Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. mai 1987 3 Saltfiskfarmi skipað upp á vegum SÍF á Ítalíu: „Ovissa um tolla á saltfiskinn" Tollfrjáls kvóti fyrir 31 þúsund tonn af saltfiski til EB-landanna er þegar búinn. — Ósamið um viðbótarkvóta. Evrópubandalagiö hefur enn ekki samþykkt viðbótarkvóta fyrir saltfisk til aðildarríkjanna. EB hafði úthlutað 31.000 tonnum sem voru tollfrjáls, en sá kvóti er þegar búinn. Unnið hefur verið að því að fá sviðpaðan viðbótarkvóta og í fyrra, um 40.000 tonn. Sá kvóti var með 3% tolli, en samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins er nú rætt um 3.3V0—5% toll. Ef ekki, verður tollurinn 13^0. Sölusamtök ís- lenskra fiskframleiðenda sendu í vikunni skip með 850 tonna farm til Ítalíu og átti að landa farminum á tveimur höfnum. í gær ríkti nokkur óvissa um í hvaöa tollum saltfiskur- inn mundi lenda, cn þegar var búið að skipa upp í annarri höfninni. „Því miður hafa þeir ekki ennþá samþykkt þennan viðbótarkvóta. Við vonum bara að þetta dragist ekki á langinnþ sagði Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Þórhallur hafði þá um morguninn haft samband við aðalstöðvar EB í Brussel. Hann sagði að í vikunni hefðu verið tveir frídagar í.Brussel og e.t.v. lítið gerst í málinu þess vegna. Evrópubanda- lagið á líka í sérstökum samninga- viðræðum við Kanadamenn sem í fyrra fengu m.a. sérstakan kvóta gegn því að veita aðgang að fisk- veiðilögsögu sinni. Norðmenn hafa einnig notið sérstakra ívilnana en neita opinberlega að viðurkenna að fiskveiðiréttindi liggi að baki. Norðmenn hafa hins vegar veitt EB leyfir til að veiða innan sinnar lög- sögu. íslendingar hafa flutt út stærstan hluta þess kvóta sem EB úthlutar. Skip það sem SÍF sendi til Ítalíu er norskt leiguskip á þeirra vegum, Fjellbryze. „Það er þegar búið að losa hluta af farminum og hafa ekki verið nein vandamál með það,“ sagði Magnús Gunnarsson forstjóri Verðkönnun á stanveiðivörum: Allt að 100% verðmunur Verulegur munur er á verði á stangveiðivörum eftir verslunum, samkvæmt niðurstööum verðkönn- unar sem Verðlagsstofnun fram- kvæmdi seinnihluta maímánaðar. Könnunin náði til 13 verslana í Reykjavík og 3 verslana annarsstað- ar á landinu og var kannað verð á alls 57 vörtegundum. í fréttatil- kynningu frá Verðlagsstofnun segir Ijóst að það geti haft áhrif á stang- veiðiútgjöld fólks hvar veiðubúnað- urinn er kcyptur. Því hvetur stofn- unin veiðimenn til að kynna sér verðkönnunina. Helsltu niðurstöður könnunar- innar eru eftirfarandi: — Að jafnaði var hnæsta verð á ákveðnum tegundum af veiðistöng- um og veiðihjólum 10—20% hærra en lægsta verð á sömu tegundum. í einu tilviki kostaði ákveðin tegund af kaststöng rúmlega 29% meira í einni verslun en annarri. í öðru til- viki kostaði ákveðin tegund af veiðihjóli 765 krónur í einni verslun en 1.050 kr. í annarri, sem var 37.3% hærra verð. — Hlutfallslegur verðmunur á ýmsum smáhlutum til stangveiða t.d. á flotholtum, flugum, spúnum og línum var almennt mun meiri en á stöngum og hjólum. Sem dæmi má nefna að verð á ákveðinni stærð af flotholtum var 43—89 kr„ 107% hærra verð á því dýrasta en því ódýrasta. Ákveðin tegund af spún kostaði frá 90—171 kr., eða 90% munur. Verðkönnun Verðlagsstofnunar liggur frammi endurgjaldslaust í skrifstofu Verðlagsstofnunar, að Borgartúni 7, og hjá fulltrúum Verðlagsstofnunar úti á landi, fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér niðurstöðurnar. Bandalag kvenna í Reykjavík: Hátíðasamkoma og sögusýning Bandalag kvenna í Reykjavík er sjötugt í dag og í tilefni afmælis- ins verður haldin hátíðarsam- koma í Gamla bíói kl. 14. Þar verða flutt ávörp og sýndur ballett sem Ingibjörg Bóasdóttir hefur samið sérstaklega fyrir þessa há- tíð. Ballettinn er fluttur af dans- flokki Þjóðleikhússins. Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Garðar Cortes koma einnig fram á sam- komunni í Gamla bíó, en að henni lokinni verður opnuð sögusýning á Hallveigarstöðum. Sýningin á Hallveigarstöðum verður opin í þrjá daga, laugar- dag, sunnudag og mánudag frá kl. 14—22. Á sýningunni er rakin saga kvenfélaganna í Reykjavík sem aðild eiga að bandalaginu. Á sýningunni hefur hvert félag sinn bás til að kynna starfsemi sína. Kaffiveitingar verða á Hallveigar- stöðum alla sýningardagana. í tilefni afmælisins hefur verið gefið út vandað afmælisrit, en saga bandalagsins var gefin út Kristln Guömundsdóttir, formað- ur Bandalags kvenna i Reykjavlk. fyrir 10 árum á sextíu ára afmæl- inu. Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru nú 28 talsins og eru meðlimir þeirra samtals um 14 þúsund. Þeir miðar sem enn eru óseldir á hátíðasamkomuna í Gamla bíó kl. 14 í dag verða seldir við inn- ganginn. SÍF í samtali við Alþýðublaðið í gær. Aðspurður hvort ekki væri hætta á því að hluti farmsins lenti í jafnvel 13% tolli sagði Magnús ekki vera. „Ég hef þá trú að þetta verði í lagi, að þetta skip verði í lagiý sagði Magnús. Von var á frekari fréttum af málinu í gær eftir að Alþýðublaðið fór í prentun. Hafnarfjörður: Fiskmarkaðshús afhent 1 gær var formlega afhent hús fyrir fiskmarkað í Hafnarfirði. Húsið hefur verið reist á örfáum mánuðum. Þaö er i eigu Háagranda h.f. sem cr hlutafélag að stærstum hluta til í eigu hafnarsjóðs og bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar. Rekstur fiskmarkaðarins verður hins vegar i höndum útgerðar- og fiskvinnslu- aðila og annarra tengdum sjávar- útvegi. Stofnað var hlutafélagið Fiskmarkaðurinn hf. um rekstur- inn. Fiskmarkaðshúsið stendur við Fornubúðir í Suðurhöfninni í Hafnarfirði, við smábátabryggj- una. Forstöðumaður Fiskmarkað- arins er Einar Sveinsson. Búist er við að rekstur hefjist að einhverju leyti strax eftir helgi. sís Opnar stærstu bygginga- vöruverslun landsins Sambandiö opnaði i gær nýja byggingavöruverslun í framtíðar- húsnæði við Krókháls í Reykjavík. Gamla byggingavörudeildin við Suðurlandsbrautina verður þó jafnhliða rekin áfram fyrst um sinn. Nýja verslunin verður að sögn sambandsmanna stærsta bygginga- vöruverslun landsins. Sambandið fékk lóðina þarna árið 1980. Framkvæmdir á staðn- um hófust árið 1983 með jarðvegs- skiptum og malbikun á 5.000 fer- metra svæði. í júlí á síðasta ári hóf- ust síðan framkvæmdir við bygg- inguna, sem tekin var í notkun í gær. Sambandið hefur lengi rekið byggingavöruverslun í Reykjavík, og lengi framan af var hún á tveim- ur stöðum, þyngri byggingavörur við Grandaveg og áhöld og smærri vörur í Hafnarstræti. Árið 1973 var þessi starfsemi sameinuð er Sam- bandið keypti fasteignirnar Suður- landsbruat 32 og Ármúla 29. Það stórbætti aðstöðuna, en vegna þrengsla varð deildin þó áfram að vera með leiguhúsnæði úti í bæ fyr- ir geymslur. Að Krókhálsi ætlar Sambandið að byggja upp framtíðaraðstöðu fyrir stóra markaðsverslun með byggingavörur, handverkfæri, raf- magnsvörur og heimilisvörur hvers konar. Fyrst um sinn verður aðeins verslað með byggingavörur og verk- færi þarna, og er ætlunin að reyna að þjóna byggingavörugeiranum eins vel sem frekast er kostur. Verslunin á fyrstu hæð að Suður- landsbraut 32 verður rekin áfram enn um sinn. Gólfflötur hennar er nú um 700 fermetrar. í nýbyggingunni að Krókhálsi er verslunin sjálf um 1.400 fermetrar. Auk þess er um 700 fermetra lager, 220 fermetra starfsmannaaðstaða og 225 fermetra skrifstofuhúsnæði á annarri hæð. Samtals er þessi nýja bygging þvi um 2.545 fermetrar. Hún er aðeins fyrsti áfangi, því að í framtíðinni er ætlunin að bæta þarna við a.m.k. tveimur skemmum til viðbótar, við hlið hússins sem nú er risið, auk þess sem möguleikar eru einnig á frekari byggingum sunnan við það. Þannig hugsa sambandsmenn séraðstöðuna á Krókhálsi fullgerða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.