Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 30. ma( 1987 c§3Húsnæðisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Sími 28500. ÚTBOD Ólafsvík Stjórn verkamannabústaða, Ólafsvík, óskar eftir tilboðum i byggingu fjögurra ibúða, í tveggja hæða sambýlishúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. Z.04.01 úr teikningasafni tæknideildar Hús- næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195 m2. Brúttórúmmál húss 1249 m3. Húsið verður byggt við götuna Vallholt, Ólafsvík, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofum Ólafsvíkur, Ólafsbraut 34, Ólafsvík og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá föstudeg- inum 5. júní 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 23. júní n.k. kl. 11.00 og verða þau opnuð viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. yUMFERDAR rAð Hver flytur 17. júní ræðu í ár Alþýðuflokksfélag Reykjavikur heldur opinn stjórnmálafund I nýbyggingu Hótel Sögu mánu- daginn 1. júní n.k. kl. 20.30. Áfundinum verðaþingmennirnir Jón Baldvin, Jón Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Jón Baldvin flytur framsögu um stjórnarmyndun. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Rafmagns- iðnfræðingar Raf magnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- magnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) í innlagnadeild fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í slma 686222. Umsóknarfrestur er til 09. júní n.k. k RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR 1 Vinnuskóli Reykjavíkur Leiðbeinandi óskast strax til að vinna með hópi fatlaðra ungmenna. Vinnutími eftirsamkomulagi. Upplýsingar í síma 622648 eða hjá Vinnuskólan- um, Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgar- túni 3. Vinnuskóli Reykjavíkur. Guðmundur Einarsson skrifar SÉRFRÆÐINGUR MINN Sérfræðingur minn í stjórnar- myndum segir að síðasti mánuður hafi verið sér mjög erfiður. Fyrst komu tvær vikur þar sem enginn hafði formlegt umboð til stjórnar- myndunar, en meiningin að menn notuðu tímann til óformlegra við- ræðna. Síðan fékk Steingrímur formlegt umboð og þá hélt sérfræð- ingur minn að formlegar viðræður mundu hefjast. Svo var ekki, því Steingrímur hélt óformlegar könn- unarviðræður og skilaði síðan um- boðinu. Þá fóru allir oddvitarnir í formlegar viðræður við forseta ís- lands í annað sinn og að þeim lokn- um fékk Þorsteinn þetta formlega umboð, sem Steingrímur skilaði. Þorsteinn hóf þegar óformlegar þreifingar við alla flokka og lýsti því síðan að hann vildi hefja form- legar stjórnarmyndunarviðræður við krata og Kvennalista. Þá dugði ekki minna en að skrifa bréf, svo hægt væri að taka formlega afstöðu til umleitunar Þorsteins. Kratar og konur héldu náttúrlega formlega þingflokksfundi og afgreiddu þess- ar óskir Þorsteins. Þá héldu menn að stjórnarmynd- un væri loks að fara í gang enda komnar fjórar vikur af viðræðum og þreifingum. Hins vegar kom þá í ljós að ekki var hægt að funda nema 2-3 tíma á dag því það vantaði gögn. Stjórnmálamennirnir, sem voru búnir að vera í kosningabaráttu og lýsa ríkissjóðsafkomum og við- skiptahöllum og voru líka búnir að taka þátt í 4 vikna könnunum og þreifingum, vissu nú ekkert lengur um stöðu þjóðarbúsins. Sérfræðingur minn sagði tvennt í lokin. í fyrsta lagi finnst honum þetta formlega viðræðurugl gengið of langt. Annað hvort eru menn til í að mynda stjórn eða ekki. Þá skiptir engu máli hvort þeir eru með formlegt umboð, hvort viðræðurn- ar eru til þreifingar, könnunar eða bara stjórnarmyndunar. Hann sagðist hvergi finna neitt í sínum plöggum um formlegt umboð. Hann taldi að hvaða Pétur eða Páll sem væri mætti mynda stjórn ef hann hefði þingstyrk. (Að vísu taldi hann vafa með Pál Pétursson, af því að hann væri svo ofboðslegur fram- sóknarmaður.) í öðru lagi sagði