Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 2. ágúst 1967. f IL;1 ' AF SJÓNARHÓLI ÍSLEND Í . j; áffijjl INGS í BANDARÍKJUNUM Daninn, sem dó viö Alamó Texas er sjö sinnum stærra en ísland og hefir 50 sinnum fleiri ílbúa. PylkiS hefir lengi verið langstærst í Bandaríikj- unum, en missti titilinn, þeg- ar Alaska gekk í samsteypuna fyrir noikkrum árum. Margir Texasbúar neita samt ennþá að viðurkenna þá staðreynd. Telzt er Texas þekkt fyrir kúreka og ríka olíukiónga. Margar skrítlur eru sagðar um ibúana, sem taíldir eru roggnir, klunnalegir, vitgrannir en hjálpsamir. Auðvitað eru Tex- asmenn hreyknir af ættlandi sínu og arfleifð, enda mega þeir vera það. Mér finnst þeir vera ósköp svipaðir og fólk gengur og gerist a.nnars staðar í Bandaríkjunum, nema hvað þeir eru líklega ívið vingjarn- legri og hjáilpsamari, og gefa sér tíma til að greiða fyrir ókunnugum. Gróska er mikil í efnahags- liifi Texas. Fylikið er auðugt og fólkið duglegt. Feikna odíu- lindir felast gndir niðri, en landið er víða þakið gróður- sælum beitahhögum, þar sem ramlba hjarðir milljóna af nautpeningi. Baðmul og fleiri nytjajurtir eru ræktaðar víðs vegar um fylkið, iðnaður er vaxandi, og fiskiveiðar, sérstak- tega rækjuvieiðar, eru miklar í Mexíbófllóa. Vegalengdir eru mMar í Texas, og að aka frá einni borg í aðra er oft mikið ferða- lag. En vegir eru flestir góðir, rennisléttir og breiðar hrað- brautir, teygjandi sig svo langt sem augað eygir. Landslagið þýtur hjá, sléttur með naut- peningi á beit milli olíutuma, þar sem dælur soga gullið svarta úr iðrum jarðar. Ann- ars staðar sjást leiðslur, sem flytja jarðgas út og norður um allt land. Það er notað mikið til upphitunar í norðurfýlkj- unum. Sti.ndum liggur vegur- inn um hálfgerðar eyðimerk- ur, þar sem kaktusar einir þola við í hitanum, sem oft er kringum 40 stig á Celcius á sumrum. Fari maður út af hraðbraut- unum og aki um fylkisvegina. liggur leiðin ekki ósjaldan gegnum liítil þorp, sem sum hver líta út eins og kúreka- þorpin í kvikmyndunum úr vi'llta vestrinu. Það er oft ekki nema steinsnar frá hrað- brautinni í þessi þorp, en það er sem maður hverfi hundrað ár aftur í tímann, þegar mað- ur stanzar þar. Um daginn áðum við í þorpi, sem heitir Waelder. Það er miðja vegu milli San Antonio og Houston. Húsin við aðal- götuna voru á þann veg, að ég bjóst við að sjá John Wayne koma þjótandi út úr krárdyrunum með sexlhleyp- urnar á lofti. Kona nokkur gaf sig á tal við okkur, þegar hún sá, að við vorum utanbæjar- fólk. Hún reyndist vera kaup- mannsfrú, að nafni frú Miller, og var verzlun manns hennar þar yijbáðtfiiéh • «Sted - Vndi hún endilega sýna okk- ur búðina, sem reyndist vera hin merkilegasta stofnun, rúm- lega hundrað ára gömuil, ber andi greinileg merki þess ald- urs. Inn af búðinni var lítið reykhúis, þar sem voru tvö langborð. Sátu þar kúrekar og stýfðu úr hnefa reyk.soðið nautakjöt, sem þeir kalla „Bar-b-cue“, og er eins konar hangikjöt Texasbúa. Smökkuð um við á knásunum Oig líkaði vel. Þótt Texas sé ekki gömul byggð, á hún sér merkilega sögu og fleiri menjar heldur en gamlar sveitabúðir., í miðri San Antónfó borg stend- ur virki, sem Alamó heitir. Er það eins helgur staðúr Texasbúum og Þinigvellir ís- lendingum. Alamó var eitt sinn spönsk trútooðsstöð, sem seinna var breytt í virki. Þegar Texas barðist fyrir sjál'fstæði frá Mexíkó, gerðust þar at- burðir, sem ótoeint