Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. ágúst 1967. I Þórsmörk um verzl- unarmannahelgina Ferðaskrifstofa Úlfars Jacob- scn mun nú setn endranær fara hópferð í Þórsmörk um verzlun- armannabelgina. Má gera ráð fyr ir aíf þctta verði stærsta hópferð ársins eins og undanfarin ár, þeg- ar farþegamir hafa verið frá 400 —1000. Eins og kunnugt er hafði ferða- skrifstofan forgöngu um að flytja skemmtikrafta inn á Þórsmörk um þessa helgi síðast liðin 5 ár og hefur jafnframt boðið þangað með sér ýmsum æskulýðsleiðtog- um. Er þess skemmst að minnast er séra Bragi Friðriksson hélt þar helgistund á sunniudagsmorgni helgarinnar. í ár hefur málum skipazt svo, að Hjálparsveit skáta í Reykja- RAFMAGNS- VATNSDÆLA — vestur-þýzk, 1 tomma lít ið notuð, til sölu á tækifæris verði. Upplýsingar í síma 12472. vík mun annast alit skemmtana- hald á Þónsmörk u'm þessa helgi. Ferðaskrifstafa Úlfars Jacoib- sen vill taka fram, að það er með fulTum stuðningi skrifstofunnar að skátar sj'á um skemmtiatriðin, enda hefur skrifstofan lánað þeim til afniota allan útlbúnað sinn í Þórsmörk og ráðin hefur verið 'hljómsveit sú, er Ferðaskrifstof- an hafði áður ráðið til þessarar ihelgar, Toxic. Farið verður í Þórsmörk frá ferðaskrifstofiunni bæði á /.östu- dag og laugardag. Á föstudag kl. 20,00, en á laugardag kl. 13,00— 15.00. Þá verða ferðir til baka á mánudag kl. 10.00 til 16.00. Pólk er beðið að gæta þess að þessu sinni verður hver og einn að gæta síms farangurs, þar éð ekki verð- ur sérstakur flutningabíll með í ferðinni. Afgreiðsla á bílum ferða skrifstofunnar verður við sérstak an staur neðan girðingar í Húsa- dal og svo vitanlega á skrifstof- unni í Austurstræti 9 í Reykjaváik. Þá skal það sérstaklega tekið fram, að þar sem skrifstofan losn ar að þessu sinni við tugþúsunda kostnað vegna skemmtanalhalds, verða fargjöld til farþega lækkuð sem því nemur, verður Ferðaskrif stofa Úlfars Jacobsen því með lægsbu fargjöldin í Þórsmörk að þessu sinni. Fararstjóri í Þórsmörk verður hinn landskunnj fararstjóri Guð- mundur Magnússon. ÞAKKARÁVÖRP j Mitt innilegasta þakklæti til barna minna, tengda- barna og barnabarna, fyrir ógieymanlega heimsókn á 75 ára afmæli mínu 18. júlí. Sömuleiðis þakka ég öllum, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Drottinn geymi ykkur öll. Sigrún Jóhannesdóttir, Höfða, Höfðahverfi. Jarðarför eiginmanns míns Sigurðar Péturssonar, Melabraut 50, Seltjartiarnesi fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. ágúst kl. 10,30 f. h. Útvarpað verður frá kirkjunni. Sigríður Eysteinsdóttlr. Jónas Sveinsson læknir, Verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. ágúst kl. 2 e. h. Ragnheiður Hafstein, börn og fengdabörn. Þorbjörg Bjarnadóttir, Lttla-Hvammi, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 2 e. h. Dæfur og aðrir vandamenn. Eiginmaður mlnn, Vigfús Helgason, Bogahttð 14, fyrrverandl búnaðarskólakennarl lézt á Landsspítalanum að kvöldi 31. júli. Helga Helgadóttlr. TÍMINN Sjósókn og aflabrögð á Vestfjörðum í júní Sumarvertíðin hófst almennt í byrjun júnímánaðar hjá Vest- fjarðabátum, og stunduðu 145 bát ar róðra í mánuðinum. Eru það heldur fleiri bátar en á sama tíma í fyrra. Flestir bátarnir voru ein- göngu með handfæri eða 126 bát- ar, 13 stunduðu dragnótaveiðar, 1 bátur var með botnvörpu og 5 bátar reru með línu. Gæftir máttu heita góðar allan mánuðinn og afli var yfirleitt nokk uð góður hjá færaibátunum, en dragnótabátunum gekk heldur erf iðlega. Voru nokkrir þeirra að ein hverju leyti á handfæraveiðum með. Dagskrá æsku- lýðsmótsins Meðan norræna