Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. maí 1987 11 „Nútímatónlistin ekki lengur eins erfið áheyrnar" — segir Margrét Þóra Gunnarsdóttir sem situr í stjórn Musica Nova „Aðalhlutverk Musica Nova er að kynna nýja tónlist með tón- leikahaldi," segir Margrét Þóra Gunnarsdóttir sem er einn af stjórnarmönnum Musica Nova. „Félagtð var stofnað á sjöunda áratugnum og starfaði þá í nokk- ur ár en lagðist síðan niður. Musica Nova var endurreist 1981 og hefur starfað samfellt síðan.“ Margrét Þóra segir að Musica Nova standi fyrir fjórum, fimm tónleikum á ári þar sem bæði ís- lensk og erlend verk hafi verið leikin. „Musica Nova hefur enn- fremur gefið hljóðfæraleikurum tækifæri til að panta tónverk frá íslenskum tónskáldum. Félagið hefur þá greitt tónskáldunum fyr- ir verkin og hljóðfæraleikurunum fyrir flutninginn og stuðlað þann- ig að samningu íslenskra verka og flutningi þeirraþ segir Margrét Þóra. Musica Nova hefur hins vegar ekki yfir miklu fjármagni að ráða. Að sögn Margrétar Þóru eru flest verk félagsins unnin í sjálf- boðavinnu. Skerpluhátíðin er fyrst og fremst íslensk hátíð; þarna verða flutt yfir tuttugu verk og helmingur þeirra frumfluttur á hátíðinni. Sum verkanna voru samin fyrir tilstuðlan Musica Nova. Margrét Þóra segir að áhuginn á nútímatónlist sé alltaf að aukast, það hefur komið fram mikið af ungum tónskáldum á síðustu árum. „En ný tónlist á alltaf erfiðar uppdráttar en sú músík sem fólk þekkirj* segir Margrét Þóra. „Ný tónlist hefur á síðustu áratugum yfirleitt ekki verið skrifuð í hefðbundnu formi og mikið hefur verið um tilrauna- starfsemi. Þetta hefur fælt marga frá því að hlusta á nýja tónlist, en nú er fólk þó farið að venjast þessu, enda er tónlistin sem samin er í dag oft ekki eins erfið áheyrn- ar eins og sú tónlist sem samin hefur verið á undanförnum ára- tugum“ Musica Nova nýtur fjárstyrks úr tónskáldasjóði'Ríkisútvarpsins og frá menntamálaráðuneyti. Undanfarin tvö ár hefur Reykja- víkurborg og nokkur fyrirtæki veitt Musica Nova fjárhagsstyrk. Núverandi stjórn Musica Nova sem vinnur alla sína vinnu í sjálf- boðavinnu, er skipuð þeim Kol- beini Bjarnasyni, Margréti Þóru Gunnarsdóttur, Mist Þorkels- dóttur og Eyjólfi Arnalds. EIGUM VIÐ AÐ BYGGJA? Verðhlutfall á milli eldra húsnœðis og nýbyggingarkostnaðar komið á það stig að nýbygg- ing þykir fýsilegur kostur. — Útlit fyrir þenslu á byggingamarkaðnum. — Er skynsamlegt að byggja fleiri hús? Verð á eldri íbúðum á fasteigna- markaðnum í Reykjavík er nú talið um 90% af kostnaðarverði nýbygg- inga, samanborið við 75% í fyrra. Verðhlutföllin eru því komin á það stig, að búast má við aukinni þörf fyrir nýbyggingar strax á þessu ári og næsta. Talið er að mikil spenna geti skapast á byggingamarkaðnum strax á næsta ári vegna þessa. Verð og útborgunar- hlutfall hœkkar. — Nýbygging fýsilegur kostur. Með tilkomu nýja húsnæðislána- kerfisins var búist við mikilli aukn- ingu nýbyggingarlána. Sú varð ekki raunin. Verð var mjög lágt á mark- aðnum og því ekki eins hagkvæmt og oft áður, að ráðast í nýbygging- ar. Síðan hefur þetta verið að breyt- ast með hverjum mánuðinum sem líður. Verðið hefur stöðugt hækkað og sömuleiðis útborgunarhlutfall- ið, sem • nú er talið um 80% af íbúðaverðinu. Það lítur því flest út fyrir að nýbyggingar verði fýsilegri kostur en áður. Spurningin er hins vegar hvort íslendingar