urðu til þess, að sigur og sjálfstæði unnust. ítoúarnir höfðu gert uppreisn í desemtoer 1835 gegn An- tonio Lopez de Santa Anna, einræðisherra Mexíkó. Hlöfðu þeir sigrað heri Mexíikana í San Antóníó og tekið virkið Alamó. Sanfa Anna fylltist bræði, tók sjálfur að sér stj-órn 5000 manna hens og stefndi til San Antóníó. Verjendur Alamó voru að- eins 187 að tölu, víða að komn ir, einikennilegt samsafn manna, sepi sameinaðir voru í þvi að berjast gegn yfirráð- um Mexíkana. í hópinn hafði , alegizi hipn , .frægi,,. David ------$. ............:—.— Crockett með 17 af sínum vösik-u Tennessee hermönnum. Þarna voru líka 37 útlending- ar, Englendingar, -írar, Þjóð verjar, Skotar og einn Dani. Hann hét Oharles Zanco, og veit ég því miður engin frek- ari d-eili á honum. Foringi verjendanna, Willi am Traviis, 26 ára gamiall íög fræðimgur fr-á Suður Karóiínu fylki, sendi eftir liðsauka, en það var strax ljóst, að engin hjálp myndi berast í tæka tíð. Hann kallafji því menn sína saman og gaf þeim kost á að yfir-gefa virkið, með-aoi það enn væri hægt. Aðeins einn maður tók þann bost. Hinir ákváðu að berj-ast þar til yfir lyki. Ums-átrið varaði í 13 daga. Hinar 186 Alamó hetjur felldu næstum 1600 af árása-rmönnun- um áður en vömin var brotin á bak aftur og hver einasta þeirra drepin. Var virkið þá orðið nœetum matariaust og skotfæri af skornum skammti. Einum og háifum miánuði síð- ar safnaði San Houston, hers- höfðingi saman 800 sjiáíftooða- liðum og réðist gegn her Santa Anna í San Jacinto. Gnen-j- andi herópið „Munið Alamó!“ geystust þeir móti Mexíkönum og gersigruð-u þá. Sjólfstæði Texas var tryggt. I Alamó virkinu, sem nú er fjölsóttur sögustaður, biafctir við hlið annanra fáina, fáni Danmerikur til heiðurs CJharles Zancos, Dananum, sem lét líf sitt, fjarri ættjörð sinni, fyrir sjálfstæði Texas. Þórir S. GröndaL Grelnargerð frá Náttúruverndarráði: VEGARSTÆÐIÐ VIÐ MÝVATN Nláttúr-uverndarráð fékk un það vitneskju á sl. vori, að í ráði væri að ákveða vegi þessum stað gegn um Reyk-j ahlíðarhverfið og með- fram vatninu í átt til Grímsstaða. M. a. af þess-u tilefni gefckst nátt úruverndarráð fyrir, að haldinn var fu-ndur um mál þetta að Hótel Reynihlíð hinn 17. á-gúst sl. Á fundi þessum mættu af ráðsins -hálfu þeir Birgir Kjaran, formað- ur ráðsins, dr. Finnur Guðmunds so-n, dr. Sig-urður Þórarinsson, Sig urður Thoroddsen og Eyþór Ein arsson, og auk þeirra Jón Gauti Pétursson, fyrrverandi oddviti Mývatnssveitar, Sigurðuu Þóris- son núveran-di oddiviti og Helgi Hallgrímsson náttúrugripasafn- inu á Akureyri. Á fundi þessum var þetta bókað um málið: „Fyrst var rætt um leg-u vænt- anlegs vegar milli Mývatnssveitar og Húsavíkur og þá einkanlega þann hluta han-s, sem skipulags- uppdráttur af fyrirhuguðu Reykja hlíðarþorpi sýnir milli Reynihlíð arhótels og vatnsins. Mývetning- ar skýrðu frá því, að þeir hefðu einmitt gert athugasemd við þetta atriði skipuiagst.pþdráttarins, en engu fengið um þokað. Kom fram hjá f-undarmönnum mikil óánœgja með að vegurdnn s-kyldi fyrirhug- aður svo nálægt vat-ninu, og var um það rætt að reyna að fá þe-s-su breytt hjá skipu'lagsyfirvöldunum. í framihaldi af þessum fundi var haldinn fundur í Náttúruvcrndar- ráði hinn 14. sept. Þar voru mætt ir allir þeir sömu ráðsmenn og áður, að viðtoættum Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra. Um málið var þetta bókað: „Þá var rætt um staðsetn- ingu hins nýja vegar við norð- uustiurihorn Mývatns eins og skipu xagsuppdráttur af Reykjahlíð arþorpi sýnir ha-na milli Reynj- hlíðarhóteis og vatnsins. Málið var rætt fram og aftur og voru allir sammála um að reyna að fá þá á fund sem fyrst, skipu- lagsstjóra og vegamálastjóra til að ræða málið og koma sjónar- miðum og skoðunum Náttúru- verndarráðs á framfæri við þá og reyna að fá þessu atriði uppdrátt arins breytt.