æskulýðsmótið stendur yfir mun Tíminn birta dagskrá hvers dags fyrir sig vegna þeirra íslendinga, sem hug hafa á að hlýða á hina ýmsu fyrir- lestra o.fl. Miðvikudagur 2. ágúst: Kl. 9,00 Morgunmatur að Hótel Sögu. Kl. 10,00 Kvnnisferð um Reykja vík. Kl. 12,00 Hádegisverður í boði borgarstjóra. Kl. 14,00 Sameiginlegur fundur: Æskulýðsárið og æsku- lýðsmótið í Reykjavík sett af form. Æskulýðs- ráðs Norræna félagsins á íslandi, Jóni E. Ragn- arssyni, Iögfræðingi. — Form. Norræna félagsins alþm. flytur ávarp. — Forsætisráðh. dr. Bjarni Benediktsson flytur á- varp. — Ávarp frá full trúa hinna Norðurland- anna. — Erindi: ísland fyrr og nú. Páll Líndal, borgarlögmaður. Kl. 16,00—18,00 Frí. Kl. 19,00 Kvöldverður. Kl. 20,30 Kvöldvaka í íþróttahöll inni í Laugardal fyrir þátttakendur og almenn- ing. íþróttasýning og skemmtiatriði, sem bæði gestir og heimamenn sjá um. TIL VIDBOTAR því sem segir í grein í Tímanum 27. júlí um minnisvarðann í kirkju garðinum á Sauðanesi, þar sem E. D. segir frá, óska ég að þess sé getið, svo sem verðugt er, að það var fyrrverandi stöðvarstjóri pósts og síma á Þórshöfn Ingimar Baldvinsson, sem vísaði á og merkti staðinn í kirkjugarðinum í Sauðanesi þar sem hiuir norsku sjómenn voru jarðsettir haustið 1907. Ingimar dvaldi ungur í Sauðanesi. Þakka ég Ingimar mikla og margháttaða fyrir- greiðslu við að koma hinum um- rædda minnisvarða upp og ganga frá honum. Rétt er að geta þess, að það voru 18 menn á skipinu Fridthof er það fórst. Einn komst lífs af, svo sem frá hefir verið sagt, 15 lí'k fundust og hvíla í einni gröf í kirkjugarðinum í Sauðanesi. Lík tveggja manna sem fórust fund ust aldrei. Á bautasteininn eru skráð nöfn mannanna 17 sem fór ust, og varðinn þannig helgaður minningu þeirra allra, þótt eigi hvíli þarna nema 15 menri í íslenzkri mold- 28. júlí 1967 Árni G. Eylands Heildaraflinn í mánuðinum var nú 2-042 lestir, en var 2.476 lestir á sama tima í fyrra. Er það aðal- lega afli dragnótabátanna, sem hefur minnkað frá árinu áður. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: Tveir Patreks- fjarðarbátar stunduðu veiðar með línu við Grænland. Þorri fór tvær veiðiferðir og landaði 123 lestum, og Þrymur fór eina veiðiferð og landaði 48 lestum. Fjórir bátar voru byrjaðir dragnótaveiðar, en afli var tregur. Voru þeir því að einhverju leyti á handfæraveið- um. Aflahæstur þessara báta var Skúli Hjartarson með 19.5 lestir í 13 róðrum. 12 trillur voru á hand færaveiðum, flestar með 2 menn undir færi. Heildarafli Patreks- fjarðarbáta í mánuðinum var 286 lestir . Tálknafjörður: Þrír bátar stund uðu dragnótaveiðar og tveir bátar voru byrjaðir á færum. Var heild arafli þeirra í mánuðinum 78 lest- ir. Aflahæstur var Brimnes með 26,7 lestir í 6 róðrum með drag- nót. Bíldmdalur: Þaðan stunduðu fjór ir bátar dragnóta- og færaveiðar, en þrír bátar voru einhliða á fær- um. Var heildarafli Bíldudalsbáta í mánuðinum 62 lestir. Aflaihæstur var Jörundur Bjarnason með 12,9 lestir í dragnót. feingcyri: 7 bátar voru gerðir út til handfæraveiða frá Þingeyri, og var heildaraflinn í mánuðinum 132 lestir. Aflahæstur var Búi með 24,3 lestir. Flateyri: 18 bátar stunduðu handfæraveiðar frá Flateyri, og var heiildaraflinn í mánuðinum 232 lestir. Aflahæistir voru Ásgeir Torfason með 61,0 lestir, Þor- steinn 28,6 lestir og Vísir 21,9 lestir. Suðureyri: 16 bátar stunduðu veiðar með handfæri, 1 reri meB Línu og 1 með dragnót. Aflahæstir færabátanna voru Gyllir með 40,1 lest, Friðbert Guðmundsson 39,6 lestir og Sif 32,4 lestir. Afli á línuna var sáratregur, enda engin ýsa komin enn þá, og