hafi nokk- uð við mikið fleiri hús að gera. Vantar hús? í samanburði við nágrannalönd- in kemur í ljós að íslendingar eiga stærstu íbúðirnar. Menn telja því næsta öruggt, að miðað við þróun mannfjölda á næstu árum þurfti ekki að óttast skort á húsnæði hér á Iandi. Vandamálið er frekar það sígilda, hvernig skuli fjármagna frumþörfina fyrir þak yfir höfuð sér. Nýbyggingarframkvæmdir hafa líka verið að dragast saman á síðustu árum. Á árunum 1970 til 1980 voru nýbyggingar um 2100. Næstu 5 árin var byrjað á 1700 íbúðum og á árinu 1985 var byrjað á 1300 íbúðum. Gróska á bygging- armarkaðnum hefur fyrst og fremst verið bundin við Reykjavíkursvæð- ið og ládeyða ríkt á landsbyggðinni. Byggingarmenn hafa því margir haft atvinnu sína af viðhaldi og endurbyggingu. í komandi framtíð er einnig talið að verkefnin verði fyrstog fremst á þeim sviðum auk framkvæmda á vegum hins opin- bera. Þróun vaxta- og lánskjara upp á síðkastið hefur einnig leitt til sam- dráttar í nýsmíði íbúðarhúsnæðis. Peningamenn vilja síður fjárfesta í húsnæði í dag, þar sem vaxtatekjur gefa þeim meiri arð en húsaleiga. Þetta leiðir að sama skapi til þess að hugsunarhátturinn hefur verið að breytast. íslendingar líta orðið meira á húsnæði, sem húsaskjól, frekar en minnisvarða um auð sinn og dugnað. Fleiri hús Þrátt fyrir allar vangaveltur um hina raunverulegu þörf fyrir ný hús, virðist flest benda til þess að eftir- spurn eftir nýbyggingarlánum muni aukast verulega á næstu mán- uðum. Einhverjir kunna að segja að þar ráði skammtímasjónarmið, þegar svo er komið að hagkvæmara þykir að byggja nýtt, en kaupa not- að. Inn í þetta spila einnig hags- munir byggingariðanaðarins, sem þolir ekki miklar sveiflur. Með húsnæðislánakerfinu er í sjálfu sér mörkuð sú stefna, að þeir fái meira lánað, sem ætla sér að byggja. Það verður því að líta á það sem vilja stjórnvalda að ráðist sé í nýbyggingar. Hvort sú útlánastefna er í þágu heildarinnar og þjóðar- hags kann hins vegar að vera annað mál. í dag standa menn því frammi fyrir því vandamáli að mikil þensla kunni að skapast á byggingamark- aðnum á næsta ári, nema brugðist verði við á einhvern hátt. í Alþýðublaðinu fyrir skömmu viðraði Ásmundur Stefánsson þá skoðun sína að skynsamlegt væri, að viðbótarfé í húsnæðiskerfið á þessu ári, færi fyrst og fremst í ný- byggingarlán til framkvæmdaaðila, þannig að þeir verði strax í stakk búnir að mæta aukinni eftirspurn. Ásmundur telur að með því móti megi draga úr mikilli spennu sem ella myndaðist á næsta ári. Þetta segir hann framkvæmanlegt án þess að skapa þenslu á markaðnum í dag, þar sem nú sé ýmsum stór- framkvæmdum að ljúka, t.d. Seðla- banka, Flugstöðinni og Hagkaups- húsinu. ÞrettánhundruÖ fjörutíu og einu sinni.„TAKK Landsbankinn hefur ríka ástæðu til þess að þakka krökkum um allt land fyrir framúrskarandi áhuga og þátttöku í Landsbankahlaupinu 1987, 16. maí síðast liðinn. Alls voru þátttakendur 1341, allir fæddir árin 1974 - 1977. Fjölmargir unnu til verðlauna, sumir settu persónuleg met, aðrir kepptu í hlaupi í fyrsta skipti á ævinni og þó nokkrir urðu Kjörbók með dálítilli innstæðu ríkari. En allir stóðu sig með mestu prýði. Við þökkum öllum þátttökuna og FRÍ fyrir samstarfið um framkvæmdina. Vonandi sjáumst við sem flest að ári í Landsbankahlaupi 1988. Landsbanki A Islands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.