Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 2
2 Ótíð og vandræði til sjós og lands >M-Borgarfirði eystra, mánu- dag. Hér eru ótíð og vandræði bæði til sjós og lands. Ágætur fiskur var kominn hér alveg uppi við landsteina, en nú er norðan rosi og hefur ekki ver ið róið í nokkra daga. Hingað er engin síld komin, og lík- lega er ekki von á henni á nœstunni. Hér hefur nú rignt stanz- laust í heila viku. Útlit með heyskap er vont, því að bæði er óvenjulega mikið kal í tún um hérna frá því í vor, og einnig er sprettan yfirleitt mjög léleg. Aftur voru fjár- höld yfirleitt góð hér í vor, þrátt fyrir harðindi og gróður leysi. Ær báru inni og fóru ekki út fyrr en í júni, en lambahöld urðu yfirleitt sæmi leg og viða ágæt. Byrjað var að rýja fyrir um það bil hálf um mánuði, en menn hafa ekfci getað haldið áfram við það vegna ótíðar, svo að því er víða ólokið. Útsvörin í Keflavík Lokið er álagningu útsvara í Keflavík og var skráin lögð fram 27. júlí. Skráin liggur frammi á bæjarskrifstofunum og verzluninni Jám og skip. — Lagt var á 1541 einstakling og námu tekju- og eignaútsvör þeirra samtals kr. 36.377.277,00 og aðstöðugjöld á 232 einstaklinga samtals kr. 1.830,400,00. Útsvör voru lögð á 52 félög sam Mega fara til hvaöa augnlæknis sem er QÞEiBJVÍk, þriðjudag. í dag, 1. ágúst var tekið upp nýtt fyrirkomulag á þjónustu augnlækua á svæði Sjúkrasamlags Roykjavíkur. í stað þess að velja sérstafc an augnlækni, svo sem tíðkazt hefur, geta samlags menn leitað til þeirra allra gegn sömu greiðslu og ver ið hefur. Með þessu fyrir- komulagi þarf ekki tilvísun frá heimUislækni eins og tU annar.ra sérfræðinga, en sam lagsmenn kvitta fyrir veitta þjónustu hjá augnlæknin- um. Að öðru leyti er þetta einvörðungu mál Læknafé lagsins og Sjúkrasamlags- ins. Framkvæmdastjóri Sjúkra samlagsins sagði í viðtali við Timann í dag, að þessi breytta ráðstöifun vœri vegna þess að Læknafclag Reykjavíkur hefði ekki gef ið fcost á óbreyttum samn- ingium, en samkomulag hefði náðst um þetta fyrir komulag. Hér er ekki um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, heldur verður þetta á þennan veg í framtíðinni. Slvio sem fyrr segir kemur þetta ekki fram í auknum greiðslum samlagsmanna, en panti þeir ákveðna tíma hjá augnlæknum er þejm gert að greiða þeim ismáþáknun, tæpl. 30 kr. Starfandd augnlæknar ; þessu svæði eiru 8 talsins. tals kr. 1.674.345,00. Aðstöðugjald var iagt á 75 félög samtals kr. 3.433.300,00. Lagt var á eftir lög- boðnum útsvarsstiga og síðan voru öll útsvör lækkuð um 10%. Við álagninguna voru eftirfar- andi frávik gerð: 1) Undamþegnar útsvarsálagn- ingu voru allar bætur almanna- trygginga. — 2) Hálft tekjuútsvar var -agt á gjaldendur 65—70 ára en ekkert á gjaldendur 70 ára og eldri — 3) Veittur var fullur sjómánnafrádráttur. — 4) Vara- sjóðstillag hjá atvinnurekendum voru ieyfð til frádráttar. Framhald a bis 15. Sigurður Líndal for seti Hins íslenzka bókmenntafélags Nýlega er lokið stjórnarkosn- ingu í Himi íslenzka Bófcmennta félagi. Forseti félagsins, dr. Ein ar Ól. Sveinsson, hafði beðizt und an endurkosningu, og var nú kos inn forseti Sigurður Ltndal hæsta réttarritari Varaforseti var kos- inm dr. Kristjián Eldjáim þjóð- minjavörður. í fuRtrúaráð voru kosnir Einar Bjamason rífcisend urskoðandi og Ragnar Jónsson hæstaréttarl ögma ður til 1972 og Óskar Halldórsson cand mag. til 1970, en dr. Halldór