Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1967, Blaðsíða 9
imœvmroAGUR 2. ágúst isct. TÍMINN Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson ráb). Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar.1 Tómas Karisson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðsiusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími ld300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. t. Ahyggjulausir menn Morgunblaðið ræðir í gær í forystugrein um þá ískyggilegu staðreynd. að viðskiptajöfnuðurinn við út- lönd hefur orðið óhagstæður um hvorki meira né minna en 1508 milljónir kr. á fyrra helmingi þessa árs, og er það mesti halli, sem þjóðin þekkir á jafnskömmum tíma. Þó hafa þess ekki sézt merki, að ráðherrar teldu ástæðu til þess að hreyfa litlafingur vegna þessarar válegu stað- reyndar. Kemur og í ljós í þessari forystugrein Morgun- blaðsins, hverjum augum er litið á þennan halla í stjórnar- ráðinu, því að lokaniðurstaðan er þessi: „Hins vegar er þessi halli ekki þess eðlis, að menn þurfi að hafa af því þungar áhyggjur, því að gjaldeyris- varasjóðir okkar þola miklu meiri áföll en þau, sem enn hafa orðið“. Morgunblaðið segir, að bak gjaldeyrisvarasjóðsins sé breitt og þoli miklu, miklu meira en fram er komið. Er því rétt að spyrja Mbl.: Var ekki gjaldeyrisvarasjóður- inn talinn 2 milljarðar um aramót? Hve mikill var hann þá 1. júlí, þegar frá hafa verið dregnar vöruskuldir verzlunarinnar erlendis? Þó að ráðherrarnir og málgógn þeirra telji sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af 1500 milljóna vöruskiptahalla á hálfu ári, munu þeir menn þó til, sem reyna að gera sér einhverja grein fyrir því, hvað þetta þýðir. Að sjálf- sögðu er þar minni afla og verðfalli um að kenna að sumu leyti, en ekki síður beirri blóðtöku, sem atvinnu- vegirnir hafa orðið að þola vegna stjórnarstefnunnar. Það er útvegur í lánakreppu, frystihús í þröng og lam- aður iðnaður, sem þarna segja til sín. Útflutningsfram- leiðsla iðnaðar er úr sögu, og við verðum nú að kaupa margt frá útlöndum, sem við íramleiddum sjálfir áður. í útflutningshallanum koma nú m.a. fram merkin um það, hvernig atvinnuvegunum hefur blætt síðustu ár. En ráðherrarnir hafa engar áhyggjur. meðan einhverjir aurar eru til, sem kaupa ma fyrir kex og tertubotna. Enginn falsanaskortur Morgunblaðið heldur því fram í forystugrein í gær. að mjög skorti á samræmi í orðum Tímans s.l. sunnu- dag. Segir blaðið að á einum stað sé erfiðleikum at- vinnulífsins lýst sem afleiðingum ills árferðis, aflatregðu og verðfalls, en á öðrum sé ríkisstjórninni kennt um allt saman. Til þess að reyna að sýna fram á þetta, slítur Mbl. tvær setningar úr samhengi. Til þess að sýna þessi vinnubrögð skulu birtar i neild þær málsgreinar sem um þetta eru í forystugrein Tlmans s'.i sunnudag: „Rétt er, að lélegt grasár er nu. minni veiði en áður og nokkurt verðfall frá liðnum hávirðisárum. En ekkert af þessu er þó sem betur fer svo illt enn, að þjóðin hafi ekki margoft siglt krappari sjó, ef sæmilega hefur verið stjórnað. Sannleikurinn er sá. að „erfiða árið" stafar fyrst og fremst af óstjórninni. riún er það versta, sem við er að fást. Þegar pannig er stjórnað, að ekki hefur ’cmu sinnt verið unnt að haida i horf’ á uppgripaárum. hallar fljótt undan, þegar afiafengur minnkar Það „erfiða ár“ sem stjórnarblóðin tala nú um. var fyrir- sjáanlegt í vor, hvermg sem at'lazt hefði“ Setningarnar. sem hér eru feitletraðar, sleit Morgunblaðið úr sam- hengi til þess að geta skrökvað því. að misræmi væri 1 málflutningi Tímans. Dæmir þessi fölsun meistara sína sjálf og sýnir, að það er enginn skortur á fölsunum á þeim bæ — og mun líklega seint skorta. U. S. News and World Report: Úttast er að draga kunniþá og þegar til vandræða i Mexíkó MÖRGUM verður álhyggju- efni, að alvarlegar blikur virð- ant á lofti í Mexókó, sem um langt skeið hefur þótt til fyr- inmyndar um stöðugt stjórnar- far meðal Mið- og Suður- Ameríkuríkja. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af hiorfunum, ekki síður en Mexákómenn sjálfir, enda eru landamæri ráikjanna sameiginieg á 1600 mílna svæði. Alvaiiegar óeirð- ir í Mexíkó hlytt' óhjókvæmi- lega að bergmála í Bandaríkj- unum. Margir uggvænlegir atburðir hafa orðið til þess að auka á kvíðann. Um miðjan maí í vor tók herinn í Mexakó völdin í Soniora-fylki í sínar hendur, en það liggur að Arizona. Átök höfðu staðið í þrjá daga, þegar herinn tók til sinna ráða, og höfðu iögreglumenn og stúd- entar meðal annars skipzt á skotum. Óeirðirnar áttu rætur að rekja til andstöðu stúdenta gegn fylkisstjóraefni stjórn- málaflokksins, sem með völdin fer í landinu. MEÐAL annarra uggvænlegra atburða, sem orðið hafa á ár- inu sem leið, má nefna: Hersveitir hafa verið kvadd- ar á vettvang í mörgum fylkj- um Mexíkó til þess að kveða niður uppsteit bænda gegn lánakerfi ríkisstjórnarinnar, og eins til að reka landlausa bænd ur af jörðum, sem þeir reyndu að helga sér og nytja. Stúdentar við ríkisháskólann i Mexíkó efndu til óeirða og varð skólalóðin að orrustuvelli. Uppþot var einnig gert við há- skólann í Moreliu og olli upp- þotið því, að fallhlífarhermenn tóku skólann og borgina Mor- eliu. Leyniiþjónustan í Mexíkóborg iann tvo skóla kommúnista, þar sem skæruliðar voru þjálf- aðir. Stjórn'málaerindreka frá Kúbu var vísað úr landi í Mexíkó af því að hann var við- riðinn samtök vopnasmyglara. Þegar lögreglan handtók smygl Gustavo Diaz Ordai, forsetl Mexlkó. arana, fundust skjöl, sem færðu sönnur á, að kommúnistar höfðu átt virkan þátt í upp- þotum stúdenta og bænda. Til vopnaðra átaka kom í lok ársins 1966 í jafn fjarliggjandi landshlutum og Yucatan-skaga í suðaustri og Sinaloe-fylki í norðvestri. Talsmaður mexikanskra bænda hefur komizt svo að orði: „Ástandinu í sveitum lands- ins má líkja við skrælnaðan gróður. Hvaða ókyrrð, sem er, kann að tendra þann neista, sem orðið gæti að allsherjar- báli. Þetta er mjög háskalegt ástand og versnar dag frá degi“. Stjórnmálaleiðtogi einn hef- ur sagt blótt áfram: „Ógæfan vofdr yfir“. FYRRI GREIN SVO furðulega vil til, að einmitt þegar svona uggvœn- lega horfir, að ýmis efnahags- leg tákn þykja benda til batn- andi tíma og bjartari framtíð- ar fyrir þjóðina, sem er urn 44 milljónir að tölu. Árið, sem leið, óx þjóðar- framleiðslan um 7 af hundraði, iðnaðarframleiðslan óx um 10% og byggingariðnaðurinn um 16%. Tekjur á mann urðu hærri en nokkru sinni fyrr, eða námu um 450 dolluruir samkvæmt nýbirtum skýrslum En margir háttsettir Mexi kanar segja, að þessar tölur gefi villandi mynd af heildar ástandinu. Sagt er, að þær sýnj aðeins framfarir meðal tak markaðs hluta þjóðarinnar, en með hverju árinu sem líði, fari æ fleiri Mexíkanar með öllu á mis við efnahagslegar fram- farir. „Við gjöldum þess sem þjóð, hvað við erum stoltir", segir einn mjög áhyggjufullur fram- ámaður. „Við segjum umheim- inum sjaidan sannleikann um okkur sjálfa“. Maður þessd bendir á örlög hinna blásnauðu Tarahumara-Indíána í Ohihau- hau-fylki sem dæmi um það, hivað hann eigi við. í september í haust sem leið skutu íbúar Louisiana-fylkis í Bandaríkjun- um saman 10 járnbrautarvagn- hlössum af matvælum, lyfjum, tækjum og landbúnaðarverk- færum handa Tarahumörum. En ríkisstjórnin í Mexikó neit- aði að leyfa innflutning á þessu til landsins. LIÐIÐ er fast að sextíu ár- um síðan að þjóðfélags- og efnahagsbyltingin hófst í Mexíkó, en hún kostaði milljón mannslíf og geisaði um 20 ára skeið. Enn er meginauðurinn þó í höndum tiltöMega fárra manna. Verkalýðssamtökin halda fram, að um helmingur verka- manna i landinu en þeir eru um 14 milljónir talsins, fiáá ekki meira en viðurkennd lágmarks laun, sem nema frá einum doil ar á dag í afskekktum landbún- aðarhéruðum og upp í þrjá dollara á dag í einstaka borg- um nálægt landamærum Banda ríkjanna. Leiðtogar verkalýðs- féláganna bæta þó við, 'að 4 milijónir Mexíkana hafi enn lægri laun. Hagfræðingar segja, að meára en ein milljón bændafjöl- skyidna hafi minna en 100 doll ara í meðaltekjur á ári. Skýrsl- ur sýna einnig, að 11 milljónir Mexíkana hafi ekki efni á að borða hveitibrauð og 5 milljón- ir manna gangi berfættir. af því að þeir hafi ekki efni á að eignast skó á fæturna. MEXÍKÓ er eríitt land ti] lífsframfæris. Tveir þriðju hlutar af flatarmáli landsins eru fjalHendi. Úrkoma er ófuli nægjandi i nyrðri helmingi landsins, en x suðurhlutanum rignir á óheppilegum tíma fyr ir akuryrkju. Erfiðleikarnir stafa einkmn af takmörkuðum náttúruauð- lindum og ákaf-ega ör fólks- fjölgun eykur á J»á. Meginhluti Mexíkana eru kaþólskrar trú- ar og þar í landi eru umræður um takmörkun barneigna alveg á byrjunarstigi. Haldi mann- fjölgunin áfram að vera jafn ör og nú er gert ráð fyrir, að Framhald á bls. 12 Hópar uppflosnaðra bláfátækra bænda flykkjast til allt of þröng- býlla borga, þar sem atvinnuleysi, húsnæðisleysi og skölaskortur og lítilfjörleg heilsugæila eru helstu einkennin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.