- mótin. ★ Nýjasta útflutningsvara Dana eru andafætur. Hefur slátur hús nokkurt í Svendborg gert samning við fyrirtæki í Hong Kong um að selja þeim fimm- tíu þúsund andafætur. í Kína eni andafætur notaðar í súpu og þykja hið mesta hnossgæti. * Franska lögreglan bjargaði árið 1966 420 sundmönnum frá drukknun og 1,553 fjallgöngu mönríum úr háska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.