Halldórsson, sem nú gekk úr ráðinu, hafði beð izt undan endurkosningu. Fyrir voru í fulltrúaráðiniu dr. Broddi Jóhannesson, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson og dr. Kristján Eld jám. (Frétt frá Hinu íslenzka bófc- menntafélagi). Banaslysið á flugvellinum OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Stúlkan sem beið bana á Reykja víkurflugvelli í fyrrinótt er skrúfulblað flugvélar slóst í höf uð henni hét Anna Kristin Kristj ánsdóttir og var 19 ára að aldri. Rannsókn á slysinu heldur enn áfram en ekkert hefur komið fram annað en sagt var frá í Tím anum í gær og virðist liggja ljóst fyrir hvemig á atburðinum stóð og ber öllum vitnum saman, en fyrir utan fólkið í flugvélinni stóðu tveir piltar við fiugskýlið sem flugvélin var komin að þegar ^ slysið varð og sáu greinilega hvað § fram fór. TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 2. ágúst 1967. Úskoðaðir bílar teknir úr um- ferð um verzlunarmannahelgina ES-Reykjavík, mánudag. Skoðun bifreiða hér í Reykja vík gengur eftir áætlun, en um þriðjungur bílanna er sendur aft ur vegna ágalla á öryggistækjum. Lögreílan hefur gert skyndiskoð anir í bænum undanfarið og tek ið allmarga óskoðaða bíla úr um- ferð. Fylgzt verður með því um verzlunarmannahelgina, að bílar, sem í einhverju er ábótavant, fari ekki út úr bænum. Gestur Ólafsson hjá Bifreiða- eftirlitinu sagði blaðinu í dag, að skoðun bíla gengi vel, talsvert mikið væri eftir af bílum, sem ættu að vera komnir til skoðun, ar, en aftur væru margir bílar búnir að koma, sem ekki væri komið að. Ástand bílanna gæti verið betra, sagði hann, því að of mikið væri að af smáatriðum, sem menn gætu lagað, t. d. stefnu Ijós og hemlaljós í ólagi, Oft væru hemlarnir of ójafnir, svo að bif- reiðin gæti snúizt, ef snöggheml að væri. Hann sagði og, að um þriðji hver vagn þyrfti að fara aftur óskoðaður, en þó væri það dálítið misjafnt frá degi til dags. í dag eiga að koma til skoðunar bifreiðarnar R-12151—12300. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn sagði, að undanfarið hefði lög- reglan í Reykjavík tekið mikið af óskoðuðmu bílum úr umferð. Þeir hafa verið með skyndiskoðanir og hafa þegar tekið úr umfert? hátt á annað hundrað bíla, sem ekki hafa verið með lögboðinn öryggisútbúnað eða ógengið hefur verið frá skatti og tryggingum. Enn sem komið er hafa þessar ráðstafanir einkum beinzt að lægstu bifreiðanúmerunum, en búast má við, að hærri númerin verði tekin frekar fyrir á næst- unni. Um verzlunarmannahelginia verða lög'regluþjónar og bifreiða eftirlitsmenn á verði við vegi í nágrenni Reykjavíkur, og munu þeir skoða bifreiðir á leið út úr Framhald á bls- 15. ALLIR SEM ÞÁTT TÓKU í skemmtiferS Framsóknarmanna í Reykjavík meS Esjunni til Vestmannaeyja nú um helgina sneru heim aftur glaSir og kátir eftlr mjög vel heppnaSa ferS. VeSriS áttl sinn þátt í því aS fólklS var ánægt, en áreiSanlegt er aS skipshöfnin á Esjunni átti þar ekki síSur hlut aS máll, því viSurgjörn- Ingur var allur eins og bezt verSur á kosiS, Á annarri myndinnl hér meS sjáiS þið BöSvar Stelnþórsson bryta á Esjunni meS starfsfólki sínu, en á hinni myndlnni eru skipstjórinn Tryggvi Blöndal og fyrsti stýrl- maður Stefán Nikulásson í brúnnl, og hjá þelm eru Kristinn 'Finnbogason formaSur Framsóknarfélags Reykja vlkur og Elnar Ágústsson alþlngismaSur. (Tímamyndir Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.