fékk Jón Guðmundisson, sem var eini bát- urinn, sem reri með liíniu, 29,2 lestir í 19 róðrum. Heildaraflinn var 276 lestir í mánuðinum. Bolungavík: 24 bátar stunduðu handfæraveiðar og einn reri með línu. Var heildaraflinn í mánuð- inum 317,8 lestir. Aflaihæstdr færa bátanna voru Haukur með 24,9 lestir, Giuðjón 23,0 lestir og Haf- lína 21,4 lestir. Ölver aflaði 16,5 lestir í 20 róðrum á línu. Hnífsdalur: Þrír bátar stunduðu róðra, 1 með dragnót og 2 með handfæri og var heildarafli þeirra 62 lestir. Gylfi aflaði 29,3 lestir í dragnót og Giissur hvíti 17,1 lest á færi. ísafjörður: 25 bátar stunduðu handfæraveiðar, 2 reru með línu og 1 með dragnót, og varð heild- arafli þessara báta 464 lestir. Straumnes var með 76,2 lest-ir í 20 róðrum og Jódís 11,1 lest í 4 róðrum með línu, en af handfæra bátunum voru1 aflahæstir Svanur með 41,2 lestir, Örn 36,5 lestir og Gissur hvíti 33,1 lest. Gunn- hildur aflaði 11,5 lestir í 5 róðr- um með dragnót. Súðavík: 2 bátar stunduðu hand færaveiðar og 1 botnvörpuveiðar. Trausti aflaði 29,3 lestir og Dröfn 19,6 lestir á handfæri, en Svanus 11,4 lestir í botnvörpu. Drangsnes: 4 bátar stunduðu handfæraveiðar og var heildarafli þeirra í mánuðinum 61 lest. Afla- hæstir voru Pólstjarnan með 23,0 leistir og Guðrún með 22,8 lestir. Ilólmavík: 3 bátar stunduðu handfæraveiðar og öfluðu 11 lest- ir. Aflahæstur var Sigunfari með 6,8 lestir. Borgarbókasafnið send ir frá sér bókalista Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér bókalista nr. 2 1967 um nýjar bækur, sem skráð- ar hafa verið í safninu síðan listi nr. 1 kom út í apríl s. 1. Á þessum lista eru 644 bókartitlar, og eru skáldrit á ensku stærsti flokkur- inn, 121 bókartitlar. Næst koma skáldrit á dönsku, 72 titlar, sagn- fræði 49, skáldrit á sænsku, 48. Ævisögur, 44, landafræði og ferð- ir, 39. Náttúrufræði, 32, og íþrótt ir og leikir 30 titlar. Bókalistar Borgarbókasafnsins liggja frammi í útlánsstöðum saínsins í borginni frjiálsir öllum sem hafa viljá. Þá hefur Borgarbókasafnið einn ig gefið út, lista yfir nýl-egri ferða og landafræðibækur um Evróp-u- ’önd, sem til eru í safninu. Er þetta einkum gert til hægðar- au'ka þeim, sem f-erðast ætla ál þessara landa og óska að auka þekkingu sína á þeim og þjóðum þeirra, áður en þeir leggja u-pp í ferðalagið. Bækling-urinn liggur frammi í bókasafninu sem og ferðaskri'fstof um borgarinnar. Sviffluga laskast I lendingu OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Sviffluga skemmdist mikið er hún lenti á steini í lendingu við Leirvogsvatr. í Mosfellssveit í gær. Flugmaðurinn meiddist ekki. Svifflugan var á langflugi og búin að vera á lofti í fimm klukku stund.r þegar hún missti hæð yfir Mosfellssveitinni og ætlaði flug- maðurinn Sigurður Benediktsson verkfræðingur að lenda á túni við Leirvogsvatn. En svifflugan missti svo ör; hæðina að hann lenti á stórum steini rétt utan við túnið og hentist af honum yfir túngirð- inguna og hafnaði þvi að lokum á réttum lendingarstað. Lending- arhraði svifflugu er tiltölulega lít ill J-g því ekki mikii hætta á að flugmenn saki þótt þær nái ekki alltaf að lenda á sléttri grund, enda kemur oft fyrir að svifflue ur icndi langt frá þeim j'töðum sem iipphaflega voru til pess æti aðir “r lagt ei upp og þykir va-ia frásógur færandi Eins og fyrr segir var Sisurð ,r búinn að f'júaa i fimm klukKu stundit þegar hann neyddist 'i ~ lenda Flaug hann frá Sand; og allt inn að Langjökli o kominn langleiðina að San " aftui þegar loftstraumar gerðust óhagstæð-ir og hann varð að lenda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.