sérfræðingurinn að stjórnmálamenn væru að drepa sig á þessum sífelldu útreikningum. í stað þess að leggja Iínur og ræða pólitík sætu menn lon og don og pöntuðu útreikninga, læsu útreikn- inga eða biðu eftir útreikningum. Þannig kæmu menn sér hjá því að taka á vandanum, sem væri um stefnumörkun en ekki tölur með þrem aukastöfum. Sérfrœðingur minn í borgarlífi telur að Davíð Oddsson sé að gera merkilega hluti í Reykjavík. Sér- fræðingurinn telur meginóham- ingju borgarbúans vera þá að hann sé ekki lengur í snertingu við hætt- urnar og spennuna, sem mannkyn- ið þróaðist við. Þegar maðurinn reikaði um í örófi aldanna voru hætturnar á hverju strái, björgin ultu niður eldfjallahlíðarnar, gufur stigu upp úr eitruðum brennisteins- fenjum og einangrun og sambands- leysið milli fólksins olli hjátrú og ótta. Sérfræðingurinn telur að borgar- lífið sé sem betur fer að nálgast þennan æsandi uppruna sinn. I fyrsta lagi sé vaxandi sam- bandsleysi. Símakerfið sé smám saman að hætta að virka. Menn ná hvorki sambandi við opinbera aðila né ættingja sína. Ef menn ætla síð- an að nota fljótlegri aðferð en sím- ann og ákveða að skutlast á bílnum, þá er umferðaröngþveitið dagvax- andi og engin bílastæði. í öðru lagi kemur óttinn og spennan. Ef maður gengur um göt- ur bæjarins getur maður átt von á að húsin hrynji við minnsta titring. Foreldrarnir í Grafarvogi naga negl- urnar upp i kviku í sælublöndnum æsingi og ótta um afdrif barnanna sinna í Foldaskóla. Til að auka spennuna eru gerðar kannanir á burðarþoli húsanna í borginni, birt- ar yfirlýsingar um að þau séu að hrynja, en stranglega bannað að segja frá því hvaða hús séu verstu gildrurnar. Þetta nær sömu áhrif- um og góð rússnesk rúlletta. í þriðja lagi benti sérfræðingur- inn á Laugaveginn, þar sem verið er að skipta um lagnir og yfirborð. Þar er búið að grafa allt upp. Slöngur, leiðslur spúandi skólprör gefa skurðinum virkilegan regnskóga- svip. Þarna kemst borgarbúinn í góða spennu og framandi ógnir. Maður getur til dæmis reynt að ganga á þessum tveimur helluröð- um, sem eftir eru af gangstéttinni hvoru megin. Best er tilfinningin þar sem kanturinn er að hrynja of- an í skólppollinn og engin snúra er lengur til skrauts á bakkanum. Maður getur Iíka reynt að halda niðri í sér andanum til að forðast eiturgufurnar og athugað hvað maður kemst langt. Svo er líka hægt að „fíla“ fenjatilfinninguna i botn og anda djúpt að sér ilminum úr vellandi skurðinum. Þá er best að standa á dyrahellunni hjá Sand- holtsbakaríinu. Með þessum ólíku aðferðum er líf borgarbúans fyllt af þeirri spennu og djúpu reynslu, sem hefur verið á undanhaldi. Sérfrœðingur minn í Borgaraflokknum sagði að þar væri undarlegt vanda- mál í uppsiglingu. Sín á milli hafa Borgararnir notað þá samlíkingu að samskipti Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks séu eins og sam- skipti baðmullarbændanna og þrælanna í Suðurríkjum Sáms frænda forðum. Yfirstéttin í Sjálf- stæðisflokknum á Iöngum að hafa haft lítið samband við hinn al- menna flokksmann. Við stofnun Borgaraflokksins reif almúginn sig lausan. Þannig verður slagur þeirra Borgaranna að frelsisbaráttu í þeirra eigin augum. Sagnfræðingar Borgaraflokksins segja að það hafi tekið þrælahald- arana í Suðurríkjum mörg ár að skilja að þeir þyrftu að ræða við svörtu mennina og margir munu aldrei gera það. Sama skilningsleysi segja þeir að einkenni samskipti Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks nú, þ.e. Þorsteinn og Co vilji ekki á þá yrða. Sérfræðingur minn segir að þessi líking hafi verkað vel á þá Borgar- ana í upphafi, gefið þeim tilfinn- ingu um samstöðu. En nú er komið babb í bátinn. Hvorum líkist Albert Guð- mundsson kúgaranum eða þræln- ,um? Hvað með Bensann, vindlana og hádegismatinn á Hótel Borg?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.