“ Um efni þetta var enn hald- i-nn f-undur í Náttúruverndarráði mánudaginn 19. sept. Á fundi þessum voru m-ættir: Birgir Kjar- an, formaður, dr. Finnur Guð- mundsson, dr. Sig-urður Þórarins- son, Eyþór Einarsson og Sigurð ur Thorodd-sen, allir úr Náttúru- verndarráði, en auk þeirra þeir Zoplhonias Pálsson, ski-pulags- stjóri, Hrafnkell Thoriacius starfs maður Skipu-lags ríkisins og Snæ björn Jónasson deildarverkfræð- ingur Vegamálaskrifstofunn- ar. Um u-mræður á þessum f-undi var þetta bók-að: „Formaður setti f-undinn og lýsti tilefni hans. Á d-agskrá þessa fund-ar er Mývatnssvæðið frá ýms- um sjónarmiðum, og lagði skipu- •lagsstjóri fram kort af þessu svæði. Rætt var um vegarstœði, bæði á þeim leiðum, sem nú orð ið eru lagðar vegum, og eigd síð- ur um það, á hvem hátt megi í framtíðinni haga vegarlagningum með sérstöku tilliti til þess, að þær truf-Ii eigi náttúru staðarins, — og þá sérstaklega fuglalífið — meira en nauðsynlegt er. Biáru ráðsmenn fram þau eindregnu tdl mæli til skipulagsstjóra og yfir stjómar vegámála, að gefinn yrði góður gaumur að þessari hlið máls ins, áður en endanlegar ákvarð- anir yrðu teknar. sr. Finnur Guð mundsson lagði áherzl-u á, að þetta ætti fyrst og fremst við um svæð ið milli Reykjaihiíðar og Gríms- staða, þar eð þetta svæði væri nú orðið hið eína griðland fugkjns, vegna niálægð-ar vegarins við vato. ið a-Hs staðar — eða víííast bv®r annars staðar. Zophónías Pálsson bar fram fyrirspum um, hvort eigi vaeri hægt að friða svæðið austamvert við vatnið fyrir akandi nmferð o-g n-ota nýja veginn vestan við vatnið með tengslum við Alkur- eyri og aðra staði norðanlands, austan A'kureyrar. Málið rætt frá ýrnsum sjónarmiðum en engin ályfctun gerð.“ Enn var haldinn fundur um máiið í Nláttúruvemdarráði mið viikudaginn 26. okt Vora þar mættir allir ráðsmenn að undan- skildum Steingrími Steinþórs- syni, en auk þess mætti á fund- inn Snæbjörn Jónasson deildar- verkfræðingur. Á fundinum vaT toókað um málið: „Rætt um vegarstæði til aust urs frá Reykjaíhlíð við Mývatn og til Húsavíkur. Sn-æbjöm skýrði f-rá tillögum og sjónarmið- um heima í héraði. Var mál þetta einnig rætt á fundi skip-u- lag-snefndar mánudaginn 24. okt. að viðstöddum Gunnari Vagnssyni dr. Finni Guðmundssyni og dr. Sigurði Þórarinssyni. Siwohljóð- andi tiliaga kom fram: „Náttúruvemdarráð gerir þá eindregnu tiliö-gu til skipulags- nefndar, að fyrirhug-uðum vegi verði ákveðið stæðd sem næst gamla veginum neðan við brek-k urnar austan við Reykjahl-íð og Reynihlíð.“ Tillagan samþykkt ein-róma. Enn kom þetta mál fyrir fund t Náttúru.verndarráði föstudaginn 27. jan. 1967. Um málið er bókað í fundargerðabók ráðsins: „Fyrir lá bréf skipulagsstjóra dags. 28. des. þar sem tilkynnj er, að skipuiagsstjóri telji með hliðs.ión af umsögn oddvjtt Skútustaðahrepps, að eðlilegasi sé að leið, sem auðkennd er a viðfestu korti IB verði valin. Er það vegarstæði aðeins fjær vatn Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.